Morgunblaðið - 13.10.2021, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 13.10.2021, Qupperneq 28
„Encore“ er heiti sýningar með myndverkum eftir Árna Pál Jóhannsson (1950-1920) sem verður opnuð á fæð- ingardegi hans í Portfolio galleríi á Hverfisgötu 71 í dag, miðvikudag, frá kl. 16 til 20. Á löngum ferli hélt Árni Páll margar sýningar og starfaði með ólíkum myndlistarmönnum að fjölbreytilegum verkefnum. Hann var einnig þekktur fyrir hönnunarvinnu sína, eink- um leikmyndahönnun. Á sýningunni eru fjölbreytileg verk frá ólíkum tímaskeiðum á ferli Árna Páls en þau elstu voru á sýningu hans í Gallerí SÚM árið 1975. Úrval verka eftir Árna Pál Jóhanns- son á sýningu í Portfolio galleríi Ómar Garðarsson Vestmannaeyjum Eyjamenn halda þeim sið að vera með sauðfé í úteyjum og getur verið slarksamt að sinna því. Á mánudag- inn voru lömb sótt í Brandinn, Bjarnarey og Elliðaey og fór Óskar Pétur Friðriksson ljósmyndari Morgunblaðsins með Lóðsinum út í Elliðaey. Í sömu ferð var sótt fé í Bjarnarey. Samtals á annað hundrað lömb. Gott veður var um morguninn en brældi þegar á leið. Var komin töluverð alda þegar féð var flutt úr Bjarnarey yfir í Lóðsinn á tuðru sem tók átta til tíu lömb. Í ferðinni voru um 20 manns, fólk á öllum aldri. „Þetta var skemmtilegt en tók sinn tíma. Það gekk vel að smala í Elliðaey, koma fénu í réttina og á steðjann austan á eynni. Komin tölu- verð alda,“ sagði Óskar Pétur. „Það var öllu erfiðara í Bjarnarey. Það er brattara niður á steðjann, kominn meiri sjór og farið að dimma. Allt gekk slysalaust fyrir sig enda vanir menn að verki.“ Sleppi ekki smölun „Ég er sjálfur hættur rollustússi í úteyjum en sleppi ekki smölun, sama hver eyjan er,“ sagði Pétur Stein- grímsson sem lengi hefur verið í hópi öflugra frístundabænda í Eyj- um. „Ólst upp við rollubúskap, hef haldið hefðinni þótt í litlum mæli sé. Þetta gekk vel núna nema að flot- bryggja sem notuð var við Lóðsinn slitnaði og rak á land og brotnaði við klappirnar. Sýndi miðflokksmað- urinn Guðni Hjörleifsson mikla dirfsku þegar hann reyndi að bjarga bryggjunni. Það var erfiðara við Bjarnarey en allt gekk vel og allir komust heilir í land.“ Ágúst Ingi Jónsson er einn fjög- urra bænda sem eiga fé í Elliðaey. „Við erum með um 80 ær sem ganga í eynni allt árið. Allt með leyfi Mat- vælastofnunar. Venjulega sækjum við lömbin fyrr en það gaf ekki í september og því erum við seinni núna en venjulega,“ sagði Ágúst. „Í desember förum við út með hrútana og hleypum til. Þegar kemur að sauðburði skiptumst við á að fylgjast með. Féð er sprautað eins og vera ber. Á sumrin er yfirleitt einhver úti, fuglafræðingar, veiðimenn og ferða- menn, þannig að það er alltaf ein- hver sem getur gripið inn í ef eitt- hvað gerist.“ Pusaði í báðum Guðni Hjörleifsson, sem ferjaði fé úr Elliðaey yfir í Lóðsinn, vill ekki gera mikið úr því þegar hann reyndi að bjarga flotbryggjunni. „Við reyndum eins og við gátum en tókst ekki að bjarga henni. Það var tölu- verður öldugangur og komu fyll- ingar inn á milli sem við reyndum að forðast,“ sagði Guðni, sem lét öðrum eftir tuðruna við Bjarnarey. „Ég kunni betur við volkið í þess- ari ferð en í pólitíkinni. Það pusaði í báðum en átök við náttúruna eru hressandi á meðan hitt dregur mann niður og er hundleiðinlegt,“ sagði Guðni. Slarksamt að sækja fé í Elliðaey og Bjarnarey - Eyjabóndi kann betur við volkið á sjónum en í pólitíkinni Morgunblaðið/Óskar Pétur Bjarnarey Það er mikið vandaverk að koma lömbunum yfir í tuðruna. Mæðinni kastað Hópurinn fær sér nesti eftir átökin í Elliðaey. MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 286. DAGUR ÁRSINS 2021 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 739 kr. Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr. PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr. Íslenska U21-árs landsliðið í knattspyrnu karla þurfti að sætta sig við naumt 0:1-tap gegn Portúgal þegar lið- in mættust í 3. umferð D-riðils undankeppni Evrópu- mótsins á Víkingsvellinum í gær. Umfjöllun um leikinn er að finna í blaðinu í dag. Íslenska liðið má naga sig í handarbökin yfir því að hafa ekki fengið neitt út úr leiknum þar sem spilamennskan var með besta móti gegn öflugum andstæðingum sem hafa unnið alla leiki sína til þessa. Ísland á enn eftir sjö leiki í riðlinum og því á mikið vatn eftir að renna til sjávar. »22 Spilamennskan var með besta móti gegn Portúgal þrátt fyrir tap ÍÞRÓTTIR MENNING

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.