Morgunblaðið - 13.10.2021, Blaðsíða 12
SVIÐSLJÓS
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
S
vonefndar framkvæmda-
rannsóknir eru í miklum
meirihluta þeirra forn-
leifarannsókna sem fram
fóru í sumar og er raunar ekki öll-
um lokið. Rannsóknin á Seyð-
isfirði, sem stofnað var til vegna
fyrirhugaðra ofanflóðavarna, verð-
ur til dæmis út þessa viku enda
hefur veðurfar verið óvenju hag-
stætt fyrir útivinnu þar eystra að
undanförnu. Alls veitti Minja-
stofnun leyfi til 28 framkvæmda-
rannsókna í ár. Á vef stofnunar-
innar eru þær skilgreindar sem
„fræðileg rannsókn á fornleifum
sem ákveðið hefur verið að rann-
saka vegna framkvæmda. Yfirleitt
unnin innan strangs tímaramma
og kostnaðaráætlunar.“ Að auki
voru fornleifafræðingar við eftirlit
á þremur stöðum þar sem fram-
kvæmdir voru í gangi.
Þrettán vísindarannsóknir
Hreinar vísindarannsóknir
voru þrettán í sumar og tvö leyfi
voru veitt til björgunarrannsókna
vegna minja í hættu.Vísindarann-
sóknirnar voru margar framhald á
rannsóknum sem áður voru hafn-
ar. Bjarni F. Einarsson og sam-
starfsmenn á Fornleifafræðistof-
unni voru við uppgröft á Stöð í
Stöðvarfirði og Arfabót á Mýrdals-
sandi; starfsmenn Fornleifastofn-
unar Íslands voru á sjö stöðum, í
Svarfaðardal, á Odda á Rang-
árvöllum, í Ólafsdal, á Staðarhól í
Dölum, Eyrarbakka, Selströnd og
Galtafelli í Hrunamannahreppi.
Sólrún Inga Traustadóttir
stýrði rannsókn á vegum Háskóla
Íslands á fornum minjum í Árbæ
og Steinunn J. Kristjánsdóttir hélt
áfram rannsókn á Þingeyrum þar
sem leitað er minja um klaustrið
sem þar var á miðöldum. Síðan var
framhaldið rannsókn Háskólans á
Hólum á landnámsminjum í
Hjaltadal undir forystu Guðnýjar
Zoëga. Loks var veitt leyfi til
rannsóknar á vegum Háskóla Ís-
lands á Búðatanga í Hrísey.
Margir áhugasamir
Hægt er að kynna sér margar
þessara fornleifarannsókna á
Facebook-síðum sem forsvars-
menn þeirra halda úti. Eru margir
áhugasamir um það og fylgjast
grannt með fréttum sem þar eru
birtar. Oft eru þar myndir af forn-
gripum sem nýkomnir eru upp úr
jörðinni og þykja forvitnilegir eða
óvæntir fundir. Allir gripir sem
finnast fara í forvörslu og frekari
rannsókn þegar greftri er lokið.
Ekki reynast þeir alltaf vera það
sem fyrst sýnist.
Framkvæmdarannsóknir skila
ekkert síður óvæntum fundum en
hreinar vísindarannsóknir. Dæmi
um það er kumlateigurinn í landi
Fjarðar á Seyðisfirði sem enginn
átti von á. Þar hafa fundist tvö
bátskuml með mannabeinum og
dýrabeinum. „Með bátskumli er
vísað til þess að hinn látni hefur
verið lagður til hvílu í bát en sá
siður virðist hafa verið algengari í
Noregi en á Íslandi,“ segir á
heimasíðu rannsóknarhópsins
Antikva. Af um 400 kumlum sem
grafin hafa verið upp hérlendis frá
upphafi fornleifarannsókna eru að-
eins ellefu slík kuml. Bátskumlin á
Seyðisfirði eru jafnframt þau
fyrstu sem finnast á Austfjörðum
að undanskildu barnskumli með
litlum báti sem fannst að Straumi í
Hróarstungu.
Leitað klausturminja
Meðal vísindarannsókna í
sumar var uppgröftur á Þing-
eyrum undir stjórn Steinunnar J.
Kristjánsdóttur. Er þetta þriðja
sumarið í röð sem grafið er á
staðnum.Verkefnið er að afla upp-
lýsinga um klaustrið sem þar var
fyrr á öldum. Á Þingeyrum reis
ritmenning hátt um tíma, einar 20
bækur sem þar voru skrifaðar
hafa varðveist en ljóst þykir að
mun fleiri hafa verið samdar. Það
var fyrst í sumar sem fornleifa-
fræðingarnir komust niður á
klausturminjarnar því ofan á þeim
eru ríkulegar minjar frá síðustu
öldum. Meðal gripa sem komu upp
úr jörðinni í sumar var forn inn-
siglishringur og húfa sem var
tískuvara fyrr á öldum. Áður hafði
fundist kirkjukambur sem munkar
notuðu í trúarlegum tilgangi
ásamt leifum af skóm, bænaperl-
um og sveskjusteinum sem eru frá
tímum klausturhaldara.
Lykill frá víkingaöld?
Rannsókn Fornleifastofnunar
undir stjórn Kristborgar Þórs-
dóttur á manngerðum helli frá
miðöldum á Odda á Rangárvöllum
hefur vakið talsverða athygli. Ekki
hafa margir fornir gripir fundist
en mannvirkin sjálf eru stærri og
betur gerð en menn ímynduðu sér.
Reyndar kom fágætur gripur í ljós
framan við hellismunnann snemma
í ágúst, lykill sem er líklega frá
víkingaöld. Hann verður rannsak-
aður betur í vetur.
Fornleifar rannsak-
aðar á nær 50 stöðum
Ljósmynd/Af heimasíðu Þingeyrarannsóknarinnar
Klaustur Þriðja sumarið í röð var leitað að minjum um klaustrið sögu-
fræga á Þingeyrum. Þar voru merkar bækur samdar á miðöldum.
12
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 2021
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Alþjóðagjald-
eyris-
sjóðurinn
tilkynnti í gær að
efnahagsviðreisn
heimsbyggðarinnar
væri að fatast flug-
ið. Því valda meðal
annars aukin smit í
sumum heimshlutum, vandræði
á helstu aðfangakeðjum heims
og orkuskortur, sem allt munu
reynast dragbítur á viðreisnina.
Talið er að það hægist á hagvexti
heimsins árið 2022 niður í 4,9%,
eftir kröftugan vöxt á þessu ári,
nær 6% samkvæmt spám, en síð-
an verði hann um 3,3% að jafn-
aði.
Fyrir þessu eru margvíslegar
ástæður, en í grunninn ræðir þar
um misgengi framboðs og eftir-
spurnar. Eftirspurn hefur aukist
mikið eftir að hörðum sótt-
vörnum heimsfaraldursins var
aflétt, en á hinn bóginn hefur
framboðið látið á sér standa.
Við bætist orkuskortur víða
um lönd, sem að hluta má rekja
til ofuráherslu á grænar lausnir í
nafni boðaðrar loftslagsvár, sem
hefur latt menn til fjárfestingar
á vinnslu jarðefnaeldsneytis, en
skortur á því tefur efnahagsbat-
ann.
Efnahagsástand heimsins á
sennilega eftir að versna áður en
það batnar á ný. Enginn skyldi
efa að þessu umróti heimsbyggð-
arinnar mun einnig skola á Ís-
lands strendur fyrr en varir.
Verðbólga er þegar farin að
reigja sig í helstu viðskiptalönd-
um Íslands, en aðeins af þeirri
ástæðu – alls óháð innlendum að-
stæðum – mun verðbólga að öðru
óbreyttu aukast hér á landi. Hún
verður flutt inn með vöru að ut-
an, sem Íslendingar reiða sig svo
ákaflega á. Sú verðbólga mun
óhjákvæmilega hafa áhrif á
vaxtastigið og fyrir því munu
þeir fyrst finna, sem tekið hafa
óverðtryggð lán. Það mun hafa
áhrif á hagkerfi heimilanna og
getur hæglega leitt til víðtækari
ólgu í samfélaginu.
Það bætist á óvissu vegna
kjaraviðræðna rétt handan við
hornið. Engum ætti að dyljast að
atvinnulífið er ekki aflögufært,
en samt talar forysta verkalýðs-
hreyfingarinnar um að það sé
„nóg til“, sem lýsir stakri raun-
veruleikafirringu, skeyting-
arleysi eða ábyrgðarleysi. Því
það er ekki nóg til og ríkisvaldið
er ekki lengur í stöðu til þess að
hlaupa aftur undir bagga, líkt og
gert var í miðjum heimsfaraldr-
inum.
Þrátt fyrir þau óveðursský við
sjóndeildarhring er ástandið
ekki alslæmt.
Það var mikil gæfa að ríkis-
sjóður var einstaklega vel búinn
til þess að fást við heims-
faraldurinn. Sömuleiðis hafa
gleðitíðindin um loðnuna veruleg
áhrif. Margt bendir til þess að
ferðaþjónustan taki hraustlega
við sér. Ísland er í kjörstöðu til
þess að brynja sig
gegn orkukreppu
með því að gera
átak í orkuskiptum,
sem þó verður vit-
anlega að fram-
kvæma af skynsemi
og yfirvegun til að
Ísland lendi ekki í
sömu ógöngum og ríki í Evrópu.
Eins gefur sagan okkur skýr for-
dæmi um að það megi ná skyn-
samlegum samningum á vinnu-
markaði, þar sem viðsemjendur
sýna hófsemd til þess að komast
út úr kórónukreppunni og bægja
frá víðtæku og viðvarandi at-
vinnuleysi.
En það má nefna fleiri tæki-
færi; tækifæri sem kalla á póli-
tískt frumkvæði, dug og þor. Til
þess er einmitt tækifæri nú, þeg-
ar rætt er um endurnýjað stjórn-
arsamstarf, verkaskiptingu og
markmið.
Brýnast er að halda aftur af
verðbólgu og vaxtahækkunum
og til þess höfum við ráð. Hin vel
heppnaða sala á hlut í Íslands-
banka og hækkandi gengi hans
vísar veginn til frekari sölu á
hlut ríkisins í honum, en á sama
tíma þyrfti að draga úr útgáfu
ríkisskuldabréfa. Það mundi
færa okkur nær settu marki.
Raunar mætti vel ganga
lengra en það með sölu á öðrum
fjárfestingum ríkisins og má
nefna Landsbankann í því sam-
bandi, jafnvel aðeins að minni-
hluta til. Ríkissjóður þarf nauð-
synlega á auknu fé að halda og
fráleitt að hafa á sama tíma stór-
kostlega fjármuni bundna, al-
gerlega að þarflausu. Um leið
væri unnt að seðja uppsafnaða
fjárfestingaþörf á markaði,
hemja ríkisskuldabréfaútgáfu og
tempra vexti.
Á vettvangi stjórnmálanna
hefur verið rætt um umbætur í
félagsþjónustu gagnvart börn-
um og eldra fólki. Ekki þó síður
um heilbrigðiskerfið, sem tekur
til sín gríðarlega fjármuni, en
hefur samt ekki náð að uppfylla
þarfir þjóðarinnar. Við blasir að
þar, líkt og víðar á vettvangi hins
opinbera, má ná betri árangri og
hagkvæmni með endur-
skipulagningu og hagræðingu. Í
heilbrigðiskerfinu er það meira
að segja alger forsenda þess að
heilbrigðiskerfið sé starfi sínu
vaxið, en auknar fjárveitingar
einar gætu gert illt verra.
Þar mun reyna á fyrrnefnt
frumkvæði, dug og þor við samn-
ingaborð formanna stjórn-
arflokkanna, en þar mun líka
reyna á forystu, frumleika og
fyrirhyggju. Sagt er að kosn-
ingaúrslitin feli í sér ákall um
stöðugleika, en þau voru ekki
ákall um stöðnun. Á næstunni
kemur í ljós hvort stjórnarflokk-
arnir eru vandanum vaxnir.
Verkefnið er skýrt og þess er
beðið að þeir móti stefnuna fram
veginn, þar sem saman fara
verðmætasköpun, velferð og vel-
sæld.
Á viðsjárverðum
tímum í efnahags-
málum heimsins er
Ísland í einstakri
stöðu}
Verkefnið er skýrt
O
rkumál munu skipa veglegan sess í
stjórnmálunum næstu árin. Fyrir
liggur að raforkukerfi landsins er
nánast fullnýtt á sama tíma og við
stefnum að umfangsmiklum orku-
skiptum á næstu áratugum. Markmið stjórn-
valda er að Ísland verði kolefnishlutlaust eftir
um 20 ár og að 10 árum síðar – um miðja öldina
– verði notkun jarðefnaeldsneytis hætt. Þess-
um markmiðum verður ekki náð nema með
aukinni nýtingu endurnýjanlegra orkuauðlinda
landsins. Þar er einkum um að ræða fallvötnin
og jarðhitann en líklegt er að vindorka bætist
einnig við sem þriðja stoð orkubúskaparins.
Sérfræðingar eru sammála um að mikilvæg-
asta verkefni þjóða heims gegn loftslagsbreyt-
ingum – loftslagsvánni sem svo er nefnd – felist
í því að hverfa frá notkun jarðefnaeldsneytis og
nýta þess í stað endurnýjanlega orkugjafa.
Þetta gerist ekki með öðrum hætti en þeim að náttúruöflin
verði beisluð og nýtt í mun meiri mæli en nú er. Þar erum
við í ákjósanlegri stöðu í samanburði við flestar aðrar
þjóðir vegna þeirrar stefnu um nýtingu jarðhita til húshit-
unar og orku fallvatnanna til framleiðslu rafmagns sem
fylgt hefur verið á undangengnum áratugum.
Til þess að ná markmiðum okkar um orkuskipti þurfum
við að ráðast í frekari virkjun fallvatna og jarðhitans auk
vindorkunnar. Samhliða því að einfalda og auðvelda alla
umsóknarferla liggur verkefnið í því að fella orkunýt-
inguna að almennri stefnumörkun okkar í umhverfis-
málum; finna heppilegt jafnvægi á milli stefnu
um nýtingu náttúruauðlinda annars vegar og
verndarsjónarmiða hins vegar. Ekki verður
bæði haldið og sleppt í þeim efnum. Við búum
svo vel að þegar eru fyrir hendi miklir mögu-
leikar á orkuöflun í landinu án þess að eyði-
leggja þurfi þær dýrmætu auðlindir sem við
eigum í náttúrufegurð landsins. Þau verðmæti
eru eitt helsta aðdráttarafl ferðamanna sem
hingað koma. Þetta tvennt getur vel farið sam-
an ef rétt er haldið á málum.
Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna
hefst í Glasgow í Skotlandi í lok mánaðarins.
Ákallið um græna orku og fráhvarf frá jarð-
efnaeldsneyti mun væntanlega setja mark sitt
á umræður ráðstefnugesta. Sú stefna kallar á
mikið rask á núverandi orkuöflun heimsins,
enda er það óhjákvæmilegt. Vandinn verður
ekki leystur nema á löngum tíma og ekki nema
með því að nýta náttúruna með skilvirkum en um leið
sjálfbærum hætti líkt og við Íslendingar höfum gert. Þá er
átt við vatnsaflið og jarðvarmann en einnig sólarorku,
vindorku og jafnvel kjarnorkuna. Við Íslendingar getum
ekki staðið hjá eða skilað auðu gagnvart þessu stóra verk-
efni sem þjóðir heims standa frammi fyrir. Tækifærin eru
líka fyrir hendi, bæði til að framleiða orku, minnka losun
gróðurhúsalofttegunda og efla tækniþróun í landinu. Okk-
ur ber að nýta þau tækifæri. aslaugs@althingi.is
Áslaug Arna
Sigurbjörns-
dóttir
Pistill
Nýtum tækifærin í orkumálum
Höfundur er dómsmálaráðherra.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen