Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.09.2021, Side 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.09.2021, Side 2
Í FÓKUS 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.9. 2021 Smiðjuvegur 68, Kópavogi | S. 587 1350 | bifreidaverkstaedi.is Höfum sérhæft okkur í Toyota viðgerðum síðan 1995 Fljót, örugg og persónuleg þjónusta Allar almennar bílaviðgerðir Funahöfða 7, 110 Reykjavík | Sími 577 6666 ., '* -�-"% ,�rKu!, KIEL/ - OG FRYSTITJEKI Iðnaðareiningar í miklu úrvali Svo djörf gerðist ég um daginn að ég skellti mér til Kaupmannahafn- ar og fór þar með í fyrsta sinn út fyrir landsteinana í tuttugu mán- uði. Það var sannarlega ljúft að ferðast og minna mál en ég hélt. Í Danmörku gengur lífið sinn vanagang og þar ber enginn grímu neins staðar, nema á Kastrup. Meira að segja leigubílstjórinn sem keyrði okkur frá vellinum vildi ekkert hafa okkur farþeganna með grímu. Við ættum að slaka líka aðeins á hér á landi. Að öðrum og alvarlegri málum er harmleikurinn í Afganistan efstur á baugi. Mikið finn ég til með afgönsku þjóðinni. Það er ekki hægt að setja sig í hennar spor. Á meðan við völsum frjáls um götur Reykjavíkur, og Kaupmannahafnar þegar því er að skipta, eru aðrir ekki jafn heppnir. Sannarlega ekki. Hér í blaðinu má lesa viðtal við ung hjón sem hingað eru flúin, en bæði voru í lífshættu í Afganistan. Þau eru hámenntuð og hafa starf- að fyrir stjórnvöld og hún verið ötul í jafnréttisbaráttu. Nú er sú barátta þar töpuð og landið horfið aldir aftur í tímann hvað jafnrétti og stjórnarhætti varðar. Konur eiga ekki lengur að láta í sér heyra, hvað þá mennta sig og láta til sín taka. Talibanar leita nú með logandi ljósi af fólki eins og þeim og þeirra bíða aðeins grimm örlög. Framtíð afgönsku þjóðarinnar er svört eins og eiginmaðurinn benti á. Kolsvört og engin glæta í augsýn. Hjónin ungu þurfa nú að reiða sig á hjálpsemi Íslendinga, hjálpsemi sem er okkur ljúf og skyld. Það mætti sannarlega hjálpa fleirum en þeim sem eru á lista stjórnvalda því hvert mannslíf er dýrmætt. Hjónin eru slypp og snauð og geta aldrei snúið aftur til heimalandins. Mögulega sjá þau aldrei aftur bræður sína og systur, foreldra og vini. Hjónin tóku þá erfiðu ákvörðun að skilja barnið sitt eftir hjá ættingjum og flýja þegar tækifærið gafst. Barnið lenti í andnauð í þvögunni sem myndaðist fyrir utan flugvöllinn og var hætt komið. Faðirinn þurfti að hnoða litla brjóstkassann þar til barnið tók að anda á ný. Það var annað hvort að skilja barnið eftir eða vera öll eftir. Framtíð barnsins var í húfi og litli Arsalon hefði ekki verið vel settur foreldralaus í stríðshrjáðu landi. Hjónin eru nú óhult en bíða milli vonar og ótta eftir að fá barnið sitt til sín. Það er þyngra en tárum taki að þurfa að skilja tveggja mánaða gam- alt barn eftir; rífa það bókstaflega af brjósti móðurinnar og fara frá því yfir hálfan hnöttinn. Það er nokkuð sem enginn ætti að þurfa að upplifa. Þvílík skelfing. Frá Köben til Kabúl Pistill Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is ’ Barnið lenti í andnauð í þvögunni sem mynd- aðist fyrir utan flugvöllinn og var hætt komið. Fað- irinn þurfti að hnoða litla brjóstkassann þar til barnið tók að anda á ný. Bjartur Jóhannes Björnsson Nei, ekki neitt. Bara vinna og vera heima að chilla. SPURNING DAGSINS Ætlar þú í haustferð? Ósk Laufdal Já, vonandi, ég er búin að kaupa miða til Flórída. Bjarki Tómas Leifsson Nei, ekki vegna Covid. Arnheiður Fanney Grétarsdóttir Nei, það er nóg að gera í skóla og vinnu. Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri og umsjón Karl Blöndal kbl@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Morgunblaðið/Unnur Karen STEFÁN JÓHANNSSON SITUR FYRIR SVÖRUM Áföll og ofbeldi Forsíðumyndina tók Eggert Jóhannesson Námskeið Áföll og Ofbeldi - Orsakir og Afleiðingar verður haldið í AKOGES salnum, Lágmúla 4, miðvikudaginn 8. september kl. 9:00 til 16:00. Fundarstjóri er Stefán Jóhannsson, MA, fjölskyldufræð- ingur. Frekari upplýsingar eru á https://ec-board.com/. Um hvað verður fjallað á þessu námskeiði? Á námskeiðinu verða samankomnir fagmenn að tala um áföll og ofbeldi frá ólíkum hliðum. Þarna verður okkar helsti sérfræðingur í forvörnum, Árni Einarsson, og einnig mun Sigurlína Davíðsdóttir fjalla um uppeldis- aðferðir og áhrif þeirra. Guðrún Ágústa Ágústsdóttir talar um áhættuhegðun ungmenna, Esther Helga Guð- mundsdóttir um áhrif áfalla og ofbeldis á þróun mat- arfíknar og átraskana og Kári Eyþórsson ræðir áföll og ofbeldi út frá fíkn. Á ekki líka að fjalla um kvikmynd? Jú, kvikmyndin er gömul og heitir Viðkvæmt er hjarta barns- ins. Hún sýnir vel áhrif áfengisneyslu foreldra á börnin og of- beldi þeirra. Þetta er um þrjú börn og það sem er athyglisvert er að þau bregðast við á ólíkan hátt. Efnislega er myndin með gífurlega sterk skilaboð og sýnir vel að börn bregðast við á ýmsan máta við ofbeldi. Sum rífa kjaft á meðan önnur þegja. Í gamla daga þótti til dæmis besta ráð við óþekkt rassskelling. Þá átti að berja óþekktina úr krakkagríslingum. Í dag er notað sem hegning að taka tölvu og síma af þeim. Hvaða fólk viljið þið fá á námskeiðið? Við viljum ná til alls fólks sem hefur upplifað áföll og ofbeldi í sínu lífi og viljum bæði fá fagfólk og áhugafólk. Þetta námskeið á að vera fróðlegt og hjálplegt. Við erum ekki endilega alltaf með rétta svarið við öllu. Er gott ráð að hegna barni með því að taka af því símann? Ég myndi ekki mæla með því, hegningar virka ekki.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.