Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.09.2021, Qupperneq 29
McCrory við sögu í nokkrum þáttum
í sjónvarpi eftir það. Í Fjölskyldu-
böndum leikur hún á móti Richard
Gere, sem þar birtist í sínu fyrsta
stóra hlutverki í sjónvarpi.
Helen Elizabeth McCrory fæddist
í Paddington á Englandi árið 1968,
dóttir velskrar móður og skosks föð-
ur. Hún dróst ung að leiklist og lagði
stund á nám við Drama Centre í
Lundúnum. McCrory hlaut eldskírn
sína á sviði í hinu nafntogaða verki
Oscars Wilde, The Importance of
Being Earnest, árið 1990 þar sem
hún lék hina geðþekku Gwendolen
Fairfax. Hver uppfærslan rak aðra
næstu árin og McCrory vann til
margra verðlauna fyrir leik sinn.
Árið 1993 spreytti hún sig fyrst í
sjónvarpi og átti eftir að koma víða
við næstu 27 árin. Frægust er hún
líklega fyrir að hafa túlkað Polly
Gray í hinum feykivinsælu þáttum
Peaky Blinders frá 2013 til 2019.
Cillian Murphy, meðleikari hennar í
þáttunum, minntist hennar með
mikilli hlýju eftir að tilkynnt var um
fráfallið. Hún hefði verið falleg,
fyndin og umhyggjusöm manneskja
en einnig ofboðslega hæfileikarík
leikkona sem lyfti hefði hverri per-
sónu, hverri senu sem hún lék í
hærra plan.
Af öðrum vinsælum þáttum sem
hún lék í má nefna The Jury og
Penny Dreadful. Hinsta hlutverk
McCrory í sjónvarpi var í tryllinum
Roadkill á liðnu ári.
McCrory kom einnig við sögu í
fjölmörgum kvikmyndum; birtist
okkur fyrst á hvíta tjaldinu sem
vændiskona í Interview With a
Vampire árið 1994, strangt tiltekið
vændiskona númer tvö. Hún lék í
Greifanum af Monte Cristo árið 2002
og þremur árum síðar lék hún móð-
ur Casa gamla nova í mynd um þann
ágæta kappa.
Ekkert form leiklistar var henni
óviðkomandi og árið 2003 lék
McCrory í stuttmynd sem glímdi við
áleitna spurningu: Does God Play
Football eða Spyrnir almættið? Til
allrar óhamingju þekkir sá er hér
heldur á penna ekki til verksins en
myndi glaður vilja vita svarið!
Lék Cherie Blair í tvígang
Árið 2006 fór McCrory með hlutverk
forsætisráðherrafrúarinnar Cherie
Blair í hinni frægu mynd The Queen,
sem hverfist um sviplegt fráfall
Diönu prinsessu. Svo sannfærandi
var hún í túlkun sinni að hún fékk
annað tækifæri til að leika Blair, í
sjónvarpsmyndinni The Special
Relationship fjórum árum síðar.
Michael Sheen lék Tony Blair í
báðum þessum myndum (enda slá-
andi líkur forsætisráðherranum
fyrrverandi) og var meðal fyrstu
manna til að minnast hennar eftir
andlátið. „Svo fyndin, svo ástríðu-
full, svo klár og ein besta leikkona
okkar tíma,“ tísti hann. „Við vorum
bara krakkar þegar við kynntumst
en ég sá frá fyrstu stundu að hún
væri sérstök. Það var heiður að
þekkja hana og fá tækifæri til að
vinna með henni.“
Margir muna einnig eftir
McCrory í hlutverki Narcissu
Malfoy í einum þremur kvikmynd-
um um galdraguttann knáa Harry
Potter. Hún átti raunar upphaflega
að leika Bellatrix Lestrange en varð
að segja sig frá því verkefni á þeim
tíma vegna þess að hún var ólétt. JK
Rawling, höfundur Harrys Potters,
minntist McCrory með þessum orð-
um á Twitter: „Ég er miður mín
vegna fráfalls Helen McCrory, stór-
kostleg leikkona og dásamleg kona
sem yfirgaf okkur allt of snemma.“
Allra seinasta hlutverk McCrory
var í teiknimyndinni Charlotte sem
verður frumsýnd í þessum mánuði á
kvikmyndahátíðinni í Toronto.
McCrory og Lewis gengu í heilagt
hjónaband árið 2007 og eiga tvö
börn, dótturina Manon og soninn
Gulliver. McCrory lét sig alla tíð
góðgerðarmál varða, ekki síst mál
sem sneru að börnum, og eitt af
seinustu verkum hennar var að
safna ásamt eiginmanni sínum háum
upphæðum fyrir heilbrigðisþjónust-
una í Bretlandi vegna heimsfarald-
urs kórónuveirunnar.
Meðal þeirra sem minntust henn-
ar fyrir það framlag var Sadiq Khan,
borgarstjóri Lundúna. „Mjög sorg-
leg tíðindi. Helen McCrory var hæfi-
leikakona án hliðstæðu og hafði áhrif
á líf ófárra barna í Lundúnum með
góðgerðarstarfi sínu.“
Svo mörg voru þau orð. Helen
McCrory snerti bersýnilega streng í
brjóstum margra samferðarmanna.
Helen McCrory þótti
hæfileikarík og var vel
liðin af kollegum sínum.
AFP
5.9. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29
GÆÐI – ÞEKKING – ÞJÓNUSTA
Eru sparifötin
hrein?
ENDURGERÐ Ísraelinn Hagai
Levi ræðst ekki á garðinn þar sem
hann er lægstur en hann hefur end-
urgert hina rómuðu sjónvarpsseríu
Ingmars Bergmans Scenes from a
Marriage frá 1973 sem síðar varð
að kvikmynd. Jessica Chastain og
Oscar Isaac feta í fótspor Liv Ull-
man og Erlands Josephsons og
leika hjón sem leggjast í djúpstæða
krufningu á hjónabandi sínu, lífinu
og tilverunni. Nýju þættirnir gerast
í samtímanum og verða frumsýndir
um næstu helgi á HBO.
Vottar Bergman virðingu sína
Jessica Chastain leikur í þáttunum.
AFP
BÓKSALA Í ÁGÚST
Tekið saman af Félagi íslenskra bókaútgefenda
1
Hún á afmæli í dag
Anders Roslund
2
Palli Playstation
Gunnar Helgason
3
Fimmtudags-
morðklúbburinn
Richard Osman
4
Bréfið
Kathryn Hughes
5
Litla bókabúðin við vatnið
Jenny Colgan
6
Heyrðu mig hvísla
Mons Kallentoft
7
Sagnalandið
Halldór Guðmundsson
8
Þín eigin saga – Rauðhetta
Ævar Þór Benediktsson
9
Dæs
Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir
10
Undir 1.000 kr. fyrir tvo
Áslaug Björg Harðardóttir
11
Risasyrpa – rokkstjörnur
Walt Disney
12
Gönguleiðir á hálendinu
Jónas Guðmundsson
13
Kennarinn sem kveikti í
Bergrún Íris Sævarsdóttir
14
Sterk
Margrét Tryggvadóttir
15
Að telja upp í milljón
Anna Hafþórsdóttir
16
Hvað veistu um Ísland?
Gauti Eiríksson
17
Ísadóra Nótt á afmæli
Harriet Muncaster
18
Blóðberg
Þóra Karítas Árnadóttir
19
Listin að vera fokk sama
Mark Manson
20
Ísadóra Nótt fer í skóla
Harriet Muncaster
Allar bækur
Einvers staðar stendur þessi setn-
ing: Segðu mér hvað þú lest og ég
skal segja þér hver þú ert.
Minn lestraráhugi tók stökk-
breytingu fyrir 66 árum þegar ég
gekk inn í litla bókasafnið í Kópa-
vogsskóla stautandi læs. Seinna
þegar ég las
Námur Sal-
ómons konungs
eftir R. Haggard
tengdi ég upp-
lifun þeirra er
fundu námurnar
við mína. Fjár-
sjóður var fundinn og síðan hefur
bókalestur verið mitt helsta tóm-
stundagaman.
Ekki vissi ég í þessari fyrstu
bókasafnsheimsókn að bókavörð-
urinn var eitt mesta ljóðskáld okk-
ar tíma. Jón úr Vör hafði þá nokkr-
um árum áður gefið út ljóða-
bókina Þorpið
sem olli straum-
hvörfum í ís-
lenskri ljóðlist.
Ljóðin lýsa upp-
vaxtarárum
skáldsins á Vest-
fjörðum. Enginn
hugsandi maður sem les ljóðin
verður sá sami að lestri loknum.
Lífsviðhorfin breytast. Undir leið-
sögn Jóns fann ég fjölmarga gull-
mola bókmenntanna og þær bæk-
ur les ég aftur og aftur. Þrúgur
reiðinnar eftir John Steinbeck er
ein þeirra bóka sem ég met mik-
ils. Þeir Steinbeck og Halldór Lax-
ness fengu Nóbelsverðlaunin á
svipuðum tíma. Það er athygl-
isvert að stórvirki þeirra Þrúg-
urnar og Sjálfstætt fólk, sem að
öllum líkindum hafa verið afger-
andi við ákvörðun Nóbelsnefnd-
arinnar, kallast á. Báðar fjalla um
fólk í leit að betra lífi. Bjartur fer
með sitt fólk út á erfiða heiðina en
Joad og fjölskylda hans fara hina
leiðina, úr óbyggilegum sléttum
miðfylkjanna vestur til Kaliforníu.
Báðir höfundarnir fengu að kenna
á þröngsýni samlanda sinna ekki
síst vegna þessara bóka. Hvort
sem fólki líkar betur eða verr er
leitin að betra lífi að heiman sígild
og á ekki síst við í dag og þá í enn
meira mæli en áður.
Ég er í ágætum bókaklúbbi sem
sendir mér reglulega bækur.
Reyndar er þar dálítið um smælki.
En svo detta inn snilldarbækur.
Fyrir nokkru lauk ég við fjórbók
norska rithöfundarins Roy Jak-
obsen um eyjalíf í Norður-Noregi.
Lokabókin er Augu Rigels.
En það er fleira matur en feitt
ket og spennubækur ýmiskonar
eru alltaf á náttborðinu. Ég hef dá-
læti á Michael Connelly sem skrif-
ar jöfnum höndum bækur um
aðalpersónur sínar, Harry Bosch
lögreglumann, Mike Haller lög-
fræðing og rannsóknarblaða-
manninn Jack McEvoy. Það er
óhætt að mæla með þessum höf-
undi fyrir spennu-
sögufíkla.
Að lokum: Bók-
in í höndum mín-
um núna er Sögur
úr Síðunni eftir
Böðvar Guð-
mundsson.
Greinilega byggð
á bernskuminn-
ingum höfundar. Hreint út sagt
dásamleg lesning.
FRÍMANN INGI ER AÐ LESA
Fjársjóður var fundinn
Frímann Ingi
Helgason er
fyrrverandi
kennari og
stjórnandi við
Iðnskólann í
Reykjavík.