Morgunblaðið - 29.09.2021, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 29.09.2021, Qupperneq 21
DÆGRADVÖL 21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. SEPTEMBER 2021 „HANA, NÁÐI EINUM. HVERJIR AÐRIR ERU AÐ LÖGSÆKJA OKKUR?“ „ÞETTA VERÐUR SVONA TUTTUGU MÍNÚTNA BIÐ.“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að vilja eyða ævinni saman. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann GRRRRRR…VOFF! AFSAKAÐU. ÉG MISSTI ÁHUGANN VEISTU HVERNIG MÉR LÍÐUR? JÆJA, NÚ SKULUM VIÐ SPJALLA UM ÞAÐ HVERNIG DAGURINN VAR HJÁ ÖLLUM … NEMA ÞÉR, HRÓLFUR! VIÐ ERUM EKKI BÚIN AÐ BORÐA! VILTU GIFTAST MÉR? APÓTEK upp á afmælið. „Það er svo mikið að gera, loksins hætti að rigna, haust- verkin eru því á fullu og við erum að þreskja korn og taka upp gulrætur. Við höfum verið að bíða eftir þessari viku og ég get því ekki farið að halda veislu núna, hver sólarhringur skiptir máli. Það eru veðurviðvaranir allt í kringum okkur, en þurrt og gott hér.“ Fjölskylda Börn Georgs með fyrrverandi eig- inkonu sinni, Guðbjörgu Runólfs- dóttur, f. 7.10. 1954, eru: 1) Daði, f. 14.8. 1975, tónlistarmaður og tónlist- arkennari, búsettur í Borgarnesi. Eiginkona hans er Þóra Sif Svans- dóttir, f. 3.5. 1983; 2) Láretta, f. 8.12. 1978, viðskiptafræðingur og vinnur hjá Atlanta, búsett í Mosfellsbæ. Eig- inmaður hennar er Hjörtur Péturs- son, f. 25.5. 1975; 3) Kári, f. 25.12. 1984, viðskiptafræðingur og starfar hjá Nova, búsettur í Reykjavík. Eig- inkona hans er Anna Guðmunda Andrésdóttir, f. 5.5. 1985; 4) Ragn- heiður, f. 4.5. 1986, viðskiptafræð- ingur og starfar hjá Farmers Bistro, búsett á Flúðum. Barnabörn Georgs eru tíu. Systkini Georgs eru Svavar Ottós- son, f. 4.7. 1947, véltæknifræðingur í Mosfellsbæ; Sólveig Eyfjörð Ottós- dóttir, f. 24.8. 1953, húsmóðir á Giljum í Rangárþingi eystra; Óli Kristinn Ottósson, f. 30.5. 1960, bóndi á Eystri- Seljalandi undir Eyjafjöllum, og Sig- urður Grétar Ottósson, f. 17.3. 1962, bóndi í Ásólfsskála undir Eyjafjöllum. Foreldrar Georgs voru hjónin Ottó Eyfjörð Ólason, f. 19.8. 1928, d. 31.5. 2009, bílstjóri, listmálari og ljósmynd- ari á Hvolsvelli, og Fjóla Guðlaugs- dóttir, f. 3.6. 1930, d. 27.4. 2020, hús- freyja á Hvolsvelli og starfsmaður Kaupfélags Rangæinga. Georg Már Ottósson Margrét Jónsdóttir húsfreyja í Austur-Saltvík Sigurjón Sofanías Jónsson bóndi í Austur-Saltvík á Kjalarnesi Láretta Sigríður Sigurjónsdóttir húsfreyja á Giljum Guðlaugur Bjarnason bóndi á Giljum í Hvolhr., Rang. Fjóla Guðlaugsdóttir húsfreyja á Hvolsvelli og starfsmaður Kaupfélags Rangæinga Þorbjörg Einarsdóttir húsfreyja í Reykjavík Bjarni Símonarson bóndi í Hallstúnum í Holtum, síðar trésmiður í Reykjavík Þorgerður Jóhannsdóttir saumakona í Vestmannaeyjum Eysteinn Gunnarsson sjómaður og verkamaður í Vestmannaeyjum Sólveig Eysteinsdóttir húsfreyja í Vestmannaeyjum og á Skammbeinsstöðum í Holtum, Rang. Óli Kristinn Frímannsson skósmiður í Vestmannaeyjum og Rvík Sigurbjörg Friðriksdóttir húsfreyja á Lundi Frímann Steinsson bóndi á Lundi í Stíflu, Skag. Úr frændgarði Georgs Ottóssonar Ottó Eyfjörð Ólason bílstjóri, listmálari og ljós- myndari á Hvolsvelli ÁBoðnarmiði skrifar Anton Helgi Jónsson við mynd af sér og Jónasi Hallgrímssyni: „Ég veit ekki hvað er hægt að segja um úrslit kosninganna en við Jónas gerðum það gott hér á Akur- eyri í gær. Dagskráin „Jónas á tím- um loftslagsbreytinga“ fór ákaflega vel í fólk og nú er ákveðið að næst verður hún flutt á Norðurbakk- anum í Hafnarfirði 16. nóvember. Þegar ég rölti út í morgun fannst mér eins og Jónas stæði heilshugar með mér í þeirri ákvörðun en ég gleymdi að spyrja hvernig honum litist á úrslit kosninganna. Einhver fugl, samt ekki þröstur, hvíslaði hins vegar að mér þessari limru“: Þótt hvatt sé til kosningadáða og kíkt sé á lífsskoðun tjáða þarf fólk samt að skilja þann forsjónarvilja að framsóknarmennirnir ráða. Magnús Halldórsson skrifaði árla á sunnudagsmorgun: „Samkvæmt könnun MMR er það stuðningsfólk Flokks fólksins sem stundar mest að „snúsa“, þegar horft er til stjórn- málaskoðana Íslendinga“: Mundi sár og merin reið, nú mega snúsa. Frá þeim burtu fylgið skreið, til föðurhúsa Ármann Þorgrímsson við morg- unverðarborðið daginn eftir kosn- ingar: Hér ég sit með hönd við kinn hugsa um framtíð dapur er nú fluga orðinn minn eini félagsskapur. Stefán Már Halldórsson orti á sunnudag: Alþýðubarátta’ er ekkert grín, og óvíst hvort bættur sé skaðinn. Byltingin étur börnin sín og B-listinn kominn í staðinn! Skúli Pálsson yrkir og kallar „Gosbrunnur“: Braghenda er brunni lík hvar buna flýg- ur, lóðrétt upp í loftið stígur, lokahending niður hnígur. „Þjóðarsálin“ er limra eftir Helga Ingólfsson: Hennar telst heiðarleg fæðing, til höfðingja kaus hún sér fræðing. Hún átti sér glóð. Svo greip mína þjóð fádæma fávitavæðing. Enn yrkir Helgi: Bjartur og breiðleitur hnokki brosir nú hreykinn á stokki. Í fjósið hjá þeim fylgið kom heim, baulur úr Framsóknarflokki. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af Antoni Helga og Jónasi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.