Morgunblaðið - 28.09.2021, Side 27
rétt eins og Höskuldur fékk hann
þrisvar tvö M og þrettán sinnum eitt
M í leikjum Vesturbæjarliðsins.
Hann skoraði sjálfur tvö mörk, bæði
í sama leiknum, í 2:1 sigri gegn
Leiknismönnum.
Litlu munaði að Kristinn yrði
sigurvegari í einkunnagjöfinni í ann-
að sinn á þremur árum en hann varð
efstur í M-gjöfinni árið 2019.
Endasprettur hjá Jónatan
Jónatan Ingi Jónsson, hægri
kantmaður FH-inga, varð í þriðja
sæti í M-gjöfinni. Hann fékk 17 M
samtals og átti frábæran endasprett
en Jónatan fékk ellefu M í síðustu
átta leikjum Hafnarfjarðarliðsins,
þar af þrisvar tvö M. Fram að því
hafði hann fengið sex M í fjórtán
leikjum FH-inga.
Það var í takti við FH-liðið sem
olli miklum vonbrigðum lengi vel en
tapaði síðan aðeins einu sinni í síð-
ustu átta umferðunum, gegn Ís-
landsmeisturum Víkings. Jónatan
skoraði sex mörk, fjögur þeirra í síð-
ustu sex leikjunum.
Markakóngurinn fjórði
Fremstur í flokki hjá meistaraliði
Víkings var markakóngur deild-
arinnar, Nikolaj Hansen. Danski
framherjinn átti sitt besta tímabil
hér á landi og varð langmarkahæst-
ur í deildinni með 16 mörk. Hansen,
sem hefur leikið hér á landi frá árinu
2016 og með Víkingum frá 2017, var
líka bestur Íslandsmeistaranna
samkvæmt einkunnagjöfinni og fékk
15 M samtals á tímabilinu, sem skil-
aði honum fjórða sætinu.
Hansen fékk níu M í fyrri umferð
deildarinnar en sex í þeirri síðari og
það var í takt við markaskorið en
Daninn skoraði tíu mörk á fyrri
hluta tímabilsins og sex á þeim síð-
ari.
Besti ungi leikmaðurinn féll
Þótt Fylkismenn hafi endað tíma-
bilið illa, hafnað í botnsæti deild-
arinnar og fallið, áttu þeir besta
unga leikmanninn samkvæmt ein-
kunnagjöfinni, ef miðað er við þá
sem eru fæddir á þessari öld. Hinn
19 ára gamli Orri Hrafn Kjart-
ansson stóð algjörlega upp úr hjá
Árbæjarliðinu á sínu fyrsta heila
keppnistímabili í deildinni en hann
fékk samtals 15 M í einkunnagjöf-
inni. Orri var lengi vel í baráttu um
efsta sætið en rétt eins og Fylk-
isliðið gaf hann eftir og fékk aðeins
tvö M í síðustu sex umferðum deild-
arinnar.
Höskuldur oftast valinn
Þessir leikmenn eru að sjálfsögðu
allir í ellefu manna úrvalsliði keppn-
istímabilsins 2021 sem sjá má hér
fyrir ofan. Breiðablik, Víkingur og
KA eiga tvo leikmenn hvert félag í
liðinu en KR, FH, Leiknir, Keflavík
og Fylkir einn leikmann hvert. Níu
varamenn má svo sjá til hliðar. Ell-
efu af tólf liðum deildarinnar eiga
fulltrúa í þessum tuttugu manna
hópi, öll nema HK.
Þá má efst á síðunni sjá hvaða
fimm leikmenn í hverju liði fyrir sig
fengu flest M á tímabilinu.
Höskuldur Gunnlaugsson var oft-
ast allra valinn í lið umferðarinnar,
átta sinnum í 22 umferðum deild-
arinnar. Pablo Punyed hjá Víkingi
og Matthías Vilhjálmsson hjá FH
komu næstir en þeir voru valdir sex
sinnum hvor í lið umferðarinnar hjá
blaðinu. Viktor Karl Einarsson og
Kristinn Steindórsson úr Breiða-
bliki voru valdir fimm sinnum hvor í
lið umferðarinnar.
Breiðablik með flest M
Breiðablik fékk flest M samanlagt
í einkunnagjöf tímabilsins hjá
blaðinu og var rétt á undan keppi-
nautum sínum um Íslandsmeistara-
titilinn, Víkingum. Blikar fengu
samtals 126 M í 22 leikjum, eða 5,72
M að meðaltali í leik, en Víkingar
fengu 121 M, eða 5,5 að meðaltali í
leik. KR-ingar voru ekki langt und-
an með 117 M.
Botnlið Fylkis fékk fæst M, sam-
tals 76, eða 3,45 að meðaltali í leik.
ÍA var með næstfæst M, 81, og síðan
kom HK með 84 M samtals en heild-
artölu hvers liðs má sjá efst í opn-
unni.
Einkunnagjöf Morgunblaðsins
Íþróttafréttamenn Morgunblaðs-
ins voru á öllum 132 leikjum deild-
arinnar á árinu 2021, lýstu þeim á
mbl.is og gáfu leikmönnum einkunn-
ir sem birtust í blaðinu. Til að fá eitt
M þarf leikmaður að eiga góðan leik,
til að fá tvö M þarf mjög góðan leik
og til að fá þrjú M, sem er nokkurs
konar sparieinkunn, þarf að eiga al-
gjöran toppleik á íslenskan mæli-
kvarða. Enginn leikmaður í úrvals-
deild karla fékk þrjú M í einum leik
á þessu ári.
4-3-3
Hversu oft leikmaður var valinn í lið umferðarinnar2
Varamannabekkur
Fjöldi sem leikmaður fékk á leiktíð2
14
Rasmus
Christiansen
Valur
Haraldur
Björnsson
Stjarnan
Ísak Snær
Þorvaldsson
ÍA
Kristall Máni
Ingason
Víkingur
Kennie Chopart
KR
Ástbjörn
Þórðarson
Keflavík
11 14
11
13
13
3
4
4
2
1
4
Lið ársins 2021 hjá Morgunblaðinu
Gísli Eyjólfsson
Breiðablik
12
2
12
Kristinn
Steindórsson
Breiðablik
5
Matthías
Vilhjálmsson
FH
11
6
Steinþór Már Auðunsson
KA
13
Jónatan Ingi Jónsson
FH
17
Hallgrímur Mar Steingrímsson
KA
14
Nikolaj Hansen
Víkingur
15
2
4
34
Brynjar
Hlöðversson
Leiknir R.
13
Frans Elvarsson
Keflavík
13
Höskuldur
Gunnlaugsson
Breiðablik
19
Kristinn Jónsson
KR
19
8
3 3
3
Pablo Punyed
Víkingur
13
Orri Hrafn Kjartansson
Fylkir
15
Viktor Karl Einarsson
Breiðablik
14 64
5
Jónatan Ingi Jónsson (22) 17
Matthías Vilhjálmsson (22) 11
Guðmundur Kristjánsson (20) 10
Ágúst Eðvald Hlynsson (10) 8
Steven Lennon (17) 7
FH 106
Birnir Snær Ingason (21) 10
Birkir Valur Jónsson (18) 9
Martin Rauschenberg (20) 8
Guðmundur Þór Júlíusson (17) 7
Atli Arnarson (20) 7
HK 84
Birkir Heimisson (20) 11 M
Rasmus Christiansen (20) 11 M
Hannes Þór Halldórsson (21) 11 M
Patrick Pedersen (21) 10 M
Birkir Már Sævarsson (22) 10 M
Valur 107
Orri Hrafn Kjartansson (20) 15
Orri Sveinn Stefánsson (21) 9
Djair Parfitt-Williams (13) 7
Helgi Valur Daníelsson (18) 7
Aron Snær Friðriksson (18) 7
Fylkir 76
Ástbjörn Þórðarson (22) 14
Frans Elvarsson (22) 13
Joey Gibbs (22) 12
Sindri Kristinn Ólafsson (22) 12
Magnús Þór Magnússon (17) 7
Keflavík 95
Hallgrímur Mar Steingrímsson (22) 14
Steinþór Már Auðunsson (22) 13
Rodrigo Gómez (20) 10
Þorri Mar Þórisson (21) 8
Brynjar Ingi Bjarnason (10) 7
KA 102
ÍÞRÓTTIR 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 2021
Arnar Þór Viðarsson, þjálfari
íslenska karlalandsliðsins í
knattspyrnu, mun í vikunni til-
kynna landsliðshóp sinn fyrir
leikina tvo gegn Armeníu og
Liechtenstein í undankeppni HM
en báðir leikirnir fara fram á
Laugardalsvelli.
Það verður afar áhugavert að
sjá hvaða leikmenn verða valdir í
hópinn að þessu sinni en eins og
flestir vita var mikið fjölmiðlafár
í kringum síðasta leikmannahóp
karlalandsliðsins. Guðni Bergs-
son sagði af sér sem formaður
KSÍ fljótlega eftir að sá hópur var
tilkynntur og stjórn KSÍ fylgdi
svo í kjölfarið.
Þá var Kolbeini Sigþórssyni
meinað að mæta í verkefnið af
stjórn KSÍ og Rúnar Már Sig-
urjónsson ákvað að draga sig úr
hópnum. Kolbeinn er ekki til taks
fyrir næsta verkefni vegna
meiðsla en hefði hann gefið kost
á sér núna yfir höfuð ef hann
væri heill heilsu?
Sátt náðist í hans mál árið
2018 og því spyr maður sig eðli-
lega hvort þetta hafi ekki bara
verið einn stór leikþáttur og
hrein og klár mistök hjá stjórn
KSÍ að banna honum að mæta í
leikina gegn Rúmeníu, Norður-
Makedóníu og Þýskalandi enda
stjórnin meira en meðvituð um
meint brot hans fyrir fjórum ár-
um. Maðurinn baðst afsökunar
og greiddi himinháar bætur. Var
nauðsynlegt að refsa honum enn
frekar og þá hversu lengi?
Dómstöll götunnar Twitter
er vægðarlaus, svo mikið er víst,
en eins og nýliðnar alþingiskosn-
ingar sýndu fram á endurspeglar
bergmálshellirinn á Twitter ekki
alltaf vilja þjóðarinnar. Ég óska
þess að ný stjórn KSÍ taki á öll-
um kynferðis- og ofbeldismálum
af mikilli festu en það þarf líka
að anda inn, og svo út, þegar
svona mál eru til umræðu.
BAKVÖRÐUR
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Júlíus Magnússon miðjumaður Víkings var besti leikmaðurinn í 22. og síð-
ustu umferð úrvalsdeildar karla í knattspyrnu síðasta laugardag, að mati
Morgunblaðsins. Júlíus fékk tvö M fyrir frammistöðu sína í sigri Víkinga á
Leikni, 2:0, þegar þeir tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn. Aðeins einn
annar leikmaður fékk tvö M í lokaumferðinni en það var Patrick Pedersen
sem skoraði þrennu fyrir Val í 6:0 sigri á Fylki.
Síðasta úrvalslið umferðar er hér fyrir ofan og þar er Höskuldur Gunn-
laugsson úr Breiðabliki valinn í áttunda skipti en enginn var jafnoft í úr-
valsliðinu á tímabilinu. Þá er Pablo Punyed, miðjumaður Víkings, í liðinu í
sjötta skipti.
22 . umferð
í Pepsi Max-deild karla 2021
Hversu oft leikmaður
hefur verið valinn í lið
umferðarinnar
23-4-3
Gunnar Nielsen
FH
Ísak Snær
Þorvaldsson
ÍA
Patrick Pedersen
Valur
Júlíus Magnússon
VíkingurSindri Snær
Magnússon
ÍA
Pablo Punyed
Víkingur
Nikolaj Hansen
Víkingur
Höskuldur
Gunnlaugsson
Breiðablik
Viktor Örn Margeirsson
Breiðablik
Óskar Örn Hauksson
KR
Mikkel Qvist
KA
3 3
4
2
6
4
8 4
4
Júlíus bestur í 22. umferð
Neal Maupay reyndist hetja Brigh-
ton þegar liðið heimsótti Crystal
Palace í ensku úrvalsdeildinni í
knattspyrnu í gær. Maupay skoraði
jöfnunarmark Brighton með loka-
spyrnu leiksins eftir að Wilfried
Zaha hafði komið Crystal Palace
yfir með marki úr vítaspyrnu á 45.
mínútu. Þetta var fjórða deild-
armark Maupay í sex leikjum en
Brighton, sem hefði með sigri getað
tyllt sér á topp deildarinnar í fyrsta
sinn í sögu félagsins, er með 13 stig
í sjötta sæti deildarinnar, stigi
minna en topplið Liverpool.
Jöfnunarmark
í blálokin
AFP
Mark Frakkinn Neal Maupay fagnaði jöfnunarmarki sínu vel og innilega á
Selhurst Park í London við lítinn fögnuð stuðningsmanna Crystal Palace.