Morgunblaðið - 28.09.2021, Qupperneq 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 2021
Raðauglýsingar
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9-12.30, nóg pláss. Botsía kl.10.
Tálgað í tré kl. 13. Postulínsmálun kl. 13. Prjónakaffi Önnu kl. 13.30.
Kaffi kl. 14.30-15.20. Nánari uppl. í s. 411-2701 & 411-2702. Velkomin.
Árskógar 4 Smíðastofa með leiðbeinanda kl. 9-16. Opin vinnustofa
kl. 9-12. Leikfimimeð Milan kl. 10.30. Handavinna kl. 12-16. Karlakór-
inn Kátir karlar kl. 12.45. Hádegismatur kl. 11.40-12.50. Heitt á könn-
unni, kaffisala kl. 14.30-15.30. Allir velkomnir. Sím: 411-2600.
Boðinn Ganga / stafganga með leiðsögn kl. 10 frá Boðanum. Fugla-
tálgun kl. 13. Brids og kanasta, munið sóttvarnir. Sundlaugin er opin
frá kl. 13.30-16.
Bólstaðarhlíð 43 Morgunkaffi í kaffihorninu kl. 10. Stólaleikfimi með
Silju kl. 12.30 (hvetjum fólk að koma og prufa). Opið kaffihús kl. 14.30.
Qi-gong kl. 17 (frítt og opið öllum hverfisbúum).
Fella- og Hólakirkja Kyrrðarstund kl. 12 í umsjá Kristínar djákna og
Arnhildar organista. Súpa og brauð eftir stundina á vægu verði.
Félagsstarf eldri borgara kl. 13. Söngdúett Kristín Ragnhildur og Inga
Backman. Verið velkomin.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffisopi og spjall kl. 8.30-11.
Prjónað til góðs kl. 8.30-12. Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Myndlistar-
hópurinn Kríur kl. 12.30-15.30. Aðalfundur Hollvina Hæðargarðs kl.
13.30. Leiðbeiningar á tölvu kl. 13.10-13.40. Bónusrútan kl. 13.10. Síð-
degiskaffi kl. 14.30-15.30. Bókabíllinn kl. 14.45.
Garðabær Hægt er að panta hádegismat með dags fyrirvara. Með-
læti með síðdegiskaffinu er selt frá kl. 13.45-15.15. Pool-hópur í Jóns-
húsi kl. 9. Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Qi-Gong í Sjálandi kl. 9.
Stólajóga kl. 11 í Jónshúsi. Leikfimi í Ásgarði kl. 12.15. Botsía í
Ásgarði kl. 12.55. Smíði kl. 9 og 13 í Smiðju Kirkjuhvoli.
Gjábakki Kl. 8.30-11.30 opin handavinnustofa og verkstæði, kl. 16-18
Nafnlausi leikhópurinn með námskeið í upplestri og framsögn, kl. 13 -
16 opin handavinnustofa og verkstæði.
Gullsmári Myndlist kl. 9, botsía kl. 10, tréútskurður og kanasta kl. 13.
Hraunsel Billjard kl. 9-16. Qi-gong kl. 10. Brids kl. 13.
Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá kl. 8.30-10.30. Útvarps-
leikfimi kl. 9.45. Jóga með Rakel Írisi kl. 9. Brids í handavinnustofu kl.
13. Bingó kl. 13.15. Hádegismatur kl. 11.30–12.30, panta þarf fyrir
hádegi deginum áður.
Korpúlfar Morgunleikfimi kl. 9.45 í Borgum. Ritlistanámskeið í lista-
smiðju kl. 9.30 til 11.30 í Borgum. Botsía í Borgum kl. 10. Helgistund í
Borgum kl. 10.30, og leikfimishópur Korpúlfa í Egilshöll, Margrét
Eiríksdóttir leiðbeinir. Spjallhópur í listasmiðju í Borgum kl. 13 og
sundleikfimi í Grafarvogssundlaug kl. 14, Brynjólfur leiðbeinir. Minn-
um á hópsöng og kynningu á ljósmyndum í Borgum á morgun.
Seltjarnarnes Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 7.10. Kaffikrókur alla
morgna frá kl. 9. Pútt á flötinni við Skólabraut kl. 10.30 ef veður leyfir.
Kvennaleikfimi í Hreyfilandi kl. 11.30. Karlakaffi í safnaðarheimilinu kl.
14. ATH. Í DAG verður BINGÓ í salnum á SKÓLABRAUT kl. 13.30.
Örnámskeið / roð og leður á neðri hæð félagsheimilisins kl. 15.30.
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
.Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
.Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
.Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
.Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
.Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Byggingavörur
Harðviður til húsabygginga
Sjá nánar á www.vidur.is
Vatnsklæðning, panill, pallaefni,
parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu
verði. Eurotec A4 harðviðarskrúfur.
Penofin harðviðarolía.
Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf.
Upplýsingar hjá Magnúsi í símum
6600230 og 5611122.
Bílar
Audi A3 Sportback e-Tron
Hybrid 8/2017, módelár 2018
Ekinn aðeins 40 þús. km. Sportsæti.
Panorama glerþak. 17” álfelgur.
Sjálfskiptur. LED ljós. O.fl.
Lækkað verð aðeins 3.990.000,-
www.sparibill.is
Hátúni 6 A – sími 577 3344.
Opið kl. 10–18 virka daga.
Húsviðhald
Hreinsa
þakrennur
fyrir veturinn og
tek að mér ýmis
smærri verkefni.
Uppl. í síma 847 8704
manninn@hotmail.com
intellecta.is
Nú !##u"
þú það sem
þú $ei%a" að
á FINNA.is
IÐNAÐARMENN VERSLANIR
VEITINGAR VERKSTÆÐI
BÓKHALDSÞJÓNUSTA
OG FLEIRA
Vilborg Dagbjartsdóttir
Hún er farin, horfin, dáin en
aldrei mun hún gleymast, hún
Vilborg.
Hún hefur verið okkar nánasti
granni síðastliðin 40 ár, þ.e. frá
því við fluttum hingað á þessa
litlu húsatorfu í miðborg Reykja-
víkur, sem þá var orðin aldar-
gömul. Þau Vilborg og Þorgeir
voru reyndar líka nýflutt á svæð-
ið, höfðu keypt sitt hús árið áður.
Við kunnum auðvitað deili á
þeim, enda bæði þekkt skáld og
áberandi í róttækri þjóðfélags-
umræðu og þar að auki var Vil-
borg ein af hetjum Rauðsokka-
hreyfingarinnar.
Þau tóku á móti okkur á stígn-
um milli húsanna eins og tekið er
á móti vinum sem beðið hefur
verið eftir. Og þar með urðum við
ekki aðeins náin í rýminu heldur
einnig í vináttunni. Fljótlega kom
í ljós að Vilborg var frá Seyðis-
firði eins og Villi, bæði fædd þar
og alin upp, en Vilborg átta árum
eldri. Umræðan leiddist því iðu-
lega yfir í sögur og minningar frá
Seyðisfirði, þar sem sagnagleðin
fékk að njóta sín til fullnustu.
Vilborg var ævinlega glöð og
kát og skemmtileg og hún hló svo
fallega.
Ekkert var ljúfara en þegar
hlátur hennar barst okkur inn um
opinn svefnherbergisgluggann
og inn í draumana.
Borghildur Óskarsdóttir.
✝
Friðrika
Björnsdóttir
fæddist á Eskifirði
19. september 1941.
Hún lést á Landspít-
alanum 20. sept-
ember 2021. For-
eldrar hennar voru
Björn Kristjánsson,
f. 14. nóvember
1917, d. 23. maí
1983, og Borghildur
Einarsdóttir, f. 23.
júlí 1916, d. 20. apríl 1942.
Friðrika átti þrjú hálfsystkini;
Hrafnhildi Björnsdóttur, f. 17.
júní 1947; Kristján Björnsson, f.
31. desember 1951; og Guðrúnu
Björnsdóttur, f. 6. mars 1956.
Hinn 22. október 1961 giftist
Friðrika eftirlifandi eiginmanni
sínum, Þorvaldi Einarssyni frá
Ísafirði, f. 22. febrúar 1937. For-
eldrar Þorvaldar voru Einar
Ólafur Eyjólfsson, f. 8. sept-
ember 1900, d. 6. mars 1939, og
Guðrún Friðrika Pétursdóttir, f.
7. september 1908, d. 20. desem-
ber 1982.
Friðrika og Þorvaldur bjuggu
allan sinn búskap á Eskifirði.
Börn Friðriku og Þorvaldar
eru: 1) Kristín Lukka, f. 11. ágúst
1962, maki Agnar Bóasson, f. 19.
ágúst 1963. Þau eru búsett á
Reyðarfirði. Börn þeirra eru
Ólafur Kristinn og
Karitas Ósk. Ólafur
Kristinn á tvær dæt-
ur, Matthildi Emmu
og Friðriku Völu.
Karitas Ósk á tvö
börn, Dögun Rós og
Björn Jörfa. 2) Ein-
ar Guðmundur, f.
19. júlí 1964, maki
Guðbjörg Linda
Bragadóttir, f. 1.
mars 1968. Þau eru
búsett á Eskifirði. Börn þeirra
eru Aníta, Telma Ósk og Þor-
valdur. Telma Ósk á einn son,
Aron Einar. 3) Borghildur Birna,
f. 7. júní 1970. Börn hennar eru
Hekla Rán og Jón Þorleifur. 4)
Björgvin Rúnar, f. 2. mars 1972,
maki Hugrún Hjálmarsdóttir, f.
16. október 1975. Börn þeirra
eru Bjartmar Pálmi, Rósey og
Ásdís Erla.
Útför Friðriku verður gerð frá
Eskifjarðarkirkju í dag, 28. sept-
ember 2021, og hefst athöfnin
klukkan 14. Vegna aðstæðna í
þjóðfélaginu verða aðeins nán-
ustu aðstandendur viðstaddir.
Streymt verður frá athöfninni
á facebooksíðu Eskifjarð-
arkirkju:
www.facebook.com/eskifjardarkirkja/
Hlekk á streymi má finna á:
www.mbl.is/andlat
Með þakklæti og virðingu kveð
ég kæra vinkonu. Vinkonu berns-
kuára minna á Eskifirði. Frið-
rikka missti móður sína ung. Hún
ólst upp hjá ömmu sinni og afa,
Lukku og Kristjáni. Í Lukku-Húsi
voru ekki bara amma og afi, þar
voru líka Beggi og Tóta, fulltrúar
aldurs og visku. Efalaust hefur
allt þetta góða fólk mótað Frið-
rikku til góðs lífs.
Við ólumst upp í húsum sem
stóðu hlið við hlið og á milli heim-
ilanna var vinátta og kærleikur.
Kvistgluggar okkar Friðrikku
lágu saman. Við áttum okkar eigið
Mors-kerfi og flest kvöld sendum
við hvor annarri skilaboð hvort
sem það var hræðsla í Kapitólu-
lestri eða bara segja góða nótt.
Friðrikka var bókelsk og las
mikið alla tíð. Hún vann í bóka-
búðinni heima á Eskifirði þar sem
ég dvaldi löngum stundum í skjóli
hennar og hún leiðbeindi mér inn í
ævintýraheim bókanna.
Á Ísafirði urðu kaflaskil í lífi
Friðrikku, þar kynntist hún Valda
sínum sem varð lífsförunautur
hennar. Saman byggðu þau fallegt
hús í fjallshlíðinni á Eskifirði. Þar
var hugsað fyrir öllu og pláss fyrir
alla unga sem aldna. Þar nutum
við Kjartan gestrisni þeirra hjóna
á ferðum okkar um Austurland.
„Vík milli vina.“ Oftast var vík
milli okkar Friðrikku á seinni ár-
um. En fjarlægðin truflaði ekki
vináttu okkar. Fyrir tryggð henn-
ar og kærleiksríka vináttu er ég
þakklát.
Kæri Valdi, við Kjartan send-
um þér og fjölskyldunni innilegar
samúðarkveðjur.
Katrín Þórlindsdóttir
(Bubba).
Friðrika
Björnsdóttir
Elsku vinur minn. Mig langar að skrifa
nokkur orð til þín og ég lofa þér því að þetta
verður bara stutt af því að ég þekki þig það
vel og veit að það þurfa ekki að vera mörg
orð til að segja það sem býr í hjarta okkar.
Elsku Hjalli minn, takk fyrir öll dýrmætu
árin sem við áttum saman. Ég elska þig.
Þín tengdadóttir,
Brynja.
Hjálmar
Jóhannesson
✝
Hjálmar Jóhannesson fæddist 31.
júlí 1948. Hann lést 15. sept-
ember 2021. Útför hefur farið fram.