Morgunblaðið - 13.10.2021, Síða 8

Morgunblaðið - 13.10.2021, Síða 8
8 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 2021 Margvísleg útilokun er vinsæl um þessar mundir og sækir á ef eitthvað er. Útilokunin er iðu- lega í nafni frjálslyndis eða góð- mennsku, nema hvort tveggja sé, og skýtur sú tenging skökku við. - - - Í hlað- varpi breska vikuritsins The Spectator var á mánudag rætt um þá ákvörðun háskólans í Nottingham að hafna kaþólskum presti sem biskup hafði tilnefnt þar sem skóla- yfirvöld voru ósátt við tíst prests- ins. - - - Í umfjölluninni kom fram að tíst- in hefðu aðeins verið í sam- ræmi við trúarsannfæringu kaþ- ólskra og boðun kaþólsku kirkjunnar, en skólinn var ósáttur við hvernig presturinn tjáði sig um fóstureyðingar og líknarmorð. - - - Fleiri dæmi um fórnarlömb úti- lokunarinnar voru rakin í þessum umræðum og áhyggjum lýst af því hversu langt í þessa átt sumir háskólar hefðu gengið. Sumir þeirra voru þó sagðir reyna að spyrna við fótum og stjórnvöld voru einnig sögð vilja bregðast við þessari áráttu og reyna að verja tjáningarfrelsið með lagasetningu. - - - Athyglisvert er að útilokunin beinist jafnan að borgara- legum eða íhaldssömum sjónar- miðum og þeim sem taldir eru hallast til hægri í stjórnmálum. Hinir þurfa ekki að sæta slíkri úti- lokunarmeðferð, sama hversu langt þeir ganga. - - - Það er fagnaðarefni að vinstri- menn fái að tjá sig hindr- unarlaust, en allir ættu að samein- ast um að hið sama gildi líka um hina. Tjáning fyrir suma, útilokun annarra? STAKSTEINAR ÓLATILBOÐ Malika125 með setu verð . vsk. 20 óll erð vsk. 05 aðri setu verð m. vsk. Malika1 Staflast Tilboðsv 14.648 m. Malika1 Með bólstr Tilboðs 18.907 Staflastóll bólstraðri Tilboðs 20.269 m ST Malika100 Tilboðsverð 13.664 m. vsk. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Ákvörðun um flutning embættis- manna er í höndum veitingarvalds- hafa og hefur veitingarvaldshafi heimild til að flytja embættismann í annað starf án auglýsingar, það er í starf almenns starfsmanns, sam- kvæmt 36. grein laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins (70/ 1996). Forsenda þess er að allir hlut- aðeigandi aðilar séu samþykkir því. Sé það gert skal greiða embættis- manninum launamismun, ef starfið sem hann tekur við er lægra launað en fyrra starf, þann tíma sem eftir er af skipunartíma hans. Þetta kom fram í svari fjármála- og efnahagsráðuneytisins við fyrir- spurn Morgunblaðsins. Hún var send í framhaldi af frétt um að Páll Matthíasson, fyrrverandi forstjóri Landspítalans, hefði óskað eftir til- flutningi úr starfi forstjóra í stöðu sérfræðings á Landspítalanum. Í þessu tilfelli var veitingarvalds- hafi heilbrigðisráðuneytið og féllst heilbrigðisráðherra á beiðni forstjór- ans fyrrverandi. Jafnframt kom fram að Páll héldi óbreyttum kjörum út skipunartíma sinn, það er í tvö og hálft ár. Auk sérfræðistarfa sinna verður hann nýjum forstjóra innan handar og sinnir tilteknum verkefn- um á vegum ráðuneytisins í tengslum við spítalann. gudni@mbl.is Óbreytt laun út skipunartímann - Veitingarvaldshafi getur flutt embættismann á milli starfa Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Landspítali Fyrrverandi forstjóri spítalans lét nýlega af því starfi. Ari Páll Karlsson ari@mbl.is Rannsókn lögreglunnar á Vest- urlandi á kæru Karls Gauta Hjalta- sonar er lokið en hann kærði nið- urstöðu kosninganna til lögreglu vegna endurtalningar í kjördæminu og meðferðar yfirkjörstjórnar á kjörgögnum við talningu. Þetta staðfesti Gunnar Örn Jóns- son, lögreglustjóri á Norðurlandi vestra, í samtali við mbl.is í gær. Kæra Karls Gauta beinist að end- urtalningunni sem varð til þess að hann og fleiri jöfnunarþingmenn annarra flokka duttu af þingi og nýj- ir úr sömu flokkum komu í þeirra stað. Segir talninguna gallaða Karl Gauti efast um lögmæti end- urtalningarinnar og segir í bréfi til yfirkjörstjórnar í Norðvestur- kjördæmi: „Fyrir liggur að endurtalning eða einhvers konar endurskoðun hafi farið fram mörgum klukkustundum síðar eftir að lokatökur voru til- kynntar og eftir að kjörstjórn yfir- gaf talningarstað. Vandséð er með hvaða lagaheimild sú endurskoðun eða talning fór fram og þar með lög- mæti þeirrar endurskoðunar. Þá skal upplýst að framkvæmd hennar hefur verið kærð til lögreglu vegna mögulegra lögbrota við fram- kvæmd endurtalningar yfirkjör- stjórnar á greiddum atkvæðum í Norðvesturkjördæmi.“ Í fréttum gærdagsins kom einnig fram að undirbúningsnefnd kjör- bréfanefndar Alþingis myndi, við sín störf, afla gagna frá lögreglu um málið. Rannsókn lokið á kæru Karls Gauta - Nefnd Alþingis mun safna gögnum frá lögreglu Morgunblaðið/Hari Alþingi Karl Gauti Hjaltason, fyrr- verandi þingmaður Miðflokksins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.