Morgunblaðið - 13.10.2021, Page 25
AF TÓNLIST
Hallur Már
hallurmar@mbl.is
Loksins er líf farið að færast í
tónleikahald að nýju. Fyrir
fáeinum árum var töluvert
úrval af áhugaverðum tónlistar-
hátíðum í boði fyrir tónlistarunn-
endur en staðan hefur breyst tölu-
vert og af ýmsum ástæðum hefur
framboðið dregist verulega saman.
Extreme Chill-hátíðin á sér tölu-
verða sögu þar sem tilraunakennd
raftónlist hefur verið helsta áhersl-
an. Hátíðin var haldin í ellefta sinn
um síðustu helgi og dagskráin var
metnaðarfull þar sem vel þekktir er-
lendir listamenn í þessum jaðargeira
komu fram ásamt heimafólki. Roger
Eno var í Kaldalóni í Hörpu á föstu-
dagskvöldinu og lék á flygil á meðan
ljósmyndum hans af heimaslóðum
var varpað á vegginn fyrir aftan
hann. Það lá vel á karlinum og það
var býsna hressandi að sjá mann á
sjötugsaldri setjast við virðulegan
flygil með tvo bjóra við höndina.
Hann sökkti sér þó svo djúpt í að
skapa hljóðmyndir að flöskurnar
tvær voru ennþá fullar klukkustund
síðar. Tónlist Rogers – höldum okk-
ur bara við fyrra nafnið til að rugla
honum ekki saman við bróður hans
Brian sem svo vill til að er einn allra
áhrifamesti tónlistarmaður síðustu
50 ára – er lágstemmd og fram-
vindan er yfirleitt hæg. Mögulega
gæti einhver fundið ástæður til að
tala illa um hana sem er algjör óþarfi
enda er varla neitt nema gott að
segja um fólk sem nýtir tímann sinn
í að föndra við ljósmyndir og tónlist.
Afbragðsseiður
Borgar Magnason fylgdi í kjölfar-
ið og óf saman afbragðsseið með
kontrabassa og tölvu. Frábær tónlist
þar á ferð. Síðasta atriði föstudags-
kvöldsins var svo samstarfsverkefni
hjá norðlenska teknó-séníinu
Bjarka, dansaranum Mathilde Cay-
ers og vídeólistamanninum Arttu
Nieminen sem bæði eru norsk.
Verkefnið hlaut styrk frá Menning-
arráði Norðmanna en var leitt sam-
an að frumkvæði forsvarsfólks
Extreme Chill-hátíðarinnar og
norsku hátíðarinnar Insomnia. Ekki
er hægt að segja annað en að bræð-
ingurinn hafi heppnast vel. Ágeng,
hvikul og marglaga raftónlist Bjarka
smellpassaði við kuldalegan og súr-
realískan myndheim Nieminens og
það gaf henni líka aðra vídd að vera
túlkuð af mjög færum dansara. Frá-
bær viðburður sem augljóst var að
fólk í salnum kunni vel að meta.
Sjónræni þátturinn á tónleikum raf-
tónlistarfólks er ávallt mikilvægur
og var ekki síst það sem stendur upp
úr eftir helgina.
Fleiri litbrigði lífsins
Þegar komið var fram á laugardag
og sunnudag færðist fjörið yfir á
Húrra. Á laugardaginn sá ég meðal
annars áhugaverða tónleika búlg-
arska gítardrón-meistarans
E.U.E.R.P.I. Mesta eftirvæntingin
var þó tvímælalaust fyrir því að sjá
breska rafdúettinn Plaid sem hefur
verið að í rúma þrjá áratugi og gefið
út afbragðstónlist hjá W.A.R.P.-
útgáfunni. Plötusnúðurinn Mixmas-
ter Morris og Skurken höfðu hitað
salinn ágætlega upp þegar Plaid hóf
leik á sunnudagskvöldinu. Aggressíf
og taktföst tónlistin ásamt sjónrænu
veislunni á bak við þá félaga hafði
leitt salinn áfram í nokkra stund
þegar það rann almennilega upp fyr-
ir mér hversu mikill söknuðurinn
hefur verið eftir viðburðum af þessu
tagi. Þar sem lágu tíðnirnar gera al-
vöru atlögu að innyflunum og háu
tíðnirnar skera mögulega örlítið af
heyrninni. Ekki síst til að fylgjast
með og vera hluti af mannlífinu sem
er óvíða jafn litríkt og á raftónlistar-
hátíðum. Sjá gamla karla gleyma sér
í dansi, eyrnalokka með app-stýrð-
um ljósum, bleikt hár, blátt hár,
dreadlokka og barþjóna sem líta út
fyrir að vera að koma af harkalegu
fylleríi með Madonnu. Þessu sem
gefur lífinu fleiri litbrigði. Extreme
Chill-hátíðin hefur þroskast vel og
mun vafalaust verða enn fyrirferðar-
meiri í íslensku tónlistarlífi á kom-
andi árum.
Háar tíðnir, lágar tíðnir
og allt þar á milli
Ljósmynd/Magnús Bergsson
Einbeiting Plaid-liðar hafa verið framarlega í raftónlistarsenunni. Tónleikar þeirra voru einn hápunktanna.
»
… það rann almenni-
lega upp fyrir mér
hversu mikill söknuður-
inn hefur verið eftir við-
burðum af þessu tagi.
MENNING 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 2021
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
TRYGGÐU ÞÉR
MIÐA INNÁ
SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI
T H E T E L E G R A P H
S . F. C H R O N I C L E
B B C
T I M E O U T
90%
F R Á L E I K S T J Ó R A T H E R I T U A L
R E B E C C A H A L L
N I G H T H O U S E
T H E
T O D A R K A N D D A N G E R O U S P L A C E S”
“A F I L M T H A T A L L O W S T H E M I N D T O G O
S I L V E R S C R E E N R I O T
86%
O R I G I N A L C I N
T H E A U ST I N C H R O N I C L E
SÍÐASTA BOND MYNDIN MEÐ DANIEL CRAIG
ÞESSA VERÐA ALLIR AÐ SJÁ Í BÍÓ
84%
Hljómsveitin Of Monsters and Men
kemur fram á tvennum tónleikum í
Gamla bíói 9. og 10. nóvember og
heldur upp á tíu ára afmæli fyrstu
plötu sveitarinnar, My Head Is An
Animal. Útgáfutónleikar plötunnar
voru haldnir á þeim sama stað.
Hljómsveitin mun flytja My Head
Is An Animal í heild á hvorum
tveggja tónleikum og þar að auki
ný og eldri uppáhaldslög sveitar-
innar og verður lagavalið ólíkt á
tónleikunum. Þá kemur sérstök
afmælisútgáfa plötunnar á markað
29. október, með tveimur áður óút-
gefnum lögum.
Morgunblaðið/Golli
Vinsæl Hljómsveitin Of Monsters and Men
á tónleikum í Hljómskálagarði árið 2012.
Tíu ára afmæli Of
monsters and men
Skáldkonurnar
Linda Vilhjálms-
dóttir og Didda
(Sigurlaug) Jóns-
dóttir koma fram
á Ljóðakaffi
Borgarbóka-
safnsins í Gerðu-
bergi í kvöld,
miðvikudags-
kvöld. Hefst dag-
skráin kl. 20 og
er yfirskrift hennar „Hamingjan er
ljóð“. Í tilkynningu segir að þær
Linda og Didda eigi það helst sam-
eiginlegt „að í ljóðum þeirra er viss
uppreisnarandi, hugrekki og sjálfs-
skoðun. Þótt þær hafi báðar marga
ausuna sopið eru ljóð þeirra ólík en
hjá þeim báðum eru þau oft lituð af
innsæi og visku sem lífsreynslan
hefur fært þeim“.
Ljóðakaffi er vettvangur fyrir
alla að lesa upp ljóðin sín. Eftir hlé
eru ljóðaáhugamenn og skáld með-
al gesta hvött til að lesa upp ljóð
sem þau hafa samið.
Linda og Didda
lesa upp ljóð sín
Linda
Vilhjálmsdóttir