Morgunblaðið - 22.10.2021, Qupperneq 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 2021
✝
Guðrún Ólafía
Viktorsdóttir
fæddist í Reykjavík
2. desember 1960.
Hún lést á heimili
sínu 10. október
2021.
Foreldrar henn-
ar eru Viktor Guð-
björnsson, f. 1942,
og Guðríður Páls-
dóttir, f. 1942.
Systkini Guðrúnar
eru Páll Þórir, f. 1965, Viktor
Sveinn, f. 1967, Sigríður Fjóla, f.
1973, og hálfbróðir Gunnar Lár-
usson, f. 1963.
Eftirlifandi eiginmaður Guð-
rúnar er Einar Ólafur Svav-
arsson, f. 1959, húsasmiður. For-
eldrar Einars eru Gunnhildur
Ólafsdóttir, f. 1940, og Svavar
Einarsson, f. 1933, d. 1989. Dæt-
ur Einars og Guðrúnar eru: 1)
Guðríður Olga, f. 1980, gift Birni
Örvari Björnssyni.
Börn þeirra eru
Einar Björn, f. 2008,
Kristinn Örn, f.
2010, og Hrafnhild-
ur Rún, f. 2016. 2)
Gunnhildur, f. 1984,
gift Kristni Smára
Sigurjónssyni, f.
1983, börn þeirra
eru Rakel Sara, f.
2006, og Aron Sölvi,
f. 2011.
Guðrún var menntaður leik-
skólakennari og starfaði sem að-
stoðarleikskólastjóri á leikskól-
anum Huldubergi í Mosfellsbæ á
árunum 1999-2021. Þar áður
starfaði hún sem leikskólakenn-
ari á leikskólanum Brekkuborg í
Grafarvogi.
Útför Guðrúnar Ólafíu Vikt-
orsdóttur fer fram frá Háteigs-
kirkju í dag, 22. október 2021,
klukkan 10.
Elsku mamma mín, ég trúi
ekki að þú sért farin frá okkur
og ég muni aldrei sjá þig aftur.
Það er svo sárt að hugsa til þess
að fá aldrei lærissneiðar í raspi
eins og þú gerðir og að fá ekki
lengur öll símtölin frá þér þar
sem þú vildir vita hvernig gengi
hjá barnabörnunum. Það er svo
erfitt að fá ekki lengur að upp-
lifa alla dagana sem þú gast gert
svo fallega eins og t.d. jól og
páska sem voru eins og í Disn-
eylandi með þér. Þú varst alltaf
til staðar fyrir mig og börnin
mín sem sakna þín svo sárt að
það eru engin orð nógu sterk.
Ég hugsa svo mikið um ferðina
sem við fórum til Flórída, ég,
þú, Olga og pabbi. Minningarnar
úr þessari síðustu ferð okkar
saman mun ég geyma í hjarta
mínu ásamt öllum hinum fallegu
minningunum sem við sköpuðum
saman. Ég mun halda fast í þær
og aldrei gleyma, við munum
hittast aftur elsku mamma.
Þangað til næst, mamma ég
elska þig.
Þín
Gunnhildur.
Elsku mamma, ég trúi ekki
að þú sért farin frá okkur svona
snemma, elsku hjartans mamma
mín.
Þú varst svo yndisleg og alltaf
með hjartað á réttum stað. Þú
elskaðir barnabörnin út af lífinu
og gerðir allt fyrir þau. Minn-
ingarnar hrannast upp í hug-
anum þegar ég lít til baka og
rifja upp skemmtilega tíma sem
ég var svo heppin að fá að eiga
með þér. Ferðirnar sem við fór-
um með ykkur pabba til Flórída
voru ómetanlegar enda vorum
við öll fjölskyldan mjög sam-
heldin og þú áttir stóran þátt í
því. Það sem við fórum oft til
Flórída bæði með og án barna
enda elskaðir þú og við öll að
koma þangað. Þetta voru svo
skemmtilegar ferðir þar sem þú
tjaldaðir öllu til og elskaðir að
fara með okkur í búðir til að
kaupa alls konar dót, t.d. afmæl-
isþema og föndurdót. Þetta
fannst barnabörnunum svo gam-
an og þú skapaðir þeim ógleym-
anlegar minningar. Þér fannst
nú ekki leiðinlegt að vera í Flór-
ída að spila golf og vera í sólinni.
Elsku mamma, Guð geymi
þig, þín verður sárt saknað.
Þín
Olga.
Fegurðin er frá þér barst,
fullvel þótti sanna,
að yndið okkar allra varst,
engill meðal manna.
Sú besta gjöf er gafst þú mér,
var gleðisólin bjarta,
sem skína skal til heiðurs þér,
skært í mínu hjarta.
(B.H.)
Hvíl í friði, elsku Guðrún okk-
ar, og guð geymi þig.
Við elskum þig.
Mamma og pabbi.
Elsku Guðrún okkar, það er
erfitt að finna orð til að lýsa því
hversu mikið við söknum þín og
hversu dofin hjörtun okkar eru
eftir að þú fórst frá okkur. Það
eru þung skref að þurfa að
kveðja þig langt fyrir aldur
fram. Það er ekki síður erfitt að
horfa á tómleikann í augum
barnabarna þinna sem þú gafst
svo óendanlega mikið en þau
bíða þess eins að amma opni
augun, gefi þeim ömmuknús og
allt verði eins og það var. Það
skiptir ekki máli hvaða árstíð,
hvaða tími eða hvaða hátíð gekk
í garð, alltaf fannstu tíma til að
smala saman fjölskyldunni í
mat, kökur eða jafnvel bara til
að föndra saman og oftar en
ekki allt skreytt í botn. Allir
þessir hlutir endurspegluðu það
sem skipti þig mestu máli, að
hafa fjölskylduna nærri þér.
Nærvera þín var svo glaðleg og
gefandi að öllum leið svo vel í
kringum þig og barnabörnin
ljómuðu við það eitt að heyra
minnst á ömmu Guðrúnu. Þú
hefur reynst okkur fjölskyldunni
algjör guðsgjöf, staðið með okk-
ur í gegnum súrt og sætt og gef-
ið Rakel Söru, ömmustelpunni
þinni, svo ótrúlega mikið á henn-
ar stuttu lífsleið. Við munum
aldrei gleyma augnablikinu með
þér á fæðingardeildinni þegar
þú tókst á móti Aroni Sölva er
hann kom í heiminn, tárvot af
gleði og stolt yfir nýja ömmu-
barninu þínu. Nú fékk hann að
fylgja þér til hvílu tárvotur um
augum af söknuði en jafnframt
stoltur af ömmu sinni og með yl
í hjarta af öllum þeim minn-
ingum sem þú skapaðir fyrir
hann.
Hvíldu í friði, elsku tengda-
mamma.
Kristinn Smári.
Elsku amma, ég mun sakna
þín mjög mikið. Allar frábæru
stundirnar sem við áttum sam-
an, allar ferðirnar sem við fórum
saman til Flórída, öll kvöldin
sem við áttum saman og settum
á okkur maska og bara allt sem
höfum brallað saman.
En elsku amma, við áttum
samt eftir að gera svo mikið
saman. Við töluðum oft um að
þegar ég fengi bílprófið þá
mundum við fara á rúntinn og
þú ætlaðir sko að njóta þess að
vera í farþegasætinu og þú
hlakkaðir svo til. En nú ertu
horfin á braut og ég fæ ekki að
fara meira á rúntinn með þér,
elsku amma mín, en ég veit að
þú verður alltaf hjá mér og fylg-
ist með mér að himnum ofan.
Ég á svo erfitt með að trúa því
að þú sért farin en ég lofa þér
að passa vel upp á afa fyrir þig.
Þín
Rakel Sara.
Hugurinn fer á flakk og
minningarnar hlaðast upp. Ég
finn hvað það birtir til í höfðinu
á mér eftir því sem ég hugsa
meira til þín, elsku systir. Glað-
værðin og væntumþykjan var
ríkjandi í þínu fari ásamt teskeið
eða matskeið líklega af stjórn-
semi sem nýttist alltaf vel enda
ekki fyrir meðalfólk að stjórna
heilum leikskóla.
Æskuminningarnar eru
margar og mikið sem ég er
þakklát fyrir hverja eina og ein-
ustu. Þú fórst ung að heiman
enda fannstu hina einu sönnu
ást hann Einar þinn ung að ár-
um og stofnaðir fjölskyldu.
Ég hef verið um þriggja ára
aldurinn þegar þú fórst að heim-
an en ég hef örugglega saknað
þín ótæpilega.
Sérstaklega þegar hrekkja-
lómarnir bræður okkar voru í
essinu sínu, þá var enginn betri
en þú til að hafa hemil á þeim.
Allt var nú samt í gríni gert
enda mikið af því á okkar heimili
og við systkinin umvafin ást og
hlýju alla tíð.
Það var enginn betri en þú að
eiga að þegar ég eignaðist mitt
fyrsta barn sem fylgdu engar
leiðbeiningar með frekar en hin-
um tveim. Þú hafsjór af fróðleik
um ungbörn og barnauppeldi.
Þannig varst þú! Alltaf með
svörin og lausnir í pokahorninu
á einhverju sem ég sá kannski
ekki fram úr, hvetjandi og leið-
beinandi í senn.
Ég er þakklát fyrir að vera
systir þín, þakklát fyrir allt sem
við áttum saman. Glaðværð, ást
og væntumþykja var það sem ég
fann í nærveru þinni og er óend-
anlega þakklát fyrir.
Mikið sem við söknum þín og
allt er breytt að eilífu.
Ég sagði við mömmu okkar
að við ættum að láta okkur
hlakka til að hitta þig að nýju
því þá verður veisla með skrauti,
kökum, blöðrum og allskonar
glingri, í þínum stíl.
En þangað til guð geymi þig,
elsku systir.
Þín
Fjóla.
Elsku Guðrún Ólafía Viktors-
dóttir, mikið sem ég á eftir að
sakna þín, mín kæra systir.
Ég man fyrst eftir okkur þeg-
ar við bjuggum á Ísafirði, ég var
bara smápolli og Guðrún átta
eða níu ára. Þar áttum við marg-
ar skemmtilegar stundir saman.
Eftir að við fluttum suður, þá
fékk Guðrún oft það verkefni að
gæta okkar systkinanna og man
ég eftir mörgum skemmtilegum
stundum sem við áttum saman í
Eyjabakkanum.
Elsku stóra systir, þú skilur
eftir þig margar frábærar minn-
ingar. Þú varst alltaf að reyna
að ala mig betur upp, alveg fram
á þína síðustu stund.
Ég kynntist minni kæru mág-
konu þegar ég kom inn í fjöl-
skylduna, ég þá 16 ára og Guð-
rún 22 ára. Guðrún tók strax vel
á móti mér með sínu glaða brosi
og hlýja viðmóti og var mér sem
stóra systir. Við hjónin áttum
margar góðar stundir með Guð-
rúnu, Einari, stelpunum þeirra
og stórfjölskyldunni allri.
Nokkrar urðu ferðirnar til Or-
lando með þeim hjónum. Fyrsta
ferðin sem við fórum til Orlando
var með Guðrúnu og Einari, en
þau smituðu okkur af áhuga sín-
um á staðnum, enda þau bæði
mikið fyrir golfíþróttina og Guð-
rún sérlegur aðdáandi sólar og
hita.
Það er stórt skarðið sem þú
skilur eftir þig, elsku Guðrún
okkar, en allar minningarnar um
þig munum við geyma í hjörtum
okkar um ókomna tíð.
Horfið er nú sumarið og sólin,
í sálu minni hefur gríma völd.
Í æsku léttu ís og myrkur jólin;
nú einn ég sit um vetrarkvöld.
(Vilhjálmur Vilhjálmsson)
Elsku fjölskylda, okkar inni-
legustu samúðarkveðjur til ykk-
ar og annarra aðstandenda.
Páll Þórir Viktorsson,
Guðrún Róshildur
Kristinsdóttir.
Elsku Guðrún mín.
Það er með mikilli sorg og
söknuði sem ég sest hér fyrir
framan lyklaborðið og reyni að
rita til þín kveðjuorð, elsku syst-
ir mín. Það er svo mikill tómleiki
sem sest að í hjarta mínu og
okkar við þá hugsun að þú sért
farin um stund, stund sem þýðir
þá eitthvað tímabundið, ég trúi í
hjarta mínu að við sjáumst aftur
á öðrum stað og við aðrar kring-
umstæður. Það yljar mér um
hjartarætur að hugsa til þess að
þegar ljós slokknar á einum stað
þá logar það á öðrum stað, stað
sem við öll endum á fyrr eða síð-
ar. Ég trúi því, elsku Guðrún
mín, að ljósið þitt skíni skært á
þeim stað sem þú ert á núna.
Síðustu dagar hafa verið mér og
öllum í okkar fjölskyldu erfiðir
en á sama tíma hlýnar mér í
hjartanu að hugsa til þess að
þér líði betur, sért komin á stað
þar sem sálarfriður ríkir, sért
umvafin englum sem við höfum
misst og þekkjum. Elsku stóra
systir mín, þú tekur að þér að
vaka yfir okkur með ljós þitt log-
andi og sál þína skínandi sem
aldrei fyrr. Það er svo margt
sem kemur upp í huga minn
þegar ég hugsa til þín, fallegar
og ljúfar minningar í gegnum öll
þessi ár sem við fengum að hafa
þig í kringum okkur. Alltaf hefur
þú verið stóra systir mín, alltaf
með opinn faðminn sama hvað á
dundi. Varst alltaf svo glaðlynd,
brosmild, full af ást og alúð í
garð allra sem á vegi þínum
urðu. Yndisleg móðir barna ykk-
ar Einars, yndisleg amma og
yndisleg stóra systir mín, stóra
systir sem ég get ekki tjáð hér í
orðum hvað ég á eftir að sakna
mikið, elsku Guðrún mín. Ég hef
verið að klípa mig í framan í
þeirri von að fráfall þitt hafi ver-
ið mér sem draumur, að á end-
anum mundi ég vakna og allt
væri í himnalagi og nýr dagur
mundi rísa og allt falli í eðlilegt
horf en svo er það víst ekki í
þetta skiptið. Eftir situr sökn-
uður, tómleiki og sorg í hjart-
anu. Að hafa átt stað í hjarta
þínu öll þessi ár sem ég fékk að
hafa þig hafa verið mér forrétt-
indi, sem eru sko ekki sjálfgefin.
Við eigum eftir að hittast aftur á
góðum stað, elsku systir mín, og
tökum þá upp þráðinn á ný. Ég
kem með golfsettið þitt.
Elsku Einar, Olga, Gunnhild-
ur, makar, barnabörn, mamma
og pabbi, hugur minn er hjá
ykkur öllum stundum. Guð vaki
yfir ykkur og gefi ykkur frið og
styrk í huga sem hjarta.
Elsku systir mín, þessi orð
eru til þín frá mér:
Í huga mínum ljós þitt skín,
sálarró þú finnur,
augu þín svo brún og hrein,
vakir yfir okkur ein
umvafin englum þínum.
Við sjáumst síðar, elsku Guð-
rún mín. Elska þig.
Þinn bróðir,
Viktor Sveinn Viktorsson.
Systurdóttir mín, frænka og
vinkona, hún Guðrún, er látin.
Fyrstu bernskuminningarnar
mínar eru tengdar henni, hún í
heimsókn eða ég hjá henni. Hún
bjó frá þriggja ára aldri með for-
eldrum sínum á Ísafirði. Þar var
allt svo spennandi, mjólkurbúðin
þar sem mjólk og rjómi var
keypt í lítratali og á brúsum.
Ilmurinn frá Félagsbakaríinu úr
kjallaranum á Silfurgötu 11 rifj-
ast upp og yndislegur föðurafi
og –amma, Guðbjörn og Magn-
úsína, bjuggu í húsinu, sem setti
svip á bæinn. Sjávarlyktin, sund-
laugin og varnargarðurinn, en
þar komumst við eitt sinn í hann
krappan í leik á fjöru og farið
var til berja. Fjölskyldan settist
svo að í Breiðholtinu í Bakka-
hverfinu og höfðu þá bæst við
tveir bræður og systir aðeins
síðar. Guðrún var fyrsta ömmu-
stelpan í móðurætt og nafna.
Oft kom Guðrún með mér í
sumarbústað foreldra minna í
landi prentara í Miðdal, þar var
ýmislegt brallað. Við fermdumst
saman, vorum til staðar hvor
fyrir aðra. Hún var skemmtileg,
lífsglöð og úrræðagóð. Í sextugs-
afmælisræðu til mín var inntakið
að verða betri en ekki bitrari í
seinni hálfleik. Hún var einkar
rausnarleg og kom oft með
óvæntar gjafir. Æskuástinni
Einsa kynntist hún 16 ára. Þau
voru samhent, bjuggu sér falleg
heimili, fyrst í Seljahverfi, síðar í
Dalhúsum. Síðustu árin bjuggu
þau í Mosfellsbænum. Hún bjó
ætíð nálægt foreldrum sínum.
Áhugamálin hennar voru með-
al annars golf og gönguferðir og
þar má helst nefna Fimmvörðu-
hálsinn sem var okkar Everest,
hjólaferðir innanlands og síðast
en ekki síst utanlandsferðirnar
með þeim hjónum til Flórída þar
sem hún naut sín svo sannar-
lega. Gleðilegar eru minningar
frá Key West og fótbolta- og
golfferð til Englands um vorið
2019.
Elsku Guðrún var dugnaðar-
forkur og atorkusöm. Hún vann
sem aðstoðarleikskólastjóri, bar
ábyrgð á rekstri og stjórnun.
Hún var afburðastarfsmaður og
leiðtogi á sínu sviði. Fór í náms-
ferðir innanlands og utan til að
bæta og efla skólastarfið. Börn
og uppeldi voru henni hjartans
mál og hún var alltaf tilbúin að
leiðbeina með það. Barnabörnin
eru fimm, hvert öðru yndislegra
og hún naut sín best með þau
sér við hlið.
Í mars 2020 gerðu andleg
veikindi Guðrúnar vart við sig,
sama ár og heimsfaraldurinn
skall á hér á landi. Heimsóknir
og allt tal um smitvarnir í sam-
félaginu vegna Covid-19 gerði
það að verkum að einangrunin
varð meiri heima fyrir en hefði
þurft að vera. Hún barðist
hetjulega, en að lokum voru öll
sund lokuð og úrræðaleysi í
samfélaginu gagnvart fólki með
geðsjúkdóma er staðreynd.
Hennar von var að komast til
vinnu sem fyrst. Dætur hennar,
tengdasynir og Einar gerðu það
sem þau gátu til að veita stuðn-
ing í veikindum, fjölskyldan, vin-
ir og kunningjar. Ýmislegt var
reynt til þess að vanlíðan og
máttleysið næði ekki yfirtökun-
um.
Hún lét sinn draum rætast í
fyrrasumar að fara í veiðiferð
með mömmu sinni og okkur
móðursystrum sínum. Hún fékk
vöðlur og tilheyrandi í sextugs-
afmælisgjöf frá foreldrunum og
við stofnuðum veiðifélagið Dún-
urnar. Á sólríkum degi í júní
klæddum við okkur í veiðigall-
ana við Hólaá. Litlu munaði að
við þessar reyndu kæmum með
öngulinn í rassinum en fiskarnir
trylltust þegar mæðgurnar
hentu út í, þær veiddu. Fullkom-
inn dagur sem endaði með grill-
veislu.
Með mikla sorg í hjarta kveð
ég elsku, hjartans Guðrúnu
mína. Með tímanum breytast
sorgartárin vonandi í gleðitár
yfir öllum stundunum okkar
saman. Trú mín og von er að við
sjáumst síðar.
Elsku Einar, Gunnhildur,
Guðríður Olga og fjölskyldur,
megi góður Guð vaka yfir ykkur.
Elskulega systir mín Guðríður,
Viktor mágur og systkini Guð-
rúnar og fjölskyldur, Guð blessi
ykkur öll.
Meira á www.mbl.is/andlat
Margrét (Magga frænka).
Við kvöddum þig í dag, elsku
Guðrún frænka. Áratugum of
snemma.
Síðustu daga og viku höfum
við yljað okkur með minningum
sem við eigum um þig. Brosið
þitt var svo fallegt, glettnislegt
og stríðnislegi hláturinn var
sjaldan langt undan. Þið voruð
svo dásamlegar saman, þú og
mamma. Frænkurnar, frænku-
skottin. Það kitlaði hverja hlát-
urtaug að fylgjast með ykkur á
góðri stundu. Stundirnar áttu að
verða ótal margar til viðbótar.
Ó, hvað mamma saknar þín sárt.
Þú varst henni sem systir. Og
sjaldan langt undan að taka þátt
í lífi okkar systkinanna í Stapa-
seli. Þú fagnaðir áfangasigrum
með okkur og hvattir okkur til
dáða í erfiðum verkefnum. Þér
var umhugað um okkur öll og
komst ávallt færandi hendi. Þú
varst ráðagóð, ákveðin og algjör
nagli. Þú nenntir engu bulli.
En svo herjuðu veikindin á
þig í skyndi, öllum að óvörum,
nánast eins og yfir nótt. Stuttu
áður var gleðin allt um kring,
sleðaferðin á Langjökul með
mömmu og seinni hálfleikurinn
með áhyggjulausum ævikvöldum
framundan.
Að vera áhorfandi svona á
hliðarlínunni að fylgjast með
veikindum þínum, fá af þér
fréttir, skref fram á við, skref
aftur á bak, fyllir mann van-
mætti. Ef og hefði leitar á og
Guðrún Ólafía
Viktorsdóttir
Innilegar þakkir öllum þeim sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát systur
okkar og frænku,
ÞÓRU SIGRÍÐAR TÓMASDÓTTUR,
frá Vallnatúni, V-Eyjafjöllum.
Sérstakar þakkir til starfsfólks
hjúkrunarheimilisins Kirkjuhvols á Hvolsvelli
fyrir góða umönnun.
Guðrún Tómasdóttir
Magnús Tómasson
Þórður Tómasson
Kristín Magnúsdóttir og fjölskylda
Tómas Birgir Magnússon og fjölskylda
Okkar elskulegi
INGI SVERRIR GUNNARSSON,
framreiðslumeistari
og símsmíðameistari,
Sóltúni 5, Reykjavík,
lést á líknardeild Landspítalans
þriðjudaginn 5. október.
Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Fyrir hönd vina og vandamanna,
Bryndís Valbjarnardóttir