Morgunblaðið - 13.10.2021, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.10.2021, Blaðsíða 1
Friðrik krónprins Danmerkur kom hingað til lands í gær og snæddi kvöldverð á Bessastöðum með for- seta Íslands, Guðna Th. Jóhannes- syni. Með prinsinum í för var utan- ríkisráðherra Danmerkur, Jeppe Kofod, og sendinefnd tíu danskra fyrirtækja og samtaka. Prinsinn og sendinefndin eru hér á landi til þess að styrkja viðskipta- tengsl Íslands og Danmerkur á sviði sjálfbærra lausna í orkumálum. Frið- rik krónprins mun ræða við leiðandi aðila í þróun orkumála hér á landi meðan á heimsókn hans stendur. Er landið fyrsti áfangastaður krón- prinsins í ferðum hans í þágu Dan- merkur eftir heimsfaraldurinn. Kvöldverðinn á Bessastöðum í gær sátu einnig Guðlaugur Þór Þórðar- son utanríkis- og þróunarsamvinnu- ráðherra Íslands, Kirsten Geelan sendiherra Danmerkur á Íslandi, Guðmundur Ingi Guðbrandsson um- hverfis- og auðlindaráðherra og Þór- dís Kolbrún R. Gylfadóttir ferða- mála-, iðnaðar- og nýsköpunar- ráðherra.Morgunblaðið/Árni Sæberg Ræddu saman yfir kvöldverði M I Ð V I K U D A G U R 1 3. O K T Ó B E R 2 0 2 1 .Stofnað 1913 . 240. tölublað . 109. árgangur . HLUTABRÉFA- EIGN AUKIST Í FARALDRINUM SPILA VIÐ REAL MADRID Á ÚTIVELLI KYNNGIMAGN- AÐUR SPENNU- TRYLLIR MEISTARADEILDIN 23 ÍSLENSKU BARNABÓKAVERÐLAUNIN 24VIÐSKIPTAMOGGINN Arnar Þór Viðarsson, þjálfari ís- lenska karlalandsliðsins í knatt- spyrnu, gat ekki valið alla þá leik- menn sem hann hafði hug á að velja í landsliðshóp sinn fyrir nýafstaðna leiki gegn Armeníu og Liechtenstein í undankeppni HM. Þetta herma heimildir Morgun- blaðsins. Hinn 27. september barst stjórn Knattspyrnusambands Íslands tölvupóstur frá aðgerðahópnum Öfgum en innihald tölvupóstsins var flokkað sem trúnaðarmál á stjórnarfundi sambandsins sem fram fór 30. september. Daginn eftir kynnti Arnar Þór svo leikmannahóp sinn fyrir leikina tvo sem fram fóru 8. og 11. október á Laugardalsvelli. Margir leikmenn, sem hafa verið lykilmenn í liðinu undanfarin ár, voru þar fjarverandi. Tölvupóstur Öfga innihélt meðal annars nöfn á sex leikmönnum karlaliðsins og dagsetningar yfir meint ofbeldis- og kynferðisbrot þeirra samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins. Aron Einar Gunnarsson, Kol- beinn Sigþórsson og Gylfi Þór Sig- urðsson hafa allir verið nafn- greindir í íslensk- um fjölmiðlum fyrir meint brot en hinir þrír hafa ekki verið nafngreindir. Þeir hafa allir verið fastamenn í íslenska landsliðshópnum undanfarinn ára- tug og eiga allir að baki fjölda landsleikja fyrir A-landsliðið. Mál landsliðsmannanna er nú til skoðunar hjá Sigurbjörgu Sigur- pálsdóttur, samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs ÍSÍ, en á meðan málin eru til skoðunar hjá ÍSÍ eru þeir ekki gjaldgengir í ís- lenska landsliðið, að því er heim- ildir Morgunblaðsins herma. bjarnih@mbl.is Sex landsliðsmenn sakaðir um brot - Landsliðsþjálfarinn gat ekki valið þá leikmenn sem hann hafði hug á að velja Arnar Þór Viðarsson Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri tel- ur íslenskt samfélag standa frammi fyrir sögulegu tækifæri við að tryggja varanlega lágt vaxtastig í landinu. „Ég held að þetta sé ákveðin próf- raun sem við stöndum nú frammi fyrir. Ef við náum að halda aftur af verðbólgunni og komumst í gegnum þetta án þess að okkur sé þröngvað í harðar aðgerðir, þá gætum við séð nafnvaxtakerfið á húsnæðislánum festa sig í sessi. Og ef við stöndum í lappirnar með þetta þá gætum við séð verðtrygginguna heyra sögunni til.“ Hann segir þó að þetta muni ekki raungerast nema með virkri þátt- töku þriggja aðila; ríkisstjórnarinn- ar, aðila vinnumarkaðarins ásamt Seðlabankanum. Hann varar við því að ráðist verði í ósjálfbærar launahækkanir í kjara- samningum á komandi árum. Hækki laun hér á landi umfram það sem gerist í nágrannalöndunum brjótist það út í verðbólgu fyrr eða síðar. Hann segir mikilvægt að hags- munaaðilar hætti að horfa á tekju- færslur og einblíni frekar á fjárfest- ingar sem komi öllu samfélaginu vel. „[…] Þetta býður einnig upp á ákveðna möguleika á vinnumarkaðn- um um að í stað þess að hækka laun- in verði ráðist í stórfellda uppbygg- ingu íbúðarhúsnæðis. Rétt eins og gert var þegar Breiðholtið byggðist upp.“ Með slíkri uppbyggingu megi mæta vaxandi eftirspurn eftir íbúð- arhúsnæði og kæla fasteignamark- aðinn, sem nú er helsta ógnin við verðstöðugleika í landinu. Einblíni ekki á launaliðinn - Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri varar við höfrungahlaupi á vinnumarkaðnum - Stórfelld uppbygging íbúðarhúsnæðis vænlegri lausn til að bæta stöðu heimilanna MViðskiptaMogginn Morgunblaðið/Eggert Hagkerfi Ásgeir Jónsson segir nafn- vaxtaumhverfið geta fest sig í sessi. Orkukreppa geis- ar á meginlandi Evrópu og hefur orkuverð ríflega tvöfaldast á stærstu mörk- uðum. Sigríður Mogensen, sviðs- stjóri iðnaðar- og hugverkasviðs SI, segir líklega um skammtímasveiflu að ræða. Raunar sé búist við að orkuverðið fari aftur lækkandi, í ljósi stór- aukinnar áherslu á framleiðslu endur- nýjanlegrar orku. Sú framleiðsla verði að hluta niðurgreidd með íviln- unum. Það muni aftur hafa áhrif á samkeppnisstöðu Íslands. Tækifærin háð orkuvinnslu „Þannig að við þurfum að nýta okk- ar samkeppnisforskot sem snýr ekki aðeins að orkuverði og sveiflum á því heldur þeirri staðreynd að hér eru 99,9% orkunnar nú þegar endur- nýjanleg. Tækifærin sem geta skap- ast hér á landi eru hins vegar háð því að frekari orkuvinnsla eigi sér stað,“ segir Sigríður. Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri Samáls, segir orkuskort í Kína skýra að hluta hækkandi álverð en ál- framleiðslan þar sé fimm milljónum tonna minni en ella. Álverð fór í gær yfir 3.100 dali í kauphöllinni í London og hefur það ekki gerst síðan 2008. »ViðskiptaMogginn Sigríður Mogensen Umbrot á orku- og álmarkaði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.