Morgunblaðið - 13.10.2021, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.10.2021, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 2021 KANARÍ ÚRVAL ÚTSÝN HLÍÐASMÁRI 19, 201 KÓPAVOGUR SÍMI 585-4000 INFO@UU.IS 18. - 29. OKTÓBER | 11 DAGAR Á Íslendingar hafa sótt í dásamlegar strendur Kanarí áratugum saman og er eyjan einn vinsælasti áfangastaður Úrvals Útsýnar. Betri stað í sólarfrí er erfitt að finna, fyrir unga sem aldna. Jafnt hitastig, þægilegt loftslag, hreinar strendur og stórbrotið landslag er eitthvað sem heillar alla! VERÐ FRÁ:89.900 KR. á mann m.v. tvo fullorðna og 2 börn Verð frá 105.900 kr. á mann m.v. 2 fullorðna FLUG OG VALIN GISTING Á KANARÍ 11 DAGA FERÐ | 18. - 29. OKTÓBER GOLF VERÐ FRÁ219.900 KR.Á MANN M.V. 2. FULLORÐNA18 KTÓBER . - 29. O BEINT FLU G TIL KANA RÍ 89.900 KR. BÁÐAR LEIÐIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Útlit er fyrir að endurgreiðslur vegna kostnaðar við kvikmynda- framleiðslu hér á landi verði lægri í ár en í fyrra. Samkvæmt yfirliti á vef Kvikmyndamiðstöðvar Íslands nema endurgreiðslur rétt ríflega 700 millj- ónum króna það sem af er ári. Það er um það bil helmingi minna en greitt var út árið 2020 en hafa ber þó í huga að enn er talsvert eftir af árinu. Þannig hefur ekki verið greitt enn út fyrir íslenskar kvikmyndir á borð við Saumaklúbbinn eða Dýrið auk þess sem myndir á borð við Birtu og Leynilöggu hafa ekki verið frum- sýndar. Endurgreiðslurnar í ár skiptast nær jafnt á milli innlendra og er- lendra verkefna. Alls voru 312 millj- ónir króna greiddar út vegna raun- veruleikaþáttanna The Challenge sem sýndir eru á MTV og teknir voru upp í fyrra, meðal annars við Jökulsárlón og á Þingvöllum. Þá voru ríflega 30 milljónir greiddar út vegna stórmyndarinnar Dungeons and Dragons. Umtalaðir heimildar- þættir breska sjónvarpsmannsins Alexanders Armstrongs, þar sem hann heimsótti meðal annars Reð- ursafnið, fengu 2,7 milljónir. Hæstu endurgreiðsluna af ís- lenskum verkefnum hefur kvik- myndin Svar við bréfi Helgu fengið, um 59 milljónir króna. Fjöldi sjón- varpsþátta hefur fengið endur- greiðslur í ár. Áramótaskaupið og Kappsmál, sem framleiddir voru fyr- ir Ríkissjónvarpið, fengu samtals 31 milljón króna og Hver drap Friðrik Dór? 15 milljónir. Skítamix Dóra DNA fékk rúmar fimm milljónir og hinir umdeildu þættir Hækkum rána fengu 13 milljónir. Þættirnir Á flakki með Loga fengu tæpar 10 milljónir og Æði fengu fimm milljónir. Þá vekur nokkra athygli að tón- listarþættirnir Í kvöld er gigg, þar sem Ingólfur Þórarinsson fékk til sín gesti og spilaði vinsæl lög, fékk 21 milljón króna í endurgreiðslu. Það þýðir að framleiðsla þáttanna hefur kostað yfir 80 milljónir króna enda eiga framleiðendur kvikmynda og sjónvarpsefnis kost á endurgreiðslu á allt að 25% framleiðslukostnaðar sem fellur til hér á landi. Yfir 700 milljónir í endurgreiðslur - Hæsta greiðslan vegna raunveruleikaþátta MTV - Útlit fyrir að greiðslur verði lægri í ár en í fyrra - Tugmilljónir vegna íslenskra sjónvarpsþátta - 21 milljón greidd vegna þáttanna Í kvöld er gigg Dungeons and Dragons 31 The Challenge 312 Alexander Armstrong's Icelandic Adventure 3 Amma Hófí 16 Áramótaskaupið 13 Kappsmál 18 Hver drap Friðrik Dór? 15 Í kvöld er gigg 21 Svar við bréfi Helgu 59 Á flakki með Loga 10 Hvernig á að vera klassa drusla 10 Æði 5 Endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar 2021 Helstu verkefni Heimild: Kvikmyndamiðstöð Íslands 355 m.kr. 360 m.kr. 715 milljónir kr. alls Erlend verkefni Innlend verkefni m.kr. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst í gær á aðalkröfur fjögurra yfirlög- regluþjóna hjá embætti ríkislög- reglustjóra um að greiða beri þeim laun í samræmi við sam- komulag sem Haraldur Johann- essen, þáverandi ríkislögreglu- stjóri, gerði við þá í lok ágúst 2019. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, eftirmaður Haraldar, ákvað eftir að hún tók við embættinu í mars 2020 að launahækkanirnar yrðu afturkallaðar, og hélt verjandi hennar því fram að samkomulagið við Harald hefði verið óskuldbind- andi þar sem það hefði verið gert í andstöðu við lög, kjarasamning og stofnanasamning. Héraðsdómur féllst hins vegar ekki á þau rök. Óskar Bjartmarz, fyrrverandi yfirlögregluþjónn og einn þeirra sem stefndu embætti ríkislög- reglustjóra og íslenska ríkinu, sagðist í samtali við mbl.is í gær vera ánægður með niðurstöðuna enda fallist á þær dómkröfur sem settar voru fram í nafni fjórmenn- inganna. Sigríður Björk segir í samtali við Morgunblaðið að ekki sé tíma- bært að tjá sig um málið, þar sem hún vilji gefa sér tíma til að skoða dómana og ræða við fjármálaráðu- neytið um hvort þeim verði áfrýj- að. gunnhildursif@mbl.is Ríkislögreglustjóri varð undir - Í skoðun hjá ráðuneyti hvort dómunum verði áfrýjað Vel gekk að flytja 53 grindhvalshræ úr Melavík á Ströndum um borð í varðskipið Þór í gær en hvalirnir syntu á land aðfaranótt 2. október sl. og drápust í fjörunni. Til stóð að sigla með hræin í nótt norður fyrir Langanes og varpa þeim þar í sjóinn. Varðskipið kom á tíunda tímanum í gærmorgun í Trékyllisvík og lagð- ist við festar rétt fyrir utan Melavík. 200 mílna sigling Páll Geirdal, skipherra á Þór, sagði við Morgunblaðið að vissulega hefði þetta verið nokkuð óvenjulegt verkefni sem varðskipsmenn feng- ust við í gær. Vel hefði gengið að flytja hvalshræin um borð í varð- skipið. Þau voru dregin að skipinu með harðbotnabátum og hífð um borð en heimamenn í Árneshreppi aðstoðuðu áhöfnina við verkið í fjör- unni. Síðasta hræið var komið um borð í Þór á sjötta tímanum seinni- partinn í gær. Páll sagði áformað að sigla með hvalina norður fyrir land og varpa þeim í sjóinn um 30 sjómílur út af Langanesi, þar væru haf- straumar sem myndu bera þau frá landinu. Gerði Páll ráð fyrir að sigl- ingin gæti tekið um sólarhring en siglingaleiðin er um 200 sjómílur. Grindhvalavöður hafa nokkrum sinnum strandað hér við land á síð- ustu árum, flestar voru þær árið 2019. Ekki er vitað um ástæður þess- arar hegðunar, sem virðist árstíða- bundin, en líffræðingar eru með ýms- ar kenningar um það hvers vegna hvalirnir leiti á land. gummi@mbl.is Vel gekk að flytja hvali um borð í Þór - Siglt með hræin norður fyrir Langanes Ljósmynd/Landhelgisgæslan Óvenjulegur farmur 52 grindhvalshræ voru flutt um borð í varðskipið Þór.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.