Morgunblaðið - 29.09.2021, Síða 24
24 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. SEPTEMBER 2021
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Út að drepa túrista nefnist nýjasta bók Þór-
arins Leifssonar sem einnig teiknaði í hana
myndir og braut um. Í bókinni segir af lífs-
þreyttum leiðsögumanni, Kalman Pétri, sem
leggur í enn eina ferðina með erlenda ferða-
menn en sú stefnir þó í að vera öllum öðrum
ólík. Einn ferðamannanna finnst myrtur á
hóteli í upphafi bókar og virðist nokkuð ljóst
að einn hinna ferðamannanna er morðinginn.
Lögreglan hefur rannsókn og Kalman leggur
grunlaus af stað með fulla rútu af ferðamönn-
um og fúllynda bílstjórann Magga.
Þetta er glæpasaga og um leið svipmynd af
íslenskri ferðaþjónustu, að því er fram kemur
í tilkynningu og titillinn sagður leikur að
þeirri þversögn að þótt stór hluti þjóðarinnar
lifi af ferðaþjónustu séu tilfinningar margra
Íslendinga til túrista ansi flóknar. Þeir bæði
hati þá og elski.
Stífur rammi
Þórarinn hefur skrifað bækur fyrir börn og
fullorðna og þær verið þýddar á fjölda tungu-
mála. En nú kveður við nýjan tón því þetta er
hans fyrsta glæpasaga.
Hann er spurður að því hvers vegna hann
hafi ákveðið að skrifa krimma. „Mig langaði til
að gera bók sem myndi fá fleiri lesendur þann-
ig að ég ákvað að gera stutta kafla, einskorð-
aða við þúsund orð, minnir mig. Ég hef verið
svo mikið í tilraunum að ég ákvað að setja ein-
hvern stífan ramma utan um þetta og taka þá
eitthvað sem er vinsælt og það eru til dæmis
krimmar,“ svarar Þórarinn. „Ég vildi fá ein-
hverja skál utan um efnið svo það myndi ekki
flæða í allar áttir. Vaða úr einu sjónarhorni í
annað, hafa stutta kafla. Þetta er svolítið eins
og Netflix-sería.“
– Þú setur mjög skemmtilegan fyrirvara
áður en sagan hefst, biður lesanda að athuga
að fordómar, kynþáttahatur, fitusmánun, karl-
remba, kvenfyrirlitning, minnihlutasmánun,
mistök í leiðsögn og ýmiss konar óeðli séu ekki
höfundar.
„Já, já, nú á tímum er nauðsynlegt að hafa
alltaf fyrirvara. Málið er að það er alltaf hætta
á því að lesandinn tengi karakterana of mikið
við mig og þá losna ég aldrei við þennan
stimpil og hætti væntanlega að fá vinnu sem
leiðsögumaður,“ svarar Þórarinn kíminn.
Kalman siðlaus og brotinn
– Mig langaði einmitt að spyrja þig hvort
leiðsögumaðurinn Kalman Pétur sé að miklu
leyti þú sjálfur eða byggður á þinni reynslu …
„Já og nei. Allar þessar íslensku karl-
persónur yfir þrítugu eru alltaf að einhverju
leyti byggðar á mér en líka oft byggðar á fólki
sem er í kringum mig. Þannig að ég passa mig
náttúrlega á því að fara heldur ekki of nálægt.
Að vera leiðsögumaður er svipað og að vera
leikskólakennari þannig að Kalman leyfir sér
miklu meira en ég myndi nokkurn tíma leyfa
mér og meira að segja í hugsun. Hann er
nokkuð siðlaus, í raun og veru, brotinn. En
það eru element í honum úr mér og element
úr mér líka í Magga bílstjóra,“ svarar Þór-
arinn. Hann sé að leika sér svolítið með mið-
aldra hvíta karlinn og líka leiðsögumanna- og
bílstjóratýpurnar.
Spaug í anda Fargo
– Þetta er gamansöm glæpasaga, það er
léttur tónn í henni, ekki satt?
„Jú, ég er að reyna að ná svolítið þessum
grófa húmor sem er til dæmis í kvikmyndinni
Fargo,“ svarar Þórarinn og er í framhaldi
spurður hvort fléttan sé í anda Agöthu Chris-
tie, full rúta af grunuðum. Jú, hann staðfestir
að svo sé og bendir í því sambandi á Morðið í
Austurlandahraðlestinni.
„Ég er að taka viljandi upp þá klisju til að
reyna að setja einhver bönd á þetta. Bókin er
á mörkunum að vera of fagurfræðileg þannig,
eins og einhver lesandinn sagði. Ég er að
reyna að gera það ekki, er að reyna að gera
klisju, reyfara, en þar sem ég hef aldrei lesið
mikið af þannig reyfurum er ég ekkert endi-
lega að koma inn sem sérfræðingur í glæpa-
sögum,“ segir Þórarinn. Hann nálgist formið
utan frá, sem aðkomumaður, og sækist eftir
því að bókin virki eins og Netflix-sería. Hún
verði vonandi „hámlesin“.
Þórarinn segir Covid-faraldurinn með öllum
sínum takmörkunum, ferðamannaþurrð og
hléum hafa bjargað sér að mörgu leyti. Covid
hafi fært sér sögusviðið og auk þess heilt ár til
að skrifa. Bókin er því allmikið innblásin af
kófinu. „Og í raun og veru skrifuð beint inn í
það, þessi vika sem gerist í miðjum mars er
vika sem ég lifði sjálfur,“ bætir Þórarinn við
og á þar við tímabilið sem sagan spannar.
Beint upp úr dagbók
Fremst í bókinni er upptalning á öllum
ferðamönnum sögunnar, hinum látna og hin-
um grunuðu. Lýsingarnar eru stuttar en oftar
en ekki spaugilegar og Þórarinn er spurður
hvort einhverjar þessara persóna séu byggðar
á fólki sem hann hafi kynnst á ferðum sínum.
„Já, lauslega og á stuttum atvikum sem ég hef
lent í. Ég man eftir stelpu með dredda sem
var augljóslega undir áhrifum ofskynjunar-
lyfja og ég hef oftar en einu sinni dílað við
Trump-ista, pólitíska öfgamenn. Oft eru setn-
ingar sem þú lest í bókinni teknar beint upp úr
dagbók hjá mér, ég held alltaf dagbók,“ segir
Þórarinn. Hann hafi haldið dagbók allt frá því
sonur hann fæddist árið 2011 og hún bæði
hjálpað honum við bókaskrif og ýmsar upprifj-
anir.
Þórarinn er að lokum spurður hvort bókin
verði gefin út á fleiri tungumálum og segir
hann bandarískan þýðanda vinna að því að fá
bókina gefna út á ensku. „Það skýrist í janúar
eða febrúar, ég bind vonir við það og titillinn
verður þá Killing Tourists,“ segir Þórarinn.
– Þetta er ansi grípandi titill …
„Já, Út að drepa túrista. Einhver sagði að
þetta væri titill ársins,“ segir Þórarinn sposk-
ur. Honum hafi líka tekist að rugla nokkra í
ríminu á samfélagsmiðlum með þessum ágæta
titli.
Með túristum Þórarinn með tveimur grunuðum eða jafnvel grunlausum ferðamönnum.
Skál sem heldur efninu inni
- Leiðsögumaðurinn Þórarinn Leifsson drepur túrista í sinni fyrstu glæpasögu - Fordómar, smán, remba
og margs konar óeðli eru ekki höfundar - Krimminn sá stífi rammi sem stuttir kaflarnir þurftu að setja
Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykja-
vík, RIFF, hefst á morgun, fimmtu-
dag, og er nú haldin í 18. sinn. Að
vanda verður sýndur fjöldi íslenskra
stuttmynda í tveimur flokkum og
sjónum þannig beint að grasrótinni í
íslenskri kvikmyndagerð, að því er
fram kemur í tilkynningu. Einni
stuttmynd sem þykir skara fram úr
verða veitt sérstök verðlaun.
Í fyrri stuttmyndaflokknum eru
tvær myndir sem voru í keppni á
kvikmyndahátíðinni í Cannes í sum-
ar sem þykir fágætt fyrir íslenskar
stuttmyndir. Annars vegar er það
stuttmyndin Frie Mænd eða Frjálsir
menn sem er útskriftarmynd Óskars
Kristins Vignissonar úr Konunglega
danska kvikmyndaskólanum og
fjallar um vináttu tveggja karl-
manna sem vinna í fiskvinnslu, og
hins vegar Céu De Agosto eða
Ágústhiminn eftir brasilísku kvik-
myndagerðarkonuna Jasmin Ten-
ucci en myndin er brasilísk-íslensk
samframleiðsla og segir af hjúkrun-
arfræðingi sem leitar á náðir hvíta-
sunnusöfnuðar á sautjánda degi
skógarbruna í Amasón.
Eldingar eins og við nefnist stutt-
mynd sem er fyrsta leikstjórnar-
verkefni Kristínar Bjarkar Krist-
jánsdóttir sem er einnig þekkt sem
tónlistarkonan Kira Kira og Frenjan
eftir Þóreyju Mjallhvíti H. Ómars-
dóttir segir frá konu á miðjum aldri
sem verður sífellt önugri er kúa-
hjörð tekur yfir borgina en hún er sú
eina sem tekur eftir skepnunum.
Poppararnir Jóhann Kristófer
Stefánsson/Joey Christ og Bríet
fara með aðalhlutverkin í Egginu,
ástarsögu í framtíðarsamfélagi sem
er leikstýrt af Hauki Björgvinssyni,
og Klettur aldanna eftir Eron
Sheean segir frá hermanni á flótta
sem rekst á talandi klett og í eru
Tómas Lemarquis og Ólafur Darri
Ólafsson í aðalhlutverkum. Hinn
flokkurinn er skipaður nemamynd-
um og koma þær úr ýmsum áttum
eins og sjá má á riff.is.
Fimm íslenskar stuttmyndir eru
svo sýndar á hátíðinni í öðrum flokk-
um. Má þar nefna Ólafur Arnalds:
Er við fæðumst sem sýnir lifandi
flutning á tónlist Ólafs og skyggnist í
hugarheim tónskáldsins þar sem
einstakrar upplifunar af einingu
náttúru, vitundar og listar er notið,
eins og því er lýst í tilkynningu en
Ólafur leikstýrir myndinni með
Vincent Moon.
Horfin borg í leikstjórn Magnúsar
Andersen er sögð óður til Reykja-
víkur þá og nú, innblásinn af sam-
nefndu lagi Úlfs Eldjárns, og eru
þessar tvær myndir hluti af
tónlistarmyndaflokki hátíðarinnar.
Tvær íslenskar stuttmyndir
keppa um Gullna eggið, þar sem
stuttmyndir þátttakenda í kvik-
myndasmiðju hátíðarinnar, Talent
Lab, eru sýndar. Það eru myndirnar
Í gegnum stórmarkaðinn í fimm
hlutum eftir Önnu-Mariu Jóakims-
dóttir Hutri, dansmynd sem kjarnar
hversdagsraunir nútímafjölskyld-
unnar við vikulega matarsöfnun, og
Panikkprósi eftir Ernu Mist sem
sögð er ljóðrænn vitnisburður um
einangrun, firringu og þýðingu þess
að týnast í félagsskap við sjálfan sig.
Síðast en ekki síst er svo nefnd
stuttheimildarmyndin MÍR: Bylt-
ingin lengi lifi eftir Hauk Hallsson
sem verður sýnd sem hluti af
„sovéskri tvennu“ með Village
Detective: A Song Cycle eftir Bill
Morrison, og er hluti af heimildar-
myndadagskrá hátíðarinnar.
Leikstýrir Ólafur Arnalds er annar
tveggja leikstjóra stuttmyndarinnar
Ólafur Arnalds: Er við fæðumst.
Grasrótin í stuttmyndunum
Söngleikurinn Moulin Rouge!, eða
Rauða myllan!, hlaut flest verðlaun
þegar bandarísku Tony-leikhús-
verðlaunin voru afhent um helgina
eða tíu alls. Söngleikurinn er
byggður á kvikmynd Baz Luhr-
manns frá árinu 2001 og hófust sýn-
ingar á ný 24. september eftir langt
hlé vegna Covid. Er söngleikurinn
áströlsk framleiðsla og sá fyrsti
sem slíkur sem hlýtur Tony-
verðlaun sem besti söngleikur. Var
hann tilnefndur til 14 verðlauna og
af þeim sem hann hlaut má nefna
verðlaun fyrir besta leikara í söng-
leik en þau hlaut
Aaron Tveit. Þá
var söngleik-
urinn verðlaun-
aður fyrir bún-
ingahönnun,
lýsingu, hljóð,
danshönnun og
leikstjórn, svo
nokkur verð-
launa til viðbótar
séu nefnd. Á Tony-hátíðinni var því
sérstaklega fagnað að sýningar
væru hafnar í leikhúsum á ný eftir
langt Covid-hlé.
Rauða myllan hlaut flest Tony-verðlaun
Aaron Tveit
Bandaríski rapparinn R. Kelly var í
gær sakfelldur fyrir að hafa í ára-
tugi beitt ungar þeldökkar konur og
börn af báðum kynjum ofbeldi, mis-
notað þau kynferðislega og haft
milligöngu um slíka glæpi. Var hann
ákærður fyrir fjölda brota og þeirra
á meðal að hafa haldið ungum stúlk-
um sem kynlífsþrælum.
Í frétt The Guardian um sakfell-
inguna segir að kviðdómur sem í
sátu sjö karlar og fimm konur hafi
komist að þessari niðurstöðu en rétt-
arhöldunum lauk á föstudaginn var
og höfðu þá staðið í sex vikur. Segir í
fréttinni að framburður vitna hafi
oft verið sláandi þar sem sagt var
frá því hvernig Kelly misþyrmdi
konum, stúlkum og drengjum. Kelly
sýndi engin við-
brögð þegar
dómur var kveð-
inn upp. Kelly
heitir fullu nafni
Robert Sylvester
Kelly og er 54
ára. Mun hann
hafa framið glæpi
sína í um tvo ára-
tugi og sagði lög-
maður nokkurra fórnarlamba hans,
Gloria Allred, að af öllum þeim rán-
dýrum sem hún hefði sótt að í störf-
um sínum, þeirra á meðal Harvey
Weinstein og Jeffrey Epstein, væri
Kelly það allra versta. Dómur verð-
ur kveðinn upp 5. maí og gæti Kelly
hlotið 20 ára fangelsisdóm.
Kelly misþyrmdi konum og börnum
R. Kelly