Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.09.2021, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.9. 2021
K
aflaskil hafa orðið í afskiptum
Bandaríkjanna og helstu banda-
lagsþjóða þeirra í Afganistan.
Donald Trump, fyrrverandi for-
seti, er talinn í hópi þeirra for-
seta sem í seinni tíð hafa verið
einna tregastir til stríðsaðgerða. Hann talaði vissu-
lega digurbarkalega um að veita hinum og þessum
ríkjum eða fræknum fírum en varasömum þungar
refsingar ef þeir ögruðu Bandaríkjunum úr hófi
fram. Og hann stóð við flestar slíkar hótanir ef til-
efni gafst. En viðbrögðin gengu helst út á eigna- og
fjárhagstjón en vikist undan harðari refsingu hafi
tilefni ekki gefist til þess.
Bolton, hernaðarráðunautur Trumps um hríð,
lenti upp á kant við forsetann þar sem Trump neit-
aði að fara með refsivendi á hendur Íran sem skotið
hafði niður bandaríska dróna. Forsetanum var sagt
að aðgerðin gæti þýtt mannfall í liði Írans en þó
innan þolmarka. Trump spurði hvort Bandaríkin
hefðu misst mannskap við árásirnar á drónana.
Svarið var nei og synjaði Trump þá um heimild til
gagnaðgerða. Bolton sagði síðar að hann hefði talið
forsetann sýna veikleikamerki!
Áður en Trump lét af embætti sínu eftir kosning-
arnar hafði hann látið draga upp áætlanir um að
binda enda á „lengsta stríðið“ í sögu Bandaríkjanna
í Afganistan. Eftir að Joe Biden fór illa með heim-
köllun síns liðs reyndi hann að kenna Trump um
ófarir sínar. Sá hefði jú byrjað á samræðum við
talíbana um endi stríðsins. Þarna var langt til
seilst. Biden hafði verið í embætti í sjö mánuði áður
en tilkynning hans um brottflutning liðsins tók
gildi. Það er í fersku minni að Joe Biden byrjaði á
því fyrstu dagana í embætti að strika út með
pennastriki og án atbeina þingsins á þriðja tug
ákvarðana sem Trump hafði staðið fyrir á sinni for-
setatíð. Það er vissulega hefð fyrir því að nýir for-
setar haldi upp á fyrstu dagana í embætti, til að
minna á að nýir menn séu komnir í húsið með því
að strika út eitt eða tvö „vond mál“ frá karlinum
sem farinn var. En tugir slíkra ákvarðana er al-
gjörlega óþekkt.
Hefði Trump haldið illa á undirbúningi brottfarar
hersins frá Afganistan var honum í lófa lagið að
strika slíkt út, enda ekki meitlað í lög, og var hrein
ákvörðun forseta og laut því vilja nýs forseta.
Venjan hefur verið sú að nýkomni forsetinn hefur
leyft blaðamönnum að spyrja sig út úr ástæðum
fyrir afnámi gjörða fyrirrennarans, sem hafa verið
fáar. Biden gaf blaðamönnum engar skýringar né
leyfði hann spurningar. Eftir þá reynslu töldu marg-
ir blaðamenn augljóst að forsetinn hefði einfaldlega
ekki skýringarnar á valdi sínu. Hann væri ófær um
að ræða þær á opnum fundi. Sá er svo orðinn veru-
leikinn.
En eftir stendur að hefði verið annmarki á út-
færslu Trumps á brottflutningi hersins þá hefðu ein-
föld fyrirmæli til herstjórnarinnar breytt slíku sam-
stundis. Nýr forseti er æðsti yfirmaður hersins og
algjörlega óbundinn af áætlunum forverans.
Ræður þetta úrslitum næstu
kosninga?
Við þessi kaflaskil velta stjórnmálaskýrendur vestra
því fyrir sér, hvort mistök Bidens forseta og þar
með herstjórnarinnar við lokun herstöðva í
Afganistan muni hafa langvarandi áhrif á stöðu
stóru flokkanna í Bandaríkjunum. Varla er lengur
um það deilt að Joe Biden hefði ekki getað haldið
verr á brottför hersins en hann gerði, og löskuð
myndin af því óx við það ólán sem „velheppnuð“
árás ISIS-liða var, með eða án atbeina talíbana. Á
annan tug hermanna Bandaríkjanna féll og fleiri úr
röðum annarra, auk hundraða særðra.
Skýrendur virtust helst í sínum vangaveltum
horfa til næstu kosninga í Bandaríkjunum í nóv-
ember 2022. Þá eru öll þingsæti fulltrúadeildarinnar
undir og þriðjungur sæta í öldungadeild þingsins.
Repúblikanar hafa talið sig eiga raunhæfar vænt-
ingar um að geta unnið meirihluta í fulltrúadeild-
inni, sem þegar er tæpur í höndum demókrata.
Almennt séð þá hefur verið talið líklegt, með vísun
til þekktra fordæma, að flokkur sitjandi forseta tapi
nokkuð í fulltrúadeildinni í fyrstu kosningum eftir
kjör hans. Og þar sem meirihlutinn þar getur vart
tæpara staðið en hann gerir nú, myndi venjuleg
niðurstaða sennilega leiða til að repúblikanar ættu
von um að vinna meirihluta þar.
Í öldungadeildinni, þar sem kosið er um þriðjung
þingsæta, er þingmannatalan nú jöfn og veltur
niðurstaða því iðulega á því að varaforsetinn, sem
fær úrslitaatkvæði falli önnur atkvæði jöfn, tryggi
demókrötum „meirihluta“ í deildinni. Þetta stendur
því allt mjög tæpt í löggjafarþinginu, hvernig sem á
það er litið.
Það var niðurstaða flestra skýrenda sem svöruðu
fyrrnefndri spurningu að þar sem rúmt ár væri til
kosninga og margt fréttnæmt myndi gerast í víð-
feðmu og fjölmennu landi þá væru nýliðnir atburðir
í Afganistan ekki líklegir til að halda athygli til kjör-
dags.
En Joe-vinkillinn gleymist ekki
En það kæmi annað til, sem ætti rót í Afganistan,
þótt það yrði ekki eftir rúmt ár tengt beint við at-
burðina sem urðu þar. Joe Biden var afhjúpaður.
Ekki af öðrum, aðeins af sjálfum sér. Allir helstu
fjölmiðlar Bandaríkjanna hafa nú í tæplega tvö ár
tekið þátt í því að fela, sjá ekki eða grafa niður í
öðrum fréttum hvernig í raun var komið fyrir Joe
Biden.
Allir þessir fjölmiðlar notuðu veiruna vondu til að
fela feluleikinn með Biden. Og þeir komust upp með
það, því að það var í raun ekki gerð athugasemd við
það að Donald Trump yrði nánast einn í kjöri.
Það var þó ekki svo gott fyrir þann karl að hann
yrði þar með sjálfkjörinn samkvæmt slíkum leikregl-
unum.
Trump var í framboði gegn mjög snúnum and-
stæðingi. Hann hét í raun „Ekki Trump“ en birtist á
kjörseðlinum undir leikaranafninu Joe Biden. En sá
var að öðru leyti hafður í pössun í þægilegum kjall-
ara í Delaware og skipti sér lítt af „Ekki Trump“
sem birtist undir nafninu Joe Biden á kjörseðlinum.
Uggði ekki að sér
Trump hélt hvern fundinn á fætur öðrum um Banda-
ríkin þver á endilöng og þúsundir, stundum tugþús-
undir, mættu. Biden hélt stundum fundi þar sem
örfáir mættu, stundum sátu nokkrir „fundarmenn“ í
nokkrum tugum bíla á plani í rigningu svo ekki varð
séð hverjir væru þar á ferð! En þeir sem ekki mættu
á risafundina hjá Trump létu fundi Bidens eiga sig
Hversu langt
dregur þumal-
fingurinn?
Reykjavíkurbréf03.09.21
Reynistaðarkirkja í Skagafirði.