Morgunblaðið - 29.09.2021, Síða 23
HANDBOLTI
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Arnar Pétursson og aðstoðarþjálf-
arinn Ágúst Þór Jóhannsson hafa
gert þriggja ára samning við Hand-
knattleikssamband Íslands um að
stýra áfram kvennalandsliðinu. Frá
þessu var greint á blaðamannafundi
í gær og þá var einnig tilkynnt hvaða
leikmenn mæta Svíþjóð og Serbíu í
næsta mánuði. Arnar segist í samtali
við Morgunblaðið vilja sjá liðið ná
meiri árangri en
síðustu ár. Til að
svo megi verða
þurfi markvissa
vinnu næstu árin.
„Lang-
tímamarkmiðin
eru að eftir þrjú
til fjögur ár muni
íslenska kvenna-
landsliðið gera al-
vöru atlögu að því
að komast inn á
stórmót. Ég vil sjá okkur taka stór-
stígum framförum og við séum í bar-
átttunni um að komast inn á öll stór-
mót eftir þennan tíma. Ég á mér að
minnsta kosti þann draum að sjá lið-
ið komast á stórmót og það er mitt
markmið. Til skemmri tíma litið vil
ég sjá okkur taka framförum í
hverju verkefni fyrir sig. Byggt sé
ofan á það sem gert var síðast þegar
liðið kom saman og við séum að efl-
ast sem lið. Hvort sem það sé innan
vallar eða utan, eða í vörn eða sókn.
Þannig tel ég vænlegast að nálgast
þetta,“ segir Arnar.
Er þessi munur eðlilegur?
Sú spurning hefur leitað á Arnar
hvort eðlilegt sé að jafn mikill mun-
ur sé á árangri karlalandsliðsins í
handknattleik og kvennalandsliðs-
ins. Fyrst litið sé á Ísland sem hand-
boltaþjóð þá eigi kvennalandsliðið að
geta náð meiri árangri. Munurinn á
árangri liðanna þurfi ekki að vera
svona mikill. Hann segist í það
minnsta vera tilbúinn til að leita
svara við þessari spurningu.
„Ég hef bent á að það er einhver
skekkja í því að karlalandsliðið skuli
vera á leið á sitt tuttugasta og
fimmta stórmót frá aldamótum á
meðan konurnar hafa farið á þrjú.
Tíu ár eru liðin síðan það gerðist síð-
ast. Við þurfum alla vega að svara
því af hverju þetta er og eigum við
ekki að sætta okkur við það.
Ég held að einnig sé nauðsynlegt
að átta okkur á hvar við stöndum ef
við ætlum að taka skrefin fram á við.
Í dag erum við bara töluvert á eftir
tuttugu bestu landsliðum heims og
við höfum ekki nálgast þau á und-
anförnum árum. Til að breyta því er
nauðsynlegt að átta sig á því hver
staðan er. Við sem hreyfing munum
vonandi taka þau nauðsynlegu skref
sem þarf til að breyta hlutunum og
gera það í sameiningu.“
Hefur Arnar fundið fyrir meðbyr í
hreyfingunni þegar hann hefur viðr-
að þessar skoðanir sínar?
„Já já, en auðvitað þarf maður að
fara varlega þegar maður talar um
þessa hluti. Á Íslandi er fullt af þjálf-
urum og fullt af liðum sem eru að
gera góði hluti. Ég er einfaldlega að
benda á að staðan er a.m.k. ekki í
samræmi við mínar væntingar og að
við sem hreyfing getum gert betur.“
Nefndin skilar í nóvember
Á síðasta ársþingi HSÍ var sam-
þykkt að fela stjórn HSÍ að skipa
nefnd til að móta stefnu til framtíðar
fyrir handbolta kvenna hérlendis.
Fram kom hjá Guðmundi B. Ólafs-
syni, formanni HSÍ, í gær að útlit sé
fyrir að nefndin skili af sér í nóv-
ember. Bindur Arnar vonir við vinnu
þessarar nefndar?
„Ég geri það já og mér fannst já-
kvætt hjá HSÍ að fara þessa leið. Ég
á ekki von á öðru en að nefndin skoði
einfaldlega hvernig staðan er og
komi með hugmyndir um hvernig
hægt sé að gera betur. Ég held að
þetta sé gæfuspor.“
Í gær var einnig tilkynnt að HSÍ
hafi komið á fót B-landsliði til að
styrkja frekar umhverfi kvenna-
landsliðsins. „Mér finnst skipta
mjög miklu máli að ná snertifleti við
fleiri leikmenn en við höfum verið
með. Í komandi verkefni vantar til
dæmis nokkra leikmenn. Við slíkar
aðstæður höfum við fundið aðeins
fyrir því að við fáum inn leikmenn
sem langt er síðan voru í yngri
landsliðum eða hafa ekki verið í
landsliðum. Með B-landsliði getum
við búið til snertiflöt við fleiri leik-
menn. Þá er hægt að fara í gegnum
það með þeim hvernig landsliðið vill
spila og hverjar áherslurnar eru í
leik liðsins. Þegar kallið kemur frá
okkur varðandi A-landsliðið þá eru
leikmenn með á hreinu til hvers er
ætlast af þeim. Í stað þess að hafa
unnið með tuttugu til tuttugu og
fimm leikmenn þá verður sá hópur
fjörutíu til fjörutíu og fimm leik-
menn. Sem er allt annað og betra.
Stundum þarf að gera breytingar og
tilkoma B-landsliðsins ætti að auð-
velda það.
Umhverfið hefur verið þannig að
þegar keppni með 18 ára landsliðinu
lýkur þá hefur afskaplega lítið tekið
við hvað varðar landsliðsverkefni.
Nú geta efnilegir leikmenn komið
inn í B-liðið og tekið þátt í landsliðs-
verkefnum þar,“ segir Arnar og með
auknu umfangi hefur tveimur þraut-
reyndum fyrrverandi landsliðs-
konum verið bætt við þjálf-
arateymið. Tilkynnt var í gær að
Anna Úrsúla Guðmundsdóttir og
Hrafnhildur Skúladóttir muni koma
inn í þjálfarateymi landsliðsins
ásamt Arnari og Ágústi.
„Þær hafa reynslu af stórmótum.
Þær eru miklir sigurvegarar þessar
stelpur. Þær lögðu mikið á sig fyrir
íþróttina og eru til fyrirmyndar að
öllu leyti. Við erum því að fá sterkar
persónur inn í teymið með okkur.“
Mæta einu besta liði heims
Fram undan eru leikir gegn Sví-
um ytra og Serbum hér heima 7. og
10. október í undankeppni EM
2022. Svíar léku um verðlaun á Ól-
ympíuleikunum í Tókýó.
„Við munum mæta Svíum úti en
þær voru frábærar á Ólympíu-
leikunum í sumar. Ég hef horft á
leiki Svía á leikunum og þetta er
eitt af betri landsliðum heims í dag.
Það verður spennandi að mæta
þeim og bera okkur saman við
sænska liðið. Við gerum okkur al-
veg grein fyrir því að við erum að
mæta liði sem er töluvert sterkara
en við. Í þeim leik viljum við sjá
framfarir í okkar leik. Við viljum
sjá leikmenn fara eftir skipulagi og
styrkja þann grunn sem við höfum
verið að vinna í. Ofan á það verður
svo hægt að byggja í framhaldinu.
Það á í raun við um báða leikina. Á
meðan sænska liðið er líklega á
meðal sex bestu liða í heimi þá er
serbneska liðið á meðal fimmtán til
átján bestu liðanna. Serbía á frá-
bæra leikmenn. Við þurfum að
nálgast það verkefni með svipuðum
hætti en við verðum reyndar á
heimavelli sem er alltaf betra. Eftir
þetta verkefni myndum við vilja sjá
liðið vera komið aðeins lengra og að
grunnurinn verði traustari,“ segir
Arnar Pétursson.
- Í fréttum á mbl.is/sport/
handbolti má sjá landsliðshópana
fyrir A-landsliðið og B-landsliðið.
Takast þarf á við vandann
- Landsliðsþjálfarinn segir Ísland ekki hafa nálgast bestu liðin - Hreyfingin
þarf að bregðast við stöðunni - Vill sjá stórstígar framfarir á næstu árum
Arnar
Pétursson
Morgunblaðið/Eggert
Á Ásvöllum Rut Jónsdóttir og Ragnheiður Júlíusdóttir voru áberandi í leiknum gegn Slóveníu í apríl.
ÍÞRÓTTIR 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. SEPTEMBER 2021
_ Fanndís Friðriksdóttir, leikmaður
Vals í knattspyrnu, hefur framlengt
samning sinn við félagið til næstu
tveggja ára. Fanndís, sem er 31 árs
gömul, gekk til liðs við Val frá Mar-
seille í Frakklandi árið 2018 en hún er
uppalin hjá ÍBV í Vestmannaeyjum.
Hún lék tólf leiki með Íslandsmeist-
araliði Vals í efstu deild í sumar þar
sem hún skoraði fjögur mörk. Alls á
hún að baki 216 leiki í efstu deild þar
sem hún hefur skorað 111 mörk og þá
á hún að baki 109 A-landsleiki þar sem
hún hefur skorað 17 mörk en hún er
ellefta leikjahæsta landsliðskona sög-
unnar.
_ Haukar, sem féllu úr úrvalsdeild
karla í körfuknattleik á síðasta tíma-
bili, ætla sér líklega ekki að staldra
lengi við í 1. deildinni. Liðið lék sinn
fyrsta leik á tímabilinu í gær og rót-
burstaði ÍA á Skaganum 120:44.
Shemar Deion Bute skoraði 26 stig
fyrir Hauka.
_ Gauti Guðmundsson, landsliðs-
maður Íslands á skíðum, gerði góða
ferð til Hollands um nýliðna helgi.
Gauti keppti á tveimur svigmótum inn-
andyra í Landgraaf, SnowWorld Cup
ILC 2021 og Lowland Championship
2021. Hann gerði sér lítið fyrir og vann
á báðum mótunum en hann undirbýr
sig nú erlendis fyrir komandi keppn-
istímabil.
_ Guðmundur Þ. Guðmundsson,
landsliðsþjálfari karla í handknattleik,
sagði ákvörðun forráðamanna Melsun-
gen hafa komið sér á óvart á dögunum
en þeir tóku þá ákvörðun að slíta sam-
starfinu við Guðmund. Segist Guð-
mundur hafa skömmu áður greint
þeim frá áhuga danska liðsins Fre-
derica. Guðmundur sagði frá þessu í
hlaðvarpsþættinum Mín skoðun.
_ Simone Biles, ein fremsta fim-
leikakona sögunnar, segir að það hafi
verið mistök að taka þátt í Ólympíu-
leikunum í Tókýó síðasta sumar. Þetta
kom fram í viðtali hennar við New York
Magazine. Biles komst í úrslit í alls sex
greinum í fimleikakeppni Ólympíu-
leikanna í Tókýó en hætti keppni í fjór-
um þeirra vegna andlegra erfiðleika.
Hún fékk brons á jafnvægisslá í Tókýó
og silfurverðlaun í liðakeppni með
Bandaríkjunum.Vann hún til fernra
gullverðlauna á Ólympíuleikunum í Ríó
árið 2016 og höfðu margir vonast til
þess að hún myndi leika sama leik í
Japan. „Það voru mistök að taka þátt
á Ólympíuleikunum miðað við allt sem
ég var búin að ganga í gegnum und-
anfarin sjö ár,“ sagði Biles.
Biles var misnotuð kynferðislega af
Larry Nassar, fyrrverandi lækni
bandaríska fimleikasambandsins, en
hann var dæmdur í lífstíðarfangelsi
fyrir brot sín gegn bandarískum fim-
leikakonum árið 2017. „Ég var stað-
ráðinn í því að láta hann ekki ræna
mig gleðinni í því sem
ég var að gera. Ég
var búin að byrgja
þetta inni í mér í
langan tíma og
að lokum varð
eitthvað undan
að láta.
Ég fann fyrir
meira stressi,
eftir því sem
leikarnir nálg-
uðust, og sjálfs-
traustið var
ekki eins og það
var vanalega
eftir langar og
strangar æfing-
ar.“
Eitt
ogannað
Lið Skautafélags Reykjavíkur fór
upp í Grafarvog í gærkvöldi og
vann Fjölni 6:2 í Egilshöllinni í
Hertz-deild karla í íshokkí. Þótt
undarlega kunni að hljóma þá skor-
aði Fjölnir tvö fyrstu mörk leiksins
en SR svaraði með sex mörkum.
Styrmir Maack skoraði tvívegis
fyrir SR og kom liðinu á blað eftir
hálftíma leik. Þeir Gunnlaugur Þor-
steinsson, Sölvi Atlason, Bjarki Jó-
hannesson og Styrmir Friðriksson
skoruðu eitt mark hver. Hilmar
Sverrisson skoraði bæði mörkin
fyrir Fjölni í leiknum.
2:0 staða Fjölnis
dugði skammt
Ljósmynd/Þórir Tryggvason
Skoraði Styrmir Friðriksson skor-
aði sjötta mark SR-inga í gær.
Aðalsteinn Eyjólfsson er að gera
góða hluti með svissneska liðið Ka-
detten og sló í gær spænska liðið
Granollers úr keppni í 2. umferð
Evrópudeildarinnar. Kadetten
vann samtals 68:60.
Ýmir Örn Gíslason og liðsfélagar
í Rhein-Neckar Löwen féllu úr
keppni gegn Benfica 64:59.
Kristján Örn Kristjánsson var
markahæstur með 6 mörk hjá
franska liðinu Aix sem vann Ar-
endal samtals 67:49. GOG, lið Vikt-
ors Gísla Hallgrímssonar, sló út
Mors-Thy 57:51.
Kadetten sló út
Granollers
AFP
Markahæstur Kristján Örn Krist-
jánsson skoraði sex mörk í gær.