Morgunblaðið - 22.10.2021, Qupperneq 16
16 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 2021
VINNINGASKRÁ
166 11098 20592 29745 39527 50611 61344 72521
193 11177 20795 29956 39562 50644 61380 72522
285 11256 21506 30004 39688 50729 61855 72564
343 11403 21640 30017 40015 51430 62003 72814
589 11547 21655 30150 40408 51471 62199 72833
759 11739 21775 30245 40590 51741 62940 72845
870 12344 21781 30621 40928 52520 63004 73556
1020 13027 22157 30826 40985 52553 63114 73642
1053 13061 22465 31034 41117 52850 64010 73771
1106 13683 23624 31167 41121 52884 64268 73996
1366 13913 23668 31471 41516 52966 64612 74085
1367 14733 23761 31947 41636 53075 65868 74114
2232 14796 23846 32248 42029 54308 66368 74847
2287 15144 24040 32641 42281 55874 66747 75994
3027 15372 24472 32864 42328 56043 66869 75996
3375 15490 24488 32992 42445 56053 67701 76168
4323 15744 24785 33232 42495 56249 68140 76359
4331 16050 24803 33899 43461 56323 68328 76715
4392 16377 24953 33902 43825 56475 68426 77129
4557 16641 24999 34133 44249 56595 68573 77156
4693 16820 25085 34249 44410 56699 68778 77229
5147 17129 25593 34602 45665 56785 68859 77334
5471 17195 25877 34654 46061 56875 69282 77696
6067 17446 25928 34670 46162 57208 69514 77728
6850 17455 25971 35635 46341 57301 69751 77799
6930 17746 26131 35809 46824 57707 69826 78290
7033 17918 26385 35842 47366 58008 71060 78351
7416 17984 26658 36120 47452 58110 71106 78570
7975 18878 26778 36296 48330 58178 71207 79819
8789 19103 27054 36498 48361 58472 71390 79919
8842 19251 27056 36515 48429 58727 71499 79963
9062 19670 27312 36719 48473 59732 71515
9315 19709 27450 38249 48712 59965 71684
9998 20020 27643 38384 48725 60415 72052
10107 20164 28383 38457 48940 60645 72106
10717 20237 28505 38697 49605 60710 72136
10770 20501 29455 39093 49928 61064 72203
1996 13118 22504 30333 39956 52246 61628 71403
2184 14210 22741 30613 41077 53823 62300 72033
2368 15296 23190 32021 41552 54162 62801 74407
3998 15627 23794 33645 42329 55191 63700 74685
4507 18365 23935 34163 42382 55227 63763 75445
4524 18777 24148 35527 46393 55812 64642 76826
5266 18883 24497 37090 47915 56680 65391 77295
6521 20116 24499 37931 49199 56698 67381 77624
6940 20557 26449 37985 49211 57647 69214 78913
7132 21804 26932 38352 49241 58750 69308
9093 21877 28311 38520 50759 59491 69323
10765 22063 28908 39521 51065 60715 70040
12296 22346 29088 39552 51515 61501 70516
Næsti útdráttur fer fram 28. október 2021
Heimasíða: www.das.is
Vinningur
Kr. 12.000 Kr. 24.000 (tvöfaldur)
Vinningur
Kr. 25.000 Kr. 50.000 (tvöfaldur)
Vinningur
Kr. 150.000 Kr. 300.000 (tvöfaldur)
36403 42376 47874 53686 72198
Vinningur
Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur)
3313 12980 24300 42336 53717 66170
3925 14052 31974 43092 57309 73906
5271 20083 37559 44215 59652 74662
6869 22502 41079 46642 63748 74915
Aðalv inningur
Kr. 2.000.000 Kr. 4.000.000 (tvöfaldur)
6 6 3 0
24. útdráttur 21. október 2021
Í gær féll niður birting meðfylgj-
andi töflu, sem átti að fylgja grein
Hauks Arnþórssonar um danskar
þjóðaratkvæðagreiðslur.
Í töflunni kemur fram að þjóðar-
atkvæðagreiðslur í Danmörku eru
annars vegar haldnar að frumkvæði
þjóðþingsins og hins vegar vegna
skylduákvæða í stjórnarskrá – og
þjóðaratkvæðagreiðslur má halda af
sex tilgreindum tilefnum. Þá eru
nefndar þær 19 þjóðaratkvæða-
greiðslur sem hafa átt sér stað í
Danmörku frá 1916.
Dönsk útfærsla á rétti almennings
til beinnar aðkomu að ákvörðunum
með þjóðaratkvæðagreiðslum gæti
átt fullt erindi í íslenska umræðu um
meðferð fullveldisréttar og alþjóð-
legra samninga ekki síður en til að
mæta vilja þeirra sem kjósa lifandi
málskotsrétt minni hluta þingmanna
gagnvart nýjum lögum – eða til að
mæta vilja annars áhugafólks um
þjóðaratkvæðagreiðslur.
Morgunblaðið biðst velvirðingar á
mistökunum.
Um þjóðaratkvæða-
greiðslur í Danmörku
Þjóðaratkvæðagreiðslur í Danmörku frá 1916
Stjórnarskrárgrein í
núgildandi stj.skr. Tilefni Framkvæmd
Að frumkvæði
þingsins
(valkvæðar)
1.mgr.
42. gr.
Þriðjungur þingmanna getur krafist
þjóðaratkvæðagreiðslu um lagafrumvarp.
Kosið var um jarðalögin 1963, felld.
6.mgr.
42. gr.
Halda má með lögum þar um þjóðar-
atkvæðagreiðslur um lagafrumvörp,
þó ekki frumvörp af öllu tagi – en m.a. um
alþjóðasamninga.
Kosið var 1993 um aðild Danmerkur að Mastrichtsáttmál-
anummeð viðauka frá Edinborgarsamningnum, samþykkt
og 2009 um jafna stöðu kynjanna í erfðarétti konung-
dóms, samþykkt.
Ráðgefandi atkvæðagreiðslur
með einfaldri lagaheimild.
Haldin 1916 um söluna á Vestur-Indíum, samþykkt og 1986
um Evrópusáttmálann, samþykktur.
Stjórnar-
skrárbundnar
(skyldu-)
atkvæða-
greiðslur
20. gr.
Afsal fullveldisréttar. Ef ekki næst
stuðningur 5/6 þingmanna fer frumvarpið
í þjóðaratkvæði.
Haldnar 1972 um inngönguna í ESB, samþykkt; 1991 um
Mastrichtsáttmálann, felldur; 1998 umAmsterdamsátt-
málann, samþykktur; 2000 um sameiginlegan gjaldmiðil,
fellt; 2014 um aðild að Einkaréttardómstóli ESB, samþykkt
og 2015 um lagalega fyrirvara gagnvart ESB, felld.
88. gr.
Breytingar á stjórnarskrá. Sérákvæði
um hlutfall kjósenda sem geta hafnað
(40% á kjörskrá).
Haldnar 1920 um breytingar, samþykktar; 1939 um
heildarlög, felld og 1953 um heildarlög, samþykkt.
2.mgr.
29. gr.
Breytingar á kosningaaldri.
Haldnar 1953, úr 25 í 23 ár, samþykkt, en 21 ár felld; 1961,
úr 23 árum í 21 ár, samþykkt; 1969, úr 21 í 18 ár, felld; 1971,
úr 21 í 20 ár, samþykkt og 1978, 20 í 18 ár, samþykkt.
Telja má nánast á
fingrum annarrar
handar þá málaflokka
þar sem enn er krafizt
einróma samþykkis
ríkja Evrópu-
sambandsins við
ákvarðanatöku í ráð-
herraráði þess. Með
hverjum nýjum sátt-
mála sambandsins í
gegnum tíðina hefur
einróma samþykki ver-
ið afnumið í sífellt fleiri málaflokk-
um. Með gildistöku Lissabon-
sáttmálans 2009, sem í dag er
grundvallarlöggjöf Evrópusam-
bandsins, var það gert í um 40 mála-
flokkum á einu bretti. Þannig heyrir
krafan um einróma samþykki innan
sambandsins í raun til undantekn-
inga í dag.
Ég vakti athygli á þessu í grein í
Morgunblaðinu 24. september þar
sem ég benti einnig á þá staðreynd
að íbúafjöldi ríkja Evrópu-
sambandsins réði mestu um mögu-
leika þeirra til þess að hafa áhrif
þegar ákvarðanir væru teknar í ráð-
herraráðinu og þá einkum þeirra fá-
mennustu. Stærstu ríkin væru hins
vegar í algerri lykil- og yfir-
burðastöðu í þeim efnum vegna fjöl-
mennis. Ég fór enn fremur ítarlega
yfir fyrirkomulag Evrópu-
sambandsins í þessum efnum en
upplýsingar um það eru til dæmis
ágætlega aðgengilegar á vefsíðum
sambandsins. Hvet ég lesendur,
sem það hafa ekki þegar gert og
áhuga hafa, til þess að kynna sér þá
samantekt mína.
Fyrri fullyrðing
ekki endurtekin
Mér barst nokkru síðar svargrein
sem raunar gerði lítið annað en að
undirstrika það sem ég hafði bent á
í grein minni. Þá einkum og sér í
lagi þá staðreynd að einróma sam-
þykki ríkja Evrópusambandsins í
ráðherraráði þess eigi aðeins við um
fáeina málaflokka. Þannig voru til
að mynda einungis tekin dæmi um
einróma samþykki tengd þeim fáu
málaflokkum þar sem slíks er enn
krafizt í ráðinu og síðan fullyrt á
þeim grunni, líkt og í fyrri grein
höfundar, að engin
ákvörðun um mikilvæg
mál væri tekin án sam-
þykkis allra ríkja sam-
bandsins.
Hins vegar hjó ég
eftir því að höfundur
svargreinarinnar
minntist ekki orði á
hina stóru fullyrð-
inguna í fyrri grein
hans þess efnis að fá-
menn ríki gætu stöðv-
að framgang hvaða
mála sem væru á vett-
vangi Evrópusam-
bandsins. Nokkuð sem ég benti ekki
hvað sízt á að stæðist enga skoðun
og sem kemur ekki sérlega mikið á
óvart að hafi ekki verið endurtekið.
En þó svargreinin hafi litlu sem
engu bætt við það sem áður hafði
komið fram í mínum skrifum og í
raun aðeins áréttað það sem ég
benti á felur hún engu að síður í sér
ágætis tilefni til þess að fjalla frekar
um málið sem ekki reyndist mögu-
legt í fyrri grein minni sökum
lengdartakmarkana.
Hvorki sjávarútvegs-
né orkumál
Mjög langur vegur er frá því að
allar ákvarðanir um mikilvæg mál á
vettvangi Evrópusambandsins kalli
á einróma samþykki. Það á til að
mynda almennt hvorki við um
ákvarðanir um sjávarútvegsmál né
orkumál. Vitanlega getur það verið
nokkuð afstætt hvað telst til mikil-
vægra mála en miðað við svargrein-
ina verður að draga þá ályktun að
höfundur hennar telji hvorugan
þessara málaflokka falla undir þá
skilgreiningu. Flestir Íslendingar
eru þó líklega þeirrar skoðunar að
þeir skipti þvert á móti afar miklu
máli. Að minnsta kosti séð frá Ís-
landi.
Mörg dæmi eru einmitt um það
að margfalt fjölmennari ríki en Ís-
land hafi orðið undir í ráðherra-
ráðinu, til að mynda þar sem rætt
hefur verið um sjávarútvegsmál. Til
að mynda stjórnvöld á Írlandi þegar
þau mótmæltu harðlega samþykkt
samninga um makrílveiðar við Fær-
eyjar árið 2014 sem þau töldu skaða
írska hagsmuni en Írar eru mesta
makrílveiðiþjóð Evrópusambands-
ins. Eins danskir ráðamenn þegar
þeir beittu sér gegn því að sam-
bandið gripi til refsiaðgerða gegn
Færeyingum árið á undan vegna
síldveiða þeirra í eigin lögsögu.
Urðu Danir að lokum að taka þátt í
því að refsa hluta danska kon-
ungdæmisins þvert gegn eigin vilja.
Þegar verið gengið of langt
Með hliðsjón af þeirri staðreynd
að ríki Evrópusambandsins hafa
ítrekað samþykkt að afnema
einróma samþykki í sífellt fleiri
málaflokkum, nú síðast í um 40
málaflokkum með Lissabon-
sáttmálanum fyrir einungis fáeinum
árum, er vitanlega engan veginn á
vísan að róa að slíkt muni ekki ger-
ast eina ferðina enn. Full ástæða er
þvert á móti til þess að vanmeta
ekki þann mikla og vaxandi póli-
tíska þrýsting sem til staðar er í
þeim efnum innan sambandsins,
meðal annars frá framkvæmda-
stjórn þess og stjórnvöldum í
Þýzkalandi.
Hitt er svo annað mál að jafnvel
þó engin frekari skref verði stigin í
þá átt að afnema einróma samþykki
ríkja Evrópusambandsins er ljóst
að nú þegar hefur verið gengið svo
langt í þeim efnum að það getur
seint talizt ásættanlegt með tilliti til
hagsmuna Íslands og íslenzku þjóð-
arinnar. Langflestar ákvarðanir
ráðherraráðsins krefjast þannig ein-
ungis samþykkis 55% ríkja sam-
bandsins með 65% íbúafjölda þess
að baki sér. Þar eru stærstu ríkin
sem fyrr segir í algerri lykil- og
yfirburðastöðu í krafti fjölmennis.
Líkt og ég nefndi í lok fyrri greinar
minnar er vitanlega fyrir utan ann-
að lítið gagn að sæti við borðið þeg-
ar ekki er setið við sama borð.
Eftir Hjört J.
Guðmundsson »Mjög langur vegur
er frá því að allar
ákvarðanir um mikilvæg
mál innan ESB kalli á
einróma samþykki. Það
á til að mynda ekki við
um sjávarútvegsmál.
Hjörtur J.
Guðmundsson
Höfundur er sagnfræðingur og al-
þjóðastjórnmálafræðingur.
hjortur@fullveldi.is
Sjávarútvegsmálin ekki mikilvæg?
Atvinna