Morgunblaðið - 19.10.2021, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 19.10.2021, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER 2021 Fjölskylda Colins Powells tilkynnti í gær að hann væri látinn, 84 ára að aldri, af völdum kórónuveirunnar, þrátt fyrir að Powell hefði verið full- bólusettur, en hann glímdi einnig við mergæxli. Powell var sonur innflytj- enda frá Jamaíku, og gekk í herinn árið 1958. Hann barðist í Víetnam- stríðinu og sagði síðar að sú reynsla hefði mótað skoðanir sínar á hernaði. Powell reis fljótt til metorða innan hersins, og árið 1989 varð hann for- maður herráðs Bandaríkjanna og gegndi þeirri stöðu til ársins 1993. Powell mótaði þar m.a. stefnu Bandaríkjanna og viðbrögð við inn- rás Íraka í Kúveit 1990-1991. Powell varð utanríkisráðherra í ríkisstjórn George W. Bush árið 2001, og varð hann þar með fyrsti blökkumaðurinn til að gegna þeirri stöðu. Í febrúar 2003 flutti Powell ávarp fyrir öryggisráði Sameinuðu þjóð- anna þar sem hann útlistaði hættuna af gjöreyðingarvopnum sem Írakar áttu að hafa komið sér upp. Ræða Powells þótti mjög sannfærandi, en síðar kom í ljós að hún byggðist á gögnum sem ekki höfðu verið stað- reynd. „Þetta er svartur blettur … sem verður alltaf á ferilskrá minni. Það var sárt. Það er ennþá sárt,“ sagði Powell við ABC-fréttastofuna árið 2005, en þá hafði hann yfirgefið utanríkisráðuneytið. Powell naut engu að síður virð- ingar þvert á flokkslínur í Banda- ríkjunum til dauðadags. Meðal þeirra sem minntust hans í gær voru George W. Bush, sem sagði hann hafa þjónað landi sínu vel og Mitt Romney. Þá sagði Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, að ómögulegt yrði að fylla það skarð sem Powell skildi eftir sig. Morgunblaðið/RAX Á Íslandi Colin Powell tekur hér í hönd Halldórs Ásgrímssonar, þá utanríkisráðherra, árið 2002. Powell látinn af völdum Covid-19 - Naut virðingar þvert á flokkslínur Kínversk stjórnvöld báru í gær til baka frétt dagblaðsins Financial Times, sem sagði frá því á laugar- daginn að Kínverjar hefðu gert til- raunir með ofurhljóðfráa eldflaug í ágúst síðastliðnum. Sagði Zhao Lijian, talsmaður kín- verska utanríkisráðuneytisins, að um hefði verið að ræða tilraun með endurnýtanlega eldflaug sem gæti dregið verulega úr kostnaði við geimferðir í framtíðinni. Vitað er að Kínverjar, Banda- ríkjamenn og Rússar hafa allir ver- ið að prófa sig áfram með ofur- hljóðfráar eldflaugar, en þær ferðast á minnst fimmföldum hljóð- hraða. Þá sögðust Norður-Kóreu- menn fyrr í haust hafa náð að skjóta einni slíkri á loft. Sagði í frétt Financial Times að framgangur Kínverja í tækninni hefði komið bandarískum leyni- þjónustustofnunum að óvörum. KÍNA Segja frétt Financial Times vera alranga AFP Tilraun Rússar sjást hér skjóta ofur- hljóðfrárri eldflaug á loft fyrr í haust. Mateusz Mora- wiecki, forsætis- ráðherra Póllands, varaði við því í gær að Evrópu- sambandið gæti liðast í sundur ef stofnanir þess lytu ekki „lýðræðis- legri stjórn“. Sagði Mora- wiecki brýnt að verja fullveldi aðildarríkjanna og sagði að Pólland yrði áfram innan ESB. Pólverjar og ESB hafa deilt að undanförnu og fyrr í mánuðinum úrskurðaði stjórnlagadómstóll Póllands að hluti Evrópusáttmálanna bryti í bága við stjórnarskrá landsins. PÓLLAND Varar við að ESB geti liðast í sundur Mateusz Morawiecki Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, tilkynnti í gær að Rússar hefðu ákveðið að kalla sendifulltrúa sína heim og loka skrifstofum Atl- antshafsbandalagsins í Moskvu. Lavrov sagði við blaðamenn í Moskvu að eftir „vissar aðgerðir“ bandalagsins væru grunnskilyrði fyr- ir samstarfi ekki lengur fyrir hendi. Sendiskrifstofu Rússa í höfuðstöðv- um Atlantshafsbandalagsins í Bruss- el yrði því lokað frá og með 1. nóv- ember næstkomandi. Í því fælist að hernaðartengiliður Rússa gagnvart bandalaginu yrði einnig kallaður heim til Rússlands. Rússar munu um leið loka skrif- stofum bandalagsins í Moskvu, en þar á meðal eru sendiskrifstofa sem hefur starfað innan belgíska sendiráðsins frá árinu 2002, sem og upplýsinga- miðstöð bandalagsins, sem sett var á laggirnar árið 2001 með það að mark- miði að auka á gagnkvæman skilning milli bandalagsins og Rússa. Lavrov sagði að Atlantshafsbanda- lagið hefði þegar dregið verulega úr samskiptum sínum við sendiskrifstof- una í Brussel, og sagði augljóst að bandalagið hefði ekki áhuga á „sam- tali og samvinnu sem jafningjar“. Sagðist hann jafnframt ekki sjá ástæðu til að láta sem nokkur breyt- ing yrði þar á í náinni framtíð. Bætti hann við að ef bandalagið þyrfti nauðsynlega að eiga samskipti við Rússa gætu þau farið í gegnum sendiherra Rússlands í Belgíu. Sendiskrifstofa Rússa hjá banda- laginu var hluti af svonefndu NATO- Rússlandsráði, sem átti að ýta undir samvinnu þar sem sameiginlegir ör- yggishagsmunir Rússa og bandalags- ins væru fyrir hendi. Ráðið hefur hins vegar ekki fundað frá árinu 2019. Oana Lungescu, talskona banda- lagsins, sagði að það vissi af ummæl- um Lavrovs, en að enn hefði ekki bor- ist opinber tilkynning frá Rússum um málið. Heiko Maas, utanríkisráðherra Þýskalands, harmaði hins vegar ákvörðunina og sagði að hún myndi ýta undir „köld samskipti“ milli Rúss- lands og Atlantshafsbandalagsins. Sendu átta manns heim Ákvörðun Rússa er tekin í kjölfar þess að Atlantshafsbandalagið ákvað fyrr í mánuðinum að vísa átta fulltrú- um þeirra á brott vegna meintra njósna. Sagði Jens Stoltenberg, fram- kvæmdastjóri NATO, við það tilefni að bandalagið hefði tekið eftir aukn- ingu á „skaðlegum aðgerðum“ Rússa í Evrópu, og að því hefði verið ástæða til að grípa til aðgerða á móti. Sagði Stoltenberg jafnframt að samskipti Rússa og Atlantshafs- bandalagsins væru nú á versta stað sem þau hefðu verið frá lokum kalda stríðsins. Loka skrifstofum NATO - Sergei Lavrov segir grunnskilyrði fyrir samstarfi ekki lengur fyrir hendi - Sendifulltrúar þeirra í Brussel kallaðir heim frá og með næstu mánaðamótum AFP Rússland Sergei Lavrov utanríkis- ráðherra kynnti ákvörðun Rússa. Félagar í vinasamtökum Bretlands og Írans votta hér breska þing- manninum David Amess, sem myrt- ur var á föstudaginn, virðingu sína við sérstakan minnisvörð sem sett- ur hefur verið upp við breska þing- húsið. Þingmenn minntust Amess í gær með mínútu þögn þegar þing kom saman eftir helgina. Boris Johnson forsætisráðherra sagði að Bretar myndu halda minn- ingu Amess á lofti og að þeim sem fremdu voðaverk sem þetta yrði aldrei leyft að þagga niður í lýð- ræðinu. Tilkynnti hann jafnframt að Elísabet 2. Bretadrottning hefði ákveðið að gera Southend, heimabæ Amess, að borg, en hann hafði barist fyrir því um nokkra hríð. Þá hyggst ríkisstjórnin gera umbætur á öryggi þingmanna. Breska þingmannsins Davids Amess minnst innan þings sem utan Southend fær stöðu borgar AFP

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.