Morgunblaðið - 29.09.2021, Page 25
MENNING 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. SEPTEMBER 2021
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
TRYGGÐU ÞÉR
MIÐA INNÁ
SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI
THERE’S A LITTLE HERO INSIDE US ALL
RYAN REYNOLDS – JODIE COMER – TAIKA WAITITI
GEGGJUÐ NÝ GRÍNMYND
FRÁBÆR NÝ MYND FRÁ MARVEL STUDIOS
MYND SEM ALLIR VERÐA AÐ SJÁ Í BÍÓ
SIMU LIU AWKWAFINA WITHMICHELLE YEOH ANDTONY LEUNG
92%
KOMIN Í BÍÓ
T H E T E L E G R A P H
T H E G U A R D I A N
E M P I R E
TOTA L F I L M
90%
Þ
að er langt síðan síðast var
gerð tilraun með hádegis-
leikhús, er það ekki? Von-
andi tekst vel til með til-
raun Þjóðleikhússins í vetur. Það er
í það minnsta hægt að segja að það
fari vel af stað. Það lofar góðu að
rýmið í kjallaranum sé sveigjanlegt,
en ekki bundið við að leika á „hljóm-
sveitarpallinum“, sem gerir engum
greiða hvað varðar súlur, sjónlínur
og innkomuleiðir. Að þessu sinni er
leikið á stórum palli fyrir miðju með
áhorfendur allt í kring og gengur
vel að vinna með það form.
Efnisskráin fram undan er for-
vitnileg, og gaman að sjá að þar
ætla tvö úr leikarahópi leikhússins
að spreyta sig á leikstjórn, hugsan-
lega í fyrsta sinn þótt ég ætli nú
ekki að fullyrða það hástöfum. Í
þessu fyrsta hádegi er það hins veg-
ar hinn kornungi reynslubolti Gréta
Kristín Ómarsdóttir sem heldur í
taumana. Tilfinningin utan frá séð
er að það hafi ekki verið ýkja krefj-
andi verkefni, en þeim mun ánægju-
legra.
Leikverk sem ekki fylla upp í
heila kvöldstund eru fáséð á fjölum
atvinnuleikhúsa þótt formið lifi góðu
lífi hjá áhugaleikfélögunum, þökk sé
m.a. leikritunarnámskeiðum þar
sem Bjarni Jónsson hefur ásamt
fleirum leiðbeint. Absúrdleikhúsið,
um og upp úr miðri síðustu öld,
nýtti sér kosti stutta formsins og
frelsið sem fæst í þrengri stakki,
vinsæl verk af því tagi er til að
mynda að finna hjá Ionesco, Beckett
og Pinter. Endurómur úr húsi
fáránleikans heyrist í nánast öllum
stuttverkum nútímans og svo er
einnig um Út að borða með Ester.
Vantraust absúrdistanna á drama-
tík og efasemdir um nauðsyn þess
að hnýta lausa enda ganga aftur í
þessari hálftíma löngu heimsókn
okkar inn í líf tveggja eldri borgara í
tilhugalífinu.
Eða eru þau á þeim buxunum?
Kannski sum þeirra, það er einn af
spennugjöfum verksins hvað Hauk
langar mikið að komast upp á milli
Esterar og framliðins eiginmanns
hennar. Annar, sem er kannski
frekar gleðigjafi en spennu-, er hvað
þeim Hauki og Ester hefur gengið
vel að verða gömul hjón, með öllum
þeim samstillingar- og núnings-
áhrifum sem svoleiðis samlífi ber
með sér, án þess að vera slík hjón,
eða hafa endilega þekkst mjög lengi.
Og þá má spyrja: af hverju reyn-
ist þessi mótsagnakennda staða
ekki galli á verki Bjarna Jónssonar,
og sýningunni í Leikhúskjallaranum
þegar til kastanna kemur? Það má
tefla fram tveimur skýringum.
Önnur er arfur úr absúrdleik-
húsinu; órökvísi og óræðni getur vel
verið listræn ákvörðun í þeirri hefð
frekar en höfundaglöp. Það sama
má segja um það stílbragð að leika
tveimur skjöldum um hvort fjórði
veggurinn umlyki persónurnar eða
ekki, eins og Bjarni leikur sér mjög
skemmtilega með hér.
Hin er aldeilis framúrskarandi
frammistaða reynsluboltanna á
sviðinu. Það er hreinn unaður að
horfa úr návígi á þennan dans
Guðrúnar Gísladóttur og Sigurðar
Sigurjónssonar. Eftir á að hyggja er
engin leið að tilgreina hvað kveikti
hin tíðu hlátrasköll í kjallaranum.
Sýningin er ekki keyrð áfram á
orðaleikjum, hnyttiyrðum eða farsa-
brellum svo böndin berast að algeru
öryggi flytjendanna. Þetta er fyndið
af því að það er satt, er stundum
sagt og það er upplifunin af þessum
fyrstu og einu kynnum af Ester og
Hauki. Og það er einmitt áreynslu-
laus og afslöppuð fimi Guðrúnar og
Sigurðar sem sannfærir okkur um
að allt sé satt.
Gulu tónarnir í búningum Evu
Signýjar Berger gerðu svo sitt til að
létta brúnina á bæði leikurum og
áhorfendum. Heilt yfir alveg hin
prýðilegasta hádegisstund hjá gest-
um Leikhúskjallarans, þótt allt sé í
óvissu með framtíðina hjá Hauki og
Ester.
Parið á næsta borði
Prýðileg Sigurður Sigurjónsson og Guðrún S. Gísladóttir í Út að borða með Ester sem er prýðileg hádegisstund.
Þjóðleikhúsið
Út að borða með Ester bbbbn
Eftir Bjarna Jónsson. Leikstjórn: Gréta
Kristín Ómarsdóttir. Leikmynd og bún-
ingar: Eva Signý Berger. Lýsing: Jóhann
Friðrik Ágústsson. Leikarar: Guðrún S.
Gísladóttir og Sigurður Sigurjónsson.
Frumsýning í Leikhúskjallaranum í Þjóð-
leikhúsinu miðvikudaginn 22. septem-
ber 2021.
ÞORGEIR
TRYGGVASON
LEIKLIST
Kvikmyndahátíð-
in Nordatlantiske
Filmdage fer
fram 30. septem-
ber til 10. október
í menningar-
húsinu Norður-
bryggju í Kaup-
mannahöfn og að
þessu sinni verð-
ur sérstök
áhersla lögð á þá
farsælu þróun sem átt hefur sér stað
í íslenskri kvikmyndagerð upp á síð-
kastið, að því er segir í tilkynningu.
Íslensku myndirnar eru Bergmál
eftir Rúnar Rúnarsson, Fúsi eftir
Dag Kára Pétursson, Hvítur, hvítur
dagur eftir Hlyn Pálmason, Kona fer
í stríð eftir Benedikt Erlingsson og
Tryggð eftir Ásthildi Kjartansdótt-
ur. Rúnar, Ásthildur og Benedikt
munu spjalla um kvikmyndir sínar
að loknum sýningum og verða hinar
kynntar af dönskum kvikmynda-
fræðingum.
Í lok hátíðar mun Norðurbryggja
bjóða upp á sérstaka hátíðarsýningu
á Last and First Men eftir Jóhann
Jóhannsson heitinn, í samstarfi við
sendiráð Íslands í Kaupmannahöfn,
og mun kvikmyndatökumaðurinn
Sturla Brandth Grøvlen kynna
myndina en hann lauk við gerð
hennar eftir fráfall Jóhanns.
Ísland í öndvegi
Ásthildur
Kjartansdóttir
Fyrstu tónleikar
haustdagskrár
Jazzklúbbsins
Múlans fara fram
í Flóa í Hörpu í
kvöld kl. 20. Á
þeim kemur
fram Unnur
Birna & Björn
Thoroddsen
Band. Verða hin-
ir ýmsu tónlistar-
stílar leiknir af alúð, eins og því er
lýst í tilkynningu, og í því sambandi
nefnd samsuða af djassi, django,
blús, rokki og poppi. Með Unni
Birnu og Birni leika Skúli Gíslason
á trommur og Sigurgeir Skafti á
bassa. Haustdagskrá Jazzklúbbsins
Múlans heldur áfram á miðviku-
dagskvöldum fram í miðjan desem-
ber og er klúbburinn nú á sínu 24.
starfsári.
Hinir ýmsu stílar
Unnur Birna
Björnsdóttir