Morgunblaðið - 29.09.2021, Síða 2

Morgunblaðið - 29.09.2021, Síða 2
2 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. SEPTEMBER 2021 Smiðjuvegi 34 • gul gata Kópavogi • biljofur@biljofur.is Viðgerðir // Bilanagreining // Varahlutir // Smurþjónusta Sérhæfð þjónusta fyrir 544 5151 tímapantanir Rótgróið fyrirtæki, starfrækt frá 1992 Bíljöfur ehf er stoltur aðili að kynna aðgerðir ríkisstjórnarinnar ALLIR VINNA sem felur í sér endurgreiðslu á VSK af vinnulið einkabifreiða Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Aftakaveður reið yfir landið norðan- og vestanvert í gær. Vindhviður fóru yfir 45 metra á sekúndu og mikil slydda og úrkoma var fyrir norðan. Krapastífla myndaðist í Sauðá stuttu eftir hádegi svo enginn straumur var í ánni um margra klukkutíma skeið. Götum var lokað og nokkrar íbúðir rýmdar á svæðinu. Hafdís Einarsdóttir, formaður Björgunarsveitar Skagfirðinga- sveitar, segir daginn annars hafa verið nokkuð rólegan hjá björg- unarsveitinni. „Við fengum ekki mörg verkefni en þurftum að losa tvo bíla. Fólk fylgdi að mestu leyti fyrirmælum og hélt sig heima.“ Í Hrútafirði fauk rúta út af vegi við Heggstaðanessafleggjara. 37 ferðamenn voru í rútunni en þeim var fljótlega komið í öruggt skjól á hóteli í grenndinni. Guðrún Gróa, lögreglumaður á Blönduósi, segir daginn hafa verið annasaman hjá lögregluembættinu en þó í jafnvægi. „En það er hundleiðinlegt veður,“ bætti Guðrún við. Óvenjulegur stormur Þrjár rafmagnslínur slógu út snemma í gær vegna veðurs en það voru Húsavíkurlína, Laxárlína og Mjólkárlína. Húsvíkingar voru raf- magnslausir vegna þessa um tíu mínútna skeið klukkan 8 í gærmorg- un. Steinunn Þorkelsdóttir upplýs- ingafulltrúi Landsnets segir fólk þar hafa búið sig vel undir veðrið: „Mað- ur veit aldrei hvernig veðrið verður svo á endanum en við erum eins vel undirbúin og við mögulega getum. Svo fylgjumst við auðvitað vel með framvindunni og þróuninni á veðrinu og bregðumst við eftir þörfum.“ Einar Sveinbjörnsson, veðurfræð- ingur hjá Veðurvaktinni, segir veðr- ið um margt sérstakt: „Það sem er sérstakt og óvenjulegt er það að lægðin fer frá austri til vesturs, það er svo sem ekkert einsdæmi en það er miklu algengara að þær fari hina leiðina, komi úr suðvestri yfir landið. Þetta er vegna þess að háloftavind- arnir eru dálítið snúnir,“ segir Ein- ar. Honum þykir það sömuleiðis óvenjulegt að óveður sem þetta skelli á landið svo snemma hausts- ins. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Útkall Það var nóg að gera hjá björgunarsveitunum á Ísafirði í gær. Fuku meðal annars þakplötur af sjúkrahúsinu. Hríð og hret að hausti fyrir norðan og vestan - Rútur fuku og húsnæði rýmd á Norður- og Vesturlandi Morgunblaðið/Guðlaugur J. Albertsson Hvasst Það blés rækilega á Tálknafirði og fuku tré upp með rótum. Formennirnir eru sagðir ásáttir um að Katrín leiði endurnýjað rík- isstjórnarsamstarf ef af verður, en sjálfir undirstrika þeir að samtalið sé óformlegt, verið sé að leita grund- vallarins áður en lengra er haldið. Sagt er að Sigurður Ingi Jó- hannsson, formaður Framsóknar- flokksins, telji að sér og sínum flokki beri aukið vægi í ríkisstjórn- arsamstarfi í samræmi við fylgis- aukninguna. Í því samhengi hefur fjármálaráðuneytið sérstaklega verið nefnt. Þingmaður Sjálfstæð- isflokksins, sem blaðið ræddi við, sagði að það væri ekkert trúarat- riði fyrir sjálfstæðismenn að vera í fjármálaráðuneytinu. En ef tveir minni flokkarnir í samstarfinu ætl- uðu sér valdamestu embætti rík- isstjórnarinnar, þá hlytu þeir að eftirláta stærsta flokknum ekki minna en helming annarra ráðu- neyta. Skipting ráðuneyta Ýmsar bollaleggingar eru uppi um skiptingu ráðuneyta í endur- nýjuðu ríkisstjórnarsamstarfi, en eftir því sem blaðið kemst næst hefur það lítið verið rætt af for- mönnunum. Margir viðmælenda gengu út frá því að í stórum dráttum yrði verkaskipting flokkanna sú sama, nema sérstaklega væri rætt um annað. Bjarni Benediktsson sagði hins vegar að fundi loknum síðdegis í gær að hann teldi ólíklegt að ráðherrastólar yrðu óbreyttir í endurnýjuðu stjórnmálastarfi. Af orðum hans var þó ekki ljóst hvort hann ætti við skiptingu ráðuneyta eða hverjir veldust til þess að gegna ráðherradómi. Rætt er um að framsóknarmenn vilji ekki aðeins fá fjármálaráðu- neytið, heldur fleiri ráðherra. Á hinn bóginn mun hvorugur samstarfs- flokkanna viljugur til þess að gefa eftir ráðherrastól. Lausnin kynni að vera að fjölga stólunum, ráðherrar hafa almennt ekki tekið illa í hug- myndir um flutning verkefna og stofnun nýrra ráðuneyta. Formenn ræða grundvöll samstarfs - Reynt að finna nýtt valdajafnvægi í ríkisstjórninni - Samstarfsflokkar sáttir við að Katrín leiði áfram - Sigurður Ingi áhugasamur um fjármálaráðuneyti - Sjálfstæðismenn segja mikið þurfa að koma á móti Morgunblaðið/Eggert Viðræður Bjarni Benediktsson kemur til fundar í Ráðherrabústaðinn í gær. BAKSVIÐ Andrés Magnússon andres@mbl.is Formenn ríkisstjórnarflokkanna héldu í gær áfram samræðum sínum um endurnýjað stjórnarsamstarf og notuðu Ráðherrabústaðinn í Tjarn- argötu til þess. Viðræðurnar hafa að sögn gengið vel, en af samtölum við þingmenn blasir við að innan stjórn- arflokkanna eru uppi ólík viðhorf um þýðingu kosningaúrslitanna fyrir frekara samstarf þeirra. „Þetta er fínasta samtal og það kemur svo sem ekkert á óvart í þess- um hópi með það. Það breytir því ekki að kosningar marka nýtt upp- haf. Þetta er nýtt verkefni og við þurfum aðeins að gefa okkur tíma í það,“ segir Katrín Jakobsdóttir, for- sætisráðherra og formaður Vinstri grænna. Ekki barst staðfesting frá yfirkjör- stjórn Norðvesturkjördæmis um að meðferð kjörgagna hefði verið full- nægjandi. Þetta las Kristín Edwald, formaður landskjörstjórnar, upp í bókun að loknum fundi hennar í gær. Mun þetta vera í fyrsta skipti sem landskjörstjórn gefur út slíka yfir- lýsingu eftir þingkosningar. Það er nú í höndum Alþingis að skera úr um það hvort þingmenn kjördæmisins séu löglega kosnir eða hvort skortur á staðfestingunni sé næg ástæða til þess að ógilda kosninguna. Ekki annað í stöðunni Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, talsmaður Pírata, segir ekkert ann- að í stöðunni en að boðið verði til svo- kallaðrar uppkosningar, það er að kosið verði aftur í kjördæminu. -Teljið þið í Pírötum að ógilda ætti kosninguna? „Já, okkar oddviti er náttúrulega búinn að kæra þessa framkvæmd og fer fram á endurtalningu. Við erum sammála honum,“ segir Þórhildur Sunna. Í kjölfarið finnst þeim að boða skuli til uppkosningar. „Við sjáum ekki hvað er annað í stöðunni og mér sýnist landskjör- stjórn vera að segja það sama.“ Karl Gauti Hjaltason, oddviti Mið- flokksins í Suðurkjördæmi, tekur í sama streng en hann datt út af þingi í kjölfar endurtalningar í kjördæm- inu. „Ég er ekki að sjá, í lýðræð- isþjóðfélaginu lýðveldi Íslands, að það sé að fara að gefa út kjörbréf á þingmenn sem byggja setu sína á þessari gölluðu talningu,“ segir Karl Gauti. Traust Alþingis sé í húfi ef ákveðið verði að „vaða í gegnum skaflinn“ og láta sem ekkert sé. ari@mbl.is Krefjast að kosið verði í NV á ný - Fyrsta yfirlýsing sinnar tegundar Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Karl Gauti Hjaltason

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.