Morgunblaðið - 13.10.2021, Síða 6
6 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 2021
HURÐIR
Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is
• Stuttur afhendingartími
• Hágæða íslensk
framleiðsla
• Val um fjölda lita í
RAL-litakerfinu
• Vindstyrktar hurðir
Bílskúrs- og iðnaðarhurðir
Iðnaðarhurðir
Iðnaðarhurðir með gönguhurð
Bílskúrshurðir
Hurðir í trékarma
Tvískiptar hurðir
Smíðað eftir máli
Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf
Unnið hefur verið að viðgerð á lista-
verkinu Fallandi gengi sem stendur
austast við Bæjarháls í Árbæjar-
hverfi. Þetta er skúlptúr frá árinu
1976 eftir myndlistarmanninn Inga
Hrafn Hauksson. Verkið er í eigu
Listasafns Reykjavíkur.
Á þessum árum var óðaverðbólga
í landinu og gengisfellingar tíðar.
Vísar nafn verksins til ástandsins
sem þá ríkti. Það var farið að láta á
sjá eftir öll þessi ár og þarfnaðist
viðgerðar. Verkið stendur á tveggja
metra háum steinsteyptum stöpli og
var gert við hann í leiðinni.
Ingi Hrafn Hauksson fæddist 30.
desember 1941 og lést í ágúst 1983,
aðeins rúmlega fertugur. Nú eru lið-
in rúm 50 ár síðan Ingi Hrafn vakti
þjóðarathygli fyrir verkið Fallinn
víxill sem sýnt var á höggmynda-
sýningu á Skólavörðuholti í sept-
ember 1968. Sýndar voru 32 högg-
myndir og var Fallinn víxill sú fyrsta
sem seldist. Það var sænskur verk-
fræðingur sem keypti verkið á 60
þúsund íslenskar krónur.
sisi@mbl.is
Að undanförnu hefur verið unnið að viðgerð á listaverki sem stendur austast við Bæjarháls í Árbæjarhverfi
Fallandi
gengi er
sem nýtt
Morgunblaðið/Unnur Karen
Hjónavígslum hér á landi fækkaði í
fyrra um tæp 14% frá árinu á undan
samkvæmt nýju yfirliti Hagstofu Ís-
lands yfir hjónavígslur og skilnaði.
Bent er á í umfjöllun Hagstofunnar
að ekki sé þó hægt að draga þá álykt-
un að heimsfaraldur kórónuveirunn-
ar sé skýringin á þessari fækkun þar
sem fjöldi hjóavígslna hafi verið
mjög breytilegur á milli ára.
Hjónavígslur voru alls 1.831 á
seinasta ári eða fimm á hverja eitt
þúsund íbúa, en þær voru töluvert
fleiri eða 2.075 á árinu 2019, eða 5,8 á
hverja þúsund íbúa.
Sjá má á yfirliti Hagstofunnar að
borgaralegum vígslum hefur fjölgað
mikið á umliðnum árum. Um sein-
ustu aldamót voru þær 677 talsins á
einu ári eða 14,6% af öllum hjóna-
vígslum á landinu en þær voru 727 á
árinu 2019 og 677 í fyrra eða ríflega
þriðjungur allra hjónavígslna.
Kirkjulegum vígslum hefur á hinn
bóginn fækkað nokkuð. Þær voru
1.200 á árinu 2001 en tveimur ára-
tugum síðar voru þær 1.154.
„Tíðasti aldur, meðalaldur og mið-
aldur við hjúskap hefur hækkað hjá
bæði konum og körlum en árið 2001
var tíðasti aldur brúðguma 27 ára og
brúða 28 ára. Árið 2020 var meðal-
aldur brúðguma 32 ár og brúða 30 ár.
Meðalaldur karla við upphaf hjú-
skapar er venjulega um tveimur ár-
um hærri en kvenna,“ segir í umfjöll-
un Hagstofunnar.
Fram kemur að þó að lögskilnuð-
um hafi fjölgað úr 545 á aldamóta-
árinu í 687 í fyrra, er fjöldi þeirra
stöðugur yfir tímabilið þegar litið er
á lögskilnaði á hverja þúsund íbúa
eða 1,9 í fyrra á þúsund íbúa.
Aldur þeirra sem skilja hefur
hækkað nokkuð á umliðnum árum.
Fram kemur að á síðustu fimm árum
hafa flestir þeirra sem skilja verið á
aldrinum 35 til 44 ára. Sjá má af töl-
um Hagstofunnar að aldur þeirra
sem skilja hefur farið hækkandi á
umliðnum árum. Þannig var t.a.m.
meðalaldur karla við lögskilnað 41,9
ár um seinustu aldamót en var kom-
inn upp í 46,1 ár í fyrra. Meðalaldur
kvenna við lögskilnað var 39,3 ár árið
2001 en hafði hækkað í 43,1 ár í
fyrra. Sem fyrr segir hefur aldur
hjónaefna við hjúskap hækkað á um-
liðnum árum og algengasta lengd
hjónabands sem endar með skilnaði
virðist því ekki hafa breyst í sama
mæli.
Hjúskapartíðni hækkaði hér
Í samanburði við önnur lönd kem-
ur fram að annars staðar á Norður-
löndunum var hjúskapartíðni hæst í
Danmörku eða 5,3 á hverja þúsund
íbúa árið 2019. Frá 2010 til 2019
lækkaði hjúskapartíðni í Noregi,
Finnlandi og Svíþjóð en hækkaði yfir
sama tíma á Íslandi og var 5,5 á
hverja þúsund íbúa hér frá 2016 til
2020. Lægsta hjúskapartíðni er í
Finnlandi og Noregi eða um fjórar
hjónavígslur á hverja þúsund íbúa,
að því er fram kemur í umfjöllun
Hagstofunnar. omfr@mbl.is
Hjónavígslum fækkaði um 14% í fyrra
- Borgaralegum vígslum hefur fjölgað mikið - Karlar og konur ganga í hjúskap nokkru eldri en áður
fyrr og skilnaðir eiga sér stað síðar á lífsleiðinni - Meðalaldur brúðguma 32 ár og brúða 30 ár í fyrra
Vígslur og skilnaðir
» Borgaralegar hjónavígslur
voru 11,9% af öllum hjóna-
vígslum á árinu 1990 en þær
voru 37% á seinasta ári.
» Kirkjulegar hjónavígslur
voru 83% allra hjónavígslna
árið 1980 en 63% í fyrra.
» Tíðni skilnaða er svipuð í ná-
grannalöndunum og á Íslandi.
Hún var 1,8 á þúsund íbúa í
Danmörku og 1,9 í Noregi árið
2019 en tveir lögskilnaðir á
þúsund íbúa á Íslandi sama ár.
Fjöldi hjónavígslna á hverja 1.000 íbúa
1971 til 2020 Tegund hjónavígslna
1971 og 202010
8
6
4
2
1971 1978 1985 1992 1999 2006 2013 2020
Heimild: Þjóðskrá Íslands
5,0
5,8
4,0
6,3
8,8
7,9
Kirkjulegar vígslur
Borgaralegar vígslur 63%
37%7%
93%
1971 2020
Arctic Circle-ráðstefnan, Hringborð
norðurslóða, verður sett í Hörpu á
morgun, fimmtudag, og stendur yfir
í þrjá daga. Þingið er fyrsti stóri al-
þjóðlegi viðburðurinn um málefni
norðurslóða síðan Covid-19 hófst.
Yfir 100 málstofur fara fram þar sem
ríflega 400 ræðumenn taka til máls.
Meðal þeirra eru þjóðarleiðtogar,
forstjórar fyrirtækja, vísindamenn
og talsmenn umhverfisverndar.
Samkvæmt upplýsingum frá ráð-
stefnuhöldurum er norðurslóða-
samfélagið að koma saman í fyrsta
sinn síðan forsetar Bandaríkjanna
og Rússlands ræddu ítarlega um
málefni norðurslóða á fundi sínum í
Genf í sumar. Ný staða norðurslóða
á vettvangi heimsmálanna verði því
ofarlega á baugi í Hörpu næstu daga.
Við upphaf ráðstefnunnar á morg-
un mun Katrín Jakobsdóttir for-
sætisráðherra flytja ræðu. Ný stefna
ESB í málefnum norðurslóða verður
kynnt á opnunarfundinum af Virg-
inijus Sinkevicius, ráðherra ESB um
málefni umhverfis, hafs og fiskveiða.
Bandarískir öldungadeildarþing-
menn taka til máls og einnig ráð-
herra úr nýrri ríkisstjórn Græn-
lands, Naaja Nathanielsen. Málefni
Grænlands verða rædd sérstaklega í
nokkrum málstofum.
Nicola Sturgeon, forsætisráð-
herra Skotlands, flytur einnig ávarp
á opnunarfundi Arctic Circle, sem og
Jeppe Kofoed, utanríkisráðherra
Dana, Jongmoon Choi, aðstoðarut-
anríkisráðherra S-Kóreu, Bárður Á.
Steig Nielsen, lögmaður Færeyja,
og Valery Falkov, ráðherra vísinda í
Rússlandi.
100 málstofur og 400 ræðu-
menn um norðurslóðir
- Þjóðarleiðtogar á Arctic Circle sem hefst á morgun
Morgunblaðið/Eggert
Norðurslóðir Katrín Jakobsdóttir
og Ólafur Ragnar í umræðum.