Morgunblaðið - 28.09.2021, Qupperneq 16
16 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 2021
hafðu það notalegt
vottun reynsla
ára
ábyrgð
gæði
miðstöðvarofnar
Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - sími 577 5177 - ofnasmidja.is
Eigum úrval af
miðstöðvar- og handklæðaofnum
Öldum saman hafa
menn talið fjölskylduna
hornstein samfélagsins.
Nokkuð hefur borið á
því undanfarið að menn
hafi reynt að hnekkja
þessari fullyrðingu og
oftast með afar fálm-
kenndum hætti. Ekki
þarf að fara mörgum
orðum um marg-
víslegar raunir manna og samfélags-
ins þegar fjölskyldulíf er ekki í
þokkalegu lagi eða jafnvel í molum.
Virðing, kærleikur og ábyrgð eru
hornsteinar heimilislífs sem skapar
ungmennum skjól á uppvaxtarár-
unum. Skólarnir gegna mikilvægu
hlutverki til að styrkja og efla vellíð-
an barna og ungmenna. Þetta verk-
efni í skólunum er svo mikilvægt og
brýnt að ekki má skera fjárveitingar
við nögl í þessu skyni heldur auka
verulega. Umsjónarkennarar og
námsráðgjafar í hverjum skóla gegna
lykilhlutverki í að auka og efla vellíð-
an barna og ungmenna. Styrkja þarf
stöðu þessara starfsmanna skólanna
og það sérstaklega núna á óvenju-
legum tímum.
Námsráðgjafar
Námsráðgjafar eru mikilvægustu
samstarfsmenn nemenda og geta haft
úrslitaáhrif á vellíðan þeirra í námi og
síðar í starfi. Námsráðgjafar vinna
náið með stjórnendum hvers skóla
svo og öllum kennurum og öðrum
starfsmönnum. Þeir gefa góð ráð og
leiðbeina þegar eftir er leitað og oftar
ef þeim sýnist svo. Þeir eru ávallt
talsmenn nemenda í hverju máli sem
upp kemur og nemendur verða að
geta treyst því. Margir telja að einn
námsráðgjafa þurfi fyrir hverja um
það bil 300 nemendur. Á þessum erf-
iðu tímum er mjög mikilvægt að auka
og efla störf námsráðgjafa til þess að
draga sem mest úr kvíða og óöryggi
nemenda. Þetta gildir um alla grunn-
og framhaldsskóla landsins.
Góður námsráðgjafi getur leyst
mörg mál nemenda og starfsmanna
ef það er gert fljótt og fagmannlega
eða áður en þau verða vandamál ef
þeim er ekki sinnt strax í byrjun.
Mörg dæmi eru um að námsráðgjafar
leysi mál og gefi góð ráð og nem-
endur þurfi því síður að leita til sér-
fræðinga utan skólanna með tilheyr-
andi löngum og erfiðum biðlistum.
Margir nemendur telja sig standa í
þakkarskuld við námsráðgjafa sinn
löngu eftir að skólagöngu lýkur.
Umsjónarkennarar
Á öllum skólastigum þarf að gera
stjórnendum kleift að fjölga verulega
umsjónarkennurum úr hópi góðra
kennara. Þeim verði síðan boðið að
fara á námskeið og fá góða þjálfun í
að ræða einslega við nemendur um
vellíðan, samskipti, tómstundir, nám-
ið o.fl. Þá verði þeim greitt vel fyrir
þessa vinnu. Miklu máli skiptir að
kennarar líti ekki á það sem kvöð að
gegna starfi umsjónarkennara. Um-
sjónarkennarastarfið er að mati
flestra eitt mikilvægasta starf í hverj-
um skóla og því ber að launa það vel.
Félagslíf
Efla þarf heilbrigt og gott félagslíf
í hverjum skóla. Til þess að efla fé-
lagslífið verði einn til tveir kennarar
til aðstoðar og eftirlits. Ungt fólk get-
ur lært margt gagnlegt með þátttöku
í félagslífinu í skóla sínum. Mjög
margt af því gagnast vel í nútíma-
þjóðfélagi þar sem miklir möguleikar
eru fyrir hæfileikaríkt fólk. Nem-
endum er nauðsynlegt að upplifa
ánægjulega tilbreytingu og skemmt-
anir öðru hverju. Það er hluti af eðli-
legu og heilbrigðu líferni hvers
manns. Hugmyndir um góðar
skemmtanir og ýmiss konar tilbreyt-
ingu má fá víða, m.a. frá öðrum skól-
um, s.s. glæsilegar árshátíðir með
borðhaldi, galakvöld, leikrit/
söngleiki, dimission-útskriftarferðir,
haustferðir, skíðaferðir o.fl. Allt kost-
ar þetta nokkra fjármuni en hjá því
verður ekki komist ef við ætlum að
mennta vel ungt fólk sem á að búa í
þessu fagra landi og byggja upp gott
samfélag í náinni framtíð enda erum
við ekki fátæk þjóð.
Eftir Þorstein
Þorsteinsson
og Gunnlaug
Sigurðsson
» Skólarnir gegna
mikilvægu hlutverki
til að styrkja vellíðan
barna og ungmenna.
Umsjónarkennarar og
námsráðgjafar eru
þar í lykilhlutverki.
Þorsteinn
Þorsteinsson
Höfundar eru fyrrverandi
skólameistarar.
thorsteinn2212@gmail.com
Sóknarfæri í skólamálum:
Markvissar leiðir til að efla
vellíðan barna og ungmenna
Gunnlaugur
Sigurðsson
Í Kastljósi sjón-
varpsins þ. 7. sept-
ember sl. var rætt við
Gunnar Þór Bjarna-
son sagnfræðing um
spænsku veikina 1918
og bók hans útgefna
árið 2020 um sama
efni. Þar fá þáverandi
starfandi læknar,
landlæknir og annað
hjúkrunarfólk ekki
háa einkunn; bæði virðist það hafa
verið skoðun íbúanna í höfuð-
staðnum sem og þeirra sem um
málið hafa fjallað, allt fram á þenn-
an dag.
Ekki veit ég hvort þessir dómar
eiga við rök að styðjast, en ekki
eiga þeir við um ástandið á Akra-
nesi, þ.e. í nóv.-des. 1918. Héraðs-
læknir á Akranesi var Ólafur Fin-
sen (1867-1958), sem starfaði sem
læknir þar frá 1894 til 1937 og hér-
aðslæknir í Skipaskagahéraði frá
1900-1937. Auk þess sat Ólafur í
hreppsnefnd, í skólanefnd og var
stöðvarstjóri Landsímans á Akra-
nesi um 10 ára skeið. Hann var í
stjórn Hjúkrunarfélagsins frá stofn-
un 1922-1939. Ólafur var kjörinn
heiðursborgari Akraness 1947, heið-
ursfélagi Rauða kross Íslands 1949
og heiðursfélagi ÍA. Minning-
arsjóður um hann og konu hans var
stofnaður 1939.
Forseti bæjarstjórnar Akraness
flutti ræðu við heiðursborgarakjörið
1. mars 1947; þar sagði hann m.a.:
„Þessi heiður fellur þér í skaut sem
viðurkenning fyrir langa þjónustu í
erfiðu héraði, við að líkna sjúkum
með læknavísindum og tækjum
þess tíma. En líka – og eigi síður –
fyrir ástúð þína og umhyggju, glað-
lyndi þitt við þá sem þurftu, hug-
hreystingar og uppörfunar hins
hjartahreina manns, sem í engu má
vamm sitt vita.“
Upp á Skaga kom veikin 31. októ-
ber og gengur eins og eldur í sinu
um bæinn. Ólafur Finsen læknir
fullyrðir að allt að 90% fólks í lækn-
ishéraði sínu hafi veikst og skráin
hann hjá sér 620 sjúklinga frá nóv-
emberbyrjun og fram í miðjan des-
ember. Einungis sex heimili á Akra-
nesi sleppa alveg. Í bænum búa 897
manns en um 1.650 í læknishér-
aðinu öllu. Talið er að 28 hafi látist
úr spænsku veikinni á Akranesi eða
3,1% íbúanna. Samsvarandi tölur í
dag væru að 240 manns létust af
hennar völdum, en íbúar eru um
7.800.
Ólafur lýsir einkennum veikinnar
svo: „Ákafur hiti (mestur 41,8), höf-
uðverkur, óráð stundum svo mikið
að sjúklingar æddu um sem óðir
menn og varð eigi linað nema með
skópólamín-morfíninnspýtingu,
kvef, ákafur þurrbelgingshósti,
einkum í byrjun, síðar með upp-
gangi, ýmist gulleitum eða blóðlit-
uðum. Uppköst voru mjög tíð í
byrjun, sömuleiðis niðurgangur.
Svefnleysi í mörgum, sumir lágu í
móki. Blóðnasir ákaflega tíðar,
einkum á unglingum, á sumum nær
óstöðvandi.
Eins og fram kemur í bók Gunn-
ars Þórs Bjarnasonar segir Ólafur
ástandið hafa verið „voðalegt“ þeg-
ar verst gegndi, fólk hafi legið „í
einni þvögu“, enginn til að kynda
upp húsin og „enginn til að elda
mat, enginn til að hjúkra eða lið-
sinna þeim sjúku“ og þeir sem uppi
stóðu átt nóg með að sinna sínum
nánustu. Fólk „engdist sundur og
saman af hósta, þrautum og þorsta“
og hafði varla rænu á að ná sér í
vatn handa sjúklingum og gefa
þeim lyfin. Síðan lýsir Ólafur eft-
irköstum veikinnar þar
sem fram kemur að
margir hafa verið lengi
að ná sér.
Héraðslæknirinn
kveðst að jafnaði varla
hafa sofið nema tvær
eða þrjár klukkustund-
ir á nóttunni allan nóv-
ember. „Eitt sinn fór
ég tæpast úr fötum í
fjóra sólarhringa,“ seg-
ir hann. Upp úr því fær
hann „aðkenningu af
sóttinni“ en liggur bara einn dag. Á
meðan afgreiðir hann lyf til sjúk-
linga úr rúmi sínu með aðstoð dótt-
ur sinnar því hann er í senn lyfsali
bæjarins og héraðslæknir.
Ég skrifaði grein í blaðið Vestur-
land þ. 30. ágúst 2018 vegna þess að
100 ár voru liðin frá komu spænsku
veikinnar. Þar er gerð grein fyrir
þeim sem létust af veikinni á Akra-
nesi og mynd fylgdi af viðkomandi
ef hún var fyrir hendi. Varla þarf að
taka fram að á Akranesi var á þess-
um árum hvorki sjúkrahús né al-
mennt hjúkrunarfólk, aðeins hér-
aðslæknirinn Ólafur Finsen og
ljósmóðirin Guðrún Gísladóttir
(Guðrún ljósa), en hún starfaði sem
ljósmóðir á Akranesi og nær-
sveitum í 46 ár, frá 1892 til 1938.
Auk þess að taka á móti 1.166 börn-
um var hún hjúkrunarkona og ann-
áluð voru störf hennar haustið 1918,
þegar spænska veikin gekk. Í við-
tali við Guðrúnu í Framtaki, blaði
Sjálfstæðismanna á Akranesi í októ-
ber 1948, 30 árum eftir að spænska
veikin gekk á Akranesi, var hún
m.a. spurð: „Hvenær var þér mest
íþyngt í starfi ?“ Guðrún svarar:
„Þó merkilegt megi heita, þá voru
það ekki ljósmóðurstörfin sem mest
hafa reynt á getu mína, heldur
hjúkrunarstarfið í spönsku veikinni
árið 1918. Það voru fullar þrjár vik-
ur, sem ég naut ekki hvíldar í þann
tíma, en það vildi til að ég þoldi vel
að vaka. Á þessu tímabili var það í
mesta lagi aðra hverja nótt, sem ég
gat lagt mig, annars var ég alltaf
þar sem erfiðleikarnir voru mestir
og dauðsföll verandi og verðandi.
Þetta voru óhugnananlegir tímar.
Það bjargaði mér, hvað heilsu-
hraust ég var sjálf, því þrátt fyrir
það að ég var svo að segja hjá
hverjum þeim sjúkling sem veik-
astur var, þá fékk ég ekki svo mikið
sem smákvilla af þessari veiki. – En
fyrst verið er að ræða um þessa
hluti á annað borð, þá get ég ekki
látið hjá líða að minnnast á elju og
fórnfýsi vinar míns Ólafs Finsen,
héraðslæknis, sem var alla tíð ein-
lægasti samherji minn í baráttunni
við þennan sjúkdóm og annan fyrr
og síðar.“
Guðrún Gísladóttir lærði ljósmóð-
urfræði hjá Schierbeck landlækni
1892. Hún var greind, glaðvær,
fróðleiksfús og hagmælt. Hún var
sæmd riddarakrossi fálkaorðunnar
1945, heiðursborgari Akraness 1948
og heiðursfélagi Kvenfélags Akra-
ness og Slysavarnadeildarinnar á
Akranesi.
Eftir Ásmund
Ólafsson
Ásmundur Ólafsson
» Ólafur Finsen læknir
fullyrðir að allt að
90% fólks í læknishéraði
sínu hafi veikst og
skráir hann hjá sér
620 sjúklinga frá nóv-
emberbyrjun og fram í
miðjan desember 2018.
Höfundur er fv. framkvæmdastjóri
Dvalarheimilisins Höfða, Akranesi.
Spænska veikin
á Akranesi
Allt um sjávarútveg