Morgunblaðið - 29.09.2021, Qupperneq 11
FRÉTTIR 11Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. SEPTEMBER 2021
Laugavegi 178,105 Rvk. | Sími 551 3366 | www.misty.is
Opið virka daga: 11.00-18:00 Laugardagar 11:00-15:00
S-XXL
Verð 6.990 kr.
Margot
NÁTTSETT
frá
Létt, mjúkt og
teygjanlegt
viscose
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Forsvarsmenn CSU, flokks kristi-
legra demókrata í Bæjaralandi,
sögðu í gær að Sósíaldemókratar
ættu að fá fyrsta tækifærið til þess
að mynda nýja ríkisstjórn í Þýska-
landi í ljósi kosningaósigurs kristi-
legu flokkanna tveggja.
„Forskot SPD er ekki mikið, en
hann er þó með meira fylgi,“ sagði
Alexander Dobrindt, þingflokks-
formaður CSU, eftir að þingflokkur
þeirra kom saman í fyrsta sinn eftir
kosningarnar í gær. Það væri því
eðlilegt að gera ráð fyrir að hinir
flokkarnir á þingi myndu ræða fyrst
við Sósíaldemókrata.
Markus Söder, formaður CSU og
forsætisráðherra Bæjaralands,
sagði að Olaf Scholz, fjármálaráð-
herra og kanslaraefni SPD, ætti aug-
ljóslega betri líkur á að fá embættið
á þessari stundu. Sagði Söder að
virða þyrfti niðurstöðu kosninganna,
það væri „grunnregla“ lýðræðisins.
Óskaði Söder Scholz til hamingju
með úrslitin, en SPD fengu 25,7% at-
kvæða og 206 þingmenn, tíu fleiri en
kristilegu flokkarnir fengu. Sagði
Söder sjálfsagt að óska Scholz til
hamingju, en Armin Laschet, for-
maður CDU og kanslaraefni kristi-
legu flokkanna, hefur enn ekki gert
það og uppskorið nokkra gagnrýni
fyrir bæði innan flokks og utan.
Vill enn mynda stjórn
Laschet segist enn hafa trú á því
að hann geti myndað ríkisstjórn með
Græningjum og Frjálslyndum
demókrötum, þrátt fyrir að hann
hafi leitt bandalag kristilegu flokk-
anna til sinnar verstu kosningar frá
lokum síðari heimsstyrjaldar. Fengu
CDU/CSU samtals 24,1% atkvæða
og 196 þingmenn, en þetta er í fyrsta
sinn sem flokkarnir eru með minna
en 30% fylgi í kosningum.
Kalla sífellt háværari raddir innan
CDU nú eftir afsögn Laschets, og
benti könnun á mánudaginn til þess
að um 51% kjósenda flokksins væri á
þeirri skoðun. Ellen Demuth, þing-
maður CDU á þingi Rínarlands-
Pfalz, sagði á twittersíðu sinni að
Laschet hefði tapað og að hann ætti
að segja af sér áður en hann ylli
CDU frekari skaða.
Tilman Kuban, formaður ungliða-
hreyfingar CDU, sagði ljóst að
kristilegu flokkarnir hefðu tapað og
Marcus Mündlein, formaður ung-
liðahreyfingar CDU í Saxlandi, sagði
þörf á „alvöru nýju upphafi“, sem
einungis væri möguleg ef Laschet
segði af sér.
Þungavigtarfólk utan þings
Á meðal þeirra þungavigtarmanna
í kristilegu flokkunum sem misstu
þingsæti sín eða náðu ekki kjöri voru
Peter Altmeier efnahagsráðherra,
Annegret Kramp-Karrenbauer
varnarmálaráðherra og Julia
Klöckner landbúnaðarráðherra.
Þá féll þingsæti Angelu Merkel,
fráfarandi kanslara, í skaut Önnu
Kassautzki, áður óþekkts nýliða frá
SPD. Hafði Merkel setið í þingsæt-
inu frá árinu 1990.
AFP
Ósigur Markus Söder, formaður
CSU, var þungur á brún í gær.
Þrýst á Laschet að segja af sér
- Forkólfar CSU segja að SPD eigi að fá fyrsta tækifærið til að mynda næstu ríkisstjórn - Óánægja
með úrslitin magnast innan CDU - Annegret Kramp-Karrenbauer meðal þeirra sem féllu af þingi
Bandaríkjamenn og Bretar for-
dæmdu í gær stjórnvöld í Norður-
Kóreu fyrir tilraunaskot með
skammdræga eldflaug sem þau
framkvæmdu í fyrrinótt. Sagði í til-
kynningu frá suðurkóreska hernum
að flauginni hefði verið skotið frá
héraðinu Jagang í norðurhluta
Norður-Kóreu, áður en hún lenti í
hafinu undan austurströnd Kóreu-
skagans.
Sagði bandaríska utanríkisráðu-
neytið að tilraunin væri ógn við ná-
granna Norður-Kóreu og alþjóða-
samfélagið allt, auk þess sem hún
bryti í bága við fjölmargar ályktanir
öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna.
Breska utanríkisráðuneytið tók í
sama streng og kallaði jafnframt eft-
ir því að Norður-Kóreumenn hæfu
aftur viðræður um kjarnorkuafvopn-
un á Kóreuskaga.
Kom Song, sendiherra Norður-
Kóreu hjá Sameinuðu þjóðunum,
lýsti því hins vegar yfir á allsherj-
arþingi þeirra að enginn gæti fjar-
lægt rétt Norður-Kóreumanna til
sjálfsvarnar, og að þeir hefðu fullan
rétt á að prófa vopn sín. „Við erum
einungis að byggja upp landvarnir
okkar til þess að verja okkur og
tryggja frið og öryggi ríkisins,“ sagði
Song í ávarpi sínu á þinginu.
Lagði til leiðtogafund
Sérfræðingar í málefnum Norður-
Kóreu töldu tilraunina vera ætlaða
til að reyna á viðbrögð Moon Jae-in,
forseta Suður-Kóreu, í kjölfar þess
að Kim Yo-jong, systir einræðisherr-
ans Kim Jong-il, opnaði á þann
möguleika á laugardaginn að halda
leiðtogafund milli Kóreuríkjanna.
Hafði Moon Jae-in lagt þann fund
til, en á dagskrá hans yrði meðal
annars að undirrita formlegan frið-
arsamning milli Kóreuríkjanna og
binda þannig opinberan enda á Kór-
eustríðið, sem geisaði frá 1950 til
1953.
Fordæmdu eld-
flaugatilraunina
- Segjast hafa rétt til að prófa vopn sín
AFP
Kórea Ferðalangar á lestarstöð í
Seúl horfa á fréttir af skotinu.
Janet Yellen,
fjármálaráð-
herra Bandaríkj-
anna, varaði
bankanefnd öld-
ungadeildar
Bandaríkjaþings
við því í gær að
sjóðir banda-
ríska alríkisins
muni klárast 18.
október næstkomandi, samþykki
Bandaríkjaþing ekki að hækka
skuldaþak þess fyrir þann tíma.
Sagði Yellen óvíst að hægt yrði
að standa við allar skuldir Banda-
ríkjanna eftir þann dag, en hart er
nú deilt í öldungadeild þingsins um
hvort hækka eigi þakið.
Greiddu allir repúblikanar í
deildinni gegn tillögu þess efnis í
fyrradag, og sagði Mitch McCon-
nell, leiðtogi þeirra í öldungadeild,
að demókratar yrðu að leysa þenn-
an vanda á eigin spýtur. Sagði Yel-
len vandann hins vegar vera þver-
pólitískan og á ábyrgð beggja
flokka.
BANDARÍKIN
Varar við gjaldþroti
alríkisins í október
Janet Yellen
Hljóðsnælda með áður óþekktu lagi,
„Radio Peace“ eftir Bítilinn John
Lennon, var boðin upp í gær í Kaup-
mannahöfn og seldist hún á 370.000
danskar krónur, eða sem nemur
tæpri sjö og hálfri milljón ísl. kr.
Upptakan af Lennon var gerð 5.
janúar 1970, en þá var hann staddur
ásamt eiginkonu sinni Yoko Ono á
Jótlandi, þar sem fyrrverandi maður
hennar hafði flust þangað ásamt
Kyoko, dóttur þeirra. Fjórir tánings-
strákar sóttust þá eftir viðtali við
Lennon fyrir skólablaðið sitt og
fengu.
Tóku þeir upp um 33 mínútur af
efni, þar sem Lennon ræddi m.a.
ímynd sína í Bítlunum, hár sitt og
friðarherferð hans og Yoko. Kar-
sten Hojen, einn af eigendum snæld-
unnar, sagði að allt við viðtalið hefði
verið voða heimilislegt, þar sem
Lennon hefði verið með fæturna í
ullarsokkum uppi á borði meðan
hann talaði.
Óþekkt lag
eftir Lennon
á uppboði
AFP