Morgunblaðið - 13.10.2021, Side 20
20 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 2021
30 ÁRA Hilmar Tryggvi Finnsson
ólst upp að mestu á Hvolsvelli en býr í
dag á Selfossi. Hann er með einkaflug-
mannsréttindi frá Flugskóla Íslands og
leiðsögumannsréttindi hjá Fræðsluneti
Suðurlands. Hilmar er þungaflutninga-
bílstjóri hjá ET ehf. „Þetta eru aðal-
lega vélaflutningar, gámaflutningar og
malarflutningar með tengivögnum sem
ég er í. Áður var ég fjallaleiðsögu-
maður en svo gerðist dálítið í heim-
inum.“
Hilmar hefur verið formaður bíla-
flokks í Flugbjörgunarsveitinni á Hellu
síðustu fjögur árin. Áhugamál hans eru
tónlist, útivist, ferðalög og fjölskyldan.
„Ég hef aðeins gripið í gítarinn og ver-
ið að trúbadora síðustu tíu árin.“
FJÖLSKYLDA Unnusta Hilmars er Emelía Rafnsdóttir, f. 1995, sviðs-
maður hjá Þjóðleikhúsinu. Dóttir þeirra er Birna Þórey, f. 2021. Foreldrar
Hilmars eru Magnea Þórey Hilmarsdóttir, f. 1972, heimavinnandi, og Finnur
Bjarki Tryggvason, f. 1971, kokkur og flutningabílstjóri. Þau eru búsett á
Selfossi.
Hilmar Tryggvi Finnsson
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl ,
Hrútur Nú er rétti tíminn til þess að fara í
gegnum sambönd þín við aðra. Myrkar til-
finningar liðinna daga eru horfnar.
20. apríl - 20. maí +
Naut Alltaf er gott að vera varkár og hafa
sitt á hreinu en þá geta tækifærin líka runnið
manni úr greipum. Gefðu þér tíma til að
sinna þínum nánustu.
21. maí - 20. júní 6
Tvíburar Þú færð ekki fólk til að samsinna
þér með því að æpa á það. Varastu að gera
nokkuð það sem getur valdið misskilningi
um fyrirætlanir þínar.
21. júní - 22. júlí 4
Krabbi Þér finnst allir vera í andstöðu við
þig en láttu það ekki brjóta þig niður. Vertu
nærgætinn á öllum sviðum.
23. júlí - 22. ágúst Z
Ljón Þér líður afskaplega vel um þessar
mundir og mátt ekki láta neinn hafa neikvæð
áhrif þar á. Engin spenna er í loftinu og því
skaltu taka lífinu með ró.
23. ágúst - 22. sept. l
Meyja Láttu þér ekki bregða, þótt til þín
verði leitað um handtök sem heyra nú ekki
beint til þíns lifibrauðs. Einbeittu þér að því
að gefa og þiggja og koma til móts við aðra.
23. sept. - 22. okt. k
Vog Þú verður að freista þess að fá lengri
tíma til þess að ljúka þeim verkefnum sem
þú hefur tekið að þér. Ekki pína sjálfan þig til
þess að gera eitthvað sem þér hugnast ekki.
23. okt. - 21. nóv. j
Sporðdreki Það er einhver óvissa í loftinu
og því er hætt við að umræður um mikilvæg
fjölskyldumál leiði til ruglings og deilna.
Vertu samkvæmur sjálfum þér hvað sem á
dynur.
22. nóv. - 21. des. h
Bogmaður Vertu ekki vonsvikinn þótt þér
hafi mistekist eitthvað. Ef þú ert jákvæður
og hefur augun opin eru þér allir vegir færir.
22. des. - 19. janúar @
Steingeit Vertu ekkert að skafa utan af
hlutunum, þótt þú haldir að einhverjum í
áheyrendaslanum verði ómótt. Eitthvað sem
sagt er hefur mikil áhrif á þig.
20. jan. - 18. febr. ?
Vatnsberi Mundu að misjafn sauður er í
mörgu fé svo þú skalt vanda val þeirra sem
þú treystir fyrir þínum málum. Líttu í eigin
barm og skoðaðu málin í rólegheitunum.
19. feb. - 20. mars =
Fiskar Þú verður að leggja þig fram um að
fá það besta út úr málum, þótt á brattann sé
að sækja. Fyrsta skrefið í átt að heimsfriði,
er að skapa frið innra með þér.
S
onja Ísafold Elíason
fæddist 13. október 1936
í Árósum og ólst upp í
Danmörku til tólf ára
aldurs, síðast í Randers,
en fluttist þá til Íslands. „Ég kunni
þá ekki íslensku. Þegar við komum
til Íslands fór faðir minn að vinna í
Borgarnesi en við mamma og bróðir
minn vorum í Reykjavík. Síðan þeg-
ar faðir minn fékk húsnæði í Borg-
arnesi fluttum við þangað. Eftir
nokkur ár fluttum við á eyðibýlið
Ytri-Hraundal í Hraunhreppi. Það-
an strauk ég 15 ára gömul og hef
séð um sjálfa mig síðan þá.“
Aðspurð segir Sonja að það sé
örugglega fljótlegra að segja hvað
hún sé ekki að fást við en hvað hún
sé að fást við. „Það er verið að
klessa á mig nafninu listamaður. Ég
vinn mikið úr steinum, skreyti þá,
mála og bý til alls konar fígúrur úr
þeim. Svo bý ég til skúlptúra og
ýmsa muni úr steinsteypu,“ en
Sonja fór út til Danmerkur eftir átt-
rætt til að mennta sig frekar í því.
Ég hef aldrei talið mig hafa þá
sérgáfu að vera flink. Ég tók þátt í
sýningu, einni af mörgum, sem var í
Keflavík og kallaði hana Arf, vegna
þess að þarna voru ég og börnin
mín að sýna listaverk. Þetta er arf-
ur sem ég og mitt fólk höfum fengið
frá mínum forfeðrum. Afi minn í
Danmörku var járnsmiður og snill-
ingur og amma mín á Íslandi var
fyrst kvenna til að læra að vera
skreðari og ég hef heyrt fólk tala
um það að þegar einhver var ríðandi
á ferð milli bæja þá sást hvort fólk
var klætt í föt sem amma mín hafði
saumað, það var svo vel gert. Þegar
dóttir mín Silja var 12 ára þá fyrst
uppgötvaði hún að til væru klaufar.
Hún vissi ekki að svoleiðis fólk væri
til.“
Sonja var loðdýrabóndi í Laxár-
holti á Mýrum, í gamla Hraun-
hreppnum. „Ég á fullt herbergi af
skinni sem ég lét súta á Englandi og
er að vinna úr því. Ég er með leyfi
frá ráðuneytinu til að kalla mig
pelsahönnuð en ég fór út til Grikk-
lands að læra. Ég var orðin fullorðin
þegar þetta var og nennti því ekki í
Iðnskólann heldur stökk til Grikk-
lands og fór að vinna á saumastofu
þar og lærði að sauma úr skinnun-
um. Ég er meira að vinna smærri
hluti núna eftir að ég varð fullorðin.
Þetta er svo þungt efni. Svo er ég
mikið að laga pelsa því skinnið vill
skreppa saman í skápunum eins og
sagt er.“
Sonja hefur rekið Gallerí Ísafold á
Patreksfirði á sumrin fyrir ferða-
menn. „Það er mottó hjá mér að
enginn hlutur þar sé „made in
China“ eða Taívan heldur séu allir
hlutir úr íslensku hráefni. Annars
hef ég svo mörg áhugamál að það er
sénslaust fyrir mig að láta mér leið-
ast og ég er alltaf að læra eitthvað
nýtt. Sonur minn spurði mig eitt
sinn: Ertu enn að fara á námskeið,
ertu ekki búin að læra allt? En ég
segi að þegar maður hættir að læra
þá er maður andlega dauður. Ég get
haldið jafnt á nál og tvinna og verk-
færum og byggði minn eigin bústað
frá grunni í Laxárholti. Mörgum
finnst það merkilegt, en mér finnst
það ekki. Það eina sem maður þarf
að nota er hausinn og hendur. Faðir
minn á heiðurinn af því að kenna
mér á verkfæri.“
Á Mýrunum var Sonja kvenfélags-
kona og stóð fyrir menningarferð til
Reykjavíkur og í Ungmennafélaginu
fyrir menningarferð til Danmerkur
Sonja Ísafold listakona – 85 ára
Í Laxárholti Sonja ásamt börnum sínum og Sigurði Jóhannssyni stjúpsyni.
Alltaf að læra eitthvað nýtt
Listakonan Sonja með græna töffarann, sem er steypuverk.
Afmælisbarnið Sonja 17 ára.
Til hamingju með daginn
Selfoss Birna Þórey Hilmarsdóttir
fæddist 7. febrúar 2021 á Landspít-
alanum við Hringbraut í Reykjavík Hún
vó 3.580 g og var 50 cm löng. For-
eldrar hennar eru Hilmar Tryggvi
Finnsson og Emelía Rafnsdóttir.
Nýr borgari
Greið leið
– til fram
Við ráðum í 100 stöðu
a
r