Morgunblaðið - 22.10.2021, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 22.10.2021, Blaðsíða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 2021 Þurrkur Hér kallast á skemmtilegar andstæður í jökulkaldri Kötlu og þvottinum á snúru á bæ í hlíðum Reynisfjalls. Vindar blása á báðum stöðum en heldur hlýrri niðri í byggð. Kristinn Magnússon Það er oftar en ekki dapurt að hlusta á landsþekkta gáfumenn tala á þann veg að öll álitamál verði leyst með því að stækka stjórnarskrána. Þann- ig hefðu álitamál sem upp komu í talningu í Borgarnesi orðið ein- faldari í úrlausn. Sá er þetta ritar tel- ur að flest álitaefni verði leyst með heilbrigðri skyn- semi. Löggjöf setur skynseminni form. Svo er að leita eftir því hvar réttlætið liggur. Í minningargrein sem Magnús Thoroddsen hæsta- réttardómari skrifaði um Einar Arnalds hæstaréttardómara lýsir Magnús því þegar Einar lagði hon- um lífsreglurnar í upphafi starfsfer- ils: „Magnús, spurðu alltaf sjálfan þig í hverju máli, hvar liggur rétt- lætið? Þegar það er fundið er það hin rétta niðurstaða, sem stefna ber að, ef það er unnt eftir laganna leið- um.“ Þessi formáli er settur fram því ritari skilur ekki alltaf réttlæti Hæstaréttar og þaðan af síður tíma- bundið réttlæti. Ritari hefur einnig þá trú að stjórnarskrá eigi að vera lítið og einfalt skjal. Í skjalinu skuli koma fram stjórnskipan, ákvæði um dóm- stóla, grundvallarmannréttindi og vernd hins almenna borgara fyrir ásælni ríkisvalds, sem kann að lenda í höndum mjög misviturra stjórnmálamanna. Misvitrir stjórnmálamenn Með misvitrum stjórnmálamönn- um er einkum og sérílagi átt við þá stjórnmálamenn sem telja sig hafa vit til að hafa vit fyrir öðrum. Stjórnmálamenn eiga aldrei að hafa meira vit en svo að þeir séu færir um að setja löggjöf með almennum reglum. Skynsemi klárar afganginn. Þegar menn verða stórhuga af náttúrunni og fá þá ídeu að gera betur en vel, þá fer verr en illa. Slíkum stórhugum fer vel að hugsa um sauðfénað. Hví er þetta sett á blað? Það er best að halla sér þegar menn halla sér um of til einnar hliðar í stjórnmálum. Þá fer illa. Sérstaklega þegar stjórnmálamenn vilja ofurskattlagn- ingu. Í einum undarlegum dómi Hæstaréttar segir: „Með framangreindum fyrir- mælum stjórnarskrárinnar eru valdi löggjafans til skattlagningar takmörk sett. Í því felst að leggja ber skatta á eftir almennum efnis- legum mælikvarða þar sem gæta verður jafnræðis gagnvart skatt- borgurunum eftir því sem unnt er. Séu þau grundvallarsjónarmið virt hafa dómstólar játað löggjafanum verulegu svigrúmi til að ákveða hvernig skattlagningu skuli háttað í einstökum atriðum. Sökum þess að löggjafanum hefur verið játað verulegu svigrúmi til ákveða þau sjónarmið sem búa að baki skattlagningu og að teknu tilliti til þess að auðlegðarskattur er tímabundinn er ekki næg ástæða að líta svo á að með þeim mun á skatt- leysismörkum, sem gerður er í ákvæðum til bráðabirgða XXXIII og XLVII, sé brotið gegn 65. gr., sbr. 1. mgr. 72. gr., stjórnarskrár- innar.“ Hér fellst Hæstiréttur á „tíma- bundið“ réttlæti skattlagningar og játar það að réttlæti er álitamál. Þá vaknar önnur spurning, sem Hæstiréttur hefur aldrei svarað og þaðan af síður að aðrir dómstólar hafi reynt að svara. Hugsanlega vegna þess að ekki verður leitað svara frá dómstólum við álitamálum öðruvísi en svo að leita eftir úr- skurði í álitamáli þar sem eðli máls og efnisatriði liggja fyrir. Sú spurning er: Hve mikið getur ríkisvaldið tekið af tekjum A til að ráðstafa til B? Önnur áleitin spurn- ing er: „Eru svona afskipti íhlutun í frjálsa kjarasamninga?“ Dómstólum og „góða fólkinu“, sem er stjórnarskrártrúar, ber að virða 72. gr. stjórnarskrárinnar: „Eignarrétturinn er friðhelgur. Engan má skylda til að láta af hendi eign sína nema almenningsþörf krefji. Þarf til þess lagafyrirmæli og komi fullt verð fyrir.“ Tekjutilfærslur Í umræðum um fjárlög eru þessir liðir kallaðir tekjutilfærslur. Tekju- tilfærslur eru einkum bætur al- mannatrygginga til eldri borgara, sem ekki hafa aðrar tekjur, og ör- orkubætur til þeirra sem hafa skerta starfsorku. Þessu til viðbótar eru hugmyndir stjórnarskrártrúarflokks, sem kall- ar sig Pírata, um „borgaralaun“. Sá merki þingmaður, Brynjar Þór Níelsson, taldi slík laun eftirsóknar- verð fyrir þá sem helst vildu liggja í leti heima hjá sér og drekka áfengi. Það er jafnframt áleitin spurning hvort þeir sem léku á tónleikum um helgar og greiddu hvorki tekjuskatt af tekjum sínum né í lífeyrissjóð til að tryggja sér laun á eftirlaunaaldri eigi rétt á tekjutilfærslu frá þeim sem eru launtakar á vinnumarkaði. Tryggingar og öryggisnet Vissulega hafa þau sjónarmið komið fram í aðdraganda kosninga að hafa beri öryggisnet fyrir þá sem ekki geta eða hafa getað aflað sér tekna. Til þess eru almannatrygg- ingar. Fyrir 50 árum sannfærðu at- vinnurekendur verkalýðsrekendur um að almannatryggingakerfi með gegnumstreymi yrði brátt ósjálf- bært. Því bæri brýna nauðsyn til að byggja upp almennt lífeyriskerfi með uppsöfnun eigna til útborgunar sem eftirlaun til sjóðsfélaga. Lýðfræði svarar spurningum Á meðfylgjandi mynd má sjá hlutfall þeirra sem eru á eftirlauna- aldri miðað við aldursforsendur næstu 50 árin. Allt þýðið er á lífi í dag og dánarlíkur eru nægjanlega þekktar til að segja til um hlutfall fólks á eftirlaunaaldri af þeim sem eru á starfsaldri. Á þessu ári eru tekjutilfærslur vegna ellilífeyris um 80 milljarðar og tekjutilfærslur vegna örorkulíf- eyris um 80 milljarðar. Að auki eru atvinnuleysisbætur. Upp í þetta er tryggingagjald af launum um 95 milljarðar. Myndin sýnir í raun þá ógn sem landsmenn hefðu staðið frammi fyr- ir ef gegnumstreymi lífeyris hefði verið tekið upp. Myndin sýnir, svo dæmi sé tekið, að eftir um 15 ár verða aldraðir, 65 ára og eldri, um þriðjungur af fólki á vinnualdri. Kostnaður við ógnina hefði verið um 15-20 prósentustig í trygginga- gjaldi af launum, ofan á 6,1% sem nú er eða 10-15 prósentustiga hækkun á skatthlutföllum á allar tekjur, þar með taldar lífeyris- tekjur. Með lífeyrissjóði borgar sem mest hver fyrir sig, þó inni í lífeyris- sjóðakerfinu sé viss samtrygging. Vandi og synd Rétt eins og það er vandasamt að stíla laust mál fremur en yrkja bundið, þá er vandinn mikill í lífeyr- issjóðum, þó ólíkt minni en það eignarnám sem borgaralaun og svo- kallaðar óskertar bætur almanna- trygginga mundu leiða af sér. Eftir stendur að dýrlingum og góða fólkinu finnst mest sæla í heimi að syndga. Þar næst kemur ásetningurinn að syndga. Að syndga er það sem dýrlingarnir og „góða fólkið“ þrá. Það er gott að hafa Hæstarétt í liði með sér við syndina. Syndin, það er sú dýrmætasta guðs gjöf. Það er ekki faglegt að smána lýðfræðina í syndinni. Eftir Vilhjálm Bjarnason » Syndin, það er sú dýrmætasta guðs gjöf. Það er ekki faglegt að smána lýðfræðina í syndinni. Vilhjálmur Bjarnason Höfundur var alþingismaður. Stjórnarskrártrú og lýðfræði 0,0% 10,0% 20,0% 30,0% 40,0% 50,0% 60,0% 65 ára + / 25 - 64 ára 67 ára + / 25 - 66 ára 70 ára + / 25 - 69 ára Hlutfall á eftirlaunaaldri af vinnandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.