Morgunblaðið - 28.09.2021, Side 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 2021
✝
Vilborg Dag-
bjartsdóttir
fæddist 18. júlí
1930 á Hjalla á
Vestdalseyri við
Seyðisfjörð. Hún
lést á líknardeild
Landspítalans 16.
september 2021.
Foreldrar Vilborg-
ar voru Dagbjartur
Guðmundsson, f.
19.10. 1886, d. 6.4.
1972, bóndi og sjómaður á
Seyðisfirði, og k.h., Erlendína
Jónsdóttir, f. 3.5. 1894, d. 14.7.
1974, húsfreyja.
Systkini Vilborgar: Guðný, f.
16.11. 1916, d. 1941; Sigrún, f.
29.4. 1918, d. 14.8. 2011, fyrrv.
bóndi í Seldal í Norðfirði; Elsa,
f. 15.2. 1919, d. 1941; Guðjón, f.
24.4. 1921, d. 14.7. 1998, sjó-
maður í Reykjavík; Jóhann, f.
7.6. 1924, d. 9.2. 1946; Sæunn, f.
12.10. 1925, d. 1941; Guð-
mundur, f. 16.7. 1927, d. s.á.;
Friðfinnur, f. 5.5. 1929, d. 1931;
Páll, f. 30.7. 1932, d. 2017, skip-
stjóri á Höfn í Hornafirði; Þór-
ir, f. 9.1. 1935, d. 2009, neta-
gerðarmaður og stýrimaður í
Reykjavík; Þorleifur, f. 18.8.
1936, d. 2017, skipstjóri í Stöðv-
arfirði. Maður Vilborgar var
Þorgeir Þorgeirson, f. 30.4.
1933, d. 30.10. 2003, kvik-
myndagerðarmaður og rithöf-
undur.
Sonur Vilborgar og Þorgeirs
er Þorgeir Elís, f. 1.5. 1962, eðl-
isefnafræðingur sem vinnur hjá
Íslenskri erfðagreiningu en
kona hans er Guðrún Jóhanns-
dóttir, f. 30.6. 1960, kennari í
Mýrarhúsaskóla, en börn þeirra
eru: a) Bergur, f. 16.8. 1981,
(þrjár íslenskar skáldkonur)
1996; Fiskar hafa enga rödd,
2004, Síðdegi, 2010, og Ljóða-
safn, 2015. Útgefnar barnabæk-
ur eru Alli Nalli og tunglið,
1959; Sögur af Alla Nalla, 1965;
Sagan af Labba pabbakút, 1971;
Langsum og þversum, 1979;
Tvær sögur um tunglið, 1981;
Sögusteinn, 1983; Bogga á
Hjalla, 1984. Þá hefur hún þýtt
á fimmta tug barna- og ung-
lingabóka og ritstýrt bókum.
Hún hafði umsjón með barna-
blaði Þjóðviljans 1956-62 og síð-
ar Kompunni, barnasíðu Þjóð-
viljans. Vilborg var m.a.
formaður Rithöfundafélags Ís-
lands, sat í stjórn Stéttarfélags
íslenskra barnakennara,
Rithöfundasambands Íslands og
Menningar- og friðarsamtaka
íslenskra kvenna, tók þátt í
undirbúningi fyrstu Kefla-
víkurgöngunnar 1960, var með-
al stofnenda Herstöðvaand-
stæðinga, átti þátt í stofnun
Rauðsokkahreyfingarinnar
1970 og var í fyrstu miðju
Rauðsokka.
Vilborg hlaut viðurkenningu
Rithöfundasjóðs Ríkisútvarps-
ins 1971; verðlaun Fræðsluráðs
Reykjavíkur fyrir bestu þýð-
ingu á erlendri barnabók 1975;
Menningarverðlaun DV 1982;
verðlaun Jónasar Hallgríms-
sonar 1996, og viðurkenningu
Íslandsdeildar Ibby fyrir fram-
lag til íslenskrar barnamenn-
ingar árið 2000. Hún er
heiðursfélagi Rithöfunda-
sambands Íslands frá 1998, er á
heiðurslaunum Alþingis og var
sæmd riddarakrossi íslensku
fálkaorðunnar fyrir fræðslu- og
ritstörf árið 2000.
Útförin fer fram frá Hall-
grímskirkju í dag, 28. sept-
ember 2021, klukkan 15.
Streymt verður frá útför:
https://streymi.syrland.is/
Hlekk á streymi má finna á:
https://www.mbl.is/andlat
sambýliskona
Sunna Rún Péturs-
dóttir, f. 21.7. 1989,
en barn þeirra er
Ingunn Embla, f.
20.11. 2020; og b)
Edda, f. 29.10.
1987, sambýlis-
maður Gunnar Örn
Guðmundsson, f.
13.1. 1987, en börn
þeirra eru Guðrún
Ólafía, f. 19.12.
2016 og Þorgerður Elísa, f.
19.2. 2021.
Sonur Vilborgar og Ásgeirs
Hjörleifssonar, f. 13.1. 1937,
framkvæmdastjóra, er Egill
Arnaldur, f. 18.6. 1957, kennari
í Austurbæjarskóla, en kona
hans var Laufey Hálfdán-
ardóttir, f. 30.12. 1958, d. 25.3.
2016, hjúkrunarfræðingur, og
eru dætur þeirra a) Vilborg, f.
24.7. 1989, sambýlismaður Skúli
Skúlason, f. 1.5. 1984; og b)
Þórunn, f. 29.9. 1996, sambýlis-
maður Guðjón Björn Guðbjarts-
son, f. 2.11. 1994.
Vilborg fór tólf ára til Norð-
fjarðar, lauk þar barnaprófi og
gekk í Gagnfræðaskóla Nes-
kaupstaðar, lauk kennaraprófi
frá KÍ 1952, stundaði leiklist-
arnám 1951-53, nám í bóka-
safnsfræði við HÍ 1983 og
dvaldi í Skotlandi og Danmörku
1953-55. Vilborg var kennari
við Landakotsskóla 1952-53 og
við Austurbæjarskólann 1955-
2000. Jafnframt kennslu stund-
aði Vilborg ritstörf. Útgefnar
ljóðabækur Vilborgar eru Lauf-
ið á trjánum, 1960; Dvergliljur,
1968; Kyndilmessa, 1971; Ljóð,
1981; Klukkan í turninum,
1992; Ótta, 1994; Ljósar hendur
Vilborg Dagbjartsdóttir,
amma mín, var kannski besta
amma í heimi. Þetta er ekki
meint á sama hátt og þegar
stendur kannski á kaffibolla:
„Besti pabbi í heimi“; eða eitt-
hvað svoleiðis. Þetta er ekki haft í
flimtingum, eða sagt, eins og sagt
er stundum, í væmni. Heldur er
þetta algjörlega hlutlægt álit,
kalt mat, þannig að ef hægt væri
að gera úttekt á öllum ömmum
heimsins, þá kæmi það mér alls
ekki á óvart ef amma mín, Vil-
borg Dagbjartsdóttir, yrði þar
efst á blaði.
Amma mín var svo góð amma,
að það var kraftaverk, og eins og
alltaf þegar um kraftaverk er að
ræða, þá er óvarlegt að tala um
það vegna þess að fólk heldur ein-
faldlega að maður sé vitlaus eða
genginn af göflunum. Einmitt
þess vegna var ég frekar tregur
að samþykkja að skrifa þessa
minningargrein. Ég get naum-
lega komið sannleikanum um
hana til skila, svo að vel heppnist
í texta, og án þess að fólk haldi að
ég eigi eitthvað bágt. En ég á ein-
mitt ekkert bágt, heldur er ég
bara þakklátur og undrandi yfir
því að hafa verið svona heppinn
að eiga hana sem ömmu.
Eins og kannski skín í gegn þá
er ég soldill ömmustrákur. For-
eldrar mínir voru ungir þegar ég
fæddist og bjuggu hjá ömmu Vil-
borgu og afa Þorgeiri. Á uppeld-
isárunum mínum var ég líka mik-
ið hjá þeim, og það hélt áfram
eftir að ég varð eldri. Þau voru
minn helsti stólpi og gerðu mér
kleift að þroskast og mannast,
miklu betur en annars hefði
kannski orðið. Þau bættu upp
fyrir mikið af mínum mistökum
og mistökum annarra, og gáfu
mér mikið af bæði andlegum og
veraldlegum verðmætum.
Samband mitt við ömmu Vil-
borgu var kannski frekar óvenju-
legt – ég veit það ekki. Til dæmis
lærði ég sem ungur maður mín
snjöllustu, öflugustu og dónaleg-
ustu fúkyrði af henni ömmu
minni. Ég ætla ekki að hafa þessi
orð eftir hér, en ég get vottað
það, að þau eru enn áhrifamikil,
og vekja aðdáun hjá harðsvíruð-
ustu sjóurum og glæponum.
Amma var svo opin og hispurs-
laus, og laus við alla tilgerð og hé-
góma, að hún gat hjálpað manni
með svo margt. Hún gat bjargað
manni úr dýpstu andlegu kreppu
og sálarháska, ef svo bar undir.
Efnisveruleiki gaf eftir og svign-
aði umhverfis ömmu.
Þegar hún var enn upp á sitt
besta líkamlega þá gátu heilu
matarveislurnar fyrir fjölda
manns galdrast fram óundirbúið,
á svipstundu, allt á meðan amma
hélt uppi samræðum við gestina.
Það var sama hversu marga
aukagesti bar að garði, þá var
alltaf „akkúrat þetta rétta magn“
af mat. Ég mun auðvitað ávallt
sakna ömmu minnar, en ég mun
líka búa að því mikla og ómet-
anlega sem hún hefur fært mér,
og ég veit hún hefur líka fært
mörgum öðrum. Vilborg amma
mín var kraftaverk. Þeir sem
þekktu hana vel hljóta því að vita
um og trúa á kraftaverk. Það síð-
asta sem ég sagði við ömmu Vil-
borgu var líka það síðasta sem ég
sagði við afa Þorgeir: „Takk fyrir
mig.“ Takk fyrir mig, amma.
Bergur Þorgeirsson
Amma mín var ótrúlegasta
kona sem ég hef kynnst. Ákaf-
lega trygg, barngóð, vitrari en
flestir, stemningskona fram í
fingurgóma og jákvæðust allra.
Við kringlótta borðið á Bókhlöðu-
stíg var oft kátt á hjalla, alltaf
boðið upp á „hið rétta magn“ af
mat og „reglulega gott kaffi“ lag-
að eftir matinn. Á Bókó var ein-
stakur andi. Þar var alltaf hlýtt,
bæði í eiginlegri og óeiginlegri
merkingu, og ævinlega svo gott
að koma þangað inn.
Fyrir tæpum fimm árum eign-
aðist amma sitt fyrsta barna-
barnabarn, dóttur mína Guðrúnu
Ólafíu, en þær langmæðgur áttu
afskaplega fallegt samband.
Amma var barnakennari í húð og
hár, og það sást bersýnilega í
samskiptum hennar við Gunnu
Fíu. Þær lásu mikið saman, hlógu
og skemmtu sér og það brást
ekki, en í hvert eitt og einasta
skipti sem þær hittust þá klapp-
aði amma fyrir barnabarna-
barninu. „Klappa fyrir henni,“
sagði hún og brosti breitt. Fyrir
tæpu ári bættust tvær litlar í
barnabarnabarnahópinn, fyrst
Ingunn Embla og svo Þorgerður
Elísa snemma á þessu ári. Þær
fengu auðvitað alltaf klapp líka
og veittu langömmu sinni
ómælda gleði.
Sérstaklega eftirminnilegt var
þegar Gunna Fía var tiltölulega
nýlega farin að ganga. Þá vorum
við fjölskyldan stödd heima hjá
foreldrum mínum þar sem amma
var líka. Gunna Fía vissi fátt
skemmtilegra en að æfa þessa
nýju kúnst sína, að ganga og
hlaupa. Þegar hún bað langömmu
sína um að hlaupa með sér um
stofuna kom ekki hik á hina þá 88
ára Vilborgu sem leiddi lang-
ömmubarnið og hljóp með henni
dágóðan spöl um íbúðina.
Enginn hafði eins smitandi
hlátur og amma. Ég á dýrmætt
og skemmtilegt myndband af
henni þar sem Gunna Fía er að
„galdra“ með töfrasprota í átt að
ömmu, sem breytti um stöðu með
leikrænum hætti í hvert skipti
sem barnið „galdraði“. Skyndi-
lega setur amma höndina upp að
andlitinu þannig að þumallinn
snertir nefið, hina höndina setur
hún svo fyrir framan þá fyrri.
Hún hlær og segir: „Veistu hvað
þetta heitir? Að gefa langt nef!“
Svo hlær hún dátt og dillar fingr-
unum. Þetta var amma. Alltaf að
kenna og grína.
Ég mun sakna hennar það sem
eftir er. Ég vona að hennar ein-
staki andi lifi áfram í mér og
dætrum mínum. Elsku amma,
takk fyrir allt.
Edda Þorgeirsdóttir.
Elsku Vilborg hefur kvatt
jarðlíf, fjölskyldu og samferða-
fólk, háöldruð og sú hin síðasta í
stóra systkinahópnum frá Hjalla.
Nú óska ég þess að geta fest
allar minningarnar frá næstum
sextíu ára vináttu okkar á sams
konar silfurþráð og þann sem
hún skóp en þannig að ég geti
tekið eina minningu í senn og
ornað mér við hana dagana sem
eiga eftir að bætast við minn
þráð.
Fyrsta minningin um Vilborgu
er þegar ég hitti hana á Hverf-
isgötunni vorið 1962. Ótal ljúfar
minningarnar geymi ég frá öllum
árunum sem þau Þorgeir bjuggu
í Vonarstrætinu, um strákana
okkar sem uxu úr grasi og gátu
farið einir milli heimila okkar
með sínar tuskudúkkur og smám
saman þróaðri leikföng. Og þótt
ég hafi síðastliðin 30 ár að mestu
búið vestur á fjörðum hefur dýr-
mæt vinátta okkar haldist og ófá-
ar eru þær stundirnar sem við
höfum átt saman á Bókhlöðu-
stígnum, á kaffihúsum, og í leik-
húsum og kvikmyndasölum höf-
uðborgarinnar – og reyndar líka
hér fyrir vestan. Við áttum margs
að minnast og gátum endalaust
rifjað upp atvik frá liðnum dög-
um, ljúf eða sár. Mér fannst líka
stundum að það væri eins ég
hefði alist upp á Vestdalseyrinni
með henni – svo vel þekkti ég
orðið sögurnar hennar frá
bernskuárum eystra, nú varð-
veittar í æviminningum hennar í
tveimur ágætum bókum.
Í vikunni sagði dótturdóttur
mín: „Amma, manstu hvað hún
Vilborg sagði að við ættum að
skíra Lenu litlu?“ Símtal okkar
Vilborgar frá því í janúar í fyrra
rifjaðist upp. Hún hafði heyrt í
fréttum að snjóflóð hefði fallið á
Flateyri og hringt til mín. Ég
sagði henni frá miklu tjóni,
sokknum bátum, giftusamlegri
björgun, síðan að lítil langömmu-
dóttir mín hefði fæðst hér vestra
þessa sömu nótt og brátt færi nú
daga að lengja og sólin að teygja
sig upp fyrir háan fjallahring-
inn … „Ég er með fallegt nafn
handa litlu stúlkunni,“ sagði Vil-
borg. „Hún ætti að heita Snædís
Sólbjört.“ Þessi uppástunga Vil-
borgar kom án nokkurra vafn-
inga eða umhugsunar. Röskun í
minnisstarfsemi breytti hér engu
því orðsnilldin var henni svo
inngróin og eðlileg. Snjórinn – og
sólbjartir dagar í nánd. Nú mun
ég kalla litlu stúlkuna Snædísi
eða Sólbjörtu, alla vega svona
með sjálfri mér og hugsa líka um
drauma sem Vilborg sagði mér
frá fyrir nokkrum árum þegar
henni fannst að til sín hefði í tví-
gang komið afar einkennileg
birta, hvít sem mjöll og hún fund-
ið fyrir sérlega fínlegri, silki-
mjúkri snertingu. Ég mun um
leið minnast minnar kæru vin-
konu sem ég átti svo margt að
þakka og sem ég sakna óskaplega
mikið. Hafi hún innilega þökk
fyrir allt.
Dýpstu samúð votta ég Agli
Arnaldi, Þorgeiri Elísi og fjöl-
skyldum þeirra.
Jóhanna Kristjánsdóttir.
Tómlegt varð á Eyrinni
þegar fjölskyldurnar
hver af annarri
fluttu burt
sumar yfir fjörðinn
aðrar til Reykjavíkur
húsin stóðu tóm
Í samtölum við Vilborgu Dag-
bjartsdóttur skaut bernskuheim-
ili hennar á Vestdalseyri oft upp
kollinum. Ekki með eftirsjá held-
ur þakklæti því að lífið þar var í
sterku samræmi við náttúruna
sem gaf og tók. Börnin gerðu sér
ævintýri úr öllu, áttu þar bæði
gleði og sorgir. Vilborg var ein
þeirra fáu sem tókst að varðveita
barnið í sér og hafði aðgang að
heimi bernskunnar í kátínu sinni
og sköpunarkrafti en líka djúpri
alvöru. Hvort tveggja einkenndi
hana líka sem kennara og tals-
mann barna. Hún var kennari af
guðs náð og tók sér áreynslulaust
stöðu með börnum. Það ein-
kenndi til dæmis barnasíðu henn-
ar í Þjóðviljanum þar sem ljóð og
sögur barna fengu að birtast.
Virðingin fyrir börnum birtist
einnig í ljóðum hennar og þýð-
ingum fyrir börn. Hún fann sér
sálufélaga í verkum Astrid Lind-
gren sem eru jafn vandþýdd og
þau virðast einföld. Þýðing henn-
ar á Emil í Kattholti er gersemi.
Réttlætiskennd Vilborgar var
sterk og heit, hún var einn af
stofnendum Rauðsokkahreyfing-
arinnar og jafnframt mikill og
góður femínisti alla sína tíð. Hún
var líka sósíalisti og í hennar
huga varð kvenfrelsi ekki skilið
frá lýðfrelsi eins og sjá má í
blaðaviðtölum og heyra mátti í
samtölum við þau Þorgeir þar
sem talað var tæpitungulaust.
Okkur verður hugsað með þakk-
læti og gleði til þeirra stunda sem
við áttum saman.
Við vottum fjölskyldu Vilborg-
ar okkar innilegustu samúð.
Dagný Kristjánsdóttir og
Kristján Jóhann Jónsson.
Það var Vilborg Dagbjarts-
dóttir sem setti auglýsinguna
frægu í útvarpið 1. maí 1970:
„Konur á rauðum sokkum – hitt-
umst á Hlemmi klukkan hálfeitt“
og þá þyrptust konur á vettvang
og gengu hnarreistar aftast í
verkalýðsgöngunni niður Lauga-
veginn með styttu Venusar á öxl-
unum. Þar með hófst nýr áfangi í
baráttunni á Íslandi fyrir jafn-
rétti kynjanna.
Vilborg fæddist 1930 á Vest-
dalseyri, æskuárin þar voru ljúf-
sár en áhrif þeirra varanleg.
Kjörin þröng, staðurinn af-
skekktur og berklar og slysfarir
hjuggu stórt skarð í 12 systkina
hópinn. En náttúran var sterk og
samheldni fólksins einnig.
Vilborg þráði að mennta sig og
komst til Skotlands í ársdvöl og
einnig til Danmerkur og fékk
þannig víðari sýn en þá sem yf-
irleitt var á færi alþýðukvenna.
Síðar fór hún í Kennaraskólann
þótt löngun hennar hafi vafalaust
staðið til lengra náms en það var
ekki í boði fyrir einstæða móður.
Þær voru þrjár nöfnurnar sem
mörkuðu stór spor í kvennabar-
áttuna í byrjun áttunda áratug-
arins hver á sinn hátt: Vilborg
Dagbjarts, Vilborg Harðar og
Vilborg Sigurðar. Starf Vilborg-
ar Dagbjarts þar var ekki ólíkt
kennslunni hennar í Austurbæj-
arskólanum. Hún var uppörvandi
en jafnframt gagnrýnin og sá
hinar skoplegu hliðar tilverunnar
eins og fram kemur í ljóðum
hennar. Hún átti stóran þátt í því
að við fórum að beita spaugsemi
sem vopni. Kennsluhæfileikar
hennar birtust glöggt á barna-
síðu hennar í Þjóðviljanum enda
var hún útgefið skáld, kímin og
beinskeytt. Hún dró einnig fram
fegurð hversdagslífsins, þá gift
og tveggja barna móðir.
Það sem hún sagði hitti yfir-
leitt alltaf í mark. Hún hafði eft-
irminnilega rödd sem heyrðist
vel án þess að hún hækkaði róm-
inn og kitlandi hlátur hennar
gleymist engum. Hún tók uppá-
komum í eigin lífi af æðruleysi
þótt hún hefði glöggt auga fyrir
lífsins ranglæti og vildi rétta hlut
annarra sem hún sá að áttu betra
skilið. Hugsjón hennar fékk
vissulega vængi og hún átti
drjúgan þátt í því að stúlkur í dag
hafa mörg tækifæri til að sinna
löngunum sínum og fá útrás fyrir
sköpunargáfur sínar – tækifæri
sem fyrir 50 árum virtust nær
óskhyggju en raunveruleika.
F.h. okkar sem stofnuðum
Rauðsokkahreyfinguna,
Elísabet Gunnarsdóttir og
Hildur Hákonardóttir.
Það er einkennilegt að hugsa
sér veröldina án Vilborgar Dag-
bjartsdóttur, svo stórt rúm hefur
hún átt í lífi mínu síðan ég kynnt-
ist henni fyrst fyrir hálfri öld eða
svo. Ég heillaðist fyrst af ljóðun-
um hennar, enda er hún einstakt
skáld og mikil gleði var það mér
að fá að gefa út fallega ljóðasafnið
hennar 2015 með bláklukku-
myndinni framan á.
Næst hreifst ég af henni sem
baráttukonu fyrir jafnrétti karla
og kvenna í Rauðsokkahreyfing-
unni. Það var merkilegur munur
á þeim tveim, skáldinu og bar-
áttukonunni. Hún átti í litlum
vandræðum með að semja ræður
til stuðnings pólitískri hugsjón
sinni en hún gat ekki sest niður
og samið ljóð til að tjá ákveðna
skoðun. Ljóðin urðu að koma til
hennar. Og það gerðu þau. En áð-
ur en þau voru skrifuð voru þau
fáguð af alúð í undirvitundinni
þangað til hvert atkvæði var á
sínum stað og þau voru tilbúin til
prentunar.
Vilborg var líka dáður upples-
ari, bæði á ljóð og prósa. hennar
eigin ljóð glitruðu í flutningi
hennar og ógleymanlegur er til
dæmis lestur hennar á Börn eru
besta fólk eftir Stefán Jónsson í
Morgunstund barnanna.
Vilborg var fjölhæfur lista-
maður. Í samtali okkar í Tímariti
Máls og menningar árið 1989
segir hún: „Ég er oft full af skáld-
skap en það sem gerist í hvert
skipti sem ég fæ hugmynd er að
mig langar til að teikna hana, eða
sauma hana, eða gera rímað ljóð,
smásögu eða órímað ljóð. Ég
skynja hlutina þannig að ég á
bágt með að finna formið. Mitt
eiginlega form er líklega að setj-
ast niður og tala við annan og
segja frá.“ Hún var líka hrífandi
sögumaður, engan var skemmti-
legra og áhrifameira að hlusta á
segja frá, hvort sem það voru
minningar úr æsku, frá Vestdals-
eyri sem fór í eyði og er horfin af
yfirborði jarðar en lifir að eilífu í
ljóðum Vilborgar, úr kennslunni í
Austurbæjarskóla í rúma fjóra
áratugi eða af fólki sem hún
þekkti. Allt og allir lifnuðu við í
frásögnum hennar og röddin var
svo falleg og skær hláturinn svo
smitandi. Það er sárt til þess að
hugsa að hann heyrist ekki fram-
ar.
Ég sendi sonum Vilborgar og
fjölskyldum þeirra mínar innileg-
ustu samúðarkveðjur. Þau hafa
misst mikið – og við öll með þeim.
Silja Aðalsteinsdóttir.
„Ég sé Vestdalseyrina svo
greinilega fyrir mér núna, hvern
stein og hvert strá,“ sagði Vil-
borg Dagbjartsdóttir þar sem við
sátum fyrir utan Grund þar sem
hún var í skammtímavistun, fáum
vikum áður en hún dó. Fyrr-
nefndan sælureit hefur hún gert
ódauðlegan í ljóðum sínum og
frásögnum frá fyrstu bernskuár-
unum. En þegar hún var ellefu
ára kom „vorið þegar allt breytt-
ist“. Breski herinn lagði fjörðinn
undir sig, sjálf missti Vilborg
þrjár systur með skömmu milli-
bili úr berklum, var vikið úr skóla
og sniðgengin í bænum á annað
ár, uns hún var send ein með
skipi til Norðfjarðar til vanda-
lausra, „eins og pakki til fólks
sem vantaði vinnudýr“. Þar varð
hún fyrir enn einu áfallinu þegar
bróðir hennar, sem henni þótti
undurvænt um, fórst á sjó. Eng-
inn talaði við hana, orðið áfalla-
hjálp var ekki til í málinu. Eða
eins og hún sagði sjálf: „Það var
ekki talað við börn um erfiða hluti
og ég byrgði mínar sorgir inni.“
Vilborg
Dagbjartsdóttir
HINSTA KVEÐJA
Vilborg
Fjársjóður
svo auðfundinn öllum
jafnt um hábjartan dag
sem í þreifandi myrkri:
ljóminn frá heitu hjarta
silfurblik hugans
og leiftur þessa hláturs
í röddinni þríbrotið gull.
Guðrún Hannesdóttir.