Morgunblaðið - 29.09.2021, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 29.09.2021, Blaðsíða 18
✝ Sigríður Hanna Gunn- arsdóttir fæddist í Reykjavík 11. mars 1940. Hún lést á líknardeild Land- spítalans í Kópa- vogi 16. september 2021. Foreldrar Sigríðar voru Gunnar Jóhanns- son, f. 17.8. 1913, d. 1.4. 2006, og Lára Áslaug Theodórsdóttir, f. 14.2. 1918, d. 24.6. 2003. Systkini hennar eru: Málfríður Dóra, f. 25.3. 1944, gift Ólafi Ragnari Eggertssyni, f. 1.10. 1945, d. 18.1. 2002, og Guðmundur Helgi, f. 22.9. 1947, kvæntur Hrund Hjaltadóttur, f. 27.9. 1949. Auk þess átti Sigríður samfeðra hálfbróður, Hauk Kjartan, f. 11.1. 1937, d. 2.7. 2017, kvæntan Grétu Ósk- arsdóttur, f. 19.11. 1936, d. 24.5. 2019. Sigríður Hanna giftist Sverri Gunnarssyni húsasmíðameist- ara, f. í Reykjavík 2.3. 1941, arnesskóla og síðar Iðnskólann í Reykjavík, þar sem hún lærði hárgreiðslu og lauk meistara- prófi í þeirri iðn. Rak hún um skeið hárgreiðslustofu í Reykja- vík en þegar fjölskyldan stækk- aði lét hún af því starfi og varð heimavinnandi. Árið 1977 tók hún stúdentspróf frá Mennta- skólanum við Hamrahlíð og í framhaldinu lá leiðin í Kenn- araháskólann þaðan sem hún út- skrifaðist sem kennari og síðar sem sérkennari. Starfaði hún við kennslu, lengst af í Foss- vogsskóla, þar til hún lét af störfum árið 2005. Sigríður Hanna og Sverrir byggðu sér hús í Hjallalandi í Fossvogi og bjuggu þar 23 ár, en fluttu í Garðabæ árið 1992 og hafa búið þar síðan. Sigríður Hanna var fé- lagslynd, jákvæð og hafði mikla ánægju af samskiptum við ann- að fólk. Þau Sverrir voru sér- staklega samrýnd og samhent. Áhugi á tónlist var þeim sameig- inlegur og þá ferðuðust þau mjög mikið bæði innan lands og utan. Sigríður Hanna gekk í Oddfellow-regluna árið 1997 var allt til loka virk í starfi regl- unnar. Jarðarför Sigríðar Hönnu fer fram frá Vídalínskirkju í Garða- bæ 29. september 2021 kl. 13. hinn 15.12. 1962. Foreldrar hans voru Gunnar Björn Halldórsson, f. 9.9. 1900, d. 13.10. 1978, og Að- alheiður Jóhanns- dóttir, f. 6.9. 1904, d. 26.7. 1989. Sigríður Hanna og Sverrir eiga tvö börn. 1) Lára Ás- laug lögfræðingur, f. 1.7. 1964, í sambúð með Jóni Höskuldssyni landsréttardóm- ara, f. 3.10. 1956. Sonur Láru er Davíð Björn Pálsson, f. 10.7. 2001. 2) Gunnar Halldór við- skiptafræðingur, f. 4.10. 1965. Hann var kvæntur Sigríði Hrólfsdóttur rekstrarhagfræð- ingi, f. 16.1. 1967, d. 6.1. 2018. Gunnar og Sigríður eiga þrjú börn, tvíburana Halldór Árna og Sverri Geir, f. 22.4. 1997, og Þórunni Hönnu, f. 24.9. 2004. Sambýliskona Gunnars er Þórey Ólafsdóttir viðskiptafræðingur, f. 11.11. 1971. Sigríður Hanna gekk í Laug- Amma Sigga var klárlega ein besta manneskja sem ég hef hitt. Ef að það var eitthvað sem vantaði, þá var alltaf hægt að leita til ömmu og afa og þau voru alltaf tilbúin að hjálpa með hvað sem er. Svo var alltaf gaman að kíkja í heimsókn til þeirra og bara tala við þau klukku- tímunum saman og þar var líka alltaf tekið svo vel á móti okkur barnabörnunum með allskonar kræsingum sem þau buðu upp á. Amma var yndisleg kona sem var góð við alla og passaði alltaf vel upp á mig, bræður mína og frænda. Það er ekkert sem að amma gerði ekki fyrir okkur og ég er svo óend- anlega þakklát fyrir hana og afa og allt sem að þau hafa gefið okkur. Þórunn Hannna. Orð munu seint gera fyllilega grein fyrir ömmu Siggu og hvernig mér fannst hún vera. Hún var ávallt blíð og góð við mig og aðra, studdi mig í því sem ég tók mér fyrir hendur og var ávallt hjálpfús. Amma Sigga gerði mjög mikið fyrir mig. Hún hjálpaði mér með heimanám þegar ég átti erfitt, hún hjálpaði mér þegar ég skipti um grunnskóla. Hún skutlaði mér margoft þegar mamma gat það ekki. Hún gerði margoft rækjusal- atið sitt, sem mér þykir svo gott, fyrir mig og dekraði við mig þegar ég gisti. Hún og afi fóru oft í ferða- lög og buðu mér og mömmu stund- um með. Ég get seint þakkað henni fyrir allt sem amma Sigga gerði fyrir mig, líklega þakkaði ég henni ekki nóg. Ég á enga eina uppáhaldsminn- ingu um ömmu Siggu en minning- arnar um ferðalögin sem hún fór með mér, mömmu og afa í, tugi skipta sem ég gisti hjá þeim og þegar ég borðaði kvöldmat með henni og afa mun ég geyma alla mína ævi. Síðustu orðin sem ég sagði við ömmu Siggu finnst mér lýsa betur hvað mér fannst um hana en nokk- uð sem ég get skrifað í minning- argrein. Ég sagði: „Amma, þú ert best.“ Og við þessu brosti hún blíða brosinu sínu. Amma Sigga var besta amma sem ég hefði geta beðið um og ég er stoltur að hafa átt svona góða, duglega og vandaða ömmu. Davíð. Frá því að við vorum litlir hafa heimsóknir til ömmu Siggu og afa Sverris verið reglulegar. Við bræð- urnir gistum oft hjá þeim í Skóg- arhæðinni þegar við vorum litlir, þaðan eigum við svo margar góðar minningar. Amma Sigga var alltaf jákvæð og uppbyggjandi. Hana skipti miklu máli hvernig okkur barna- börnunum gengi í skólanum og sýndi öllu því sem við unnum að mikinn áhuga. Þegar við bræðurn- ir vorum ungir og órólegir var mamma alveg að gefast upp á því að kenna okkur stærðfræðina. Þá var gott að geta hringt í ömmu en hún hjálpaði okkur með grunninn í lærdómnum sem við byggjum enn ofan á í háskóla í dag. Amma Sigga varð himinlifandi þegar fyrsta langömmubarnið fæddist í nóvember í fyrra, nafna hennar Sigríður Thea. Henni þótti svo vænt um litla skottið sitt og gladdist í hvert skipti sem Sigga litla kom í heimsókn. Þótt sársauki sorgarinnar hafi látið finna fyrir sér á síðustu dög- um er það þó aðallega þakklæti fyr- ir frábæra ömmu sem kemur upp í hugann þegar hugsað er til ömmu Siggu. Halldór Árni og Sverrir Geir. Nú kveð ég hana elsku móður- systur mína, Sigríði Hönnu Gunn- arsdóttur, Siggu frænku. Þó Sigga frænka hafi verið hluti af æsku minni frá upphafi er það þó ekki al- mennilega fyrr en foreldrar mínir og ég búum í Noregi og ég er um átta ára gamall, þegar Sigga, Sverrir, Lára og Gunni koma í heimsókn til okkar, að minningin fer að skýrast. Þetta sumar var ferðalag aldarinnar í huga ungs drengs, öll Skandinavía skoðuð, Tí- volí í Kaupmannahöfn og Finnland svo eitthvað sé nefnt. Við frændsystkinin tengdumst órjúfanlegum böndum frá upphafi sem styrktust frekar þegar við fjöl- skyldan fluttum aftur heim til Ís- lands. Þá voru ferðir í Hjallalandið hluti af hversdagslífinu og þar var mér tekið sem einum af fjölskyldu- meðlimunum og sambandið við Siggu frænku varð sterkara. Sigga og Sverrir höfðu tekið upp fjöl- skyldusport, skíðaiðkun, og var mér iðulega boðið með í Skálafellið og við krakkarnir, Gunnar og Lára urðum frá þeim tíma, og fram eftir aldri traustir skíðafélagar. Þessi æskuár eru full af góðum minning- um og þeim góða anda sem ríkti í kringum frænku mína. Þegar upp er staðið þá gaf Sigga frænka mér annað heimili og er ég ríkari fyrir vikið og ævarandi þakk- látur henni, Sverri, Gunnari og Láru. Vinskapur þeirra við mig og mína hefur verið einstakur og gef- andi í gegnum árin og hef ég æv- inlega búið að því. Síðar þegar ég var kominn með mína eigin fjölskyldu og við að mestu leyti búsett erlendis hittum við Siggu ekki eins oft og áður. Þó voru sterku fjölskylduböndin enn til staðar og maður fann alltaf til væntumþykju hennar til mín og minna, og það var alltaf jafn gott að hitta hana frænku mína á ferðalög- um okkar til Íslands. Hún og Sverrir nutu þess mikið að ferðast og sögðu okkur oft skemmtilegar sögur frá upplifunum sínum á framandi slóðum. Það er mér minnisstætt að hún og Sverrir heimsóttu okkur þar sem við bjuggum erlendis og við gátum deilt með þeim hvernig lífi okkar í útlöndum var háttað. Einhvern veginn fannst mér það mikilvægt að Sigga frænka myndi sjá að við hefðum það gott þar sem við höfð- um valið okkur að búa. Það er með miklum söknuði sem ég kveð hana frænku mína. Að sama skapi er ég þakklátur fyrir þann stuðning sem hún gaf mér í lífinu, hún var mér einstaklega góð fyrirmynd, með sterkan karakter og bar með sér góðan anda. Við fjölskyldan vottum Sverri, Láru, Gunnari og þeirra fjölskyldum okkar dýpstu samúð. Eggert Ólafsson. Fram undan eru páskar og við búin að fá lána íbúð á Akureyri. Eftirvæntingin er mikil. Hópurinn hefur varla áður stigið á skíði. Við keyrðum norður í ágætisveðri. Við vorum með Siggu okkar. Sigga Hanna og Sverrir með Láru og Gunnar. Útbúnaðurinn var gamall, lúinn og aðallega fenginn að láni. Það voru engir skíðagallar, bara venjuleg hlý föt og okkur gat að- eins dreymt um „moonboots“. Sigga Hanna og Sverrir voru á gönguskíðum þessa fyrstu ferð af mörgum, sem allar voru ánægju- legar. Við fórum snemma í fjallið alla daga og seint niður. Ásetning- urinn var að vera fyrsti bíll í fjallið og síðasti niður. Oft tókst það. Verkaskiptingin var skýr. Mömmurnar elduðu kvöldmatinn og pabbarnir vöskuðu upp. Ekki man ég hvað börnin gerðu á með- an. Svona var upphafið að áralöng- um vinskap og fjölda ferðalaga inn- an lands og utan. Traustari og betri vini er varla hægt að eiga. Í 40 ár höfum við komið saman á fyrsta vetrardag í veislumat, oft með leynigestum. Þegar veturnir voru undirlagðir af skíðaferðum sögðum við oft „vonum að það vori bæði seint og illa“. Það er nú langt síðan sú setning hefur verið sögð. Ótal leikhúsferðir, óperusýningar, tónleikar og skemmtilegar uppá- komur hafa sett svip sitt á lífið. Mikið verður lífið fábreyttara hjá okkur þegar Siggu Hönnu nýtur ekki lengur við. Við yljum okkur við minningar af góðum árum sam- an. Gréta og Brynjólfur. Sigríður Hanna Gunnarsdóttir 18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. SEPTEMBER 2021 Tilkynningar Aðalskipulag Mýrdalshrepps 2012-2028 – Norður-Garður 3 Í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er hér með auglýst tillaga um breytingu á aðalskipulagi Mýrdalshrepps 2012-2028. Norður-Garður 3 er 5 ha spilda úr jörðinni Norður-Garði og hefur henni verið skipt upp í 4 lóðir. Breyting felst í að landnotkun á spildunni verði skilgreind sem frístundabyggð þar sem landeigendur hafa áhuga að byggja á lóðunum fjögur frístundahús. Tillaga þessi að aðalskipulagsbreytingu liggur frammi hjá skipulags- og byggingarfulltrúa Mýrdalshrepps Austurvegi 17, 870 Vík og á heimasíðu Mýrdalshrepps www.vik.is frá 29. september 2021 til og með 12. nóvember 2021. Athugasemdum ef einhverjar eru skal skila skriflega á skrif- stofu Mýrdalshrepps, Austurvegi 17, 870 Vík eða í tölvupósti á bygg@vik.is. Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út föstudaginn 12. nóvember 2021. George Frumuselu Skipulags- og byggingarfulltrúi Mýrdalshrepps Auglýsing um skipulagsmál í Mýrdalshreppi Skipulags- og byggingarfulltrúi Félagsstarf eldri borgara Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9-12.30, nóg pláss. Ukulele kl. 10, ókeypis og hljóðfæri á staðnum. Myndlist kl. 13, leiðbeinandi. Söng- fuglarnir kl. 13, pláss fyrir allar raddir. Bókmenntaklúbbur kl. 13.15. Kaffi kl. 14.30-15. Nánari upplýsingar í síma 411-2702. Allir velkomnir. Árbæjarkirkja Kyrrðarstund miðvikudaga í Árbæjarkirkju kl. 12. Opið hús fullorðinsstarfs í safnaðarheimili kirkjunnar kl. 12.30-15.30. Súpa og meðlæti gegn vægu gjaldi. Nánari upplýsingar á www.arbaejarkirkja.ís Árskógar 4 Smíðastofa með leiðbeinanda kl. 9-14. Opin vinnustofa kl. 9-12. Stóladans með Þóreyju kl. 10. Félagsfundur kl. 11. Bónus- bíllinn, fer frá Árskógum 6-8 kl. 12.55. Pílukast kl. 13. Hádegismatur kl. 11.40-12.40. Kaffisala kl. 14.45-15.30. Heitt á könnunni, allir velkomnir. Sími 411-2600. Boðinn Handavinnustofa er opin frá kl. 12.30-15. Leshópur kl. 15. Sundlaugin er opin frá kl. 13.30-16. Breiðholtskirkja Kyrrðar- og fyrirbænastund kl. 12 alla miðviku- daga, súpa og brauð eftir stundina. Eldri borgara starfið ,,Maður er manns gaman" er kl. 13.15. Allir hjartanlega velkomnir. Bústaðakirkja Félagsstarfið er á sínum stað á miðvikudögum. Göngutúr kl. 12.30 frá safnaðarsal. Opið hús frá kl. 13-16, spil, handa- vinna, slökun og kaffið góða frá Sigurbjörgu. Prestur verður með hugleiðingu og bæn, Jónas Þórir mætir við píanóið. Hlökkum til að sjá ykkur, starfsfólk Fossvogsprestakalls. Garðabær Pool-hópur í Jónshúsi kl. 9. Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Skák í Jónshúsi kl. 10.30. Gönguhópur fer frá Smiðju kl. 13. Brids í Jónshúsi kl. 13. Stólajóga kl. 11 í Kirkjuhvoli. Gler kl. 13 í Smiðju Kirkjuhvoli. Vatnsleikfimi Sjálandi kl. 15 / 15.40 og 16.20. Zumba Gold kl. 16.30. Gullsmári Myndlist kl. 9, botsía kl. 10, postulínsmálun og kvenna- brids kl. 13. Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi milli kl. 9-11. Ganga með Evu kl. 10-11, allir velkomnir. Útskurður með leið- beinanda kl. 9-12, 500 kr. skiptið. Hraunsel Billjard kl. 9-16. Stóla-jóga kl. 10. Línudans kl. 11. Bingó kl. 13. Gaflarakórinn kl. 16. Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá kl. 8.30-10.30. Útvarps- leikfimi kl. 9.45. Handavinnuhópur kl. 13-16. Brids kl. 13. Styttri ganga kl. 13.30. Hádegismatur kl. 11.30–12.30, panta þarf fyrir hádegi degin- um áður. Korpúlfar Morgunleikfimi kl. 9.45 í Borgum, glerlistanámskeið kl. 9 í Borgum. Gönguhópur Korpúlfa kl. 10, gengið frá Borgum og inni í Egilshöll. Keila í Egilshöll kl. 10. Lagt af stað stundvíslega kl. 10 frá Borgum í haustferð Korpúlfa, 40 þátttakendur, hellaferð á Hellu, Fljótshlið, Stracta, nýr miðbær Selfossi o.fl. Áætluð heimkoma kl. ca 18. Seltjarnarnes Kaffikrókur alla morgna frá kl. 9. Leir Skólabraut kl. 9. Botsía Skólabraut kl. 10. Billjard Selinu kl. 10. Kyrrðarstund í kirkjunni kl. 12.Timburmenn Valhúsaskóla kl. 13. Gler á neðri hæð félagsheim- ilis. kl. 13. Handavinna, samvera og kaffi í salnum á Skólabraut kl. 13. Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar .Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. .Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. .Smíðum gestahús – margar útfærslur. .Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. .Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Tölvur Sérhæfð gagnabjörgun af hörðum diskum o.fl. Datatech.is sérhæfir sig í gagna- björgun af öllum gerðum af tölvum og hörðum diskum. Hafðu samband í síma 571-9300 eða kíktu á heimasíðuna okkar Datatech.is Bílar Nýr VW Crafter L3H3 háþekju Það eru hvergi til sendibílar nema hjá Sparibíl! Þessi er til afhendingar strax ! Verð: 5.990.000,- án vsk. www.sparibill.is Hátúni 6 A – sími 577 3344. Opið kl. 10–18 virka daga. Húsviðhald Hreinsa þakrennur fyrir veturinn og tek að mér ýmis smærri verkefni. Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com Rað- og smáauglýsingar Vantar þig fagmann? FINNA.is með morgun- !$#"nu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.