Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.09.2021, Qupperneq 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.09.2021, Qupperneq 15
nes í afdrepi sínu, á Bubba þegar hann er að vinna í Bubba og svo framvegis. Í liðinni viku var hann norður á Akureyri og hafði með sér Stones-úrklippubækur til að vinna í þeim. Þá barst sú harmafregn að Charlie Watts trommuleikari væri all- ur. Kela brá að vonum enda hafði Charlie haldið hinn sprækasti upp á áttræðisafmæli sitt fyrr í sumar. „En auðvitað kom þetta ekki alveg flatt upp á mann; þessir menn eru komnir á efri ár og hafa ekki allir farið vel með sig. Ég held að það fari hver að verða allra síðastur að sjá Stones á sviði. Þetta fer að verða bú- ið.“ Sjálfur hefur Keli séð sína menn átján sinnum á tónleikum og vonast til að ná að minnsta kosti einu skipti enn. „Þetta verður samt aldrei eins. Það vantar mikið þegar Charlie er farinn.“ Minni umfjöllun í blöðunum Keli hefur víða komið við. Var til að mynda um árabil dyravörð- ur hjá Ólafi Laufdal á Broadway og Hótel Íslandi. Þá vann hann í sextán ár hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli en er nú sestur í helgan stein. Hann hefur því nægan tíma til að sinna áhugamáli sínu og grúskar í úrklippum meira og minna á hverjum degi. Að sögn Kela er synd hversu mikið hefur dregið úr umfjöllun um popptónlist í íslenskum blöðum á umliðnum árum. Það hef- ur orðið til þess að hann leitar meira á náðir samfélagsmiðla; prentar út færslur fólks um hina ýmsu tónlistarmenn og límir inn í bækurnar. „Maður deyr ekki ráðalaus.“ Þá viðurkennir hann að hafa rifið grein og grein út úr blöðum og tímaritum á biðstofunni hjá tannlækninum sínum. Hóstar þá bara stundarhátt meðan hann rífur síðurnar, þannig að enginn heyrir hljóðið. „Félagi minn kom einu sinni til tannlæknisins og spurði hvort Keli hefði verið þar deginum áður. „Já, hvernig veistu það?“ Það vantar heila opnu í Víkurfréttir.“ Hann hlær. Eins og Keli kom inn á hefur Julie haft mikið umburðarlyndi gagnvart þessari dellu og eigum við að segja sérvisku bónda síns gegnum tíðina. „Hún les mjög mikið og á meðan gefst mér tóm til að dútla mér en hún vill frekar hafa mig niðri en hérna uppi, þó ég sé kominn með smá horn hérna líka. Ég hefði aldrei getað komið mér upp svona stóru safni án hennar velvildar og samþykkis. Annars var ég búinn að lofa Julie að tala ekki mikið um hana í þessu viðtali. Best að standa við það,“ segir hann sposkur. Keli viðurkennir að sumum þyki þetta áhugamál hans undar- legt og er ekki óvanur háðsglósum frá samferðamönnum. „Það er verkstjóri hérna uppi á Velli sem segir alltaf þegar við hitt- umst: Keli, hvernig gengur í dúkkulísunum? Mér finnst það svolítið gott hjá honum.“ Hann hlær. Ætlar að halda hárinu Keli hefur ekki mikið sýnt úrklippusafnið gegnum tíðina; í reynd aðeins einu sinni, á tómstundahelgi í Keflavík fyrir nokkrum árum. 600 manns komu þá að skoða. „Vífill, vert hérna á Ránni, hefur lýst áhuga á að sýna bækurnar mínar á Ljósa- nótt og ég var eiginlega búinn að samþykkja það. En þá kom Covid. Kannski náum við þessu á næsta ári.“ Úrklippubækurnar fékk Keli lengi vel í Pennanum en að því kom að hætt var að flytja þær inn enda eftirspurn ekki mikil. Þá brá hann á það ráð að kaupa góðan slatta á ferðum sínum til Englands. Þangað hefur hann á hinn bóginn ekki komist í hálft annað ár vegna heimsfaraldursins. Það varð til þess að Julie hafði uppi á fínum bókum í Slippfélaginu og við þá verslun skiptir Keli í dag. Téður heimsfaraldur ber líka ábyrgð á útlitsbreytingu á Kela. „Þegar þessi ósköp dundu yfir sór ég að skerða ekki hár mitt fyrr en maður gæti ferðast óhindraður milli landa á ný. Eitthvað er nú að rofa til en ég held samt að ég haldi hárinu. Kann ágætlega við þetta nýja útlit,“ segir hann brosandi. Segðu, maður. Hár er rokk. Fyrir þá sem enn geta látið það vaxa. Eins og gefur að skilja hefur síðasta hálft annað ár verið erf- itt fyrir Kela enda lítið sem ekkert um tónleika. Hann sýnir mér heila möppu með miðum á tónleika sem hann er búinn að kaupa. „Ég hef engan áhuga á að fá endurgreitt; bíð bara rólegur eftir að tónleikarnir fari loksins fram.“ Ætlaði að brenna safnið – Hvað verður svo um úrklippusafnið í framtíðinni? „Það er nú það,“ svarar Keli, heimspekilegur á svip. „Það er ekki hægt að eiga betri vin en Margeir Elentínusson, smið hérna í Básnum. Við drekkum saman kaffi á hverjum einasta morgni og leysum öll vandamál heimsins. Einu sinni sagði ég við Magga að ég ætlaði að kveikja í öllu heila draslinu niðri í Bás. Ég sá að honum brá og hann bað mig um að gefa sér það frekar. Maður verður meyrari með aldrinum og ætli niður- staðan verði ekki sú að ég gefi Rokksafni Íslands allar bæk- urnar sem snúa að íslenskri tónlist. Ég á svona frekar von á því. Stones-bækurnar fara hins vegar með mér til Ástralíu en þang- að er ég búinn að lofa Julie að flytja eftir tvö ár.“ Julie á fjögur systkini heima í Ástralíu og þau hjónin hafa margoft farið þangað til dvalar í lengri og skemmri tíma. Flutn- ingarnir leggjast vel í Kela. „Ég kann ljómandi vel við mig í Ástralíu og líst vel á að búa þar í ellinni.“ Gildir svo sem einu. The Rolling Stones hljóma alveg eins á Íslandi og í Ástralíu. Ekki fer á milli mála hvar okkar maður er til húsa í Keflavík. Fyrsta úrklippubókin hans Kela frá árinu 1969, árið sem Brian Jones lést. Rollingarnir gægjast út um kjallaragluggann hjá Kela. Keli byrjaði að safna munum sem tengjast rokktónlist fyrir meira en hálfri öld. ’ Þegar þessi ósköp dundu yfir sór ég að skerða ekki hár mitt fyrr en maður gæti ferðast óhindraður milli landa á ný. Eitt- hvað er nú að rofa til en ég held samt að ég haldi hárinu. Kann ágætlega við þetta nýja útlit. 5.9. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.