Morgunblaðið - 05.10.2021, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 05.10.2021, Blaðsíða 25
DÆGRADVÖL 25 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 2021 „ÞETTA VAR EKKI BEINT ÞAÐ SEM ÉG MEINTI ÞEGAR ÉG BAÐ ÞIG AÐ SETJA ÖRYGGIÐ Á ODDINN.“ „HÚN FALDI ÖLL FÖTIN MÍN SVO ÉG FÆRI EKKI Á PÖBBINN.“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að elda morgunmat fyrir hana á hverjum morgni. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann Í STAÐ ÞESS AÐ LESA FRÉTTIR … ÆTLA ÉG AÐ GRETTA MIG BLERI, BLERI ÞETTA ER TIL BÓTA AFTUR?! ÞETTA HEFUR VERIÐ LANGUR DAGUR Á VÍGVELLINUM! GREINILEGA. hefur orðið. Sjáum til með það. Ég mun þó líta upp úr bókunum í kvöld í dálitla stund og borða veislumat með mínu allra besta fólki: mömmu, börn- um mínum, barnabörnum og bróður mínum og fjölskyldu hans. Það verð- ur gaman, sérstaklega ef ég næ að klára að senda nokkrar bækur í prentsmiðju áður en kallað er til borðs.“ Fjölskylda Börn Ragnars Helga með fyrrver- andi sambýliskonu sinni, Margréti Sigurðardóttur, f. 20.4. 1971, kenn- ara, en þau voru í sambúð frá 1993 til 2010, eru 1) Diljá Ragnarsdóttir, f. 5.8. 1993, lögfræðingur, búsett í Garðabæ. Maki: Fannar Örn Arnars- son verkfræðingur. Börn þeirra eru Vaka, f. 2017 og Kári, f. 2020; 2) Ólaf- ur Kári Ragnarsson, f. 30.8. 1995, þjónn, búsettur í Hveragerði. Maki: Rosemarie Huld Tómasdóttir nemi. Dóttir þeirra er Mía, f. 2020; 3) Una Ragnarsdóttir, f. 1.3. 2004, nemi. Bróðir Ragnars Helga er Kjartan Örn Ólafsson, f. 25.10. 1972, fram- kvæmdastjóri, búsettur Reykjavík. Foreldrar Ragnars Helga: Hjónin Elín Bergs, f. 11.6. 1949, bókaútgef- andi, fædd og uppalin í Reykjavík, nú búsett í Kópavogi, og Ólafur Ragn- arsson, 8.9. 1944, d. 7.3. 2008, bókaút- gefandi og sjónvarpsmaður, fæddur á Siglufirði, síðar búsettur í Reykjavík. Ólafur og Elín voru gift frá 1968 til 2008. Ragnar Helgi Ólafsson Ólöf Bjarnadóttir húsfreyja á Eiðsstöðum, síðar á Siglufirði, f. í Garði Jónas Guðmundsson bóndi á Eiðsstöðum í Blöndudal, f. á Víðimýri í Skagafirði Þ. Ragnar Jónasson mjólkurfræðingur, síðar bæjargjaldkeri á Siglufirði Guðrún Reykdal húsmóðir á Siglufirði Ólafur Ragnarsson bókaútgefandi og sjónvarpsmaður í Reykjavík Ólafur Reykdal smiður á Siglufirði, f. í Reykjadal, S-Þing. Sæunn Oddsdóttir húsfreyja á Siglufirði, f. á Siglunesi Elín Bergs, fædd Thorstensen húsmóðir, síðast í Reykjavík, f. á Þingvöllum Helgi Bergs, fæddur Helgason forstjóri Sláturfélags Suðurlands, síðast bús. í Reykjavík, f. á Fossi á Síðu Helgi Bergs bankastjóri og þingmaður í Reykjavík Lís Bergs, fædd Eriksen húsmóðir í Reykjavík Vilhelm Eriksen kaupmaður í Hróarskeldu og skrifstofumaður í Kaupmannahöfn Bertha Eriksen húsmóðir í Hróarskeldu og Kaupmannahöfn Ætt Ragnars Helga Ólafssonar Elín Bergs bókaútgefandi, nú búsett í Kópavogi Á sunnudagsmorgun bárust þær fregnir að norðan, að flóð- gáttir himinsins hefðu opnast, það flæddi inn í kjallara á Ólafsfirði og skriður féllu í Kaldakinn. Ég hringdi norður og spurði Baldvin í Torfunesi frétta upp úr tvö. Hann sagði að það hefði verið alveg þurrt í morgun, – „en það slítur svona úr honum núna, það er frek- ar að drýgja sig með rigninguna“. Ósjálfrátt rifjaðist upp þessi staka eftir Bjarna frá Gröf: Það er bölvuð ótíð oft og aldrei friður. Það ætti að rigna upp í loft en ekki niður. Svo eru hérna tvær stökur sem ég lærði ungur drengur í Reykja- vík og flestir kunna eða kannast við: Regnið þungt til foldar fellur fyrir utan gluggann minn það er eins og milljón mellur mígi í sama hlandkoppinn. Detta úr lofti dropar stórir dimmt er yfir sveitinni; tvisvar sinnum tveir eru fjórir taktu í horn á geitinni. Á föstudag sendi Ingólfur Ómar mér póst: „Nú er jörð farin að skjálfa á ný og spurningin er hvort það fari að gjósa aftur. Það eru búnir að vera nokkrir skjálftar á skömmum tíma. Ég fann vel fyrir þessum sem mældist 3,8“: Skjálftinn hrellir lýði lands lotur gerast harðar. Kölski er með darradans djúpt í iðrum jarðar. Á föstudag orti Friðrik Stein- grímsson á Boðnarmiði: Kuldatíð í kortum er klakkar skýja þéttir, sýnist vera sama hver segir veðurfréttir. Anton Helgi Jónsson yrkir: Ég ætla á kolvetniskúrinn og kagganum planta í skúrinn. Ef burtu fer þras um bensín og gas ég braggast og verð aldrei stúrinn. Guðmundur Arnfinnsson kvað og kallar „Óáran“: Foldin skalf og fjallið gaus, Fjandinn komst í spilið. Þrenninguna þjóðin kaus, þetta átti skilið. „Sígilt“ er yfirskrift þessarar stöku Guðmundar: Ef þú kveður upp á grín af andagift og snilli um bólfarir og brennivín bregst þér aldrei hylli. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Það urðu haustrigningar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.