Morgunblaðið - 22.10.2021, Side 18

Morgunblaðið - 22.10.2021, Side 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 2021 ✝ Einar Sölvason fæddist í Reykjavík 25. októ- ber 1962. Hann lést á líknardeild sjúkrahússins í Óð- insvéum 16. sept- ember 2021. Foreldrar hans voru María Ein- arsdóttir tónmenntakennari, fædd á Akureyri 30. apríl 1939, dáin 24. sept- ember 2016, og Sölvi Ragnar Sigurðsson, fæddur í Flatey, Austur-Skaftafellssýslu, 16. september 1934, fyrrverandi kennari og launafulltrúi hjá Fræðsluskrifstofu Reykjavík- urborgar, nú vistmaður á hjúkr- unarheimilinu Sunnuhlíð. Systkini Einars eru: a) Hildur Ingibjörg Sölvadóttir, f. 21.11. 1956, tækniteiknari, gift Gunn- ari Jóni Hilmarssyni, fyrrver- andi starfsmanni Landspítalans, beint um inngöngu í Myndlista- skólann í Reykjavík, en lauk stúdentsprófi frá listadeild Fjöl- brautaskólans í Breiðholti. Hug- ur hans stóð til enn frekara náms í listum og árið 1983 flutti hann til Danmerkur í þeim til- gangi, og bjó þar alla tíð síðan. Í Danmörku fór hann í lýðhá- skóla og lærði dönsku og vann svo fyrir sér í Kaupmannahöfn um tveggja ára skeið, m.a. við þjónustustörf og gerð portrett- mynda á Kastrup-flugvelli, á meðan hann beið inngöngu í frekara nám. Tveimur árum eft- ir flutning til Danmerkur flutti hann til Óðinsvéa og lauk þar 5 ára námi í Det Fynske Kunst- akademi sem grafíker. Að loknu námi stundaði hann list sína og tók m.a. þátt í samsýningum, auk þess að sinna stunda- og námskeiðskennslu í listgrein sinni. Á seinni árum lauk hann einnig námi sem húsamálari og vann við það um árabil allt til dauðadags. Útför Einars fer fram frá Digraneskirkju í dag, 22. októ- ber 2021, klukkan 10.30. og eiga þau þrjú börn, níu barna- börn og eitt barna- barnabarn, b) Þór- unn Ósk Sölvadótt- ir, þroskaþjálfi og framkvæmdastjóri, f. 3.1. 1958, var gift Guðmundi Helga- syni kennara og eiga þau þrjá syni og sjö barnabörn. Eiginmaður Þórunnar er Guðmundur Ólafur Heiðarsson vélsmíðameistari, c) Sölvi Sölvason, f. 5.10. 1963, lög- maður, kvæntur Guðrúnu Gunn- arsdóttur leikskólastjóra og eiga þau tvö börn. Einar kvæntist 2. nóvember 2002 Judithe Hess Sölvason sjúkraliða, fædd 14.1. 1961. Einar ólst upp í austurbænum í Kópavogi. Hugur hans frá barnæsku stóð til lista og að loknu grunnskólanámi sótti hann einungis 16 ára gamall Í dag kveðjum við systkinin bróður okkar sem lést 16. sept- ember í kjölfar slyss. Við sviplegt fráfall hans leita á hugann ógleymanlegar og hjartfólgnar minningar frá æskuárum. Sem barn var Einar mjög rólegur og átti það til, ef hann vildi fá frið, að fara bak við gardínurnar í stofunni með kubba eða liti og þar gat hann gleymt sér. Einar var mjög rannsakandi sem barn og varð að vita hvernig hlutirnir virka. Nýja vasaúrið hans pabba var ekki lengi heilt því Einar skrúfaði það í sundur en kom því svo ekki aftur saman. Hann fór ná- kvæmlega eftir reglum, og eft- irminnilegt þegar við vorum í sveit og Einar um 8 ára gamall var á dráttarvélinni, eins og þá var algengt, að keyra á milli bagga. Þá hrópar einhver að löggan sé á ferð og Einar stökk samstundis af dráttarvélinni og faldi sig bak við bagga. Æv- intýrin og minningarnar frá sveitinni ylja okkur enn. Annað dæmi um nákvæmn- ina er frá síðustu heimsókn til Danmerkur þar sem við vorum í bíltúr og Einar var stöðugt að minna bílstjórann á hámarks- hraða á sveitavegum og þó var bílstjórinn alls ekki þekktur fyrir hraðakstur. Einar var mjög ástríðufullur listamaður og allt frá mjög ungum aldri teiknaði hann, skrifaði og málaði af mikilli snilld og óhætt að segja að Sölvi bróðir hans hafi notið góðs af við skil á ýmsum verk- efnum. Hann var maður mikilla tilfinninga og rauk oft upp af minnsta tilefni en fljótur niður aftur. Hann gat talað endalaust um listina og ýmis blæbrigði hennar. Þá var hann áhugsam- ur um ljósmyndun og matar- gerð, a.m.k. ef boða átti til veislu, og var hann þar lista- maður líka. Hann var líka „fest mand“ og mætti á ættarmótin og þá var hlegið, sungið og skálað með stæl. Einar var með græjudellu og Tótu systur hans minnisstætt þegar hann átti ekki orð yfir búnaðinn sem mágur hans var að nota við málningarvinnu. Nú gerir hann ekki lengur grín að græjunum okkar og aðstoðar við vinnuna, en minning um góðlátlega stríðnina lifir. Sá siður var í heiðri hafður hver áramót eftir að Einar flutti til Danmerkur, og á með- an mamma lifði, að fjölskyldan kom saman og kl. 12 á miðnætti settist mamma við flygilinn og við hringdum í Einar til Dan- merkur og sungum „Nú árið er liðið“. Nú eru þau bæði fallin frá og þessi einlægi fallegi sið- ur minningin ein. Einar vann við listina framan af starfævi en síðar lauk hann námi í húsamálun og vann við það síðari ár og var mjög vand- virkur og nákvæmur með pens- ilinn eins og í listinni. Mesta gæfa hans var að kynnast sinni yndislegu Judithe og vera samferða henni til ævi- loka. Hin yfirvegaða Judithe var rétt lóð á vogarskálar til- finningasveiflna Einars og var með þeim traust og ástríkt hjónaband alla tíð. Einar var hraustur en örlög- in gripu í taumana, varð fyrir slysi og lést af þeim völdum viku síðar, í faðmi eiginkonu, bróður og bestu vina. Nú hringir hann ekki í bróður á af- mælisdaginn og lýsir yfir „jöfn- um aldri“ eða á sín löngu föstu- dagssímtöl við systur sínar. Mestur er þó missir elsku- legrar eiginkonu og föður og vottum við systkinin Judithe og pabba okkar innilegustu samúð. Hvíl í friði, elskulegur bróð- ir. Hildur, Þórunn og Sölvi. Elsku hjartans móðurbróðir minn Einar Sölvason er fallinn frá langt fyrir aldur fram, að- eins 58 ára gamall. Það er skrýtið til þess að hugsa að Einar frændi í Danmörku er þar ekki lengur. Síðustu vikur hafa verið erfiðar fyrir fjöl- skylduna. „Einar fór í hjarta- stopp,“ sagði mamma þegar hún hringdi í mig föstudaginn 10. september, „en það á að vekja hann á morgun.“ Þetta skelfilega símtal vakti von um að allt yrði í lagi en tæpri viku síðar var Einar látinn. Einar var 12 ára og Sölvi 11 ára þegar ég fæddist og voru þeir eðlilega mikið inni á heim- ili okkar þegar ég var lítil, að passa litlu frænku og ekki var leiðinlegt að eiga tvo frændur sem nenntu að vera með litlu frænku, þeir áttu það jafnvel til að taka með vini sína til þess að passa. Það gat orðið ansi skrautlegt þegar ungir drengir voru að brasa við að skipta á taubleyjum, það voru engar Pampers á þessum tímum. Ein- ar flutti út til Danmerkur ung- ur, fór í listaháskóla og bjó sér líf í Odense. Það var alltaf ótrú- lega gaman að koma til hans og sjá hversu danska lífið fór hon- um vel, hann átti góða vini og þar kynntist hann svo ástinni sinni henni Judithe sem sér nú á eftir eiginmanni sínum. Brúð- kaupið þeirra var það besta sem ég hef farið í og minning- arnar frá þeirri helgi eru óborganlegar. Já, við getum svo sannarlega skemmt okkur í þessari fjölskyldu. Listaverk Einars prýða hvert heimili í fjölskyldunni, ég held reyndar að þau séu svo víða að þau leynist jafnvel inni á baðherbergjum sums staðar. Ég hef alltaf verið svo stolt af verkunum og hef verið dugleg að gefa þau í stórgjafir. Þau prýða því einnig heimili vina fjölskyldumeðlima. Allar ferðirnar út til Dan- merkur og heimsóknir Einars til Íslands eru dýrmætar minn- ingar sem við geymum í hjört- um okkar. Ég sakna þess að geta ekki sest niður og spjallað við þig frændi, þú kenndir mér svo margt. Ég er þakklát fyrir að hafa átt þig sem frænda. Minn- ing þín lifir í hjörtum okkar allra. Knús og kossar, þín frænka Maja og fjölskylda. Ólafía María Gunnarsdóttir. Einar Sölvason ✝ Þórdís Bergs- dóttir fæddist á Ketilsstöðum á Völlum 7. júlí 1929. Hún lést á Seyðisfirði 8. októ- ber 2021. For- eldrar: Bergur Jónsson bóndi, f. á Egilsstöðum á Völlum 1899, d. 1970, og Sigríður Hallgrímsdóttir húsfreyja, f. á Ketilsstöðum á Völlum 1907, d. 1967. Bjuggu á Ketilsstöðum. Bræður Jón og Hallgrímur. Eiginmaður var Tómas Em- ilsson frá Stuðlum í Reyðar- firði, f. 14. maí 1918, d. 6. des- ember 2002. Foreldrar Emil Tómasson og Hildur Bóasdótt- ir. Tómas og Þórdís bjuggu á Ketilsstöðum, við Gríms- árvirkjun, á Seyðisfirði frá 1959 og bjuggu þar síðan. Börn: 1) Bergur, f. 1947, maki Ásdís Benediktsdóttir, börn: a) Árný Björg, maki Kári Gunn- laugsson, barn Baldur. b) Hjalti Þór, maki Elena Pétursdóttir, synir Aron Bergur og Ari Brynjar. 2) Sigurður, f. 1947, maki Hafdís Guðmundsdóttir, d. 2021, börn: a) Sigríður Berg- lind, maki Oddur Stefnir Odds- son. Börn, faðir Grétar Reynir Benjamínsson, a1) Sigurður Ív- sem heilbrigðisfulltrúi og framkvæmdastjóri nýsköp- unarfyrirtækisins Ullarvinnslu frú Láru til 87 ára aldurs. Tók virkan þátt í félags- og stjórn- málum, vann m.a. að málum jafnréttis, atvinnu, landsbyggð- ar, samgangna, samfélags og fatlaðra. Á lista Framsókn- arflokksins til bæjarstjórnar á Seyðisfirði frá 1962, sat í bæj- arstjórn og á Alþingi sem vara- maður, í miðstjórn Fram- sóknarflokksins, í Félagi fram- sóknarkvenna; í stjórnum Kaupfélags Héraðsbúa, Ferða- miðstöðvar Austurlands, Terra Nova, Verkamannabústaða, Kvenfélags Seyðisfjarðar, Sam- bands austfirskra kvenna og framkvæmdastjóri orlofsnefnd- ar, í Kvenfélagasambandi Ís- lands og í skólanefnd Hús- mæðraskólans á Hallormsstað. Henni voru veittar ýmsar viðurkenningar, m.a. hvatn- ingarverðlaun Tengslanets austfirskra kvenna, TAK, fyrir frumkvæði og áræði í atvinnu- lífi, menningu og samfélagi, heiðruð af Sambandi sveitarfé- laga á Austurlandi. Var árið 2012 sæmd riddarakrossi hinn- ar íslensku fálkaorðu fyrir framlag til ullariðnaðar og hönnunar. Útförin fer fram frá Seyð- isfjarðarkirkju 22. október 2021 kl. 14. Streymi: Seyðisfjarðarkirkja á YouTube. Hlekk á streymi má finna á: https://www.mbl.is/andlat ar, börn Benjamín Sölvi og Marísól Gná. a2) Aníta, maki Grímur Orri Sölvason, barn Ar- on Gauti. a3) Ísak Ármann. b) Dreng- ur, d. 1971. c) Sverrir, maki Elín Berg. 3) Hildur Þuríður, f. 1955, maki Valdimar Jörgensen, sonur Pétur Þór, maki Malin Grön, dóttir Þórdís Elisabeth. 4) Þór- dís, f. 1957, maki Þór Ingólfs- son, d. 2013, sonur Hafþór Snær, maki Þórdís Erla Sveins- dóttir. 5) Emil, f. 1959, maki María Michaelsdóttir. Börn, móðir Anna Karlsdóttir, a) Tómas Arnar, maki Bára Rós Ingimarsdóttir, dætur Alda Björk og Elísa Björt, b) Elísa- bet Sara, maki Stefán Daníel Jónsson, sonur óskírður, dóttir, faðir Jón Karlsson, Kolfinna. Börn Maríu, Íris Hörn, Mikael, d. 2021, Ílóna Sif og Aðalbjörg, Ásgeirsbörn. 6) Tómas, f. 1963, dætur Tanya Líf og Tinna Líf, móðir P. Berglind Sigurðar- dóttir. Þórdís nam við Menntaskól- ann á Akureyri, lauk rétt- indanámi heilbrigðisfulltrúa og aflaði sér símenntunar á mörg- um sviðum. Starfaði hjá Fisk- vinnslunni, hjá Pósti og síma, Yndislega fallega mamma mín er dáin. Á svona stundum fer ótrúlega margt i gegn um hugann. Hver var mamma mín? Var hún þrjóska sjálfstæða Dísa sem fór á móti vilja for- eldra sinna þegar hún giftist föður okkar ellefu árum eldri, með fötlun vegna lömunarveiki sem hefur sjálfsagt þótt meira mál á þeim tímum? Var hún 6 barna heimavinn- andi móðirin sem hélt utan um heimilið, saumaði, prjónaði, eld- aði og ól okkur upp ásamt pabba sem sennilega tók meiri þátt í barnauppeldinu en margir af hans kynslóð? Var hún framsóknarkonan og pólitíkusinn í barnaverndar- nefnd, skólanefndum, bæjar- stjórn og kaupfélagsstjórn sem sat á þingi? Eða verkstjórinn og mats- maðurinn Dísa í fiskvinnslunni? Pósturinn sem arkaði um all- an bæ með póstinn? Konan sem settist aftur á skólabekk á fullorðinsárum og gerðist heilbrigðisfulltrúi? Var hún konan sem var lengi framkvæmdastjóri orlofs hús- mæðra? Kvenréttindakonan? Var hún framkvæmdastjóri Ullarverksmiðju frú Láru með ódrepandi trú á íslensku ullinni, íslenskri hönnun og vildi gefa fólki möguleika á vinnu þrátt fyrir einhver þroskafrávik? Konan sem rak fyrirtæki til 85 ára aldurs? Var hún leitandi sálarrann- sóknarmanneskjan sem aldrei efaðist um að æðra og betra stig væri til eftir það jarðneska? Eða var hún ökufanturinn hvers börn og barnabörn sögðust ekki hafa roð við á Heiðinni? Allt þetta og margt fleira til var mamma mín. En fyrst og fremst var hún fyrirmynd mín í lífinu og besta vinkona, sem ásamt pabba inn- rætti okkur börnunum góða sið- fræði með heiðarleika, sanngirni og almenna réttsýni að leiðar- ljósi. Hún var glaðvær með stórt hjarta og trú á að allir eigi að fá tækifæri til að njóta sín. Gat verið stjórnsöm, var gestrisin með afbrigðum og ánægðust þegar heimilið var fullt út úr dyrum. Vandamál voru verkefni til að leysa. Hún stundaði hug- leiðslu sennilega áður en fyr- irbærið var orðið þekkt og las mikið sjálfhjálpar- og mann- ræktarbækur og sýndi mikið æðruleysi þegar erfiðleikar bjátuðu á. En á sama tíma var hún skemmtilega fljótfær og ut- an við sig, oft of sein, þurfti allt- af inn aftur því hún hafði gleymt einhverju. En oftast bjargaðist þetta nú og hún kom ótrúlega mörgu í verk. Við af- komendurnir stríddum henni þó á að hún hlyti að vera eini flug- farþeginn frá Egilsstöðum sem lét flugvél bíða meðan hún var keyrð út á braut og hífð um borð. Elsku mamma, það er komið að leiðarlokum, mikið þakka ég þér fyrir öll árin okkar saman, óteljandi símtölin og myndsam- töl sem bara fjölgaði því lengra sem varð á milli okkar. Vonandi rætist ósk þín og þú hittir skap- ara þinn, pabba og aðra ástvini sem farnir eru á undan. Hvíl í friði elsku mamma mín. Hildur. Það er mikil gæfa í stjórn- málum að vinna með traustu og góðu fólki. Þannig upplifði ég samstarfið með Þórdísi Bergs- dóttur sem nú er látin. Hún var ætíð til staðar og tók þátt í starfi Framsóknarmanna á Seyðisfirði og á Austurlandi af lífi og sál. Jafnframt var hún vakin og sofin í því að leggja krafta sína í uppbyggingu at- vinnulífsins á Seyðisfirði. Þórdís var ættuð af Fljóts- dalshéraði, nánar tiltekið frá Ketilsstöðum í Vallahreppi, frá miklu myndarheimili þar. Leið- in lá síðar til Seyðisfjarðar þar sem hún og maður hennar Tóm- as Emilsson áttu heimili og fjöl- skyldu. Þórdís var á framboðslista okkar Framsóknarmanna og var stundum með öðrum fram- bjóðendum á ferðalögum. Hún var frábærlega traust og dugleg kona sem gott var að vinna með. En tíminn hann er fugl sem flýgur hratt, og nú er Þórdís blessunin komin yfir móðuna miklu. Þá er tími kominn til fyr- ir samferðamennina að þakka liðna tíð og allt það góða sem hún kom til leiðar. Ég man sér- staklega hvað hún lagði að sér til þess að koma af stað prjóna- stofunni Frú Láru á Seyðisfirði, og auðvitað voru fjöldamörg önnur málefni þar sem hún lagði hönd á plóginn. Það er kominn tími til að þakka. Framsóknarflokkurinn stendur í þakkarskuld við Þór- dísi fyrir hennar góða starf. Við Margrét viljum þakka fyrir allt gott á liðinni tíð, og sendum fjölskyldunni hennar innilegar samúðarkveðjur. Jón Kristjánsson. Við kölluðum hana Dísu Drottningu með stóru D okkar á milli félagarnir sem störfuðum með henni í bæjarpólitíkinni á Seyðisfirði á seinni hluta síðustu aldar. Hún var glæsileg, glettin, glaðvær og lét okkur oft heyra það er henni fannst við ekki hlusta eða styðja við hennar baráttumál. Hún var harður jafnréttissinni, sem okkur fannst stundum nóg um. Við sem störfuðum með henni fyrir bæinn okkar í áratugi þökkum gott og farsælt samstarf. Við Dísa komum inn kjörin í bæj- arstjórn 1974 fyrir Framsókn- arflokkinn, fengum góða kosn- ingu með Hörð Hjartarson í forystu. Myndaður var meiri- hluti með Sjálfstæðisflokki. Þar fór fyrir Theodór Blöndal (yngri) og Gunnþórunn Gunn- laugsdóttir (Tóta). Meirihluta- samstarf þetta stóð samfellt í tæp 25 ár. Fyrsta verkið var að ráða Jónas Hallgrímsson sem bæjarstjóra. Hjólin fóru að snú- ast, eftir stöðnun í firðinum 1975 var samið við Færeyinga um að sigla bílferju Smyril-Line á Seyðisfjörð. Það var mikið gæfuspor og upphaf öflugrar ferðaþjónustu og kaupstaðurinn komst á kortið aftur og þar er hann í dag. Dísa og Tóta voru fyrstu árin einu konurnar í bæj- arstjórninni. Hún leyndi því ekki að henni fannst við strák- arnir ekki alltaf hlusta á vinkon- urnar. Þær slógu okkur strák- unum síðan rækilega við þegar báðar sem varaþingmenn sinna flokka settust á Alþingi og töl- uðu þar fyrir áhugamálum sín- um fyrir bæinn og landshlutann. Hafi þær kærar þakkir fyrir það. Meðal mála sem Dísa talaði fyrir á Alþingi 1986 var sér- fræðileg tannlæknaþjónusta í héraði og endurskoðun laga um almannatryggingar. Baráttu- vilji, þolinmæði og þrek hennar var einstakt. Það sýndi sig þeg- ar hún ásamt Frú Láru hf. stofnaði 1994 Ullarvinnsluna og veitti henni forystu lengst af. Hún trúði á íslensku ullina. Í samstarfi við íslenskt hugvit, listamenn og hönnuði var unnin hágæðavara úr 100% ullarbandi sem selt var erlendis og í Leifs- stöð. Verkefnið kallaði á þolin- móða peninga og þar kom þrautseigja og dugnaður Dísu sér vel. Þegar allar dyr voru að lokast náði hún að laða fram stuðning til að halda erfiðum rekstri áfram. Hún var stolt og sterk Hér- aðsstúlka frá Ketilsstöðum á Völlum. Bjó á Seyðisfirði með manni sínum Tómasi Emilssyni frá Reyðarfirði. Þau eignuðust fjóra drengi og tvær stúlkur. Fyrir utan störf sín í bæjar- stjórn Seyðisfjarðar 1974-86 var hún heilbrigðisfulltrúi og fram- kvæmdastjóri Orlofs húsmæðra á Austurlandi. Hún var í fræðsluráði og samgöngunefnd SSA um tíma, í stjórn Kaup- félags Héraðsbúa, í miðstjórn Framsóknarflokksins um árabil og ein af stofnendum Lands- sambands framsóknarkvenna. Hún var sæmd riddarakrossi ís- lensku fálkaorðunnar. Að leiðarlokum þakka ég þér, Þórdís, fyrir samfylgdina í gegnum árin. Við vorum ekki alltaf sammála eins og gengur. Ég man þú sagðir eitt sinn við mig fyrir margt löngu: „Valdi minn, þú getur verið ágætur en gleymir því of oft að þú eldist eins og við hin.“ Ég skildi þig alls ekki þá en þegar ég rita þessi kveðjuorð til þín nú finn ég að árin telja jú hjá okkur öll- um. Seyðisfjörður hefur misst öfluga baráttukonu sem setti sterkan svip á bæinn sinn. Blessuð sé minning Þórdísar. Þorvaldur Jóhannsson. Þórdís Bergsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.