Morgunblaðið - 19.10.2021, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER 2021
Það er margt sem gerir meiri-
hluta borgarstjórnar svo
ótrúverðugan. Það sem hrópar
hæst er hve fátt var að marka
heitstrengingarnar hingað til.
- - -
Örfáum vikum
fyrir síðustu
kosningar lofaði
Dagur að verða við
kröfum foreldra
um lausn í leik-
skólamálum fyrir
sumarið. Loforðið
það gufaði upp
strax eftir kosningar.
- - -
Næst stóð hann glaðbeittur og
lofaði því að setja „Miklu-
braut í stokk“ á kjörtímabilinu
sem senn er liðið. Rétti upp hönd
sem sér grilla í stokkinn.
- - -
Síðast í gær sagði hann umferð-
ina á Miklubraut koma í veg
fyrir fjölgun íbúða en sveltið ýtir
eignaverði upp í hæstu hæðir. Í
átta ár hefur dellumálið „borg-
arlína“ átt að bjarga öllu „á næstu
árum“. Hún er engu nær, senni-
lega sem betur fer.
- - -
En þrátt fyrir að loforðaflaum-
ur hafi árum saman ekki
skilað neinu hefur meirihlutanum
„tekist“ að koma fjármálum borg-
arinnar í algjört óefni.
- - -
Þótt allir gjaldstuðlar séu
keyrðir upp í topp og þannig
þrengt að kaupgetu borgarbúa
hækka skuldir borgarinnar dag
frá Degi.
- - -
Stjórnleysið, forystuleysið og
samviskuleysið gagnvart
margþvældum sviknum loforðum
gefa borgarbúum minni en enga
von um að úr muni rætast í bráð
nema kjósendur grípi inn í.
Dagur B.
Eggertsson
Fór Miklabraut í
eldspýtustokk?
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Fram undan er að endurbyggja sjó-
varnargarð við Ánanaust í Reykja-
vík og hefur útboð á verkinu verið
auglýst. Tilboð verða opnuð 5. nóv-
ember, en stefnt er að því að fram-
kvæmdir geti hafist í nóvember og
ljúki í síðasta lagi í lok apríl 2022.
Þegar vinnu við garðinn lýkur
verða hjóla- og göngustígar með-
fram honum endurgerðir en það
verk er enn í hönnun og deiliskipu-
lagsferli, samkvæmt upplýsingum
frá borginni.
Framkvæmdin við sjóvarnargarð-
inn er á vegum umhverfis- og skipu-
lagssviðs Reykjavíkurborgar og
felst í upprifi og endurbyggingu sjó-
varnargarðs. Hann verður um 480
metra langur og nær frá hringtorgi
á mótum Hringbrautar og Ána-
nausta í vestri að kverk landfyll-
ingar við Fiskislóð 1 í austri.
Fram kom í Morgunblaðinu í vor
að um væri að ræða framhald fyrri
áfanga en sjóvarnargarður við Eiðs-
granda var endurbættur síðasta vet-
ur. Á síðustu árum hefur sjór nokkr-
um sinnum farið yfir eldri varnar-
garð og meðal annars inn á athafna-
svæði Sorpu í Ánanaustum.
Morgunblaðið/Eggert
Strönd Strandlengjan við Ánanaust þar sem reisa á nýjan sjóvarnargarð.
Sjóvarnargarður endur-
byggður við Ánanaust
Úrskurðarnefnd velferðarmála lagði
ekki fullnægjandi mat á umönnunar-
þörf fatlaðs barns þegar hún staðfesti
ákvörðun Tryggingastofnunar sem
hafði synjað foreldrum þess um
hækkun á umönnunargreiðslum.
Þetta kemur fram í áliti umboðs-
manns Alþingis, sem segir að úr-
skurður úrskurðarnefndar velferðar-
mála í málinu hefði ekki verið í
samræmi við lög. Fram kemur að for-
eldrar drengs sem greindur er með
Downs-heilkenni, þroskahömlun og
ADHD hafi sótt um nýtt umönnunar-
mat fyrir hann sem hefði falið í sér
hærri greiðslur þeim til handa. Fyrir
lágu gögn frá sérfræðingum um að
þörf hans fyrir aðstoð hefði vaxið með
aldrinum.
Úrskurðarnefnd velferðarmála
taldi að þótt umönnunin hefði eitt-
hvað þyngst frá fyrra mati væru ekki
skilyrði til að hækka greiðslurnar og
staðfesti þannig ákvörðun Trygg-
ingastofnunar í málinu, að því er fram
kemur á vef umboðsmanns.
Umboðsmaður benti á að það
ákvæði reglugerðar sem á reyndi fæli
í sér tvö sjálfstæð og jafnframt val-
kvæð skilyrði um umönnunarþörf.
Nefndin hefði eingöngu tekið afstöðu
til þess hvort umsóknin hefði uppfyllt
skilyrði um að þörf væri á yfirsetu
foreldris heima eða á sjúkrahúsi en
ekki hvort skilyrði um að aðstoð við
flestar athafnir daglegs lífs gæti átt
við. Í vottorði læknis hefði komið
fram að þörf drengsins fyrir umönn-
un væri verulega aukin og hann þyrfti
gæslu og stýringu í öllum aðstæðum.
Þá hefði þroskaþjálfi viðkomandi
sveitarfélags lagt til að umönnunar-
mati yrði breytt og greiðslur þar með
hækkaðar þar sem umönnun hefði
þyngst mikið frá síðasta mati.
Að áliti umboðsmanns hefði verið
tilefni til að taka efnislega afstöðu til
þessara gagna og upplýsinga.
Ófullnægjandi mat á umönnunarþörf
- Umboðsmaður Alþingis setur ofan í við úrskurðarnefnd velferðarmála