Morgunblaðið - 13.10.2021, Side 21

Morgunblaðið - 13.10.2021, Side 21
DÆGRADVÖL 21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 2021 „ÞÚ ERT KANNSKI AÐ FÆRAST OF MIKIÐ Í FANG. ÞÁ ER HÆTT Á AÐ ALLT FARI Í HANDASKOLUM.“ „OG ÞVÍ SAGÐI ÉG „EF ÞÚ VILT VERÐA AÐ GAGNI GETUR ÞÚ MÁLAÐ GIRÐINGUNA“.“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að fagna honum innilega. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ODDI! ÍKORNINN ÁT MATINN ÞINN! VOFF! VOFF! VOFF! VOFF! ROP LÁTT’ANN HEYRA ÞAÐ! ÉG ER FARIN AÐ HITTA STELPURNAR Í BÓKAKLÚBBNUM! ERU EINHVERJAR GÓÐAR UPPSKRIFTIR AÐ SÚKKULAÐIKÖKUM Í BÓKINNI? NEI! ÞETTA ER SKÁLDSAGA! EN ÞAÐ ER SÚKKULAÐIGÆI Í HENNI! Í pósti segir Helgi R. Einarsson frá því að hann hafi á göngu mætt hundi sem líktist frekar ketti og þá varð þessi til, – „Hundakúnst- ir“: Hefur gölluð gen gamli rakkinn sen – jor Hjálmar, hvæsir, mjálmar, hvílíkt fenomen. Á Boðnarmiði yrkir Gunnar J. Straumland „Dróttkveðna stillu“: Þokuslæða þekur þungan skafl við klungur, föl er tó í felum, frosin urt við mosa. Skín á þunnu skæni skálaform, á hálu bjargi undir bergi bærist ljós á glæru. „Smá svartsýni“ er í Ármanni Þorgrímssyni:. Finnst mér tíminn lengi að líða lítið get ég honum breytt alla daga er að bíða aldrei samt hér gerist neitt. Eyjólfur Ó. Eyjólfsson yrkir: Húfan er himneskur fengur! Ég hleyp eins og nýklipptur drengur svo alsæll og glaður, umbreyttur maður og er ekki sköllóttur lengur. Guðmundur Arnfinnsson yrkir „Þingmannsefni“: Óprúttinn ég aðra lasta, alltaf snýst í hring, úr glerhúsi ég grjóti kasta, gæti sest á þing. Hraðlyginn á heimavelli hygg, að þar ég sé. Alla svík í einum hvelli, ef á því græði fé. Ekki er gott hljóðið í Magnúsi Geir Guðmundssyni: Mín er vonlaus vísnagerð, svo varla rís. Held’ ún sé á hraðri ferð, til helvítis?! Magnús Halldórsson svaraði: Andagift þín oft er vís, með öðrum því deili. Og hún að sönnu hærra rís, en hraunið við Keili. Páll Eyþór Jóhannsson bætti við: Þín er vegleg vísnagerð vegferð andans rís, efalaust þú endar ferð inni í Paradís. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Hundakúnstir og þokuslæða ásamt að vera virk í leikrita- og búningagerð sem sýnd voru í félags- heimilinu, núna Lyngbrekku. Hún tók þátt í landsmóti UMFÍ á Akur- eyri 1981 í plöntugreiningu. Hún var í slysavarnadeildinni Unni á Patreksfirði og vann þar ýmis verk- efni. Hún var einnig í Bútasaums- félaginu Spólurnar sem starfar af krafti á Patreksfirði en Sonja er ein af stofnendunum. Þessa dagana stendur Sonja í flutningum, en hún er að flytja frá Patreksfirði þar sem hún átti heima í 24 ár. Hún er að flytja í sumar- bústaðinn Stolt sem hún byggði með eigin höndum. Bústaðurinn er í landi Laxárholts, en Sonja bjó þar sem bóndi í 32 ár og býr sonur hennar Unnsteinn þar núna mynd- arbúi. „Ég er alveg á fullu að sort- era og henda og verð líka á fullu á afmælisdaginn.“ Fjölskylda Börn Sonju með fyrrverandi eig- inmanni hennar, Jóhanni Kristjáni Lárussyni, bónda í Laxárholti, f. 1929, d. 2017, eru 1) Jónína, fjall- göngukona og fyrrverandi leikskóla- starfsmaður. Hennar börn eru tvö og tvö barnabörn. Sambýlismaður er Heimir F. Guðmundsson vega- gerðarmaður, þau búa í Hafnarfirði; 2) Anna Kristjana keramikari, býr í Danmörku. Hún á þrjá syni og tvö barnabörn; 3) Jóhann Valur þús- undþjalasmiður. Hann á einn son og fjögur barnabörn. Sambýliskona er Jette kennari, þau búa í Danmörku; 4) Sólveig Ásta, heiðursplokkari og skipuleggjari, eiginmaður er Helgi Páll Pálmason bifvélameistari, þau búa á Patreksfirði, eiga fjögur börn og sex barnabörn; 5) Unnsteinn Smári, stórbóndi í Laxárholti, ný- kvæntur Carol frá Keníu og á einn kjörson; 6) Silja Björg, rekur ferða- þjónustuna Móra ehf. ásamt beint frá býli í Skálholti á Barðaströnd. Eiginmaður er Þórður Sveinsson bóndi, þau eiga tvo syni. Systkini Sonju: Hans Óli, f. 28.3. 1946, d. 20.10. 2012, flugmaður og útgerðarmaður í Ólafsvík og síðar í Keflavík, og Alex Von Elíason, f. 24.11. 1948, ökukennari, bjó lengi á Akureyri, nú í Reykjavík. Foreldrar Sonju voru Björg Kristmundsdóttir, f. 23.6. 1915, d. 27.1. 2006, saumakona, síðast búsett á Akureyri, og Hans Christian Larsen Elíason, f. 25.10. 1910, d. 18.11. 1987, bóndi og smiður í Hraundal á Mýrum. Þau slitu samvistir. Sonja Ísafold Brigitte Eliason húsmóðir í Horsens Fredrik Eliason járnsmiður í Horsens í Danmörku Hans Christian Larsen Elíason bóndi og smiður í Hraundal á Mýrum Kristín Þóra Pétursdóttir húsfreyja á Hamri, síðar í Hvammi Guðmundur Jónsson bóndi á Hamri á Barðaströnd, síðar í Hvammi Kristmundur Sumarliði Guðmundsson bóndi, síðast á Húsum í Selárdal Kristjana Guðbjörg Þorgrímsdóttir húsfreyja og skreðari, síðast á Húsum í Selárdal Þorgrímur Ólafsson bóndi í Efri-Rauðsdal Björg Þorgrímsdóttir húsfreyja í Efri-Rauðsdal á Barðaströnd Ætt Sonju Ísafoldar Björg Kristmundsdóttir saumakona, síðast bús. á Akureyri. Höfum opnað á Selfossi komdu og skoðaðu úrvalið í glæsilegum sýningarsal okkar GÆÐI ÞJÓNUSTA ÁBYRGÐ www.tengi.is Kópavogur – Smiðjuvegur 76 Akureyri – Baldursnes 6a Selfoss – Austurvegur 69 414 1000 414 1050 414 1040

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.