Morgunblaðið - 01.10.2021, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.10.2021, Blaðsíða 2
Ekki ummerki um kvikuinnskot Þorsteinn Ásgrímsson thorsteinn@mbl.is Nýjustu gervitunglamyndir sýna ekki að um kvikuinnskot sé að ræða í tengslum við jarðskjálftahrinu sem hefur verið í gangi suðvestur af Keili undanfarna daga. Ekki er þó enn hægt að útiloka að um kvikuinn- skot sé að ræða þar sem það tekur að jafnaði nokkra daga fyrir jarðris að koma fram. Þetta kom fram á fundi vísindaráðs almannavarna fyrr í dag. Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veður- stofu Íslands, segir í samtali við mbl.is að svokallaðar INSAR-gervi- tunglamyndir hafi verið notaðar til að skoða mögulegt jarðris. Þar er bylgjum varpað á svæðið og svo reiknað út hvort að ris hafi átt sér stað. Hún segir of snemmt enn að segja til um hvernig þróunin verði og hvort að jarðskjálftahrinan þarna gæti þróast með svipuðum hætti og var í febrúar þegar gos hófst í Geld- ingadölum. Ósammála um ástæður Hún segir að fólk hafi verið ósam- mála á fundi vísindaráðs um hvort væri að ræða kvikuinnskot eða skjálfta á flekamótum. „Það verður að koma í ljós á næstu dögum,“ seg- ir hún. Rólegt hefur verið yfir gosstöðv- unum í Geldingadölum undanfarna daga og er engin sýnileg gosvirkni, þótt afgösun sjáist úr gígnum sjálf- um. Spurð hvort jarðskjálftahrinan núna geti þýtt að nýtt skeið sé hafið segir Lovísa að enn sem komið er sé ekki hægt að segja til um það. „Það er of snemmt að segja til um hvern- ig þróast með jarðskjálftana og með Geldingadali.“ Minnir á fyrri hrinu Spurð nánar út í jarðskjálftahrin- una núna segir Lovísa að þeir séu á mun afmarkaðra svæði en í febrúar þegar jarðskjálftarnir voru mjög víða á Reykjanesskaga. Þó sé ým- islegt líkt með því sem nú er að ger- ast og þá. „Þetta minnir mjög á skjálftahrinuna í febrúar, en það þýðir ekki að það sama sé í gangi,“ tekur Lovísa fram. Þá nefnir hún að stóru skjálftarnir núna mælist á enda kvikugangsins sem myndaðist í febrúar. - Gervitungl skoða mögulegt jarðris Endurbætur á Orkuveituhúsinu í Reykjavík eru nú í fullum gangi en segja má að markmið þeirra sé tví- þætt, þ.e. að fá hús sem heldur vatni í rigningu og hættir að vagga í roki. Mjög hefur að undanförnu verið fjallað um gallaða útveggi hússins en minna hefur farið fyrir rugginu. Í gær var stór steypudæla við vinnu við suðurvegg hússins. Var þá verið að steypa eins konar akk- eri fyrir þennan hluta hússins svo koma megi í veg fyrir að hann vaggi til og frá í miklum vindum. En veltingurinn var bæði óþægileg- ur fyrir starfsfólk og skapaði óþarfa álag á slitfleti og þéttilista. Áður en unnt var að steypa akk- erið þurfti að grafa niður á fasta klöpp og koma þar fyrir miklum járnfestingum. Mun svo steypu- veggurinn ná frá bergfestingunum og alveg upp á efstu hæð þar sem finna má svalir. khj@mbl.is Steypa nú akkeri á hús OR Morgunblaðið/Eggert 2 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. OKTÓBER 2021 ÆFÐU SVEIFLUNA 04. - 09. OKTÓBER | 04. - 12. OKTÓBER | 04. - 16. OKTÓBER GOLFFERÐIR TIL ALICANTE 10.000 KR.AFSLÁTTUR Á MANN.* GILDIR Á ALLAR GOLFFERÐIR TILALICANTE GOLF EÐA ELPLANTIOÍ OKTÓBER EL PLANTIO GOLF RESORT El Plantio er einn vinsælasti golfstaður okkar á Spáni. Þessi skemmtilegi staður er steinsnar frá Alicanteborg og því tilvalið fyrir þá sem vilja spila golf og njóta menningarinnar í Alicante. Golfvöllurinn við hótelið er 18 holu völlur sem hentar fyrir alla kylfinga. ALICANTE GOLF RESORT Alicante Golf er í 15 mínútna fjarlægð frá miðborg Alicante og 10 mínútum frá bænum San Juan. Stutt er í verslun og á ströndina. Alicante Golf inniheldur sex par 3 holur, sex par 4 holur og sex par 5 holur. INNIFALIÐ ÚRVAL GISTISTAÐA VIÐ GOLFVÖLL MORGUNVERÐUR EÐA HÁLFT FÆÐI ÓTAKMARKAÐ GOLF ÞÁTTTAKA Í GOLFMÓTI ÚÚ GLÆSILEGIR VINNINGAR AFNOT AF GOLFBÍL ÍSLENSK FARASTJÓRN AKSTUR TIL OG FRÁ FLUGVELLI BEINT FLUG FRAM OG TIL BAKA INNRITUÐ TASKA 20 KG & HANDFARANGUR FLUTNINGUR Á GOLFSETTI 04. - 09. OKTÓBER VERÐ FRÁ:169.900 KR. á mann m.v. 4 fullorðna Verð frá 179. 500 kr. á mann m.v. 2 fullorðna ÚRVAL ÚTSÝN HLÍÐASMÁRI 19, 201 KÓPAVOGUR SÍMI 585-4000 INFO@UU.IS Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. BAKSVIÐ Andrés Magnússon andres@mbl.is Formenn ríkisstjórnarflokkanna ræða enn endurnýjað ríkisstjórnar- samstarf, en þar er fyrsta fyrirstaðan hvernig styrkleikahlutföll í ríkis- stjórninni eigi að vera. Gengið er út frá því að Katrín Jak- obsdóttir verði áfram forsætisráð- herra, en framsóknarmenn telja að þeim beri aukin völd við ríkisstjórn- arborðið, fleiri ráðherrar og helst fjármálaráðuneytið. Sjálfstæðismenn hafa hins vegar spurt hvers vegna stærsti flokkurinn ætti að vera afgangsstærð við upp- stillingu í Stjórnarráðinu. Fái þeir hvorki forsætis- né fjármálaráðuneyt- ið hljóti mun fleiri ráðuneyti að falla þeim í skaut. Svör samstarfsflokk- anna munu vera dræm. Nokkuð hefur verið rætt um end- urskipulagningu á Stjórnarráðinu, til- flutning verkefna og stofnun nýrra ráðuneyta, sem gæti liðkað til fyrir bættum styrkleikahlutföllum. Nú eru 11 ráðherrar, fimm sjálf- stæðismenn, þrír framsóknarmenn og þrír vinstri grænir. Jafnvel þótt ekki sé horft til mismikils valdavægis ráðu- neyta heldur aðeins fjöldans miðað við þingstyrk, ætti fjöldi ráðherra hvers flokks að vera óbreyttur. Væri ráðherrum fjölgað um einn gæti Framsókn fengið fjóra, Sjálf- stæðisflokkur fimm og Vinstri græn þrjá, en þá væru sjálfstæð- ismenn raunar að sýna nokkurt ör- læti. Enn frekar fái hinir flokkarnir forsætisráðuneyti og fjármálaráðu- neyti. Þá væri nær að fjölga ráð- herrum um tvo, svo Framsókn fengi fjóra, Sjálfstæðisflokkur sex, en Vinstri græn þrjá. Þá væri fjöldinn í samræmi við styrkleika, en valda- vægið órætt. Og svo er ekki víst að ríkisstjórnin vilji vera 13 til borðs! Mannauðsstefna Vinstri græn munu tæplega fá fleiri en þrjá ráðherra og mannabreytingar ólíklegar þar á bæ. Bæti Framsókn- arflokkurinn við sig ráðherra væri Willum Þór Þórsson sjálfgefinn sem fjórði maðurinn, nema að þá yrði hann þriðji ráðherra flokksins á suðvestur- horninu, sem er ómögulegt fyrir flokk með rætur á landsbyggðinni. Því er Ingibjörg Ólöf Isaksen, oddviti í Norðausturkjördæmi, ákjósanlegust og jöfn kynjahlutföll í kaupbæti. Hjá Sjálfstæðisflokki veltur mikið á fjölda ráðherraembætta. Einn núver- andi ráðherra, Kristján Þór Júl- íusson, er hættur á þingi, svo þar losn- ar stóll, hvað sem öðru líður. Hann kemur örugglega í hlut landsbyggð- arþingmanns og þar beinast flestra augu að Guðrúnu Hafsteinsdóttur úr Suðurkjördæmi, en þar telja menn löngu tímabært að fá ráðherra aftur. Dræmur árangur flokksins í Norð- austurkjördæmi gerir það enn lík- legra. Talið er líklegast að aðrir ráðherrar sitji áfram, þótt auðvitað sé aldrei neitt víst í pólitík. Sumir þingmenn benda á að flokkurinn hafi tapað tals- verðu fylgi í Reykjavík norður meðan hann hafi haldið sínu í Reykjavík suð- ur, en hvort það veiki stöðu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar er efamál. Ýmsir aðrir þingmenn hafa gefið til kynna að þeir séu reiðubúnir til að gegna ráð- herraembætti og hafa sumir reynslu og stöðu til. Sá á kvölina, sem á völina. Ný ríkisstjórn að teiknast upp - Deilt um styrkleikahlutföll á þingi og ríkisstjórn - Fjölgun ráðuneyta rædd - Ráðherralistar skýrast

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.