Morgunblaðið - 29.09.2021, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 29.09.2021, Blaðsíða 20
Breiðavað Sóley Birta Sigfinnsdóttir fæddist 11. janúar 2021. Hún vó 4.270 g og var 55,5 cm löng. Foreldrar henn- ar eru Sigfinnur Björnsson og Guðlaug Margrét Jóhannsdóttir. Nýr borgari 20 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. SEPTEMBER 2021 30 ÁRA Sigfinnur er fæddur og upp- alinn á Höfn í Hornafirði, en býr á Breiðavaði í Eiðaþinghá. Hann er með BS-gráðu í ferðamálafræði frá Háskóla Íslands og er verkefnastjóri hjá Austurbrú. „Ég er aðallega að vinna að verkefninu Áfangastaðurinn Austur- land. Núna er ég m.a. að koma að þró- unarmálum og verkefnum með sam- starfsaðilum okkar, sem eru þá ferða- þjónustufyrirtæki hérna á Austurlandi. Áhugamál mín eru snjóbretti og skíði á veturna og svo tók ég upp á því í sumar að byrja í utanvegahlaupum. Mitt helsta áhugamál núna er því að hlaupa úti í náttúrunni.“ FJÖLSKYLDAN Sigfinnur er í sambúð með Guðlaugu Margréti Jóhanns- dóttur, f. 1993, ferðamálafræðingi. Hún vinnur hjá Vök Baths. Dóttir þeirra er Sóley Birta, f. 2021. Foreldrar Sigfinns eru Björn Sigfinnsson, f. 1962, kennari í Grunnskóla Hornafjarðar, og Ester Þorvaldsdóttir, f. 1961, hjúkrunarfræðingur og hjúkrunarstjóri í Hornafirði hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Sigfinnur Björnsson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Það glittir í eitthvað nýtt á ferli þínum. Ekki leyfa óttanum að ná yfirhönd- inni í dag, þér eru allir vegir færir. 20. apríl - 20. maí + Naut Stutt ferðalög, fundir og námskeið gera það að verkum að það er óvenjumik- ið að gera hjá þér þessa dagana. Taktu þér tíma til þess að sinna líkamsræktinni. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Taktu við því sem aðrir gefa þér. Ráðgáta varðandi vissan hlut leysist ekki á næstunni, en mun þó gera það. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Þú er full/ur af sköpunarþrá, og það besta er að hugmyndirnar þínar eru bráðsnjallar og auk þess hagnýtar. Njóttu litlu hlutanna í lífinu. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Sambönd sem hefjast í dag verða ástríðufull. Þú fréttir af fjölgun í fjölskyld- unni. Allir eru að reyna að gera sitt besta, mundu það. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Það er óskynsamlegt að hafa öll sín egg í sömu körfunni. Ákvarðanir þínar hljóta ekki alltaf góðan hljómgrunn. Þú verður að taka því eins og hverju öðru hundsbiti. 23. sept. - 22. okt. k Vog Eitthvað verður til þess að setja allt á annan endann hjá þér í dag. Vertu öðru- vísi, þér finnst það gaman. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Þú færð óvænt tækifæri til að ferðast. Nýttu þér það og skildu áhyggjurnar eftir heima. Peningar sogast að þér. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Það er komið að því að þú þarft að taka ákvörðun í stóru máli. Settu þér markmið, skrifaðu þau niður og þau rætast eitt af öðru. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Ræddu við maka þinn um upp- eldið, þið verðið að vera á sömu blaðsíð- unni, annað gengur ekki. Þú hittir mann- eskju sem getur gefið þér góð ráð. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Láttu ekki endalaust undan þeim kröfum sem aðrir gera til þín því þú átt þinn rétt eins og aðrir. Farðu til læknis ef þú finnur fyrir verkjum. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Lítið bros getur dimmu í dagsljós breytt. Fáðu einhvern í heimsókn sem get- ur lyft þér upp og gerðu eitthvað skemmtilegt. Kvöldið mun koma á óvart. T.d. vann hann Hreppasvipuna 1978 á Murneyrum sem þá voru verðlaun fyrir alhliða gæðing. Í dag stundar hann nám í reiðmennsku á háskólastigi á vegum endurmenntunardeildar Landbún- aðarháskóla Íslands sem nefnist Reiðmaðurinn. Skipulagðar hesta- ferðir á sumrin með góðu fólki félags sem í dag flokkast eins og önn- ur fyrirtæki hans sem fyrirmyndar- fyrirtæki. Georg lærði ungur til einkaflug- manns og naut þess að skoða lendur sínar og ræktun úr lofti. Þá hefur hann alla tíð haft áhuga á hestum og sannri reiðmennsku og eignast um tíðina nokkra ágætis gæðinga. G eorg Már Ottósson fædd- ist 29. september 1951 á Hvolsvelli og ólst þar upp. Hann lauk barna- skóla þar og gagnfræða- prófi á Skógum 1967. Flestum sumr- um eyddi hann í fangi ömmu og afa á Giljum í Hvolhreppi. Þar kunna að hafa þroskast í honum ræktunargen sem hafa komið honum vel síðan. Eftir gagnfræðaskóla fór hann að vinna við smíði á nýjum skóla á Hvolsvelli í eitt ár og hóf svo skóla- göngu aftur í Kennaraskóla Íslands við Stakkahlíð. Þaðan fór hann í Íþróttaskólann á Laugarvatni og út- skrifaðist sem íþróttakennari 1971. Eftir útskrift sinnti Georg kennslu á Hellu í tvö ár, við íþróttir og bók- lega kennslu á barna- og unglinga- stigi. Sundkennsla fór þá fram í Laugalandi í Holtum undir yfirstjórn þess merka manns Más Sigurðssonar Greipssonar frá Geysi. Í framhaldi af því réðst Georg sem íþrótta- og bók- legur kennari að Flúðum í Hruna- mannahreppi og starfaði þar í 18 ár og hafði þá kennt í 20 ár samfellt. En síðustu kennsluárin hóf þessi athafna- maður ásamt fyrrverandi eiginkonu sinni, Guðbjörgu Runólfsdóttur, upp- byggingu á garðyrkjustöðinni Flúða- Jörfa. Flúða-Jörfi dafnaði og óx uns þau bættu við og kauptu garðyrkju- stöðina Ásland sem þá var ein stærsta garðyrkjustöð á landinu. Þar með varð til hagkvæm rekstrareining sem gekk vel og gerir enn í dag með ágætum. Árið 2005 keypti Georg svo hluta- félagið Flúðasveppi ehf. og þá enn sem fyrr komu fram ræktunar- eiginleikar hans og svepparæktin dafnar og vex enn í dag. „Við erum komin með veitingastaðinn Farmers Bistro, sem var opnaður fyrir þremur árum. Þetta var hugmynd sem kom upp hjá mér fyrir mörgum árum til að kynna okkar vörur og landbúnaðinn í heild. Við vorum með opið í sumar og það var brjálað að gera, en við lok- uðum í fjórðu bylgjunni í ágúst og opnum svo ekki aftur fyrr en með hækkandi sól.“ Georg var stjórnarformaður Sölu- félags garðyrkjumanna og átti þar drjúgan þátt í uppbyggingu þess skipa háan sess í hans hesta- mennsku. Georg er vinfastur, kappsamur og metnaðarfullur orkubolti sem ekki hefur kallað allt ömmu sína í gegnum tíðina. Hann fagnar nú sjötugasta aldursári sínu fullur af hugmyndum og orku til framtíðar. Georg ætlar að bíða með að halda Georg Ottósson, framkvæmdastjóri Flúðasveppa og Flúða-Jörfa – 70 ára Á Högnhöfða Feðgarnir Daði og Georg, Svavar bróðir og Hófí, konan hans, og vinahjónin Bibba og Siggi. Haustverkin á fullu á Flúðum Hestamenn Georg, Júlíus og Ómar uppi á Skarðsfjalli í Landsveit. Flugmaðurinn Á leið í loftið. Til hamingju með daginn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.