Morgunblaðið - 13.10.2021, Page 23

Morgunblaðið - 13.10.2021, Page 23
MEISTARADEILDIN Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Breiðablik mætir stórliði Real Mad- rid í B-riðli Meistaradeildar kvenna í knattspyrnu á Alfredo Di Stéfano- vellinum í Madríd í kvöld. Þetta er annar leikur Breiðabliks í riðlakeppni Meistaradeildarinnar en Blikar töpuðu 0:2-fyrir París SG á Kópavogsvelli í fyrstu umferð riðla- keppninnar. Blikar eru án stiga, líkt og Zhytlo- bud Kharkiv frá Úkraínu, í fjórða og neðsta sæti riðilsins en París SG og Real Madrid eru bæði með þrjú stig í efstu sætunum. „Þessi leikur leggst mjög vel í okkur og við erum mjög spenntar að mæta þeim,“ sagði Ásmundur Arn- arson, nýráðinn þjálfari Breiðabliks, á fjarfundi í Madríd með fjölmiðla- mönnum í gær. „Við flugum út á mánudaginn og ferðalagið hingað út var langt en gott. Við millilentum í París og tókum svo leiguflug þaðan til Madrídar. Við vorum komin á leikstað rétt fyrir kvöldmat og markmiðið frá því að við komum út hefur verið að hvíla mannskapinn vel eftir langan ferðadag,“ sagði Ás- mundur. Mótherjinn kortlagður Ásmundur tók við þjálfun Breiða- bliks af Vilhjálmi Kára Haraldssyni 4. október og mun stýra sínum fyrsta leik gegn Real Madrid. „Það er óneitanlega mjög sérstakt að koma inn í þetta á þessum tíma- punkti og stýra liðinu í sínum fyrsta leik gegn Real Madrid. Það er ýmis- legt sem þarf að huga að en ég hef líka fylgst vel með þessum stelpum undanfarið og þetta er fyrst og fremst frábær hópur. Það er gríðarlega spennandi að fá tækifæri til að stýra liðinu í Meist- aradeildinni og það hefur ekki gefist neinn tími í einhverjar breytingar þannig séð. Við munum byggja á því sem hefur verið gert vel og fara yfir þau smátriði sem þarf að fínpússa.“ Real Madrid hefur ekki farið vel af stað á tímabilinu en liðið er með fjögur stig í þrettánda og fjórða neðsta sæti spænsku 1. deildarinnar. Liðið hefur einungis skorað þrjú mörk í fyrstu sex deildarleikjum sín- um en Madrídingar hafa þó verið að rétta úr kútnum í undanförnum leikjum sínum og hafa nú unnið tvo leiki í röð í öllum keppnum. „Við erum búin að fara mjög vel yfir þetta lið og það verður virkilega gaman að máta sig við þær. Tækni- lega eru þær mjög góðar og mjög hreyfanlegar. Þær hafa verið að finna taktinn í síðustu leikjum sínum en það er alltaf möguleiki í fótbolta. Þeim hefur ekki gengið vel að skora á tímabilinu og vonandi verður það þannig þegar við mætum þeim. Þær eru líka með ákveðna veikleika og vonandi tekst okkur að nýta okk- ur þá og markmiðið er að sjálfsögðu að refsa þeim,“ bætti Ásmundur við. Fullar sjálfstrausts Breiðablik sýndi lipra takta gegn Frakklandsmeisturum París SG í fyrstu umferðinni, þrátt fyrir 0:2- tap, en Agla María Albertsdóttir fékk meðal annars frábært mark- tækifæri á 26. mínútu þegar hún slapp ein í gegn í stöðunni 0:1 en Barbora Votiková í marki PSG varði vel frá henni. „Það er margt jákvætt sem við getum tekið með okkur úr leiknum gegn París SG,“ sagði Agla María sem var einnig mætt á fjarfundinn ásamt Ásmundi þjálfara. „Í fyrsta lagi mætum við fullar sjálfstrausts inn í leikinn því við sáum það best sjálfar í leiknum gegn París SG að við eigum alveg raun- hæfa möguleika gegn þessum stærstu liðum. Við getum vel staðið í þessum leikmönnum sem spila í þessum gæðaflokki og það þýðir ekki að bera of mikla virðingu fyrir þeim. Það getur nefnilega allt gerst í fótbolta,“ sagði Agla María. Breiðablik er fyrsta íslenska fé- lagið sem spilar í riðlakeppni Meist- aradeildarinnar. „Spennustigið í þessum leikjum er klárlega hærra en í öðrum leikjum, á því leikur enginn vafi. Á sama tíma erum við flestar með mikla reynslu og vanar því að spila stóra leiki. Það er fyrst og fremst gaman að fá tækifæri til þess að spila gegn þessum stærstu liðum og það er eng- in þreyta í hópnum. Við erum bara spenntar og þakklátar að fá tæki- færi til að taka þátt í þessari keppni,“ bætti Agla María við. Þýðir ekki að bera of mikla virðingu fyrir þeim Morgunblaðið/Unnur Karen Leikin Agla María sýndi lipra takta gegn Frakklandsmeisturum París SG í fyrstu umferðinni og fékk frábært tækifæri til þess að jafna metin í 1:1. - Breiðablik heimsækir stórlið Real Madrid í Meistaradeildinni í kvöld ÍÞRÓTTIR 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 2021 _ Ásgerður Stefanía Baldursdóttir hefur framlengt samning sinn við kvennalið Vals í knattspyrnu út næsta tímabil. Ásgerður Stefanía lék aðeins einn leik með Val á liðnu tímabili, í lokaumferðinni gegn Selfossi, þar sem hún eignaðist sitt annað barn í sumar. Ásgerður, sem er 34 ára gömul, er á meðal reyndustu leikmanna efstu deildar kvenna frá upphafi en hún á að baki 252 leiki í efstu deild þar með Val, Stjörnunni og Breiðabliki. Hún hefur tvívegis orðið Íslandsmeistari með Val, 2019 og 2021, og þá varð hún fjórum sinnum Íslandsmeistari með Stjörn- unni og þrívegis bikarmeistari. _ Línumaðurinn reyndi, Atli Ævar Ingólfsson, verður ekki með Selfoss- liðinu á næstunni í Olísdeildinni í handknattleik vegna meiðsla. Atli mun líklega ekki leika aftur með Selfossi fyrr en að loknu hléinu sem gert er á Íslandsmótinu í janúar eftir að hafa farið í liðþófaaðgerð. Hann segir frá þessu í samtali við Handbolta.is. _ Cristiano Ronaldo skoraði þrennu þegar Portúgal vann Lúxemborg 5:0 í undankeppni HM í knattspyrnu í gær. Hefur hann nú skorað 115 mörk í 182 landsleikjum fyrir Portúgal. _ John Stones skoraði fyrir England sem gerði 1:1-jafntefli gegn Ungverja- landi í London. Roland Sallai skoraði fyrir Ungverja. _ NBA-liðið Brooklyn Nets tilkynnti í gær að ein skærasta stjarna deildar- innar, Kyrie Irving, myndi hvorki æfa né leika með liðinu á meðan hann er óbólusettur. Lög og reglur geta verið mismunandi í ríkjunum sem mynda Bandaríkin og því var spurning um hvort Kyrie Irving myndi geta spilað einhverja útileiki með Brooklyn þótt hann megi ekki spila í New York. _ Raphaël Varane, miðvörður Man- chester United, verður ekki með næstu vikurnar í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu eftir að hafa meiðst í leik franska landsliðsins gegn því spænska um síðustu helgi. Varane fór af velli skömmu fyrir leikhlé í úrslita- leik Þjóðadeildar Evrópu á sunnudag- inn, í leik sem Frakkland vann 2:1. United sendi frá sér fréttatilkynningu í gær þar sem kom fram að Varane yrði frá næstu vikurnar vegna nárameiðsla. _ Bakvörðurinn Trent Alexander- Arnold hefur jafnað sig af meiðslum og mun því geta tekið þátt í leik Liver- pool gegn Watford í ensku úrvalsdeild- inni í knattspyrnu í Watford á laugar- daginn kemur. Þá má hins vegar búast við því að markvörðurinn Alisson og varnartengiliðurinn Fabinho missi af leiknum þar sem þeir eiga fram undan leik með brasilíska landsliðinu gegn Úrúgvæ í undankeppni HM 2022 að- faranótt föstudags. Þar sem leikur Watford og Liverpool fer fram í hádeg- inu á laugardeginum er ekki gert ráð fyrir að þeir verði leikfærir. Þá þurfti sókn- armaðurinn Diogo Jota frá að hverfa úr portúgalska landsliðs- hópnum í fyrra- dag vegna vöðva- meiðsla og því ríkir óvissa með þátttöku hans um helgina. Eitt ogannað Hilmar Rafn Mikaelsson og Orri Steinn Óskarsson skoruðu mörk U19-ára landsliðs Íslands í knatt- spyrnu þegar það vann 2:1-sigur gegn Litháen í lokaleik sínum í 1. umferð undankeppni EM 2022 í Radenci í Slóveníu í gær. Íslenska liðið endaði í öðru sæti riðilsins með sex stig, þremur stigum minna en topplið Ítalíu, og er því komið áfram í A-deild undankeppninnar. Dregið verður í riðla annarrar um- ferðarinnar í loks árs en hún verður leikin næsta vor. Lokakeppnin fer fram í Slóvakíu 18. júní til 1. júlí. Ísland í A-deild undankeppninnar Ljósmynd/Köbenhavn Mark Orri Steinn er samningsbund- inn Köbenhavn í Danmörku. Hannes Þór Halldórsson, fráfar- andi landsliðsmarkvörður í knatt- spyrnu, segist ekki vera inni í áætl- unum Valsmanna á næsta keppnis- tímabili. „Ég veit að þjálfarinn vill ekki hafa mig hjá félaginu. Ég hef hvorki heyrt hósta né stunu frá fé- laginu síðan mér var tilkynnt það. Ég veit ekki hvers vegna eða hvernig menn hyggjast leysa þessa skrítnu stöðu sem er komin upp. Ég er bara steinhissa á þessu ef ég á að segja alveg eins og er,“ sagði Hann- es meðal annars í Síðdegisþætt- inum á K100 í gær. Ljósmynd/Kristinn Steinn Á förum? Hannes Þór Halldórsson á eitt ár eftir af samningnum við Val. Steinhissa á Valsmönnum Danmörk tryggði sér í gær sæti í lokakeppni HM karla í knattspyrnu sem fer í Katar á næsta ári. Danir hafa tryggt sér sæti í keppninni með miklum glæsibrag því liðið hef- ur unnið alla átta leikina til þessa í F-riðli og ekki fengið á sig eitt ein- asta mark. Danir komust í fyrsta skipti á HM árið 1986 og verður þetta í sjötta sinn sem Danir verða með á HM. Danmörk vann Austurríki 1:0 í Kaupmannahöfn í gær með marki frá Joakim Mæhle. Skotland er sjö stigum á eftir og getur ekki náð Danmörku þegar aðeins tvær um- ferðir eru eftir. Færeyingar eru með fjögur stig í riðlinum og eru í 5. sæti af sex liðum. Skotland náði að kreista fram 1:0-sigur gegn Fær- eyingum í Færeyjum. Svíar eiga einnig fína möguleika og eru fyrir ofan Spánverja í efsta sæti B-riðils en þar verða spilaðar átta umferðir. Svíþjóð vann Grikk- land 2:0 með mörkum Emils Fors- bergs og Alexanders Isaks. Svíar eiga eftir útileikinn gegn Spáni. AFP Kaupmannahöfn Danir fagna markaskoraranum Joakim Mæhle í gær. Danir á HM í Katar með miklum glæsibrag

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.