Morgunblaðið - 19.10.2021, Blaðsíða 32
Kvikmyndin Dýrið, frumraun leikstjórans Valdimars Jó-
hannssonar, verður framlag Íslands til Óskarsverðlauna
í ár og var valin til þess af dómnefnd Íslensku kvik-
mynda- og sjónvarpsakademíunnar. Valdimar skrifaði
handrit Dýrsins ásamt Sjón en með aðalhlutverk fara
Noomi Rapace, Hilmir Snær Guðnason, Björn Hlynur
Haraldsson og Ingvar E. Sigurðsson. Á ensku er myndin
kölluð Lamb og hefur hún þegar hlotið afar góða að-
sókn í Bandaríkjunum; um helgina var hún sýnd í yfir
átta hundruð sölum og á tíu dögum höfðu selst að-
göngumiðar á hana fyrir meira en tvær milljónir dala.
Dýrið er framlag Íslands til
Óskarsverðlauna í ár
Yfir 70 prósent af fram-
kvæmdastjórum liða í NBA-
deildinni í körfuknattleik
spá Brooklyn Nets meist-
aratitlinum á tímabilinu sem
hefst með viðureign Brook-
lyn og ríkjandi meistara Mil-
waukee Bucks í kvöld.
Búist er við miklu af Bro-
oklyn með þá Kevin Durant
og James Harden í broddi
fylkingar en hér um bil eng-
inn er á því að Milwaukee
muni verja titil sinn.
Þá er búist við því að
reynslumikið lið LA Lakers
muni standa sig vel eftir að
hafa styrkt sig vel í sumar,
t.d. með komu Russell
Westbrook og Carmelo Ant-
hony. »26
Brooklyn Nets sigurstranglegast
á nýju tímabili í NBA-deildinni
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Ýmsar iðngreinar eiga undir högg að
sækja og þar á meðal er prentmóta-
gerð. „Ég veit ekki til þess að nokk-
ur hafi lært klisjugerð hérlendis um
árabil og ég er eini starfandi fag-
lærði maðurinn eftir á landinu í
þessu, er síðasti móhíkaninn,“ segir
Þórir Jóhannsson, sem á og rekur
Prentmótagerð Þóris á Skemmuvegi
í Kópavogi.
Tilviljun réð því að Þórir fór í
prentnám 16 ára, en hann fékk
sveinsbréfið vorið 1958, skömmu áð-
ur en hann varð 21 árs. „Ég lærði í
Prentmyndagerð Helga Guðmunds-
sonar í Tryggvagötu 28 en fljótlega
eftir að ég útskrifaðist fór ég að læra
múrverk vegna þess að mér fannst
inniveran þreytandi auk þess sem
ekki var gott að vera stöðugt að
vinna með eiturefni.“ Hann segir að
klisjugerðin hafi samt alltaf togað í
sig og hún hafi orðið ofan á en gott
hafi verið að grípa í múrverkið af og
til. „Enn geta útvaldir platað mig í
stritið en það verður stöðugt erfiðara
enda slítandi vinna.“
Þórir er 84 ára og léttur á fæti
sem fyrr, en hann var góður fim-
leikamaður á yngri árum. „Ég æfði
og sýndi fimleika undir stjórn Bene-
dikts Jakobssonar,“ rifjar hann upp.
„Við æfðum í íþróttahúsi Háskólans
enda var engin aðstaða í KR-
heimilinu.“ Hann segist alltaf hafa
fengið góðar einkunnir í leikfimi og
því hafi verið sjálfsagt að fara í fim-
leika. „Íþróttin hentaði mér vel og
ég var virkur þátttakandi í um 15
ár.“
Þótt verkefnum í prentmótagerð-
inni hafi fækkað kvartar Þórir ekki.
„Heilsan er góð og ég er með fasta
kúnna, vinn verkefni fyrir prent-
smiðjur, stofnanir og einstaklinga.
Nú fara merkingar á dagbækur að
bresta á, svo eru það gyllingar á
nafnspjöld, útskriftarblöð og svo
framvegis.“
Útgerðin skemmtileg
Meðfram prentmótagerðinni var
Þórir á sjó um tíma og gerði út bát á
krókaveiðum í tvö sumur. „Þetta var
mjög skemmtilegur og áhugaverður
tími, en hann er liðin fyrir löngu. Ég
eignaðist trillu snemma og þegar ég
stóð í útgerðinni var ég með menn á
bátnum. Við hjónin eigum fjögur
börn og það var búbót að veiða í soð-
ið,“ útskýrir hann. Stendur upp,
gengur að einum veggnum í kaffi-
króknum og bendir á ljósmyndir af
sér, aðra með golþorski og hina með
vænni lúðu. „Þetta voru nokkrar
máltíðir.“
Eðlilega hefur ýmislegt breyst í
sambandi við klisjugerðina á rúmri
hálfri öld, en Þórir segir að vinnu-
brögðin séu hin sömu og hann haldi
sig við gömlu tækin og tólin. „Efnin
hafa breyst sem og blöndun þeirra
en þótt allt sé einfaldara en áður er
handbragðið í raun alltaf það sama.“
Þórir hefur alla tíð hugað að heils-
unni og hefur til dæmis byrjað
vinnudaginn með að minnsta kosti
200 metra sundi. „Ég mæti frekar
snemma á morgnana í laugina í
Garðabæ og fer svo í pottinn þar
sem fastur kjarni sundlaugargesta
leggur línurnar fyrir daginn.“
Prentun og prentmótagerð hefur
að miklu leyti flust úr landi og það
þykir Þóri miður. „Það er slæmt að
missa iðngreinar úr landinu en eng-
inn virðist ráða við það.“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Prentari og múrari Þórir Jóhannsson var á sjó um tíma og rekur Prentmótagerð Þóris á Skemmuvegi í Kópavogi.
Síðasti móhíkaninn
- Þórir Jóhannsson eini faglærði prentmótagerðarmaðurinn
ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER 292. DAGUR ÁRSINS 2021
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 739 kr.
Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr.
PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr.
ÍÞRÓTTIR MENNING