Morgunblaðið - 01.10.2021, Blaðsíða 26
FRÉTTASKÝRING
Víðir Sigurðsson
Bjarni Helgason
Eftir stormasama daga í byrjun
september þegar karlalandsliðið í
fótbolta kom saman til þriggja leikja
í undankeppni heimsmeistaramóts-
ins fór umræðan um meint ofbeldis-
mál landsliðsmanna á fleygiferð á ný
í gær.
Arnar Þór Viðarsson landsliðs-
þjálfari skýrði þá frá því á frétta-
mannafundi að hann hefði ákveðið
að velja ekki Aron Einar Gunn-
arsson í hópinn fyrir leikina gegn
Armeníu og Liechtenstein sem fram
fara á Laugardalsvellinum 8. og 11.
október. Arnar vísaði jafnframt á
bug fréttum þess efnis að stjórn KSÍ
hefði fyrirskipað honum að velja
ekki Aron í hópinn.
Allt fyrrverandi og verðandi
stjórnarfólk Knattspyrnusambands
Íslands sem Morgunblaðið ræddi við
í gær hafnaði því að KSÍ hefði á ein-
hvern hátt haft áhrif á liðsvalið.
Samkvæmt heimildum blaðins á þó
sitthvað eftir að koma upp á yf-
irborðið á næstu dögum og nokkrir
af eldri landsliðsmönnum Íslands
munu íhuga að draga sig út úr lands-
liðshópnum vegna málsins.
Aron sendi síðan frá sér yfirlýs-
ingu þar sem hann kvaðst hafa gefið
kost á sér og ekki beðið Arnar Þór
um neinn trúnað varðandi ástæður
þess að hann hefði ekki verið valinn.
Aron kveðst ekki hafa fengið að
ræða málið við KSÍ eða verið gefinn
kostur á að standa á rétti sínum
gagnvart ávirðingum.
„Á samfélagsmiðlum hefur verið
til umræðu atburður sem sagt er að
hafi átt sér stað í Kaupmannahöfn
2010,“ segir Aron m.a. í yfirlýsing-
unni, og síðan:
„Um leið og ég hafna öllu ofbeldi
þá lýsi ég því yfir að ég hef aldrei
gerst brotlegur gagnvart neinum
eða neinni. Ég ætla mér ekki að vera
ráða einstaklingi fyrir nokkrum ár-
um, sem kom upp í júlímánuði og
hefur leitt til þess að hann hefur
ekkert spilað með Everton á þessu
keppnistímabili.
Arnar valdi þá Svein Aron Guð-
johnsen, Ara Leifsson, Elías Má
Ómarsson, Stefán Teit Þórðarson og
Elías Rafn Ólafsson í hópinn, allt
leikmenn með örfáa landsleiki á bak-
inu, eða engan eins og í tilfelli Elías-
ar markvarðar.
Draga reyndir leikmenn
sig út úr landsliðinu?
- Aron ekki valinn - Hafnar umræðu á samfélagsmiðlum og vill gefa skýrslu
AFP
Yfirlýsing Aron Einar Gunnarsson hafnar ásökunum á samfélagsmiðlum og
er óhress með að vera settur út úr íslenska landsliðinu í knattspyrnu.
meðvirkur gagnvart dómstól göt-
unnar varðandi atvik sem á að hafa
átt sér stað fyrir ellefu árum síðan.
Hafi einhver eitthvað út á mig að
setja þá bið ég viðkomandi vinsam-
legast að hlífa mér ekki, ásaka mig
frekar og nafngreina og gefa mér
kost á að verja mig. Það er heið-
arlegt. Vegna þessa alls hef því
ákveðið að óska eftir því við lög-
regluyfirvöld að fá að gefa skýrslu
um þetta kvöld fyrir ellefu árum.“
Kári verður ekki með
Auk Arons verður Kári Árnason
ekki með gegn Armeníu og Liech-
tenstein en hann einbeitir sér að
verkefnum með Víkingum sem eiga
fyrir höndum undanúrslitaleik í bik-
arnum og mögulega úrslitaleik.
Hann hefur því að öllum líkindum
þegar spilað sinn síðasta landsleik
þó hann kæmi mögulega til greina í
leikina í nóvember.
Alfreð Finnbogason, Sverrir Ingi
Ingason, Rúnar Már Sigurjónsson,
Hörður Björgvin Magnússon, Arnór
Sigurðsson og Kolbeinn Sigþórsson
eru allir meiddir og Jón Daði Böðv-
arsson er ekki í leikæfingu. Arnór
Ingvi Traustason var ekki valinn í
hópinn síðast og heldur ekki núna.
Þá lagði Hannes Þór Halldórsson
markvörður landsliðshanskana á
hilluna eftiir leikinn gegn Þjóð-
verjum í september.
Gylfi Þór Sigurðsson er heldur
ekki inni í myndinni. Hann er enn þá
í farbanni á Bretlandseyjum vegna
máls hans, meints brots gegn ólög-
MARKVERÐIR:
Rúnar Alex Rúnarsson, Leuven
Patrik S. Gunnarsson, Viking S.
Elías Rafn Ólafsson, Midtjylland
VARNARMENN:
Birkir Már Sævarsson, Val
Ari Freyr Skúlason, Norrköping
Hjörtur Hermannsson, Pisa
Jón Guðni Fjóluson, Hammarby
Guðmundur Þórarinss, New York
Brynjar Ingi Bjarnason, Lecce
Alfons Sampsted, Bodö/Glimt
Ari Leifsson, Strömsgodset
MIÐJUMENN:
Birkir Bjarnason, Adana Demispor
Guðlaugur Victor Pálsson, Schalke
Ísak B. Jóhannesson, Köbenhavn
Þórir Jóhann Helgason, Lecce
Stefán Teitur Þórðarson, Silkeborg
Andri F. Baldursson, Köbenhavn
SÓKNARMENN:
Jóhann Berg Guðmunds., Burnley
Viðar Örn Kjartansson, Vålerenga
Albert Guðmundsson, AZ Alkmaar
Jón Dagur Þorsteinsson, AGF
Mikael Anderson, AGF
Elías Már Ómarsson, Nimes
Andri Lucas Guðjohnsen, R.Madrid
Sveinn Aron Guðjohnsen, Elfsborg
Íslenski lands-
liðshópurinn
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. OKTÓBER 2021
EM U17 kvenna
Undanriðill í Serbíu:
Ísland – Norður-Írland ........................... 3:1
Emilía Óskarsdóttir 41., Margrét Lea
Gísladóttir 54., Elísa Lana Sigurjónsdóttir
90. – Naomi McLaughlin 43.
Serbía – Spánn.......................................... 1:2
_ Spánn fékk 9 stig, Ísland 6, Norður-Ír-
land 3 og Serbía ekkert.
_ Spánn, Ísland og Norður-Írland leika
áfram í A-deild í seinni hluta undankeppn-
innar í vor en Serbía fellur í B-deild.
Evrópudeildin
A-riðill:
Lyon – Bröndby........................................ 3:0
Sparta Prag – Rangers ............................ 1:0
_ Lyon 6, Sparta Prag 4, Bröndby 1, Rang-
ers 0.
B-riðill:
Real Sociedad – Mónakó.......................... 1:1
Sturm Graz – PSV Eindhoven ................ 1:4
_ PSV Eindhoven 4, Mónakó 4, Real Socie-
dad 2, Sturm Graz 0.
C-riðill:
Legia Varsjá – Leicester ......................... 1:0
Napoli – Spartak Moskva ........................ 2:3
_ Legia 6, Spartak Moskva 3, Napoli 1.
Leicester 1.
D-riðill:
Fenerbahce – Olympiacos ...................... 0:3
- Ögmundur Kristinsson var ekki í leik-
mannahópi Olympiacos.
Royal Antwerp – Eintracht Frankfurt .. 0:1
_ Olympiacos 6, Eintracht Frankfurt 4,
Fenerbahce 1, Royal Antwerp 0.
E-riðill:
Lazio – Lokomotiv Moskva ..................... 2:0
Marseille – Galatasaray........................... 0:0
_ Galatasaray 4, Lazio 3, Marseille 2, Lo-
komotiv Moskva 1.
F-riðill:
Braga – Midtylland.................................. 3:1
- Elias Rafn Ólafsson var í marki Midtjyll-
and og varði vítaspyrnu.
Ludogorets – Rauða stjarnan ................. 0:1
_ Rauða stjarnan 6, Braga 3, Ludogorets 1,
Midtjylland 1.
G-riðill:
Celtic – Leverkusen ................................. 0:4
Ferencváros – Real Betis ........................ 1:3
_ Leverkusen 6, Real Betis 6, Ferencváros
0, Celtic 0.
H-riðill:
West Ham – Rapid Vín ............................ 2:0
Genk – Dinamo Zagreb............................ 0:3
_ West Ham 6, Dinamo Zagreb 3, Genk 3,
Rapid Vín 0.
Sambandsdeild Evrópu
A-riðill:
Alashkert – HJK Helsinki....................... 2:4
LASK Linz – Maccabi Tel Aviv .............. 1:1
_ Maccabi Tel Aviv 4, LASK 4, HJK 3,
Alashkert 0.
B-riðill:
Gent – Anorthosis..................................... 2:0
Partizan Belgrad – Flora Tallinn............ 2:0
_ Partizan Belgrad 6, Gent 6, Flora Tallinn
0, Anorthosis 0.
C-riðill:
CSKA Sofia – Bodö/Glimt ...................... 0:0
- Alfons Sampsted lék allan leikinn með
Bodö/Glimt.
Zorya Luhansk – Roma ........................... 0:3
_ Roma 6, Bodö/Glimt 4, CSKA Sofia 1, Zo-
rya Luhansk 0.
D-riðill:
AZ Alkmaar – Jablonec .......................... 1:0
- Albert Guðmundsson lék í 89 mínútur og
skoraði sigurmark AZ.
CFR Cluj – Randers................................. 1:1
- Rúnar Már Sigurjónsson lék ekki með
CFR vegna meiðsla.
_ AZ 4, Jablonec 3, Randers 2, CFR 1.
E-riðill:
Feyenoord – Slavia Prag ......................... 2:1
Union Berlín – Maccabi Haifa................. 3:0
_ Feyenoord 4, Slavia Prag 3, Union Berlín
3, Maccabi Haifa 1.
F-riðill:
Köbenhavn – Lincoln Red Imps............. 3:1
- Ísak B. Jóhannesson kom inn á hjá FCK
á 60. mínútu og Hákon Arnar Haraldsson á
80. mínútu en Andri Fannar Baldursson
var ekki með vegna meiðsla.
PAOK – Slovan Bratislava ..................... 1:1
- Sverrir Ingi Ingason lék ekki með PA-
OK vegna meiðsla.
_ Köbenhavn 6, PAOK 4, Slovan Bratislava
1, Lincoln Red Imps 0.
G-riðill:
Tottenham – Mura ................................... 5:1
Vitesse – Rennes ...................................... 1:2
_ Tottenham 4, Rennes 4, Vitesse 3, Mura
0.
H-riðill:
Basel – Kairat Almaty ............................. 4:2
Omonia Nikósía – Qarabag...................... 1:4
_ Qarabag 4, Basel 4, Kairat 1, Omonia 1.
Bandaríkin
Chicago Fire – New York City .............. 2:0
- Guðmundur Þórarinsson lék fyrstu 76
mínúturnar með New York City.
CF Montréal – New England ................. 1:4
- Róbert Orri Þorkelsson var ekki í leik-
mannahópi Montréal og Arnór Ingvi
Traustason ekki í hópi New England.
Svíþjóð
B-deild:
Eskilstuna – Öster ................................... 1:1
- Alex Þór Hauksson kom inn á hjá Öster
á 90. mínútu.
4.$--3795.$
Magdeburg hélt áfram sigurgöngu
sinni í þýsku 1. deildinni í hand-
knattleik í gærkvöld og vann Mel-
sungen á útivelli, 27:24. Magdeburg
hefur þar með unnið fyrstu sex leiki
sína og er á toppnum. Tvö önnur lið
eru þó enn með fullt hús stiga því
bæði Kiel og Füchse Berlín hafa
leikið fjóra leiki og unnið þá alla.
Ómar Ingi Magnússon var sem
fyrr í aðalhlutverki í sóknarleik
Magdeburg en hann skoraði fimm
mörk og átti fjórar stoðsendingar.
Þá var Gísli Þorgeir Kristjánsson
með bæði mark og stoðsendingu.
Sjötti sigurinn
hjá Magdeburg
AFP
Drjúgur Ómar Ingi Magnússon var
enn og aftur í stóru hlutverki.
Mikil eftirvænting er í röðum Þrótt-
ara í Reykjavík fyrir fyrsta úrslita-
leik félagsins í bikarkeppni í fót-
bolta en Þróttur mætir Breiðabliki í
úrslitaleiknum í Mjólkurbikar
kvenna á Laugardalsvellinum í
kvöld. Þróttarar skýrðu frá því að
miðasala á leikinn gengi mjög vel
og stefnt væri á að slá áhorf-
endametið á úrslitaleik kvenna sem
er 2.435 manns. Heilmikil dagskrá
er fyrirhuguð hjá Þrótturum frá
klukkan 16 og fram að leik og útlit
er fyrir að leikið verði í góðu haust-
veðri í Laugardalnum.
Mikil eftirvænt-
ing hjá Þrótti
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Úrslitaleikur Breiðablik og Þróttur
mætast í Laugardalnum í kvöld.
Þeir Albert Guðmundsson og Elías
Rafn Ólafsson sem voru valdir í ís-
lenska landsliðshópinn í knatt-
spyrnu í gær létu báðir til sín taka í
Evrópuleikjum gærkvöldsins.
Albert skoraði sigurmark hol-
lenska liðsins AZ Alkmaar sem sigr-
aði Jablonec frá Tékklandi, 1:0, í
Sambandsdeildinni. Hann renndi
boltanum í netið af stuttu færi eftir
góða rispu og fyrirgjöf vinstri bak-
varðarins á 53. mínútu leiksins.
AZ tók með því forystuna í sínum
riðli með fjögur stig eftir tvo leiki.
Elías Rafn gerði sér lítið fyrir og
varði vítaspyrnu eftir 35 mínútna
leik fyrir danska liðið Midtjylland
sem sótti Braga heim til Portúgals í
Evrópudeildinni. Danirnir voru
lengi vel yfir í leiknum en máttu að
lokum sætta sig við ósigur, 3:1.
Þá standa Alfons Sampsted og fé-
lagar í norska meistaraliðinu Bodö/
Glimt vel að vígi í sínum riðli í Sam-
bandsdeildinni eftir markalaust
jafntefli gegn CSKA Sofia í Búlgaríu
og eru komnir með fjögur stig eftir
tvo leiki.
_ Harry Kane skoraði þrennu fyr-
ir Tottenham á síðustu 22 mín-
útunum eftir að hafa komið inn á
sem varamaður í 5:1 sigri enska liðs-
ins á Mura frá Slóveníu í Sam-
bandsdeildinni. Dele Alli og Giovani
Lo Celso höfðu komið Tottenham í
2:0 á fyrstu átta mínútum leiksins.
_ Declan Rice og Said Benrahma
tryggðu West Ham 2:0 sigur á Rapid
Vín frá Austurríki í Evrópudeildinni
á heimavelli sínum í London.
_ Leicester tapaði hins vegar
óvænt 1:0 fyrir Legia í Póllandi þar
sem Mahir Emreli skoraði sig-
urmark pólska liðsins í fyrri hálf-
leiknum.
AFP
Skoraði Albert Guðmundsson
tryggði AZ þrjú stig.
Albert skoraði og Elías varði víti