Morgunblaðið - 13.10.2021, Blaðsíða 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 2021
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
.Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
.Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
.Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
.Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
.Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Húsviðhald
Hreinsa
þakrennur
fyrir veturinn og
tek að mér ýmis
smærri verkefni.
Uppl. í síma 847 8704
manninn@hotmail.com
Færir þér
fréttirnar
mbl.is
Raðauglýsingar
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl.9:00-12:30, nóg pláss - Morgun-
spjall, heitt á könnunni kl.10:00 - Dansfimi með Auði Hörpu kl.12:50,
ókeypis - Söngstund við píanóið, með Helgu kl.13:45 - Kaffi kl.14:30-
15:00 - Bókaspjall með Hrafni kl.15:00 - Nánari upplýsingar í síma
411-2702 - Allir velkomnir.
Árskógar 4 Smíðastofa með leiðb. kl. 9-14. Opin vinnustofa kl. 9-12.
Stóladans m. Þóreyju kl. 10. Bónusbíllinn, fer frá Árskógum 6-8 kl.
12.55. Pílukast kl. 13. Dansleikfimi kl. 13:45. Hádegismatur kl. 11.40-
12.40. Kaffisala kl. 14.45-15.30. Heitt á könnunni, Allir velkomnir.
Sími: 411-2600.
Boðinn Leikfimi kl. 10:30. Handavinnustofa opin frá kl. 12:30-15:00.
Leshópur kl. 15:00. Sundlaugin er opin frá kl. 13:30-16:00.
Breiðholtskirkja Kyrrðar- og fyrirbænastund kl. 12:00 alla miðviku-
daga, súpa og brauð eftir stundina. Eldriborgara starfið "Maður er
manns gaman" er kl. 13:15. Allir hjartanlega velkomnir.
Bústaðakirkja Hádegistónleikar kl. 12.05 ,,Manstu gamla daga”,
Diddú, Örn Árna og Jónas Þórir flytja. Súpa í safnaðarsal á eftir.
Félagsstarf heldur áfram í safnaðarsal og verður sér Elínborg Sturlu-
dóttir gestur dagsins og segir frá Pílagrímaferðum í máli og myndum.
Kaffið á sínum stað og prestur verður með hugleiðingu og bæn.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Qigong kl. 7:00-8:00. Kaffisopi og
spjall kl. 8:30-11:00. Ljóðahópur Soffíu kl. 10:00-12:00. Spaugarar og
spellarar kl. 10:30-11:30. Hádegismatur kl. 11:30-12:30. Salatbar kl.
11:30-12:15. Kaplar og spil kl. 13:30.Tálgun með Valdóri kl. 13-15:30.
Síðdegiskaffi kl. 14:30-15:30.
Garðabær Poolhópur í Jónshúsi kl. 9:00. Gönguhópur fer frá Jóns-
húsi kl. 10:00. Skák í Jónshúsi kl. 10:30. Gönguhópur fer frá Smiðju kl.
13:00. Bridge í Jónshúsi kl. 12:30-15:30. Stólajóga kl. 11:00 í Kirkjuhv.
Gler kl. 13:00 í Smiðju Kirkjuhv. Vatnsleikf Sjál kl. 15:00 / 15:40 og
16:20. Zumba Gold kl. 16:30.
Gerðuberg Opin vinnustofa í Búkollulaut frá kl. 8:30, heitt á könn-
unni. "Augnablik ég á mér rödd" stutt og skemmtilegt námskeið með
Rebekku og Þóreyju kl. 09:30. Félagsvist frá kl. 13:00. - Döff Félag
heyrnarlausra frá kl. 12:30.
Gjábakki Kl. 8.30 til 11.30 opin handavinnustofa og verkstæði. Kl. 10.
til 11.15 bozzia. Kl. 12 til 14.30 postulínsmálun á verkstæði. Kl. 13 til
14.30 bingó í aðalsal. Kl. 14 til 15.30 leshópur í handavinnustofu. Kl.
14 til 16 Nafnlausi leikhópurinn með námskeið.
Guðríðarkirkja. Félagsstarf eldriborgara miðvikudaginn 13.október
kl: 12:00. Helgistund í kirkjunni og söngur. Matur verður í safnaðar-
heimilinu kr. 1000.- Lesin verður saga. Við fáum góðan gest til okkur.
Skráning í haustlitaferðalagið kr. 2000.- Hlökkum til að sjá ykkur sr.
Leifur, sr. Pétur, Hrönn og Lovísa.
Gullsmári Myndlist kl. 9.00 Boccia kl. 10.00 Postulín og Kvenna-
bridge kl. 13.00
Hraunbæ 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi milli
9:00-11:00. Ganga með Evu kl 10:00-11:00 allir velkomnir. Útskurður
með leiðbeinanda kl 9:00-12:00 500kr skiptið.
Hraunsel Billjard kl. 8 -16. Stóla yoga kl. 10:00. Línudans kl. 11. Bingó
kl. 13. Handverk kl. 13. Gaflarakórinn kl. 16
Hvassaleiti56-58 Morgunkaffi og spjall frá 8:30-10:30. Útvarpsleik-
fimi kl. 9:45. Handavinna – opin vinnustofa 13:00-16:00. Bridge kl. 13.
Hádegismatur kl. 11:30-12:30, panta þarf fyrir hádegi deginum áður.
Korpúlfar Morgunleikfimi útvarpsins í Borgum kl. 9:45, gönguhópar
Korpúlfa þrír styrkleikahópar kl. 10:00 frá Borgum og inni í Egilshöll,
kaffispjall á eftir. Keila hjá Korpúlfum í Egilshöll kl. 10:00. Korpúlfa-
bingó kl. 13:00 í Borgum margt góðra vinninga. Qigong með Þóru
Halldórsd. hefst á ný í dag kl. 16:30 í Borgum. Allir hjartanlega vel-
komnir.
Seltjarnarnes Kaffirókur alla morgna frá kl. 9.00. Leir á Skólabraut
kl. 9.00. Botsía Skólabraut kl. 10.00. Billjard Selinu kl. 10.00.
Kyrrðarstund í kirkjunni kl. 12.00.Timburmenn Valhúsaskóla kl. 13.00.
Gler á neðri hæð félagsheimilisins kl. 13.00. Handavinna, samvera og
kaffi í salnum á Skólabraut kl. 13.00. Á morgun fimmtudag kl. 13.30
verður bingó í salnum á Skólabraut. Allir hjartanlega velkomnir.
Guðlaugur Þór Þórðarson,
utanríkisráðherra, verður gestur á opnum
hádegisfundi eldri sjálfstæðismanna, í dag
kl. 12:00 í Valhöll. Húsið opnar 11:30.
Allir velkomnir.
Fundir/Mannfagnaðir
Elsku vinkona
okkar, það er erfitt
að trúa því að þú
sért látin. Okkur
var kippt á jörðina og tíminn stóð
í stað við þessar fréttir. Minning-
ar um þig þutu í gegnum hugann
og birtust ljóslifandi. Þegar þú
labbaðir inn í Snælandsskóla með
rauða hárið, glottandi, í prjónaðri
peysu, með kassaskólatösku og
við hittum þig í fyrsta sinn. Þú
varst hlédræg, skemmtileg og
réttsýn vinkona en við fylgdumst
að í gegnum grunnskólann og
áfram inn í lífið. Réttlætiskennd-
in og eljan dreif þig áfram í lög-
Guðbjörg Sigríður
Einarsdóttir
✝
Guðbjörg Sig-
ríður Ein-
arsdóttir fæddist 3.
júní 1980. Hún lést
25. september
2021.
Útförin fór fram
11. október 2021.
regluna þangað sem
þú stefndir og áttir
svo sannarlega
heima. Það voru
mikil forréttindi að
fá að deila svo mörg-
um stundum með
þér sem einkennd-
ust af traustum vin-
skap.
Þú varst fyrst
okkar að verða móð-
ir, elsku Ivy Alda
kom í heiminn og lífið tók svo
sannarlega góðum breytingum.
Virkilega sem Ivy Alda var hepp-
in að fá þig sem móður og ljóst að
hún mun búa að yndislegum
minningum og góðu uppeldi frá
þér. Við fylgdumst af aðdáun með
sambandi ykkar Jóhönnu og
hvernig þið fylgdust að með Ivy
Öldu. Það er mikill fengur fyrir
hana að eiga yndislega móður-
systur að í dag.
Það er óraunverulegt og
óskaplega erfitt að kveðja þig allt
allt allt of snemma.
Við vottum Ivy, Jóhönnu og
fjölskyldu okkar dýpstu samúð.
Minning þín er ljós sem lifir!
Horfin úr heimi augnablik
hverfur ei aftur þar við sit.
Lokar nú augum hinsta sinn
í langa ferð þangað inn.
Í töfralandið stígur þú
æðri slóðir sérðu nú
Þú áttir von
sem nú í flýti flýgur hjá
og átt í senn eilíft líf
friður yfir þér
um langan veg
sem sál þín snemma fer.
Í huganum öll við fylgjum þér
með söknuði hvert sem lífið fer.
(VV&B)
Þínar vinkonur,
Eyrún, Jónína og Klara.
Elsku Gugga okkar, við eigum
eftir að sakna þín svo mikið. Allar
minningarnar sem við eigum um
þig frá því að við kynntumst í
Snælandsskóla. Bara smástelpur
í krumpugöllum með beinklippt-
an topp. Leikir eftir kvöldmat,
hittingar á körfuboltavellinum,
sólböð í unglingavinnubeðum,
þaulskipulögð plott til að lauma
okkur inn á skemmtistaði og
seinna kerlingaboð þar sem allt
var rifjað upp og rætt. Við fylgd-
umst hver með annarri í gegnum
lífið. Þetta eru minningar sem við
munum geyma með okkur og
hafa gert okkur að þeim sem við
erum í dag.
Þú varst hæglát og hafðir þig
aldrei mikið í frammi. Það sem
einkenndi þig svo sterkt var kald-
hæðni húmorinn þinn. Við gátum
alltaf treyst á að þú sæir fyndnu
hliðina á aðstæðum sem við kom-
um okkur í og máttum búast við
að þú héldir andliti á meðan þú
hvíslaðir einhverri athugasemd
að okkur, sem við sprungum úr
hlátri yfir. Styrkleiki og traust
voru þínir bestu kostir. Það var
hægt að koma til þín með hvaða
vandamál sem var, alltaf var
hægt að treysta á þig.
Elsku Gugga, við geymum þig
í hug okkar og hjarta, hvíldu í
friði.
Hugur okkar er hjá fjölskyldu
þinni á þessum erfiðu tímum.
Þínar vinkonur alltaf,
Halla og Vaka.
Þakklæti er mér
efst í huga þegar
ég hugsa til baka
til þeirra minn-
inga sem við eigum um ömmu
og langömmu. Þakklæti fyrir
Hulda
Friðbertsdóttir
✝
Hulda Frið-
bertsdóttir
fæddist 24. maí
1933. Hún lést 28.
september 2021.
Hulda var jarð-
sungin 9. október
2021.
að börnin mín
fengu að kynnast
þér og þakklæti
fyrir hvað þú varst
hlý og hrósaðir
mér mikið fyrir
uppeldið og
hversu frábær
börn ég ætti!
Þær eru ófáar
minningarnar af
Brekkugötunni og
einna bestar eru
aðfangadagsminningarnar! Ég
vissi að það myndi styttast í
þessa kveðjustund og því
skipti það mig svo miklu að
börnin mín myndu ná einum
jólum eins og ég átti sem
barn! Það gleður mig að hafa
náð því með þér, þótt áramót-
in hafi ekki alveg gengið eins
og við vonuðum.
Það situr svo fast í mér
hvað ég er lánsöm að hafa átt
ömmu sem var svona flott fyr-
irmynd! Hvað þú afrekaðir
mikið þrátt fyrir allt sem lífið
hefur lagt fyrir þig! Ég dáist
að manneskjunni sem þú varst
og hvað þú snertir marga á
lífsleiðinni. Ég hugsa til gleð-
innar sem fylgdi þér og gleð-
innar sem skein úr augunum
þegar við kíktum í heimsókn
og hvað þú varst glöð að fá
börnin í heimsókn án foreldra!
Ég held að það sé ekki al-
veg sokkið inn að nú sértu
farin og á sama tíma og það
er sárt að kveðja með svona
stuttum fyrirvara þá er ég
samt þakklát fyrir að þú
fékkst að fara hratt en ekki
hverfa hægt og rólega eins
og afi! Ég leita huggunar í
því að nú hefur þú fundið
friðinn og hittir aftur afa og
Matta.
Elsku amma hvíldu í friði.
Ég fel í forsjá þína,
Guð faðir, sálu mína,
því nú er komin nótt.
Um ljósið lát mig dreyma
og ljúfa engla geyma
öll börnin þín, svo blundi rótt.
(Matthías Jochumsson)
Guðrún Ásta og börn.
Með Finnboga
Jónssyni er geng-
inn traustur fé-
lagsmaður Verk-
fræðingafélags Íslands. Hann
lauk prófum í eðlisverkfræði og
rekstrarhagfræði frá háskólan-
um í Lundi í Svíþjóð árið 1978
og gekk þá strax í félagið.
Finnbogi sýndi félaginu ætíð
mikinn velvilja og lagði því lið
með ýmsu móti. Hann lagði
einnig yngri verkfræðingum
lið, eins og þeirri er þetta ritar,
leiðbeindi og gaf góð ráð. Finn-
bogi hafði skilning á mikilvægi
verkfræðimenntunar fyrir ís-
Finnbogi Jónsson
✝
Finnbogi Jóns-
son fæddist 18.
janúar 1950. Hann
lést 9. september
2021.
Útför hans var
gerð 8. október
2021.
lenskt atvinnulíf.
Hann studdi við
nýsköpun og frum-
kvöðlastarf og átti
auðvelt með að
setja sig inn í
vandamál sem við
var að etja, hvort
sem það varðaði
rekstur eða tækni-
lausnir. Hann
skildi mikilvægi og
hlutverk félagsins
við að standa vörð um gæði
náms í tæknigreinum og við að
efla og miðla þekkingu á sviði
vísinda og tækni.
Árið 1999 hlaut Finnbogi
gullmerki Verkfræðingafélags
Íslands. Þann heiður hlaut
hann fyrir farsæl störf í iðn-
aðarráðuneytinu, sem fram-
kvæmdastjóri Iðnþróunarfélags
Eyjafjarðar og framkvæmda-
stjóri Síldarvinnslunnar hf. í
Neskaupstað á erfiðum tímum.
Með aðferðum nútímastjórnun-
ar og verkviti tókst Finnboga
að stórefla Síldarvinnsluna og
gera hana að leiðandi fyrirtæki
í sjávarútvegi hér á landi. Í
viðurkenningarskjal Verkfræð-
ingafélagsins er m.a. ritað:
„Finnbogi hefur aflað sér mik-
ils og vaxandi trausts í við-
skiptaheiminum og hefur hon-
um verið falinn fjöldi
trúnaðarstarfa innan sjávarút-
vegsins.“ Ennfremur: „Finn-
bogi hefur í störfum sínum
sýnt áræði og framsýni og
jafnframt hvers verkfræði-
þekking er megnug til fram-
fara og nýsköpunar í atvinnu-
lífinu.“ Um þær mundir hafði
Finnbogi nýlega verið ráðinn
forstjóri Íslenskra sjávaraf-
urða hf.
Á persónulegum nótum
langar mig að minnast sam-
starfs okkar Finnboga í fyrir-
tækinu Stika ehf. sem ég stofn-
aði og rak ásamt öðrum í 27 ár.
Finnbogi hafði dag einn sam-
band og bauð mér í kaffispjall.
Hann var þá framkvæmda-
stjóri Nýsköpunarsjóðs at-
vinnulífsins. Hann hafði haft
spurnir af því að Stiki væri
áhugavert tæknifyrirtæki og
vildi kynnast starfsemi þess.
Að loknu spjalli okkar spurði
hann hvort hluthafar Stika
kynnu að hafa áhuga á að fá
Nýsköpunarsjóðinn inn sem
hlutahafa. Sú varð raunin og
Finnbogi var stjórnarformaður
Stika um árabil. Við tók ein-
staklega farsælt og ánægjulegt
samstarf. Úr varð vinátta við
bæði Finnboga og Berglindi
sem hefur verið mér dýrmæt.
Hugmynda- og lausnabanki
Finnboga var óþrjótandi lind
nýsköpunar.
Finnbogi var einstakur mað-
ur, vel að sér og velviljaður en
einnig lífsglaður. Á lífsleiðinni
hlotnaðist honum virðing og
margvíslegur heiður fyrir störf
sín. Ég minnist Finnboga með
hlýju og votta fjölskyldu og að-
standendum innilega samúð.
Svana Helen Björnsdóttir,
formaður Verkfræðinga-
félags Íslands.
Páll Magnússon
✝
Páll Magn-
ússon fæddist
26. október 1952.
Hann lést 29. sept-
ember 2021.
Útförin fór fram
6. október 2021.
Hann hafði einstak-
lega notalega nær-
veru, sérstaka og
góða kímnigáfu, var
fróður og vel lesinn.
Hann var ekki
margorður en hlust-
aði þeim mun betur.
Mér leið alltaf vel í
návist hans og var
svo heppin að
ferðast nokkuð með
honum og Veigu.
Ég veiddi líka með þeim en þau
systkini eru afbragðs veiðimenn
og fiskin með eindæmum. Það
var yndislegt að ferðast með
Ég kveð Pál
Magnússon með
söknuð í hjarta.
Hann hef ég aldrei
heyrt kallaðan ann-
að en Palla. Hann var eldri bróð-
ir Veigu vinkonu minnar en þrátt
fyrir nokkurn aldursmun hafa
þau alltaf verið óvenju náin.
honum og mér eru þessar ferðir
ákaflega minnisstæðar. Þegar ég
og Veiga vorum bara tvær að
veiða í Laxá í Mývatnssveit var
alltaf hægt að hringja í Palla og
fá ráð. Hann þekkti ána ótrúlega
vel og gat útskýrt mjög ná-
kvæmlega hvernig við ættum að
bera okkur að þrátt fyrir að vera
sjálfur víðsfjarri. Það er huggun
að geta dvalið við minningar um
góðan og skemmtilegan mann.
Aldrei heyrði ég hann hallmæla
neinum og þegar ég fann ein-
hverju allt til foráttu benti hann
mér á, á sinn hlýja hátt og jafn-
vel án þess að ég tæki eftir, að
það skipti kannski meira máli
hvaða augum ég sjálf leit til-
veruna.
Þó að ég hafi aldrei heyrt
Palla kallaðan annað en Palla þá
var nafn hans sjaldan nefnt án
þess að með því fylgdi „og
Vallý“. Palli og Vallý. Þegar hún
lést held ég að stór hluti af Palla
hafi líka dáið. Þau höfðu verið
hvort öðru það sem flesta
dreymir um í ástarsambandi en
fáum er gefið og ég trúi því að
Palli sé sáttur við að vera á leið
til hennar. Vinskapur hans og
Veigu systur hans var afskap-
lega mikill, hún hefur ekki ein-
göngu misst kæran bróður held-
ur líka traustan vin. Ég votta
öllum aðstandendum, Magnúsi
og Frances, Tuma, Pétri, Gutta
og Kolbeini og ekki síst elsku
Veigu vinkonu minni mína
dýpstu samúð.
Hjördís Bjartmars.