Morgunblaðið - 28.09.2021, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 28.09.2021, Qupperneq 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 2021 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is TRYGGÐU ÞÉR MIÐA INNÁ SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI THERE’S A LITTLE HERO INSIDE US ALL RYAN REYNOLDS – JODIE COMER – TAIKA WAITITI GEGGJUÐ NÝ GRÍNMYND FRÁBÆR NÝ MYND FRÁ MARVEL STUDIOS MYND SEM ALLIR VERÐA AÐ SJÁ Í BÍÓ SIMU LIU AWKWAFINA WITHMICHELLE YEOH ANDTONY LEUNG 92% KOMIN Í BÍÓ T H E T E L E G R A P H T H E G U A R D I A N E M P I R E TOTA L F I L M 90% Rokksveitin heimskunna Rolling Stones hóf bandarísk- an hluta stuttrar tónleikaferðar sinnar, sem ber yfir- skriftina No Filter, á sunnudaginn í St. Louis í Missouri. Í upphafi tónleika var sýnt myndband til minningar um Charlie Watts, trommara sveitarinnar sem lést fyrir skömmu. Er þetta fyrsta tónleikaferð Rolling Stones án Watts í 58 ár þar sem hann gekk til liðs við sveitina árið 1963. Trommusóló ómaði undir myndbandinu og tón- leikagestir, um 60 þúsund talsins, kölluðu „Charlie, Charlie“. Stigu þá þeir Mick Jagger, Keith Richards og Ron Wood á svið og hófu leik með „Street Fighting Man“ en við trommusettið sat Steve Jordan. Jagger sagði tónleikagestum að því loknu að það snerti hans hjartastrengi að sjá Watts á breiðtjaldinu. AFP Rollingar Ronnie Wood, Mick Jagger, Steve Jordan og Keith Richards í St. Louis í Missouri í fyrradag. Fyrsta tónleikaferðin án Watts Óskarsverðlaunahafinn Dustin Lance Black, sem komið hefur að gerð kvikmynda á borð við Milk, J. Edgar og When We Rise, mun framleiða ameríska endurgerð á íslensku hrollvekjunni Rökkur sem Erlingur Óttar Thoroddsen skrifaði og leikstýrði árið 2017. Erlingur mun einnig skrifa og leikstýra nýju myndinni, líkt og greint var frá fyr- ir þremur árum, sem mun bera enska titilinn Rift. Meðal annarra framleiðenda eru J. Todd Harris og Marc Marcum sem m.a. framleiddi The Trial of the Chicago 7, auk XYZ og Wayward Entertainment. „Rift fjallar um tvo menn sem kljást við endalok sambands síns undir óhugnanlegum kringumstæð- um þegar þeir einangrast saman í afskekktum sumarbústað um miðj- an vetur,“ segir í tilkynningu og að Dustin Lance Black hafi hlotið Ósk- arsverðlaun fyrir handritið að kvik- myndinni Milk árið 2009 og hafi síðast skrifað handritið að Rustin sem Barack og Michelle Obama framleiða fyrir streymisveituna Netflix. Rökkur var frumsýnd hér á landi fyrir fjórum árum og voru framleið- endur hennar Erlingur sjálfur, Búi Baldvinsson og Baldvin Kári Svein- björnsson fyrir Myrkraverk Pro- ductions ehf. Með aðalhlutverk í myndinni fóru Björn Stefánsson og Sigurður Þór Óskarsson. Kvik- myndavefurinn Deadline greindi fyrst frá aðkomu Black að Rift. Erlingur lauk nýverið tökum á kvikmyndinni The Piper fyrir Mill- ennium Media með leikurunum Charlotte Hope og Julian Sands í aðalhlutverkum. Óskarsverðlaunahafi framleiðir Rift Tryllir Björn Stefánsson í Rökkri. A nders Roslund er einn af þessum traustu höfundum. Hann er frjór í skrifum sínum og glæpasögur, sem hann hefur sent frá sér með öðrum eða einn og sér, hafa verið spennandi og vel skrifaðar. Hún á afmæli í dag er af þessum meiði og eins og svo oft áður vakna ýmsar spurningar við lesturinn. Vopnasala hefur löngum þótt arð- bær og hún er hryggjarstykki sög- unnar, sem gerist í Stokkhólmi og Albaníu. Viðfangsefni lögreglunnar er fyrst og fremst að finna þá sem standa að ólöglegri sölu vopna í Sví- þjóð, en eftir því sem fleiri glæpa- menn finnast myrtir því erfiðari verður leitin. Spennusagnahöfundar gera oft út á græðgi enda á hún til að afvegaleiða menn; þeir byrja smátt, en ráða ekki við sig og áður en þeir vita af eru þeir orðnir stór- krimmar. „Glæpa- mennska er eins og vanabindandi lyf“ er ein skýr- ingin (bls. 458), og í sögunni leiðir hún viðkomandi svo sannarlega í ógöngur. Hefndin er annað vinsælt stef í glæpasögum og hún er eitt hjól undir bílnum að þessu sinni. Erfitt er að gera sér í hugar- lund þjáningar fólks sem horfir upp á ástvini myrta. Öll sund virðast lokuð og gjarnan sér það enga leið aðra en braut hefndarinnar. Sú stefna veldur augljóslega meiri skaða og er ekki vænleg til árangurs, en stundum virðist tilgangurinn helga meðalið. Spillingin er sjaldnast langt undan í glæpasögum og til að sporna við henni er heiðvirði lögreglumaðurinn, sem oftar en ekki má ekki við margnum. Þessi eilífa barátta góðs og ills á sér ýmsar hliðar og Anders Roslund kann að gera sér mat úr þeim. Allir þessir þættir og fleiri til verða að þéttri frásögn, en sumt orkar þó tvímælis. Vafaatriðin þvælast samt ekki fyrir, ekki frekar en fólkið sem glæpamennirnir þurfa að ryðja úr vegi. Ljósmynd/andersroslund.se Frjór Anders Roslund er frjór í skrifum sínum og glæpasögur, sem hann hefur sent frá sér með öðrum eða einn og sér, spennandi og vel skrifaðar. Miskunnarlaust rutt úr vegi Glæpasaga Hún á afmæli í dag bbbbn Eftir Anders Roslund. Elín Guðmundsdóttir þýddi. Kilja. 511 bls. Ugla 2021. STEINÞÓR GUÐBJARTSSON BÆKUR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.