Morgunblaðið - 13.10.2021, Side 24
24 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 2021
Ragnheiður Birgisdóttir
ragnheidurb@mbl.is
„Þetta eru verðlaun sem ég hef oft
horft á með aðdáunaraugum,“ segir
Ólafur Gunnar Guðlaugsson sem
hlaut í gær Íslensku barnabóka-
verðlaunin 2021 fyrir bók sína Ljós-
bera. Hann segist einnig hafa horft
með aðdáunaraugum á þá rithöfunda
sem hlotið hafa verðlaunin og minnist
þess þegar vinur hans Friðrik Erl-
ingsson hlaut þau fyrir Benjamín
dúfu. Sér hafi þótt mikið til koma.
Ólaf ættu margir að þekkja sem
höfund bókanna um Benedikt búálf,
sem hið vinsæla barnaleikrit um bú-
álfinn var unnið upp úr.
„Manni er mikill heiður sýndur að
fá svona verðlaun og þetta er ákveðin
viðurkenning sem allir þrá en eru
ekki endilega að leitast eftir þegar
þeir eru að skrifa. Þetta er gjör-
samlega magnað. Þetta er líka ákveð-
in styrking fyrir rithöfunda, þetta
hjálpar manni að geta haldið áfram
að skrifa,“ segir hann.
Í rökstuðning dómnefndar segir:
„Ljósberi er kraftmikil og spennandi
fantasía fyrir unglinga, metnaðarfull
fyrsta bók í fyrirhuguðum þríleik.“
Alls bárust samkeppninni nítján
handrit.
„Ljósberi er ævintýri fyrir full-
orðin börn á öllum aldri. Ég hef alltaf
haft mikinn áhuga á goðsögum og
þjóðsögum og ég elska vísinda-
skáldsögur, fantasíur, ævintýri og
hasarblöð. Með Ljósbera vildi ég
blanda saman þessum söguhefðum
og skapa eitthvað nýtt, koma með
nýtt sjónarhorn inn í þessi þekktu
minni þjóðsagnanna og goðsagnanna.
Ég er að reyna að búa til eitthvað
sem íslensk ungmenni hafa ef til vill
ekki lesið áður.“
Ólafur hefur ágæta reynslu af því
að vinna með þjóðsögur og ævintýri
enda hefur hann sent frá sér þó-
nokkrar bækur um Benedikt búálf.
Ólafur er grafískur hönnuður og
hannar sjálfur útlit bóka sinna.
Ljósberi fjallar að sögn Ólafs um
fjögur ungmenni sem eru að rann-
saka dularfullan dauða lærimeistara
síns. „Öllum þessum ungmennum er
gefin skyggnigáfa en þau eru mis-
langt komin í að læra að beita henni. Í
þessari rannsókn þeirra kemur í ljós
að ekkert af því sem þau þóttust vita
um lífið, alheiminn eða eðli tilver-
unnar er eins og þau héldu eða gat ór-
að fyrir. Vilji þeirra til að sættast við
krafta sína og að læra að beita þeim
skiptir sköpum í viðureigninni við
djöflana sem ógna tilveru okkar
allra.“
„Alveg á epískum skala“
Sagan er sögð í fyrstu persónu og
koll af kolli fær hver af þessum fjór-
um aðalpersónum orðið. „Þannig að
við náum góðri tengingu við persón-
urnar því þetta er allt út frá þeirra
reynslu og þeirra tilfinningum.“
Þannig sé sagan jarðbundin þótt
hann segi söguna „brjálæðislega fan-
tastíska“.
„Þetta er alveg á epískum skala.
Eigum við ekki að segja að þetta sé
kynngimagnaður spennutryllir fyrir
táninga á öllum aldri,“ segir Ólafur og
leggur áherslu á að bókin sé fyrir fólk
á öllum aldri þótt hún sé markaðssett
sem ungmennabók. Markmiðið sé að
skrifa á sama hátt og J.K. Rowling
gerði í bókunum um Harry Potter.
Henni hafi tekist að skrifa þannig
sögu og þannig texta að bæði börn og
fullorðnir hafi gaman af því.
Síðasta bókin um Benedikt búálf
kom út árið 2012 svo það eru þó nokk-
ur ár síðan eitthvað hefur birst eftir
Ólaf. „Í kjölfar hrunsins þurfti maður
að leggja allt til hliðar til þess að
reyna að lifa af eins og svo margir.“
Hann leggur þó áherslu á að sköp-
unarkrafturinn hafi ekki dalað. Á
þessum tíma sem liðinn er hafi hann
lagt grunninn að þremur trílógíum,
heilum níu bókum. „Ljósberi er
fyrsta af þeim bókum. Ein trílógían
er ofurnáttulegur spennutryllir,
næsta verður tilraun til þess að gera
„pjúra massíva“ vísindaskáldsögu,
svona „space opera“, og þriðja verður
alvörutilraun til þess að gera góða ís-
lenska fantasíu. Ég er kominn aftur
og ég er rétt að byrja,“ segir hann.
„Ég er ofboðslega hrærður. Þetta
er voðalega gaman. Það er eitt að
sitja einn og skrifa bækur og að kom-
ast í gegnum eigin efa og óöryggi, en
það er annað að geta komið svona bók
út, og vonast til að sem flestir lesi
hana og fíli hana í botn, það er geggj-
að.“
„Ég er ofboðslega hrærður“
- Ólafur Gunnar Guðlaugsson er handhafi Íslensku barnabókaverðlaunanna 2021 - Verðlaunabókin
Ljósberi er kynngimagnað ævintýri fyrir fullorðin börn á öllum aldri - „Manni er mikill heiður sýndur“
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Verðlaunahafi „Ljósberi er kraftmikil og spennandi fantasía fyrir ung-
linga, metnaðarfull fyrsta bók í fyrirhuguðum þríleik,“ segir dómnefnd.
Tónleikaröðin Beethoven í 250 ár, sem
hófst í Salnum í Kópavogi í fyrra, heldur
áfram með tónleikum í kvöld, mið-
vikudagskvöld, kl. 19.30. Á þessum
fyrstu tónleikum haustsins verða fluttar
þrjár af píanósónötum Beethovens. Guð-
rún Dalía Salómonsdóttir flytur sónötu
nr. 15 í D-dúr (Pastoral), Guðríður St.
Sigurðardóttir flytur sónötu nr. 17 í
d-moll, opus 31 nr. 2 (Tempest) og Helga
Bryndís Magnúsdóttir flytur sónötu nr.
18 í Es-dúr, opus 31 nr. 3 (The Hunt).
Arnar Jónasson leikari mun jafn-
framt lesa valda kafla úr bókinni
Beethoven – í bréfum og brotum sem
Árni Kristjánsson tók saman.
Flytja þrjár píanósónötur Beethovens
Píanóleikari Guðrún Dalía Salómons-
dóttir hefur leikinn á tónleikunum í kvöld.
Kvartett Ólafs Jónssonar saxófónleikara kemur fram á
tónleikum Jazzklúbbsins Múlans í Hörpu í kvöld, mið-
vikudagskvöld, kl. 20. Að þessu sinni verða tónleikarnir í
Kaldalóni. Gestur Ólafs á tónleikunum er danski saxó-
fónleikarinn Christian Vuust en hann er bæði þekktur
heima fyrir og á alþjóðavísu.
Á dagskrá tónleikanna verður bland af lögum eftir
saxófónleikarana báða. Ásamt þeim koma fram píanó-
leikarinn Kjartan Valdemarsson, Þorgrímur Jónsson
sem leikur á bassa og trommuleikarinn Matthías M.D.
Hemstock. Tónleikarnir eru styrktir af Fondet for
Dansk-Islandsk Samarbejde.
Múlinn er nú á sínu 24. starfsári en hann er samstarfsverkefni Félags
íslenskra hljómlistarmanna (FÍH) og Jazzvakningar.
Vuust blæs með kvartetti Ólafs
Ólafur Jónsson
Galleríið BERG
Contemporary
tekur þátt í
Frieze Masters-
listkaupstefn-
unni í London
sem hefst í dag
og stendur út
helgina. Þar sýn-
ir galleríið í svo-
kölluðum „Spot-
light“-hluta
Frieze, verk eftir Woody Vasulka,
bæði vídeóverk og prentmyndir.
Frieze marsters-kaupstefnan
hefur verið haldin frá 2012 í The
Regent’s Park í London. Um 130 af
virtustu galleríum samtímans, frá
fjölmörgum löndum, eru með í ár. Í
„Spotlight“-hlutanum eru settar
upp einkasýningar á verkum mikil-
vægra samtímalistamanna.
BERG sýnir verk
Woodys Vasulka
Hluti eins verka
Woodys Vasulka.
Í hádegisfyrir-
lestri í Nátt-
úrufræðistofu
Kópavogs í dag
fjallar Kristján
Léósson um ís-
lenska kristalinn
sem breytti
heiminum. Fyrir-
lesturinn er und-
ir hatti „Menn-
ingar á miðviku-
dögum“ og hefst kl. 12.15.
Kristján mun fjalla um þau mót-
andi áhrif sem íslenskt silfurberg
frá Helgustöðum í Reyðarfirði
hafði á framþróun náttúruvísinda.
Á 250 ára tímabili var það eini
þekkti staðurinn þar sem finna
mátti nógu tæra og stóra silfur-
bergskristalla til að þá mætti nýta
til vísindarannsókna.
Fjallar um kristal
sem breytti heimi
Kristján
Leósson
Aðstandendur Kling & Bang-
gallerísins í Marshall-húsinu taka
höndum saman með A-DASH sýn-
ingarrýminu í Aþenu á Grikklandi
og gangast fyrir viðamikilli
myndlistarhátíð, „Head 2 Head“,
þar í borg dagana 5.-7. nóvember.
Um er að ræða eina umfangsmestu
myndlistarhátíð listamannarekinna
rýma sem haldin hefur verið í Aþenu
og í tilkynningu frá Kling & Bang
segir að „sjaldan hafa jafn margir ís-
lenskir listamenn komið saman og
sýnt verk sín á erlendri grundu.“
Opnaðar verða sýningar 44
grískra og íslenskra myndlistar-
manna sem fram fara í 11 lista-
mannareknum sýningarrýmum víðs-
vegar um Aþenu. Íslensku
listamennirnir sem taka þátt eru
hátt í þrjátíu talsins. Hátíðin er fyrri
liðurinn í tveggja þátta verkefninu
„Head 2 Head“ en seinni hlutinn fer
fram í Reykjavík haustið 2023.
Í verkefninu er leitast við að búa
til nýjar tengingar, möguleika og
sambönd landanna á milli. Löndin
tvö eiga það sameiginlegt að mynd-
listarsenur þeirra eru drifnar áfram
af kröftugu framtaki listamanna og
listamannareknum rýmum.
Myndlistarsenan í Aþenu er afar
kröftug en á síðustu árum hafa lista-
menn streymt þangað víða að til að
vinna.
Hátíð íslenskra og grískra listamanna
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Framsækin Frá sýningu í sal Kling
& Bang í Marshall-húsinu.