Morgunblaðið - 19.10.2021, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.10.2021, Blaðsíða 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER 2021 Í nýjasta tölublaði Bændablaðsins er grein sem segir frá því á forsíðu að áburðarverð sé að hækka um 100% eða meira. Og talið að íslenskir bændur geti ekki bor- ið þessa hækkun. Annaðhvort yrði þá að koma til meiri ríkisstyrkur við íslenskan landbúnað eða það verði að hækka afurðaverð til neytenda, sem væntanlega myndi setja kjarasamninga í uppnám og auka stórlega verðbólgu á Íslandi. Bændablaðið telur orsakir þess- arar óáranar tvær: Kínverjar dragi stórlega úr útflutningi á áburði og ætli að nota hann á heimavelli, þar sem þeir ætla að tryggja fæðu- öryggi síns fólks því viðbúið er að landbúnaðarafurðir muni stór- hækka í verði og jafnvel verða illfáanlegar. Aðalorsökina telur þó Bændablaðið vera gasskort í Evr- ópu, sem stafar annars vegar af mjög vaxandi eftirspurn og hins vegar, það sem Björn Bjarnason fv. ráðherra hefur oft bent á á síð- um Morgunblaðsins; að Evrópa er orðin mjög háð rússnesku gasi. Herra Pútín stendur þar við ga- skranann og getur skammtað gasið eftir því sem honum sýnist, sér- staklega ef pólitíkin í Vestur- Evrópu er ekki honum að skapi. Aukin eftirspurnin stafar aðal- lega af því að Evrópa er skiptar úr kolabrennslu og kjarnorku yfir í gas þar sem gasbrennslu fylgir minni CO2-útblástur en frá kola- verum. Í þessu ljósi þarf að skoða þetta mál ofan í kjölinn. Þegar grannt er skoðað virðist þetta mál snúast um vetni, frum- efnið H sem best er þekkt sem H2 þar sem það kemur fyrir óbundið öðrum efnum. Til dæmis er vatn (H2O) efnasamband vetnis og súr- efnis. Nú kann einhver glöggur bóndi að segja: Það er nóg framboð af vatni á Íslandi og vetni er ekki áburðarefni. Mikið rétt: En vetni er mjög mikilvægt hjálparefni við- framleiðslu köfnunarefnisáburðar. Nú í október eru 20 ár síðan efnaframleiðslu í Áburðarverk- smiðju ríkisins í Gufunesi var hætt vegna þess að aukin íbúðabyggð í Reykjavík hafði þá þrengt mjög að verksmiðjunni. Áburðarverksmiðjan var byggð fyrir peninga sem fengust úr Marshall-aðstoð Bandaríkjamanna. Verksmiðjan tók til starfa 1952 og útvegaði íslenskum landbúnaði þann köfnunarefnisáburð sem hann þurfti á ásættanlegu verði og sparaði þjóðinni stórar upphæðir í erlendum gjaldeyri. Fyrstu árin var aðalframleiðsla Áburðarverksmiðjunnar kjarni með 33% NH4NO3. Síðar var farið að búa til blandaðan túnáburð, sem var kjarni blandaður með öðr- um áburðarefnum svo sem fosfór og kalí, ásamt lítilsháttar af brennisteini og magnesíum. Þau efni eru ekki framleidd í efnaverk- smiðjum heldur eru þetta jarðefni sem eru unnin úr námum rétt eins og steypumöl, sem notuð er í steinsteypu. Verð á þessum efnum fer ekki eftir verði á gasi. Dæmi: Græðir 3; NPK 20-6-12, N-P2O5-K2O 20-14-14 Það sem Bændablaðið er vænt- anlega að tala um er verð á köfn- unarefnisáburði. Áburðarverksmiðja ríkisins not- aði í rauninni ekki nema þrjú efni til að búa til kjarna; íslenskt and- rúmsloft, íslenskt vatn og rafmagn (18 MW) frá Steingrímsstöðinni í Sogi. Í rauninni var áburðarverk- smiðjan fimm verksmiðjur. Í þeirri fyrstu var vatn klofið með raf- greiningu í frumefni sín, súrefni og vetni. Síðan tóku menn andrúms- loftið sem inniheldur um 78% N og frystu það niður í –196°C. Þá var köfnunarefnið orðið að vökva. Köfnunarefni á vökvaformi er mjög óstöðugt efni og þess vegna varð að setja vetni (H) saman við það, svo úr varð NH4 eða amm- óníak. Síðan var hluti ammóníaks- ins brenndur svo úr varð NO3. Þessum efnum var síðan blandað saman og sett saman við þau fylli- efni, oftast kísill. Þannig varð til kjarni. Á síðustu öld fór að falla til mik- ið af gasi, t.d. própangasi (C3H8), við olíuframleiðslu, sem var ódýr aukaafurð og þótti henta til köfn- unarefnisframleiðslu. Í dag er vetni sem framleitt er úr gasi kall- að skítugt vetni, meðan rafgreint vetni er hreint vetni og umhverf- isvænna. Þannig að rafgreining til köfnunarefnisframleiðslu var ekki eins hagkvæm og áður. Í dag hljóta íslenskir bændur að sjá að enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur, hvað áburð- arverksmiðju ríkisins varðar. Ís- lensk stjórnvöld hljóta að taka til alvarlegrar skoðunar að endur- vekja áburðarframleiðslu á Íslandi, í anda Áburðarverksmiðju ríkisins. Sérstaklega í ljósi þess að uppi eru áform um að fara að hefja fram- leiðslu vetnis með rafgreiningu og þá sem eldsneytis til þess að knýja farartæki. Áburðarverksmiðja ríkisins – enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur Eftir Diðrik Jóhann Sæmundsson og Ingileif S. Krist- jánsdóttur » Íslensk stjórnvöld hljóta að taka til al- varlegrar skoðunar að endurvekja áburðar- framleiðslu á Íslandi. Diðrik Jóhann Sæmundsson Diðrik Jóhann er garðyrkjufræð- ingur. Ingileif er agr.dr. og fram- haldsskólakennari. Ingileif S. Kristjánsdóttir Orkuskipti í sam- göngum, nýr umhverf- isvænni landbúnaður og nýsköpun í grænni líftækni eru mik- ilvægur hluti af fram- lagi Íslands til lofts- lagsmála á heimsvísu. Spurning er ekki hvort heldur hvenær allar samgöngur á Ís- landi verða umhverf- isvænar. Sem betur fer eru flestir sammála um að framtíðin sé að flestu leyti björt með áherslu á sjálfbærni og græna atvinnu- uppbyggingu. Umhverfisvænar fjárfestingar Hreinleiki Íslands og græn orka á samkeppnishæfu verði veita okk- ur forskot og tækifæri þegar er- lendir og innlendir fjárfestar horfa til umhverfisvænna kosta. En þessi tækifæri verður að grípa. Hið op- inbera má ekki standa í veginum með því að draga lappirnar í aðlög- un regluverks og uppbyggingu inn- viða. Hagnýting grænna tækifæra er háð því að Alþingi og ríkisstofn- anir klári rammaáætlun, lagningu nýrrar Suðurnesjalínu og aðra upp- byggingu orkuinnviða. Tafir geta reynst dýrkeyptar. Þótt erfitt sé að meta hversu mikill skaði hlýst af töfunum er ljóst að fjárfestar í grænni framtíð taka skilvirkni hins opinbera með í reikninginn. Fyr- irsjáanlegt reglu- umhverfi og trúverð- ugar áætlanir um uppbyggingu til lengri tíma skipta miklu máli þegar fjárfestar velja nýjum fyrirtækjum stað. Sögulegt forystuhlutverk Sjálfstæðisflokkurinn hefur frá upphafi verið forystuafl í umhverf- ismálum á Íslandi. Stefnan hefur gengið út á að byggja upp innviði og móta ramma fyrir einstaklinga og atvinnulíf þar sem skynsamleg auð- lindanýting og sjálfbærni eru í önd- vegi. Stórhuga frumkvöðlar úr röð- um sjálfstæðismanna börðust fyrir hitaveitu, grænni orkuframleiðslu og sjálfbæru fiskveiðistjórn- unarkerfi. Fyrir síðustu kosningar kynnti flokkurinn raunhæf en metn- aðarfull markmið í orkuskiptum í samgöngum sem skilvirkustu leiðina til að takast á við áskoranir í lofts- lagsmálum. Hlutverk hins opinbera er að byggja upp innviði og skilvirka umgjörð þar sem einstaklingar og fyrirtæki geta blómstrað. Aukna skilvirkni þarf í regluverki og meiri langtímahugsun í orkunýtingu þar sem ákvarðanir eru teknar innan eðlilegs tímaramma og staðið er við þær. Grænar hindranir hins op- inbera mega ekki hefta framþróun í loftslagsmálum. Eftir Svavar Halldórsson Svavar Halldórsson » Skilvirkni þarf í regluverki og lang- tímahugsun í orkunýt- ingu. Grænar hindranir hins opinbera mega ekki hefta framþróun í lofts- lagsmálum. Höfundur er sérfræðingur í matar- menningu, stefnumótun og markaðsmálum. svavar@rabb.is Dýrkeyptar grænar hindranir Árið 1798 kom út bók sem menn hafa deilt um alla tíð síð- an. Bókin hét „Rit- gerð um mann- fjöldalögmálið (Essay on the Principle of Population)“. Höfund- urinn var Robert Malthus, enskur prestur og hagfræð- ingur. Meginstef bók- arinnar var að fólks- fjölgun myndi fyrr eða síðar fara fram úr fæðuöflun og þannig setja mannkyninu skorður. Þetta myndi leiða til baráttu um fæðuna og víðtækrar hungursneyðar. Malthus rökstuddi þessa kenn- ingu sína ítarlega. Gagnrýnendur seinni tíma hafa þó bent á að hann hafi hvorki séð fyrir iðnbylt- inguna né stórtækar framfarir í jarðrækt. Sé litið á stöðuna nú, meira en þremur öldum síðar, verður að játa að Malthus hafi haft mikið til síns máls. Flest þeirra vandamála sem á okkur brenna verða rakin til of- fjölgunar mannkyns, þótt það sé sjaldnast viðurkennt. Mann- fjöldi í heiminum hefur aukist úr tveimur milljörðum árið 1930 í tæpa átta milljarða nú. Með öðrum orðum; á ævi- skeiði elstu manna hefur fjöldinn fjór- faldast. Horfur eru á að talan nái tíu milljörðum um miðja þessa öld. Afleiðingarnar birtast á ótal sviðum, í vaxandi mengun á láði, í lofti og legi, fækkun dýrategunda, eyðingu skóga, hlýnun andrúmslofts, þjakandi umferð, þrengslum í borgum, hernaðarátökum, sívax- andi flótta frá átakastöðum og fæðuskorti á stórum landsvæðum. Þótt dregið hafi úr barneignum í nokkrum löndum breytir það ekki heildarmyndinni. Í raun er það fólksfækkun sem stefna ber að. En sú hugsun er ekki vinsæl. Eina þjóðin sem gert hefur alvar- lega tilraun til að takmarka barn- eignir eru Kínverjar. Tilraunin mistókst sem kunnugt er, og eng- in lausn er í sjónmáli. Meðan svo háttar til verða menn óhjákvæmi- lega að draga úr neyslu og sætta sig við versnandi lífskjör. Sem stendur er hlýnun jarðar ofarlega á dagskrá í flestum lönd- um. Þegar menn takast á við þau vandamál sem henni fylgja má ekki gleymast hver hin raunveru- lega rót vandans er. Það er fólks- fjölgunin. Eftir Þorstein Sæmundsson » Flest þeirra vanda- mála sem á okkur brenna verða rakin til offjölgunar mannkyns. Þorsteinn Sæmundsson Höfundur er stjörnufræðingur. halo@hi.is Fólksfjölgunarvandinn Stjórnmálafræð- ingar fara mikinn um þessar mundir. Und- ur og stórmerki hafa orðið í íslenskri póli- tík. Núverandi rík- isstjórn er fyrsta þriggja flokka stjórnin sem situr heilt kjörtímabil á lýðveldistímanum. Ekki er tilgreind nein hugsanleg til- gáta um hver ástæðan kunni að vera, en það er nú svo, að fátt treystir betur bönd ólíkra hópa en sameiginlegur óvinur. Katrínarstjórnin var svo ljón- heppin að á fjörur hennar rak alls óvænt kvikindi eitt, lítið að vexti en þeim mun skæðara í verki, og nefnist Covid. Það er ekki vandfýsið; herj- ar jafnt á konur sem karla og hægri menn sem vinstri. Stjórnarmenn sneru án tafar bökum saman gegn þessum miskunnarlausa vá- gesti og öll hugs- anleg ósættismál lögð til hliðar og allir samhentir sem ein hönd á stjórnarheim- ilinu. Stjórnin stóð sig vel í stríðinu við óvættina og barðist á mörgum vígstöðvum samtímis. Heilbrigð- ishliðin var í algjörum forgangi. Huga þurfti að smitun, ein- angrun, lækningu og bólusetn- ingu. Verja þurfti heimilin og af- komu þeirra. Síðan komu þjónustuaðilar, fyrirtæki og sjálft efnahagslífið og allt tókst þetta með miklum ágætum. En stærsta vandamálið er enn óleyst og það er hvort höggva, hengja eða drekkja eigi sjálfum skaðvald- inum, sjálfri kórónuveirunni, eða bara þakka henni fyrir komuna og stjórnarstöðugleikann. Eftir Werner Ívan Rasmusson » Stærsta vandamálið er enn óleyst og það er hvort höggva, hengja eða drekkja eigi sjálfum skaðvaldinum. Werner Rasmusson Höfundur er eldri borgari. Höggva, hengja eða drekkja? Atvinna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.