Morgunblaðið - 13.10.2021, Page 16
16 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 2021
✝
Tama Sólbjörg
Vestergaard
fæddist í Lopra á
Suðurey í Fær-
eyjum 23. apríl
1936. Hún lést 23.
september 2021 á
LSH. Foreldrar
hennar voru hjónin
Jens Sofus Vester-
gaard frá Sumba á
Suðurey, f. 1905, d.
1980, og María
Vestergaard, fædd Brynjólfs-
dóttir, frá Eyrarsveit á Snæ-
fellsnesi, f. 1909, d. 2003. Tama
var þriðja í röð fjögurra systk-
ina. Elst er Esther Brynhild
Nielsen, f. 1930, gift Rasmusi
Nielsen, f. 1924, d. 1997, býr í
Sandavági í Færeyjum, Her-
garð, f. 1931, d. 2016, bjó í
Stykkishólmi, Ingibjörg Ves-
tergaard, f. 1938, gift Sólver
Hafsteini Guðnasyni, f. 1937,
búsett í Garðabæ.
Tama ólst upp hjá foreldrum
sínum í Lopra og gekk þar í
skóla, en 18 ára fór hún á hús-
mæðraskóla í Danmörku.
Eiginmaður Tömu var Davíð
Guðmundur Bjarnason bifreiða-
stjóri, f. 1940, d. 1983. Hann var
Áróra Ásgeirsdóttir, f. 1997. 4)
Bjarni Sigurður, f. 1972, d.
2019, var búsettur í Reykjavík.
Fyrir átti Tama Maj-Britt Ves-
tergaard sjúkraliða, f. 1957, gift
Guðmundi G. Haraldssyni pró-
fessor, f. 1953, búsett í Kópa-
vogi. Börn þeirra eru: a) María
Vestergaard, f. 1977, sam-
býlism. Eiður Fannar Erlends-
son, f. 1981, synir þeirra eru
Guðmundur Gunnar, f. 2005,
Erlendur Fannar, f. 2011, og
Kristján Jens, f. 2014. b) Har-
aldur Gunnar, f. 1987, sam-
býlisk. Ebba Sif Möller, f. 1987,
og eiga þau Guðmund Gunnar,
f. 2017. c) Hjálmar Vesterga-
ard, f. 1989, og á hann Sonju
Björt Ylfu- og Hjálmarsdóttur,
f. 2014.
Tama vann við ýmis störf,
m.a. hjá ríkisskattstjóra til
fjölda ára, saman stofnuðu Dav-
íð og Tama og ráku fyrirtækið
Plastpökkun hf. um nokkurra
ára skeið. Tama vann nokkur
ár á Hótel Sögu og loks sem að-
stoðariðjuþjálfi hjá Lömuðum
og fötluðum.
Sambýlismaður Tömu til 30
ára er Gísli Þórðarson bifreiða-
stjóri, f. 1944, ættaður frá Öl-
keldu, Staðarsveit á Snæfells-
nesi. Seinustu mánuðina bjó
Tama á dvalarheimilinu Ísafold
í Garðabæ.
Útför Tömu fór fram í kyrr-
þey 4. október 2021 frá Linda-
kirkju í Kópavogi.
ættaður úr Stykk-
ishólmi og voru
foreldar hans hjón-
in Kristín Bryn-
hildur Davíðsdóttir
og Bjarni Sigurður
Jakobsson. Börn
þeirra eru:
1) Súsanna Hel-
en hjúkrunarfræð-
ingur, f. 1958, gift
Skafta Gunnars-
syni viðskiptafræð-
ingi, f. 1959, búsett í Garðabæ.
Börn þeirra eru: a) Berglind
Björk, f. 1992, sambýlism.
Oddvar Godø Elgvin, f. 1995. b)
Birta Dögg, f. 1994. c) Ásdís
Hrund, f. 1997. 2) Sigríður Ása,
f. 1960, búsett í Reykjavík. Son-
ur hennar er Davíð Guðmundur
Arnarson, f. 1987. 3) Kristín
Brynhildur kennari, f. 1962, gift
Ásgeiri Loga Ásgeirssyni fram-
kvæmdastjóra, f. 1963, búsett á
Ólafsfirði. Börn þeirra eru: a)
Sæunn Tamar, f. 1990, sam-
býlism. Sigtryggur Arnþórsson,
f. 1984, börn þeirra eru Arnþór,
f. 2017, og Áróra Kristín, f.
2021. b) Gunnlaug Helga, f.
1995, sambýlism. Kristján Jóns-
son, f. 1988. c) Sigurbjörg
Mér er bæði ljúft og skylt að
rita eftirmæli um kæra tengda-
móður mína, Tömu Vesterga-
ard, sem lést 23. september sl.
85 ára gömul. Ég kynntist
Tömu þegar ég fór að gera hos-
ur mínar grænar fyrir Maj-
Britt elstu dóttur hennar, sem
þá var nýkomin til náms á Ís-
landi frá Færeyjum þar sem
hún ólst upp hjá móðurforeldr-
um sínum. Tama bjó þá í
Skerjafirðinum ásamt fjöl-
skyldu sinni, Davíð Bjarnasyni
og börnum þeirra hjóna þeim
Súsönnu, Siggu, Stínu og
Bjarna. Er ekki að orðlengja
það að fjölskyldan tók þessum
rauðhærða efnafræðinema opn-
um örmum frá fyrstu tíð.
Tama fæddist og ólst upp í
Lopra, litlu þorpi á syðsta hluta
Suðureyjar í Færeyjum. For-
eldrar hennar voru sæmdar-
hjónin Jens Vestergaard frá ná-
grannabænum Sumba og kona
hans María Brynjólfsdóttir sem
var fædd og uppalin á Snæfells-
nesi. Í Lopra gekk María jafn-
an undir nafninu Íslandskonan,
en þangað fluttist hún 1930.
Þar var starfrækt hvalveiðistöð
í meira en hálfa öld frá 1901-
1953. Má því nærri geta að
mikið líf hefur verið í Lopra á
uppvaxtarárum Tömu því þar
starfaði fjöldi manns við vinnslu
á afurðum stórhvela. Faðir
hennar var mikið fjarvistum
sem sjómaður á miðum við Ís-
land og Grænland og á stríðs-
árunum sigldi hann með fisk-
afurðir til Bretlands. Að hætti
Færeyinga stundaði hann sauð-
fjárrækt í Lopra, sjóróðra þeg-
ar hann dvaldi heima og skaff-
aði vel af fiski, sjófugli og
eggjum til heimilisins úr björg-
unum á Suðurey. Allt þetta
mótaði Tömu á æskuárunum í
Færeyjum.
Tama var hæglát en glaðvær
og kát kona, heilsuhraust,
hörkudugleg og samviskusöm.
Þau Davíð voru okkur einstak-
lega góðviljuð og gjafmild og
nutum við ómældrar velvildar
þeirra og gæsku. Það var Tömu
og okkur öllum mikið áfall þeg-
ar Davíð féll frá aðeins 43 ára
gamall 1983. Tama gafst ekki
upp og lagði enn harðar að sér.
Hún hafði mikinn metnað fyrir
börnin sín, fjölskyldur þeirra,
ömmubörnin og síðar lang-
ömmubörnin. Hún setti hag
þeirra ávallt í fyrirrúm enda
var hún þeim öllum einkar kær.
Það var Tömu mikið gæfu-
spor þegar hún kynntist eftirlif-
andi sambýlismanni sínum til
þriggja áratuga, Gísla Þórðar-
syni frá Ölkeldu í Staðarsveit.
Þau voru mjög samhent og ferð-
uðust saman til fjarlægra landa,
m.a. Asíu og Afríku, og höfðu
ómælda ánægju af. Gísli reynd-
ist Tömu stoð og stytta þegar
hún varð fyrir heilsubresti 2013
sem og í veikindum Bjarna son-
ar hennar sem féll frá 2019.
Gísli sinnti henni af aðdáunar-
verðri natni, fórnfýsi, alúð og
fagmennsku í veikindum henn-
ar. Á Gísli svo sannarlega mikið
hrós skilið, ómælt þakklæti og
virðingu allra ástvina Tömu.
Tama var myndarleg kona,
reglusöm, hógvær og þægileg í
umgengni. Hún var tónelsk og
söng dátt á góðri stundu að
hætti Færeyinga. Hún var fróð-
leiksfús, vel lesin og fróð um
ýmsa hluti og hafði unun af að
deila margvíslegum fróðleik
með fjölskyldu og vinum og
fylgdist ætíð vel með. Ég er
stoltur af að hafa átt sóma-
konuna Tömu að tengdamóður.
Blessuð sé minning Tömu Ves-
tergaard og sendi ég öllum að-
standendum hennar nær og
fjær mínar innilegustu samúð-
arkveðjur.
Guðmundur G. Haraldsson.
Mig langar að minnast
tengdamóður minnar, Tömu
Vestergaard Bjarnason, með
nokkrum orðum. Okkar fyrstu
kynni voru er ég og dóttir henn-
ar, Kristín, vorum að byrja að
draga okkur saman. Þá var ég í
Stýrimannaskólanum í Reykja-
vík og gat róið lausaróðra með
Eggert Gíslasyni á Njálnum í
Faxaflóann. Fengum við oft
ýmsan meðafla sem við í áhöfn-
inni fengum að „gramsa“ í soð-
ið. Þannig gat ég fært Stínu
nokkur lúðulok, sem hún svo
aftur fór með heim í Einars-
nesið. Leiddi þetta til þess að
Tama vildi fá að sjá þennan
mann sem var svona ötull við að
draga björg í bú. Stína var nú
eitthvað treg til, fannst sam-
bandið kannski ekki komið á
þann stað að hún vildi fara að
kynna piltinn fyrir fjölskyldunni
ennþá. Þá brá Tama á það ráð
að bjóða mér í mat. Nú skyldi
elduð lúða eins og ég hefði aldr-
ei fengið hana tilreidda áður.
Og allt gekk þetta eftir.
Og nú erum við hér, komin
að kveðjustund. Minningarnar
eru margar. Á gleðistundum
eins og í brúðkaupi okkar Stínu
þegar Tama fékk hljómsveitina
til að spila ákveðið lag fyrir sig
og skellti sér svo með alla boðs-
gesti í „kónga“, gegnum allt fé-
lagsheimilið Tjarnarborg, út á
Aðalgötu og stoppaði þar alla
umferð meðan kjóran var að lið-
ast í gegn og inn í hús aftur.
Þegar hún kom og heimsótti
okkur til Tromsö og á Andenes
og svo síðar hingað norður til
Ólafsfjarðar. Þegar Gísli kom
inn í líf hennar og hún blómstr-
aði.
Á sorgarstundum þegar hún
sá á eftir syninum, langt fyrir
aldur fram.
Svo eftir að heilsan brást
henni, heilablæðing sem svipti
hana mætti öðrum megin í lík-
amanum. Hvernig hún barðist
áfram og reyndi að lifa lífinu lif-
andi. Hún fylgdist vel með,
bæði fréttum almennt en svo
sérstaklega afkomendum sínum.
Vissi allt um alla. Hver var að
gera hvað og var alveg sann-
færð um að þetta myndi allt
ganga vel hjá viðkomandi.
Hún var mikill Færeyingur í
sér. Þrátt fyrir að hafa alið
lungann úr sinni ævi hér á Ís-
landi, þá áttu Færeyjar stærst-
an sessinn í hjarta hennar og
huga. Hún fylgdist með jarð-
gangagerð og samgöngubótum
þar ytra og átti ekki orð yfir
máttleysi Íslendinga á því sviði í
samanburði. Hún var alveg með
það á hreinu hvar Færeyinga
var að finna í boltaíþróttunum
hér heima og hélt sérstaklega
með Leiftri meðan þar voru
Jens Martin, Uni Arge og fleiri
góðir menn. Ef Færeyingur tók
þátt í hæfileikakeppni í Dan-
mörku sem síðan var sjónvarp-
að, þá fengum við símtal þar
sem okkur var góðfúslega bent
á að nú skyldum við fylgjast
með.
Með þessum orðum vil ég
þakka kynnin og samfylgdina.
Megir þú hvíla í friði og eiga
góða ferð.
Ásgeir Logi Ásgeirsson.
Með söknuð í hjarta kveðjum
við ömmu okkar, Tömu. Amma
var góð kona og stundum aðeins
of góð. Hún setti alla aðra en
sjálfa sig í fyrsta sæti og vildi
allt fyrir alla gera. Þetta er
merkilegur hæfileiki sem marga
skortir, að minnsta kosti að ein-
hverju leyti. Amma var full af
hlýju og til hennar voru allir
velkomnir. Á heimilinu var æv-
inlega til kaka og maður vissi,
að ef maður færi til ömmu og
afa Gísla, þá fengi maður eitt-
hvað gott. Amma og afi Gísli
voru líka dugleg að koma norð-
ur til okkar á meðan heilsan
hennar ömmu leyfði. Þegar
amma kom gekk hún strax í
húsverkin, spilaði músík og bak-
aði skúffuköku fyrir okkur syst-
ur. Amma var einhvern veginn
alltaf að hjálpa til. Hún var
einnig góð vinkona okkar
systra. Við gátum talað við hana
um strákamálin og alltaf fylgd-
ist hún með þótt hlutirnir væru
komnir í eina flækju. Amma
varð mjög heilsulítil eftir heila-
blóðfallið en hún var alltaf skýr.
Afi Gísli annaðist ömmu allan
tímann og mætti helst tala um
afrek í þeim efnum. Amma var
svo sannarlega heppin með fólk-
ið sem stóð henni næst enda
vorum við heppin með hana. En
nú er komið að kveðjustund og
kveðjum við ömmu okkar með
þeirri kveðju sem hún var vön
að nota. Elsku amma, Guð veri
með þér og passi upp á þig
(koss og faðmlag).
Sæunn, Gunnlaug
og Sigurbjörg.
Elsku amma Tama. Það er
svo sárt hvað þú kvaddir þenn-
an heim skyndilega. Við héldum
að við fengjum meiri tíma. Þú
varst alltaf svo dugleg, þraut-
seig og gafst aldrei upp. Hjarta-
hlýrri manneskju var erfitt að
finna og þú vildir alltaf allt fyrir
alla gera. Við munum sakna
þess að heyra sögurnar þínar og
heyra þig syngja. Þú varst orðin
svo hress og svo gaman að sjá
þig dansa við uppáhaldslagið
þitt „Iko Iko“.
Þú varst alltaf með allt á
hreinu, fylgdist alltaf með öllum
í kringum þig, hvað börn og
barnabörn þín voru að bralla.
Þú elskaðir tónlist, söng og
dans og varst stoltur Færeying-
ur. Þú varst vön að hringja og
passaðir sko upp á að láta okk-
ur vita ef það voru Færeyingar
að keppa í keppnum. Þú hlust-
aðir mikið á útvarp, bæði ís-
lenskt og færeyskt, og sögur og
varst dugleg að segja frá því.
Einnig lumaðir þú alltaf á
bröndurum og það var alltaf
stutt í hláturinn.
Þú varst alveg einstaklega
góð og gjafmild, vildir allt fyrir
alla gera og settir sjálfa þig
aldrei í fyrsta sæti, allir aðrir
komu á undan. Þér fannst gam-
an að fara í búðir og passaðir
upp á að allir ættu nóg og eng-
an vantaði neitt. Þið Gísli elsk-
uðuð að ferðast og voruð ekki
hrædd við að fara á framandi
slóðir sem var svo aðdáunar-
vert.
Þú varst einnig mikill dýra-
vinur og þér þótti mjög vænt
um Ronju litlu. Þú spurðir alltaf
um hana og skildir hana sko
ekki út undan, keyptir á hana
föt og alltaf fékk hún líka jóla-
gjöf. Ronja vissi líka alveg hjá
hverjum hún gæti fengið smá
matarbita við matarborðið.
Þú varst einstaklega hand-
lagin og varst dugleg að búa til
eitthvað í höndunum svo sem að
prjóna, mála, búa til glerlist og
svo margt fleira. Okkur þykir
óendanlega vænt um alla fallegu
hlutina sem þú bjóst til og gafst
okkur.
Það var aldrei langt í trúna
og fórst þú alltaf með bænirnar
þínar, baðst fyrir öllum í kring-
um þig.
Takk amma fyrir að vera sú
sem þú varst, svo góð, hlý,
fyndin, sterk og þrautseig. Þú
varst alla tíð ákveðin og trú
sjálfri þér. Takk fyrir að hafa
alltaf verið til staðar fyrir okk-
ur. Takk fyrir allt sem þú hefur
gefið okkur. Takk fyrir allar
stundirnar saman og góðu
minningarnar. Takk fyrir öll jól-
in saman, þau verða tómleg án
þín.
Þín verður sárt saknað elsku
amma Tama. Við vitum að þú
ert á betri stað. Hvíl í friði.
Þínar ömmudætur,
Berglind Björk, Birta
Dögg og Ásdís Hrund.
Tama Vestergaard
Bjarnason
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
tengdaamma og langamma,
SÓLRÚN ÓLAFSDÓTTIR,
bókari og fyrrv. bóndi,
Kirkjubæjarklaustri II,
varð bráðkvödd föstudaginn 8. október.
Hún verður jarðsungin frá Prestsbakkakirkju á Síðu
laugardaginn 23. október klukkan 13.
Guðrún Lárusdóttir Þórarinn Leifsson
Fanney Ólöf Lárusdóttir Sverrir Gíslason
Kristín Lárusdóttir Guðbrandur Magnússon
barnabörn og barnabarnabarn
Elskuleg systir okkar,
MAGNEY STEINGRÍMSDÓTTIR,
Bólstaðarhlíð 45,
lést á Hrafnistu Sléttuvegi fimmtudaginn
7. október.
Útförin verður auglýst síðar.
María Steingrímsdóttir
Bragi Steingrímsson
Magnús Steingrímsson
og fjölskyldur
✝
Jacob Jacob-
sen fæddist í
Reykjavík 24. apr-
íl 1943. Hann lést
á Landspítalanum
29. júlí 2021.
Foreldrar hans
voru Marín Ingi-
björg Bjarnadóttir
Jacobsen og Peder
Jacobsen. Seinni
maður Ingibjargar
var Gunnar Ár-
mann Björnsson. Systkini Ja-
cobs eru Kristjana Ingibjörg
Jacobsen og Björn Gunn-
arsson.
Eiginkona Jacobs var Þór-
unn Eydís Lár-
usdóttir, f. 1. sept-
ember 1947, d. 17.
febrúar 2011. Þau
áttu fjögur börn.
Elstur var Pétur
Ingi, en hann lést
15. mars 2019.
Eftirlifandi börn
Jacobs eru: Ragna
Lára, Jakob Þór
og Sólveig El-
ísabet. Jacob átti
einnig tengdabörn, fimmtán
barnabörn og fjögur barna-
barnabörn.
Útför Jacobs fór fram í
kyrrþey 5. ágúst 2021.
Jacob þurfti fljótt að takast á
við lífið. Við misstum pabba okk-
ar þegar hann var 7 ára og ég 3
ára. Helmingur af æskuheimili
okkar var þá fokheldur. Mömmu
okkar tókst að ljúka við viðbygg-
inguna og úr varð lítil íbúð með
sameiginlegum inngangi, þvotta-
húsi, klósetti og sturtu, sem hún
gat leigt út og við höfðum öruggt
húsnæði og við vorum líka hepp-
in, því við höfðum ömmu okkar
búandi hjá okkur. Eftir 9 ár fór
hamingjuhjólið hjá mömmu okk-
ar að snúast á ný og hún hóf nýtt
líf er við eignuðumst fósturföður
og seinna bróður. Starfsævin
byrjaði snemma hjá Jacobi, strax
eftir fermingu fór hann að vinna
á sveitabýlum og var nokkur ár á
togurum áður en hann gerðist
verktaki við jarðvinnu og fór að
vinna sjálfstætt með vörubíl og
önnur tæki ásamt vinnu við
sprengingar. Hann giftist æsku-
vinkonu minni, Þórunni Lárus-
dóttur, og eignuðust þau fjögur
börn. Hún þurfti að berjast við
erfið veikindi mörg seinni ár sín
og reyndi þá sannarlega á þau
áður en hann missti hana. Þau
áttu hamingjuríkt líf þrátt fyrir
veikindi hennar. En mikill var
missir hans. Ég sagði honum
stuttu áður en hann dó að ég væri
hrædd um að hann færi að leggja
upp í sína seinustu ferð, sagði
honum að mig hefði dreymt Þóru
og að hún hefði verið búin að
smyrja fullan bakka af snittum,
en snitturnar sem ég hafði ætlað
að smyrja varð ég að hætta við
þar sem áleggið hjá mér var fros-
ið, ég sagði honum að þessi
draumur hlyti að tákna að Þóra
væri alveg tilbúin að taka á móti
honum, en ég ekki tilbúin að láta
hann fara. Hann lét sig hafa það
að hlusta á drauminn og sagði
svo: það verður nú varla leiðin-
legt – og glotti en hann var oft
góður í því og oft stutt í grínið.
Og ég átti ekki að hafa áhyggjur.
Mörg sl. ár hefur hann fært mér
blómvönd í kringum afmælið
mitt. Á síðasta afmæli mínu var
hann á spítalanum, nokkrum
dögum seinna var hann farinn
heim. Það liðu svo einhverjir dag-
ar, þá kom Jacob Þór sonur hans
heim til mín með pabba sinn,
hann segir mér að fara og tala við
pabba sinn í bílnum því hann
treysti sér ekki að koma inn. Ég
fór að bílnum til að tala við hann,
þá réttir hann mér fallegan blóm-
vönd og segir að þetta hafi átt að
koma á afmælinu mínu. Jacob
Þór sonur hans sagði mér svo að
þessi vöndur hefði verið mikið
mál hjá honum og að hann hefði
verið sendur í blómabúð og feng-
ið ákveðin fyrirmæli um hvernig
blómin ættu að vera og hann átti
að taka mynd af blómunum og
sýna honum í bílnum áður en
hann keypti þau, þau áttu líka
sum að vera óútsprungin. Ég hef
oft fengið falleg blóm, en þessi
vöndur verður mér án efa alltaf
eftirminnilegur. Síðast þegar ég
heimsótti hann á spítalann leið
honum greinilega ekki nógu vel
og ég hugsaði að heimsóknum
mínum til hans færi að fækka.
Hann lifði bara fáa daga eftir
þessa heimsókn mína. Hann átti
marga góða kosti sem komu vel í
ljós hjá honum á erfiðum tímum.
Ég held að hann hafi verið sáttur
við að kveðja og ég kveð góðan
bróður og á eftir að minnast
margs og sakna. Við Bjöggi send-
um börnum hans og fjölskyldum
þeirra samúðarkveðjur.
Kristjana Jacobsen.
Jacob
Jacobsen