Morgunblaðið - 05.10.2021, Side 8
8 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 2021
Fiskislóð • Bíldshöfði • Smáratorg • Helluhraun • Baldursnes
www.gaeludyr.is
MEÐ SJÁLFBÆRNI
AÐ LEIÐARLJÓSI
… að manni hvíli grunur á, söng
Bjarni Bö forðum og er tímabært
að banna það, þegar tóm gefst til.
En Páll Vilhjálmsson bendir á að
grunur sé orðinn allra gagn:
- - -
Grunur þriggja
frambjóðenda
um að þeir séu í raun
þingmenn er tilefni
til að efast um lög-
mæti nýafstaðinna
þingkosninga.
- - -
Grunur um kynferðisbrot er til-
efni til að rústa landsliði Ís-
lands í knattspyrnu.
- - -
Grunur um loftslagsvá er tilefni
til að ríkissjóður eyði millj-
örðum króna út í loftið.
- - -
Þrjár konur skrifa grein í Morg-
unblað dagsins um að grunur
sé ekki sama og staðreynd.
- - -
Í samfélaginu er grunsamlega oft
látið eins og grunur jafngildi
staðreynd.
Sérstaklega ef þeir sem ala með
sér grun væla hátt og snjallt á sam-
fjölmiðlum.
- - -
Hávært fólk með lélega dóm-
greind gengur á lagið og
ímyndar sér hluti sem ekki eru.
- - -
Og kallar það grun.“
- - -
Margt fer úr böndum. Frétta-
menn segja hiklaust að „þol-
andinn“ hafi kært „gerandann“ til
lögreglu. Og þá er sjálfsagt að
sleppa dýru og óþörfu dómstóla-
pexi. Senda þrjót strax í grjót.
Stígamót ákveða refsiramma og fá
3 millur fyrir. Frá „gerandanum“
auðvitað.
Páll Vilhjálmsson
Það er mikill
munur á …
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Alþjóðahafrannsóknaráðið (ICES)
leggur til að ekki verði leyfðar nein-
ar veiðar úr hvorki efri né neðri
stofnum úthafskarfa 2022-2024.
Í frétt Hafrannsóknastofnunar
segir að hrygningarstofn neðri
stofns úthafskarfa hafi minnkað
verulega frá því að veiðar úr honum
hófust í byrjun tíunda áratugar síð-
ustu aldar. Niðurstöður rannsókna
sýni að stofninn hafi minnkað jafnt
og þétt allt frá því um 1995 og sé nú
langt undir varúðarmörkum. Jafn-
framt sýni framreikningar að þótt
engar veiðar verði stundaðar næstu
tvö árin muni stofninn áfram verða
undir varúðarmörkum í lok þess
tímabils.
Ekki hefur verið samkomulag
milli veiðiþjóða um skiptingu afla um
langt skeið. Jafnframt hefur verið
ágreiningur um stofngerð og telja
Rússar að í Grænlandshafi sé ein-
ungis einn stofn og að ástandið sé
mun skárra en ICES hefur talið.
Hafa þeir því úthlutað veiðiheim-
ildum til rússneskra skipa í sam-
ræmi við það og þær heimildir verið
langt umfram ráðlagðan heildarafla.
Stofnstærð efri stofns úthafskarfa
var mæld með bergmálsmælingum á
þessu ári og var það fyrsta mæling á
honum síðan 2013. Samkvæmt vísi-
tölu stofnstærðar hefur stofninn
stækkað umtalsvert frá 2013 og er
mælingin 2021 sú hæsta frá 2005.
Metin stofnstærð 2021 er þó að-
eins um 20% af því sem var á önd-
verðum níunda áratug síðustu aldar.
ICES leggst gegn veiðum á úthafskarfa
- Rússar telja um
einn stofn að ræða
- Hafa leyft veiðar
Morgunblaðið/Ómar
Karfi Rússar hafa ekki fallist á að
stöðva veiðar á Reykjaneshrygg.
Kvörtunum sem borist hafa til Um-
boðsmanns Alþingis hefur fjölgað
verulega á umliðnum misserum eins
og fram hefur komið. Skv. nýbirtum
tölum umboðsmanns yfir þróunina
frá áramótum og til loka september
hefur þessi vöxtur haldið áfram á
undanförnum mánuðum en á fyrstu
níu mánuðum ársins fjölgaði kvört-
unum um tæplega 14% frá sama
tíma í fyrra.
Afgreiddum málum umboðs-
manns hefur svo fjölgað hlutfallslega
mun meira eða um 22,5%. Þetta
kemur fram í yfirlitsgrein sem birt
hefur verið á vefsíðu umboðsmanns.
442 mál afgreidd frá áramótum
„Í lok september höfðu borist 437
kvartanir samanborið við 384 í fyrra.
Þá höfðu 442 mál verið afgreidd á
móti 361 fyrir ári. Að meðaltali hafa
tæplega fimmtíu kvartanir borist
hvern mánuð ársins og ef fram held-
ur sem horfir til áramóta verður
slegið met í fjölda kvartana á einu
ári. Í fyrra bárust 540 sem er met-
fjöldi og var tæplega þriðjungs
aukning frá árinu þar á undan. Til
samanburðar má benda á að á ár-
unum 2015-2019 var meðalfjöldi
kvartana 408,“ segir í umfjölluninni.
Ef þróun kvartana til umboðs-
manns er skoðuð yfir lengra tímabil
má sjá að á árunum í kjölfar banka-
hrunsins fjölgaði kvörtunum veru-
lega. Skráðar kvartanir samkvæmt
gögnum umboðsmanns voru t.a.m.
536 á árinu 2012. Þeim fækkaði svo
jafnt og þétt ár frá ári og voru komn-
ar niður í 384 á árinu 2018. Kvört-
unum tók svo að fjölga undir lok árs
2019 og hefur sú þróun haldist síðan
eins og fyrr segir.
Fram kom í fréttaskýringu í
Morgunblaðinu í byrjun september
að ekki væri fyllilega ljóst hvað
skýrði þessa fjölgun. Í umfjöllun um-
boðsmanns í gær segir að ýmislegt
komi til. Fjölgun kvartana í kjölfar
bankahrunsins verði ekki beint
skýrð af málum sem því tengdust
heldur líklega frekar af ástandinu
sem skapaðist á þeim tíma. „Það
sama kann að eiga við núna. Sú mikla
fjölgun sem varð í fyrra stafaði ekki
af málum sem tengjast Covid-19 en
aftur á móti hefur kvörtunum og
ábendingum því tengdum fjölgað
það sem af er þessu ári. Enn sem
fyrr hafa þó ekki verið skilyrði til að
ljúka mörgum slíkum málum með
efnislegri umfjöllun,“ segir í umfjöll-
uninni. omfr@mbl.is
Allt að 50 kvart-
anir í mánuði
- Stefnir í metfjölda kvartana á einu ári