Morgunblaðið - 05.10.2021, Blaðsíða 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 2021
Kolbeinn Jón Ketilsson tenórsöngv-
ari kemur fram ásamt Antoníu Hev-
esi píanóleikara á hádegistónleikum
í Hafnarborg sem hefjast kl. 12 í
dag. Kolbeinn átti upprunalega að
koma fram á hádegistónleikum
Hafnarborgar fyrir ári en þar sem
hann er búsettur í Noregi þurfti að
fresta tónleikunum vegna veiru-
faraldursins. Á tónleikunum í dag,
sem bera yfirskriftina Ást og ham-
ingja, flytur Kolbeinn sönglög eftir
tónskáldin Lehár, Salvatore Card-
illo, Ernesto de Curtis og Árna
Thorsteinsson.
„Það eru ástin og hamingjan í sín-
um margvíslegustu myndum,“ segir
Kolbeinn þegar spurt er um út-
gangspunktinn í valinu á lögunum.
„Við erum með íslenska ást, þýska
og ítalska, það er kannski fróðlegt að
bera það saman.“
Þegar spurt er hvort það sé mikill
munur á ástarsöngvum þessara
landa svarar hann að í þessu pró-
grammi sé íslenska ástin líklega al-
varlegust, í þýsku ástinni sé slegið á
léttar nótur en í þeirri ítölsku sé
grunnt á dramatíkinni.
„Ég hef sungið þessi lög oft en það
er nú orðið langt síðan og mér finnst
mjög gaman að rifja þau upp. Mér
finnst ég syngja þau nú með allt öðr-
um hætti en ég gerði í „denn“,“ segir
Kolbeinn.
„Nálgunin er jú öðruvísi, ég hef
vonandi ekki bara elst heldur þrosk-
ast eitthvað líka.“
Hefur verið þurrabúðarvist
Undanfarin fimm ár hefur Kol-
beinn verið búsettur í Drammen í
Noregi og það var framan af nóg að
gera í tónlistinni hjá honum, þar til
heimsfaraldurinn stöðvaði allt tón-
leikahald. Þar á meðal segir hann
þessum tónleikum í Hafnarborg
hafa verið frestað tvisvar.
„Við erum mjög ánægð með að
hafa loksins náð saman. Undanfarið
eitt og hálft ár hefur allt verið lokað,
bæði óperuhús og tónleikasalir.
Þetta hefur verið talsverð þurra-
búðarvist, hjá okkur sjálfstætt starf-
andi tónlistarmönnum hefur verið
hart í ári. Ég hef bara sungið fyrir
spegilinn og reynt að gera eitthvað
annað, hef verið að dunda mér við
smíðar og eitt og annað.“
Hvað varðar stöðuna í tónlistinni
nú segir Kolbeinn að sem betur fer
sé eins og himnarnir séu að opnast.
„Maður sér til sólar og það eru
spennandi tímar fram undan, í alls
konar verkefnum. Ekki bara í óperu
heldur eru það líka tónleikar og
blönduð verkefni sem verður mjög
gaman að fást við,“ segir hann og
bætir við að verkefnin séu bæði í
Noregi og á Íslandi.
Kolbeinn Jón lauk burtfararprófi
frá Nýja tónlistarskólanum og síðar
frá Tónlistarháskóla Vínarborgar.
Hann hefur sungið í óperettum og
einnig mörg veigamikil tenórhlut-
verk óperubókmenntanna. Hann
hefur til að mynda komið fram í
óperuhúsum á öllum Norðurlönd-
unum, í Norður-Ameríku og víðs
vegar um Evrópu, meðal annars í
München, París og Genf. efi@mbl.is
Ljósmynd/Hólmar Hólm
Hamingjusöngvar Antonía Hevesi píanóleikari og Kolbeinn Jón Ketilsson tenór koma fram á tónleikunum í dag.
Ást í marvíslegum myndum
- Kolbeinn Jón Ketilsson syngur á hádegistónleikum í
Hafnarborg í dag - Segist syngja lögin öðruvísi núna
Ragnheiður Birgisdóttir
ragnheidurb@mbl.is
Þórarinn Eldjárn hefur verið afar
afkastamikill rithöfundur og þýð-
andi á undanförnum árum og ára-
tugum. Nýjasta verk hans er smá-
sagnasafnið Umfjöllun sem kom út
fyrir stuttu. Það hefur að geyma átta
mislangar sögur sem Þórarinn segir
vera úr ólíkum áttum en þó megi
segja að í þeim flestum verði ákveðin
umpólun eða umfjöllun.
Þórarni er umhugað um íslenska
tungu og þykir gott að geta sýnt
börnum hvað hægt sé að gera margt
skemmtilegt með tungumálið. Það
sé meðal þess sem vaki fyrir honum
þegar hann yrkir fyrir börn. Hann
hefur unnið mikið með systur sinni
Sigrúnu Eldjárn við gerð mynd-
skreyttra ljóðabóka fyrir börn og nú
síðast kom út bókin Rím og roms.
Þórarinn hefur lengi haft rit-
störfin sem sitt aðalstarf og þykir
það fráleit hugmynd að rithöfundur
hætti að vinna, það væri eitthvað
sorglegt við það. Hann segir það að
ganga út frá húmor sé grundvallar-
afstaða en þurfi ekki að þýða algjört
alvöruleysi. Það sé aðferð til þess að
taka á ýmsum málum á annan hátt
en annars væri hægt. Það hafi alltaf
fylgt honum og sé ómeðvitað sú af-
staða sem henti honum best.
Kannski alltaf með ritstíflu
Til þess að koma sér í réttar stell-
ingar við skrifin segir Þórarinn að
kaffi hafi sannað sig. Sér þyki gott
að skipta um umhverfi og svo sé lest-
ur einna besta tólið til þess að finna
innblástur. Þórarinn segist grípa til
skálda, sem hann vill ekki upplýsa
hver eru, þegar hann vantar inn-
blástur, skáld sem hann kallar start-
ara. Það séu skáld sem hafi skrifað
eitthvað sem honum finnist snjallt
og vildi jafnvel hafa sagt sjálfur.
„Þetta kveikir oft í manni, það fer
eitthvað í gang,“ segir skáldið.
„Þetta sem kallað er ritstífla sem
margir höfundar lýsa og sumir eru
mjög óttaslegnir við, ég þekki það
ekki. Nema kannski á þann hátt að
ég hafi alltaf verið með ritstíflu og
aldrei þótt þetta auðvelt,“ segir Þór-
arinn.
Galdurinn við yrkingar á hátt-
bundnu formi sé að allt líti út eins og
það hafi orðið til af sjálfu sér. „Það
hefur stundum verið sagt við mig og
um mig að þetta sé ekki merkilegt
því málið yrkir sjálft. Það er þá af
því eitthvað rennur voðalega létt en
á bak við slíkt eru oft hræðilegar
pælingar, útstrikanir og breytingar.
Ef maður myndi hleypa fólki inn á
verkstæðið kæmi ýmislegt í ljós sem
mörgum myndi bregða við að sjá.
Því oft eru miklar þrautir og raunir
á bak við það sem lítur sléttast og
felldast út.“
Þórarinn er gestur Dagmála, við-
talsþáttar sem aðgengilegur er
áskrifendum Morgunblaðsins á
vefnum mbl.is. Þar ræðir hann með-
al annars um áhugann á hinu forna,
húmorinn, langhlaup og hið
skemmtilega orð „bobbborð“.
Íslenska tungan
er skemmtileg
- Nýtt smásagnasafn Þórarins
Afkastamikill Þórarinn les ljóð eft-
ir ákveðin skáld sér til innblásturs.