Morgunblaðið - 22.10.2021, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 22.10.2021, Blaðsíða 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 2021 ✝ Jóhanna Ríkey Guðmunds- dóttir var fædd í Neskaupstað 17. mars 1937. Ríkey lést 7. október 2021. Hún var dóttir hjónanna Oddnýjar Sigurjónsdóttur, f. 1916, d. 1986, og Guðmundar Frið- rikssonar, f. 1913, d. 2006. Hún var elst fjögurra systkina, sem eru í ald- ursröð: Hulda, f. 1941, d. 1942, Hulda Elma, f. 1943, d. 2020, og Friðrik, f. 1944. Ríkey kvæntist Guðmundi Vestmann Ottóssyni og saman áttu þau fjögur börn: 1) Oddný, f. 1955, maki Kristján Þorvaldsson. 2) Elmar, f. 1960, maki Kulisara Tonan. 3) Svala, f. 1961, maki Steindór Karvelsson. 4) Sandra, f. 1963, maki Magnús Magnússon. Barnabörn Rík- eyjar eru 11 talsins og barnabarna- börnin eru orðin 9. Ríkey og Guð- mundur slitu sam- vistir. Síðastliðin 20 ár bjó Ríkey með Sigurliða Guð- mundssyni en hann lést árið 2020. Ríkey ólst upp í Neskaupstað og þar kynnist hún Guðmundi og hefja þau sinn búskap saman þar. Þau áttu síðan eftir að búa tímabund- ið í Vestmannaeyjum, Reykjavík og á Seyðisfirði. Ríkey átti svo eftir að flytja tímabundið til æskustöðvanna en árið 1985 flutti hún til Reykjavíkur og bjó þar þar til yfir lauk. Útför Ríkeyjar fer fram frá Garðakirkju í dag, 22. október 2021, kl. 13. Elsku mamma mín. Að setjast niður og skrifa minn- ingarorð um þig er fyrir mér óraunverulegt og þyngra en tár- um taki. Ég ætla ekki að rekja lífs- hlaup þitt hér, það þekkja allir sem þig þekktu en ævintýralegt var það oft! Elsku mamma, ég hef líklega talið mér trú um að þú myndir aldrei yfirgefa okkur, þú sem allt- af stóðst eins og klettur með okk- ur, styrktir okkur og studdir. Þú með þitt góða lundarfar, ískrandi skopskyn og bjartsýni, kenndir okkur að þrátt fyrir erf- iðleika og mótlæti í lífinu þá rofaði alltaf til og þá tæki við gleði og bjartsýni. Þú fékkst þinn skerf af veikind- um og erfiðleikum sem eftir á að hyggja reyndust þér erfiðari en ég gerði ráð fyrir. En aldrei kvart- aðir þú og þaðan af síður bognaðir. Þú varst snillingur í að búa til fallegt heimili, smekklegt og hlýtt og öllum opið. Þú varst snillingur í að búa til góðan mat og ófáar veislurnar í þínu boði þar sem borð svignuðu undan kræsingunum þínum. Þú varst snillingur í höndunum, hvort heldur var við hannyrðir eða við saumavélina og bárum við systkinin þess oftar en ekki vitni. Þú varst snillingur í að um- gangast fólk og laða það að þér. Enda varstu hlý, skemmtileg, um- hyggjusöm og fyndin. Heimilið var oft fullt af gestum og gang- andi, allir voru velkomnir og þá var oft glatt á hjalla. Þú varst vakin og sofin yfir öll- um þínum afkomendum og ekki í rónni ef þú fékkst ekki fréttir af þeim, helst daglega. Síðustu tveir mánuðir hafa ver- ið mjög óraunverulegir, en þá fengum við vissu um hvert stefndi. Ég er óendanlega þakklát systk- inum mínum sem stóðu við hlið þér allan tímann ásamt því að ég sjálf átti eina viku með þér á loka- sprettinum. Elsku hjartans mamma mín. Nú er komið að leiðarlokum. Hafðu þökk fyrir allt og allt elskan og ekki vera mjög hrekkjótt og óþæg í Sumarlandinu. Ég elska þig að eilífu. Þín Oddný (Odda). Elsku besta mamma. Ég á ekki nóg og sterk orð eða nægan orðaforða til að lýsa sökn- uði mínum, því sendi ég þér kveðjuljóð frá mér. Takk elsku besta mamma mín og vinkona fyr- ir allt, elska þig að eilífu. Þú komst með mig hingað án klæða, mér var aldrei kalt, nærvera þín, kærleikur, hlýja sem umvöfðu allt. Í fyrirrúmi og forgangi fannst mér ég vera hjá þér, ást þína og umhyggju varðveiti ég í hjarta mér. Ég vil að þú vitir að ást mín til þín er svo hrein, með minningar mínar í nesti, ég aldrei verð ein. Takk elsku mamma ég þakklátust er fyrir þig, bið algóðan guð um að gæta þín endalaust… fyrir mig. Sjáumst svo seinna, ég sárt þín mun sakna… mun þekkja þig aftur af móðurilminum … þegar ég vakna. Þín dóttir og vinkona, Sandra. Yndisleg tengdamóðir mín hef- ur kvatt. Frú Ríkey tók mér opn- um örmum, eins og hún gerði við alla sem komu í fjölskylduna. Hún var skemmtileg, forvitin og bætti alltaf einhverju við. Það var ekki ónýtt að koma á hennar heimili. Hún var með standandi hlaðborð allan daginn. Síðustu árin hafði hún aldeilis góð- an samherja í þeim efnum. Silli og hún elskuðu að taka á móti fólki. Þau byrjuðu að brasa í pottunum snemma morguns og gáfu ekkert eftir fyrr en gestir stóðu saddir frá borði. Svo kunni hún að hafa sig til. Systir mín sagði mér að þegar hún var unglingsstúlka á Fáskrúðsfirði hefði komu Ríkeyjar verið beðið með eftirvæntingu. Ríkey var þá að heimsækja tengdafjölskylduna, þegar þau Guðmundur Vestmann voru búin að rugla saman reytum. Stelpurnar vildu líta út eins og Rí- key, með sitt glæsilega hár og útlit. Það fór ekkert fram hjá Rí- keyju. Hún var á vaktinni hvað alla varðaði. Ætt og uppruni skipti ekki máli. Hún var alltaf með faðminn opinn – og hann var ekki lítill. Nokkrir komu að máli við mig um að reyna að skrásetja frásagnir þessarar merkilegu konu. Það varð ekki úr því, enda held ég að Ríkey hefði skilað sér best í hljóði og mynd. Hún sagði skemmtilega frá og þá hefði hennar ískrandi húmor best notið sín. Ríkey skilur mikið eftir sig. Börnin hennar hafa fengið skammt af hennar gæðum og eiga eflaust eftir að þoka þeim áfram. Ég sakna góðrar og gáfaðrar konu. Kristján Þorvaldsson. Ég vil með örfáum fátæklegum orðum minnast tengdamóður minnar sem við kveðjum í dag. Það var fyrir tuttugu og átta ár- um sem ég kynntist henni tengda- mömmu minni, Ríkeyju Guð- mundsdóttur, sem nú er komin í hina eilífu blómabrekku. Hún var há og reffileg kona, sem veigraði sér ekki við neinu, nema ef vera skyldi að ferðast, henni var ekki vel við ferðalög og þá sérstaklega ekki hjá afkomend- unum. Hún Ríkey var mikil matmóðir, það var sama hvenær maður kíkti við hjá henni og Silla, alltaf var hlaðið borð af alls kyns bakkelsi og ég held bara að það hafi verið bakað á hverjum degi. Þær voru líka ófáar stundirnar sem fjölskyldan var öll saman- komin yfir ljúffengum málsverði, já hún vildi helst alltaf hafa alla fjölskylduna í kringum sig. Ég er hræddur um að það verði ansi skrítið á aðfangadagsmorgun þegar við Birta mín getum ekki skroppið til Ríkeyjar ömmu til að smakka frómasinn hennar, sem beið alltaf eftir okkur í sérskál. En hún tengdamamma hugsaði ekki bara um mat, hún var ramm- pólitísk og stóð fast á sínum skoð- unum hvað það varðar. Ekki vor- um við alltaf sammála í þeim efnum, þótt við ræddum oft póli- tík, og hef ég hana grunaða um að hafa oft æst tengdasoninn viljandi upp, já hún var stríðin blessunin. Fyrst og síðast var hún Ríkey þó mannvinur sem ekki mátti neitt aumt sjá og vildi öllum vel. Að leiðarlokum vil ég, elsku Rí- key, þakka þér fyrir viðkynn- inguna og fyrir að hafa fengið að kynnast fólkinu þínu og þá sér- staklega henni Svölu minni, ég skal passa hana vel fyrir þig. Ég kveð þig með orðum Valdi- mars Briem: Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Þinn tengdasonur, Steindór Karvelsson. Elsku amma mín, sem varst mér svo kær. Í dag kveð ég þig í seinasta sinn með sorg og söknuð í hjarta. Fal- leg, ljúf, hlý og góð, með góða nærveru og frábæran húmor. Þessi orð koma upp í hugann þeg- ar ég minnist þín. Það sem ég gat hlegið að og með þér yfir ótrúleg- ustu hlutum sem þú gast látið út úr þér. Mér þótti alltaf svo gott að koma til ömmu, hún tók alltaf á móti manni með innilegu knúsi og bleikum kossi og oftar en ekki því sem hún hafði bakað þann daginn eða daginn áður. Það var svo gott að vera hjá ömmu og gera sem minnst, bara sitja saman, spjalla um daginn og narta í það sem var boðið upp á hverju sinni, hafa það huggulegt og njóta þess að vera saman. Í hvert skipti sem við kvöddumst þakkaði amma mér fyrir að vera svona dugleg að heimsækja hana, ég sagði henni alltaf að hún þyrfti ekki að þakka mér fyrir það því mér þætti svo gott að vera hjá ömmu minni. Núna dreymir mig um að geta heimsótt hana í eitt skipti í viðbót, knúsað hana og þakkað henni fyr- ir allt sem hún var mér, fyrir allar stundirnar okkar saman, fyrir að vera alltaf svona hlý og góð og fyr- ir að bjóða mig alltaf velkomna með opnum örmum. Minningin um yndislega ömmu mun lifa í hjarta mínu allt mitt líf og ég mun halda áfram að segja Leu litlu frá elsku löngu sinni, sem elskaði hana og dáði. Elsku amma, seinasta árið var þér erfitt og ég veit þú saknaðir Silla þíns svo mikið og ég vona að nú séuð þið saman á ný. Þín Birta Dögg. Í þessum kveðjuorðum er vin- átta og þakklæti mér efst í huga. Móðir mín og Ríkey voru nánar vinkonur allt frá barnsaldri. Þær slitu barnsskónum innan um há fjöll við djúpan fjörð austur á Norðfirði og lögðu þar grunn að ævilangri vináttu sem aldrei bar skugga á. Á milli þeirra ríkti alla tíð traust og trúnaður en umfram allt gleði og kærleikur og þær áttu stuðning hvor annarrar vísan í lífsins ólgusjó. Oft er sagt að vík sé á milli vina og fjörður á milli frænda. Það á svo sannarlega við um þær tvær. Jafnvel þótt þær byggju sér ekki alltaf heimili á sama stað og langt gæti verið á milli þeirra voru bönd- in sem tengdu þær alltaf traust og þegar þær komu saman var iðu- lega stutt í að rifjaðar væru upp sögur af einhverjum uppátækjum austur á Norðfirði. Af nógu var að taka og sennilega tengja margir Norðfirðingar af þeirra kynslóð Ríkeyju og mömmu (Beggu) við einhver strákapör sem þær stóðu fyrir, enda áttu þær marga góða spretti í að gleðja sig og aðra með góðlátlegum hrekkjum og alls kyns sprelli. Eitt er víst að það var alltaf gaman hjá þeim tveimur og alltaf kátt á hjalla þar sem þær komu saman. Í uppvextinum var Ríkey fyrir mér sem nokkurs konar frænka okkar, svo mikil voru samskipti fjölskyldu minnar við hana. Sem lítill strákur minnist ég þess að hafa vera fóstraður hjá henni í nokkrar vikur meðan foreldrar mínir brugðu sér út fyrir land- steinana. Frá þessum tíma á ég fal- legar minningar stráks sem fékk að rúnta með henni í gula skód- anum – sem fékk viðurnefnið Sum- ar og sól – og að leika sér með fornfálegan búðarkassa þar sem allt kostaði 10 krónur og 25 aura. Ríkey átti stóran ættboga og var börnum sínum og afkomendum þeirra góð móðir og amma. Hún bjó sér alltaf fallegt heimili hvar sem hún sló sér niður og var höfð- ingi heim að sækja. Það var ekki í kot vísað þegar ég kom endrum og sinnum við hjá henni og Silla seinni árin. Sem traust og raunagóð vin- kona móður minnar ævina á enda var Ríkey mér fyrirmynd um hvað vináttan er verðmæt og mikilvæg- ur þáttur í lífi okkar. Þess vegna er mér vináttan og þakklæti fyrir hana efst í huga þegar ég að leiðarlokum þakka Rí- keyju fyrir samfylgdina, traust hennar og tryggð við mömmu og okkur fjölskylduna alla tíð. Ég votta börnum Ríkeyjar og afkom- endum öllum innilega samúð mína og hluttekningu og bið Guð að blessa minninguna um góða konu. Davíð Bergþóru- og Samúelsson. Nú söknum við spilafélagar Rí- keyjar vinar í stað. En fyrir 25 ár- um byrjuðum við að spila bridge saman og höfum hist reglulega í gegnum árin, borðað góðan mat og hafa það verið gæðastundir hjá okkur. Ríkey var með mikla spila- reynslu en tvær okkar voru að byrja en hún sýndi ótrúlega þol- inmæði gagnvart okkur þar til úr okkur rættist. Hún var talsvert eldri en við hinar en aldrei fundum við fyrir þeim aldursmun. Ríkey var sterkur karakter, allt- af glöð, brosandi og vel tilhöfð, já- kvæð, skemmtileg, hjálpsöm og jafnaðarmanneskja í eðli sínu. Hún lagði ekki illt orð til annarra, var smekkleg og vildi hafa fínt í kring- um sig. Hún var kokkur af guðs náð, hafði yndi af að elda góðan mat og fengum við að njóta þess. Ríkey var okkur ómetanleg vin- kona og fyrirmynd. Það var Ríkey mikið áfall þegar Silli, sambýlismaður hennar til margra ára, féll skyndilega frá í desember á síðasta ári. En hann hafði verið henni innan handar með allt og stutt hana í hvívetna. Upp frá því fór að bera á heilsu- bresti hjá henni, þótt hún bæri sig vel. Í júlí í sumar greindist hún með ólæknandi krabbamein og vissi að hverju stefndi. Síðasta spilakvöld okkar var í styttra lagi og greinilega af henni dregið. Hún sagðist fara sátt, væri orðin þetta gömul en óskaði þess að fá að deyja heima. Börnin hennar uppfylltu ósk hennar og hugsuðu um hana heima þar til yfir lauk. Við sendum börnum hennar og öllum aðstandendum samúðar- kveðjur. Við kveðjum okkar góðu vin- konu með virðingu og þökk fyrir gjöful kynni. Hvíl í friði. Anna, Kolbrún (Kolla) og Helga Hrönn. Jóhanna Ríkey Guðmundsdóttir ✝ Guðni Svan Sig- urðsson fæddist 2. febrúar 1949. Hann lést 11. októ- ber 2021. Foreldrar hans voru Sigurður Hans Jóhannesson, f. 4.4. 1909, d. 7.11. 1987, og Unnur Bjarna- dóttir, f. 2.10. 1913, d. 18.5. 1968. Systkin: Bjarni H. Joensen, Helena Joensen, Alda Joensen, Sigurður Joensen, Jónína Valgerður Sigurð- ardóttir. Fyrsta eiginkona: Marí Þor- grímsdóttir, f. 16.4. 1944. Börn þeirra Sigríður Kol- brún, f. 12.9. 1967, Jónína Katrín, f. 5.7. 1970, og Hrefna Björk, f. 10.9. 1971. Önnur eiginkona: Ingibjörg Sveins- dóttir, f. 4.7. 1952. Barn þeirra Guðrún Unnur, f. 6.8. 1981. Þriðja eiginkona: Regína Halldórs- dóttir, f. 6.2. 1947. Eiga þau engin börn en 28 ár saman í hjónabandi. Útför Guðna fer fram frá Stóra-Árskógskirkju, Hauganesi, í dag, 22. október 2021, klukkan 14. Elsku pabbi okkar kvaddi þennan heim hinn 11. október síðastliðinn um klukkan 11. Ég hef alltaf haft trú á að 11.11. sé englatala og geri enn. Hver andardráttur var orðinn honum erfiður svo að vissu leyti var þetta lausn. Elsku kallinn var alltaf svo vinnusamur og ið- inn og aldrei sá ég hann tóm- hentan. Ef ekki verkfæri þá voru það spilin og þar tók hann hvern kapalinn á eftir öðrum og oft var ég farin að keppa við hann, sjá hvoru okkar gengi bet- ur. Bless pabbi, ég er þakklát fyr- ir þá góðu tíma sem við fengum, hjálpina í sumar með smíðar og öll góðu ráðin sem eiga eftir að sitja eftir. Bið að heilsa út í geim! Kveðja – þín elsta, Sigríður Kolbrún (Kolla). Nú ertu farinn, elsku pabbi, ég sakna þín sárt. Við áttum góðar stundir saman, sérstak- lega núna undanfarið. Ég er þakklát fyrir að hafa haft þig í lífinu og kærleikurinn var góður. Megi ljósið umvefja þig, elsku pabbi. Við söknum þín. Hrefna Björk Guðnadóttir og fjölskylda. Guðni Svan Sigurðsson Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, RAGNAR TRYGGVASON, lést á dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri 17. október. Linda Hrönn Ragnarsdóttir Júlíus Snorrason Ívar Ragnarsson Þóra Hjörleifsdóttir Tryggvi Kristinn Ragnarsson Sigríður Baldursdóttir Elfa Björk Ragnarsdóttir Siguróli Kristjánsson Ragna Ragnarsdóttir og fjölskyldur Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, JÓHANNES ÓLAFSSON, kristniboði og læknir, andaðist miðvikudaginn 20. október. Útför fer fram í Kristiansand þriðjudaginn 26. október. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Kristniboðssambandið. Minningarsíða í Noregi: andas.no Kari Herborg Ottar Ragnar Anna Margrét Haraldur Sverrir Solveig Anna Svala barnabörn og barnabarnabörn Minningarvefur á mbl.is Vefur þar sem er sameinað efni sem snýr að andlátum og útförum. Þar eru birtar andláts-, útfarar- og þakkartilkynningar sem eru að- gengilegar öllum en auk þess geta áskrifendur lesið minningargreinar á vefnum. " 3,0'*2 ,5 (1 .''( *!!4&)#'/(5 *2 þjónustuaðila sem aðstoða þegar andlát ber (1 +-'%*2 $/ (15(5 /(/'4,/(5 *!!4&)#'/(5 ætlaðar aðstandendum við fráfall ástvina. www.mbl.is/andlát Minningar og andlát

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.