Morgunblaðið - 01.10.2021, Blaðsíða 1
SMARTLAND
Harpa
Ómars-dóttir veithvernigvið eigumað hugsaum hárið áokkur.
Toppurinn erað komasterkur inn.
„Ég er
svoddan
frík”
Sædís ÝrJónasdóttirhannarlitríkar flíkursem slegist
er um.
Förðunar-tískan
2021!
Matti
heimurinnhittir glans-heiminn.
Svava
Kristín
Grétars-
dóttir
íþrótta-fréttakonaer meðeinstakanfatastíl.
„Ég elskadragtir, samfest-inga og satín-blússur”
’
LeikkonanSvandís Dóraljóstrar uppfegurðar-leyndarmálum
sínum.
ER LÍFIÐBARA SKÍTUGURSOKKUR?
Vala læðistekki með-fram
veggjum ífatavali
ValgerðurAnna Ein-arsdóttir ersérfræðingur íað útbúa „onenight only“búninga og
flíkur.
1. október 2021
Vala Gestsdóttir lýsir því á
að alast u
F Ö S T U D A G U R 1. O K T Ó B E R 2 0 2 1
.Stofnað 1913 . 230. tölublað . 109. árgangur .
TÍSKA, MANN-
LÍF OG FÓLK
SMARTLAND 48 SÍÐUR
Aron Einar
Gunnarsson,
landsliðsfyrirliði
í knattspyrnu,
kveðst aldrei
hafa brotið af sér
og segir að sér
sárni að hafa
verið settur til
hliðar af KSÍ
vegna krafna
sem byggjast á
óljósum orðrómi.
Hann er ekki í landsliðshópnum
sem Arnar Þór Viðarsson landsliðs-
þjálfari tilkynnti í gær vegna lands-
leikja gegn Armeníu og Liechten-
stein 8. og 11. október. Arnar sagði
að það hefði verið sín ákvörðun að
velja ekki Aron í liðið en Aron er
ekki á sama máli.
„Ég get aðeins dregið þá ályktun
að komandi sjálfkjörin stjórn KSÍ
hafi umboðslaus beitt sér fyrir því að
mér yrði slaufað,“ sagði Aron Einar í
yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í
gær.
Hann vísaði jafnframt til um-
ræðna á samfélagsmiðlum um at-
burð sem sagt sé að hafi átt sér stað
í Kaupmannahöfn árið 2010.
„Vegna þessa alls hef því ákveðið
að óska eftir því við lögregluyfirvöld
að fá að gefa skýrslu um þetta kvöld
fyrir ellefu árum,“ sagði Aron jafn-
framt í yfirlýsingunni.
RÚV sagði í fréttum klukkan tíu í
gærkvöld að samkvæmt heimildum
hefði verið lögð fram kæra vegna
málsins á sínum tíma en hún síðan
dregin til baka. Nýverið hefði verið
óskað eftir því að rannsókn málsins
yrði tekin upp að nýju.
Samkvæmt heimildum Morg-
unblaðsins eru nokkrir af reyndari
leikmönnum landsliðsins að velta því
fyrir sér að draga sig út úr landsliðs-
hópnum vegna málsins en nú þegar
eru mikil forföll í liðinu vegna
meiðsla leikmanna. »26
Aron vill
fá að gefa
skýrslu
- Draga leikmenn
sig úr landsliðinu?
Aron Einar
Gunnarsson
„Þetta fór ótrúlega af stað og hefur
ekki stoppað. Allt skilar sér. Ef þú
kaupir buxur á 1.500 krónur þá
fara þessar 1.500 krónur í starfið í
Kubuneh,“ segir Þóra Hrönn Sigur-
jónsdóttir í Vestmannaeyjum en
þar hefur hún rekið verslunina
Kubuneh og selur þar notuð föt.
Allur ágóði af sölunni rennur til
starfsemi heilsugæslunnar í bænum
Kubuneh í Gambíu. Verslunin var
opnuð í desember á síðasta ári og
Þóra segir viðtökurnar langt um-
fram væntingar. „Ég er alltaf að
bíða eftir deginum þegar enginn
kemur. Hann hefur ekki komið enn
þá,“ sagði Þóra við fréttaritara
Morgunblaðsins í Eyjum.
Í heilsugæslunni í Gambíu starfa
12 manns. Þar hafa um 15 þúsund
manns aðgengi að þjónustunni.
Ousman er hjúkrunarfræðingur
og helsti tengiliður Þóru í þorpinu.
Hann segir aðstoð Þóru hafa skipt
gríðarlega miklu máli.
„Án hennar hefði heilsugæslu-
stöðinni verið lokað um síðustu ára-
mót svo við eigum henni allt að
þakka. Fólkinu sem býr á eyjunni
hennar [Vestmannaeyjum] og versl-
ar í búðinni hennar,“ segir Ousman
við Morgunblaðið. »11
Fór ótrúlega af stað og stoppar ekki
Gambía Börn í þorpinu Kubuneh sem bíða eftir skoðun á heilsugæslunni.
- Verslun í Eyjum sem selur notuð föt rekur heilsugæslu í litlum bæ í Gambíu
_ „Ekki hefur tekist að ná mark-
miði stjórnarskrárinnar fernar
kosningar í röð,“ skrifar Ólafur
Þ. Harðarson, prófessor í stjórn-
málafræði við Háskóla Íslands, í
aðsendri grein í blaðinu í dag.
Vísar hann til þess að í 31. grein
stjórnarskrárinnar er kveðið á
um að úthluta eigi jöfnunarsætum
til að tryggja að flokkar fái þing-
mannatölu „í sem fyllstu sam-
ræmi við heildaratkvæðatölu
sína“.
Telur Ólafur ljóst að Alþingi
hafi „vanrækt skyldu sína að laga
kosningalög að breyttum veru-
leika“ sem hann segir einfalt að
gera með því að fjölga jöfn-
unarþingsætum. » 15
Segir Alþingi van-
rækja skyldu sína
Þóroddur Bjarnason
Baldur Arnarson
Flugfélagið Atlanta mun á næstu mánuðum taka
sjö nýjar flutningaþotur í notkun en félagið er nú
með níu slíkar þotur í rekstri.
Baldvin Hermannsson, forstjóri Atlanta, segir
eftirspurn eftir fraktflugi hafa stóraukist samhliða
samdrætti í farþegaflugi í kjölfar kórónuveiru-
faraldursins. Ekki síst flugi langdrægra breiðþotna
milli heimsálfa. Því vanti flutningsgetu í kerfið.
„Þetta hefur verið rússíbanareið síðan faraldur-
inn skall á. Þá vorum við að fljúga 15 vélum og vor-
um með miklar áætlanir um áframhaldandi nýliðun
og stækkun á flotanum. Það fór allt í vaskinn í far-
aldrinum.“
Nú eingöngu með fraktvélar
„Undanfarið höfum við þó byggt upp reksturinn
og erum nú eingöngu með fraktvélar, alls níu 747
Boeing-fraktvélar. Eftirspurnin hefur stöðugt auk-
ist síðustu tólf mánuði. Áður fyrr komu 65-70% af
okkar tekjum úr farþegaflugi,“ segir Baldvin.
Atlanta mun nýta tvær farþegaþotur í fraktflug
en þær höfðu verið á jörðu niðri síðan faraldurinn
hófst. Fór önnur þeirra í loftið í fyrradag.
Þá skrifaði Atlanta í síðustu viku undir langtíma-
samning um leigu á tveimur Boeing 747-fraktvélum
og er áformað að taka þær í notkun í janúar og febr-
úar. Með því verður félagið með þrettán fraktvélar.
„Þessu til viðbótar erum við að ljúka samningum
um rekstur á þremur Airbus 340-þotum,“ segir
Baldvin. Síðastnefnda leigan verði hugsanlega
tímabundin meðan umframeftirspurn ríkir í frakt-
flugi. Sú fyrsta fer í loftið í október en Baldvin von-
ast til þess að flugfélagið verði með alls 16 vélar í
notkun í febrúar.
Hann segir aðspurður að það fari eftir nýtingunni
hversu margir verði ráðnir í áhafnir á þessum sjö
nýju vélum. Um hundrað íslenskir flugmenn starfi
nú hjá félaginu og hafi nóg að gera. Nýju þoturnar
muni fara heimhorna á milli.
Bæta við sjö þotum
- Flugfélagið Atlanta fjölgar þotum úr níu í sextán vegna mikillar eftirspurnar
- Forstjórinn segir samdrátt í farþegaflugi hafa skapað skort á flutningarými
Í dag hefst árlegt árvekni- og fjáröflunarátak
Krabbameinsfélags Íslands, Bleika slaufan, und-
ir slagorðinu „VERUM TIL“. Áhersla átaksins í
ár er að „vera til“. Að lifa lífinu og vera til staðar
þegar kona greinist með krabbamein og tilveran
breytist snögglega. Í ár er Bleika slaufan hönnuð
af Hlín Reykdal skartgripahönnuði og er hún fá-
anleg fyrir 2.900 krónur á bleikaslaufan.is. Allur
ágóði rennur þá til Krabbameinsfélagsins.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Bleika slaufan hafin og stendur út október