Morgunblaðið - 22.10.2021, Page 22

Morgunblaðið - 22.10.2021, Page 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 2021 Félagsstarf eldri borgara Árskógar 4 Smíðastofa með leiðb. kl. 9-16. Opin vinnustofa kl. 9-12. Leikfimi og yoga með Milan. Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Kaffisala kl. 14.45-15.30. Heitt á könnunni. Allir velkomnir. Sími: 411-2600. Boðinn Föstudagur: Pílukastskífa og biljardborð til afnota alla morgna. Línudans kl. 15. Sundlaugin er opin frá kl. 13.30-16. Dalbraut 18-20 Stólaleikfimi hjá Rósu kl.10.15 Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffisopi og spjall kl. 8:30-11. Opin Listasmiðja kl. 9-12. Boccia kl. 10-11. Hádegismatur kl. 11.30- 12.30. Opin Listasmiðja kl. 13-15:45. kl. 13:30. Hólmfríður Þorgrímsdóttir flytur erindi „næring eldri borgara“, Árni Guðmundsson fjallar um „Gildi tómstunda“. Síðdegiskaffi kl. 14:30- 15:30 Garðabær Poolhópur í Jónshúsi kl. 9. Gönguhópur frá Jónshúsi kl. 10. Dansleikfimi í Sjál kl. 9:30. Söngstund kl. 11.10 í Jónshúsi. Félagsvist kl. 13. í Jónshúsi. Smiðja í Kirkjuhvol opin kl. 13– 16. Gjábakki kl. 8.30 - 11.30 Opin handavinnustofa, kl.9 - 11.15 Boz- ziaæfing, kl. 9 - 11.30 Postulínsmálun, kl. 13. - 15.30Tréskurður, kl. 14 - 15 sögur og fræði, kl. 20 - 22 Félagsvist. Gullsmára Handavinna kl. 9. Qigong heilsueflandi æfingar kl. 10.15 Ljósmyndaklúbbur og Bingó kl. 13. Hraunsel Föstudag - Línudans: Kl.10. Bridge: kl. 10. Hraunsel Föstudaga: Billjard kl. 8-16. Línudans kl.10. Bridge kl. 13. Boccia kl. 13:30. Hraunsel Dansleikur í Hraunseli Flatahrauni 3 föstudaginn 22. okt. kl. 20-23. Dansbandið spilar. Hvassaleiti56-58 Morgunkaffi og spjall frá 8:30-10:30. Útvarpsleikfimi kl. 9:45. Handavinna - opin vinnustofa frá kl. 10:30. Bridge í handavinnustofu 13:00. Hádegismatur kl. 11:30 – 12:30, panta þarf fyrir hádegi deginum áður. Korpúlfar Hugleiðsla og létt yoga kl. 8:30 í Borgum, Pílukast í Bor- gum kl. 9:30. Morgunleikfimi útvarpsins kl. 9:45. Gönguhópur Korpúlfa kl. 10 gengið frá Borgum og inni í Egilshöll. Kaffispjall á eftir. Bridge hópur Korpúlfa kl. 12:30 í Borgum Hannyrðahópur kl. 12:30 í Borgum og tréútskurður á Korpúlfsstöðum í umsjón Davíðs kl. 13. Vöfflukaffi í Borgum kl. 14:30 til 15:30 allir hjartanlega velkomnir. Samfélagshúsið Vitatorgi Í dag hittist föstudagshópur í handavin- nustofu 2. hæðar milli kl. 10:30-11:30. Þá er opin handavinnustofa milli kl. 13-16 – öll velkomin í hvers konar handavinnu eða spjall. Þá er bingó kl. 13:30-14:30 í matsal, spjaldið er á 250 kr. Eftir það er vöfflukaffi, kl. 14:30. Hlökkum til að sjá ykkur! - ATH. Dansleikfimi fel- lur niður í dag vegna veikinda. Seltjarnarnes Kaffikrókur frá kl. 9. Syngjum saman í salnum á Skólabraut kl. 13. Í kvöld er leikhúsferðin á 9 líf Bubba. Rútan fer frá Skólabraut kl. 19.15. Biðjum ykkur að skrá ykkur á samveru með Bubba í kirkjunni þriðjud. 26. okt., menningarferðina í bæinn fimmtu- daginn 28. okt. og á kvöldsamveruna/happy hour miðvikudaginn 3. nóv. Skráning og uppl. í síma 8939800. Skráningarblöð Skólabraut. Raðauglýsingar Smáauglýsingar FINNA.is mbl.is alltaf - allstaðar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar .Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. .Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. .Smíðum gestahús – margar útfærslur. .Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. .Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Ýmislegt Tískuverslunin Smart Grímsbæ/Bústaðavegi Stærð 12-26 netverslun www.gina.is Sími 588 8050. - vertu vinur Tískuverslunin Smart Grímsbæ/Bústaðavegi Verð kr. 2.500 Verð kr. 3.500 netverslun www.gina.is Sími 588 8050. - vertu vinur Húsviðhald Hreinsa þakrennur fyrir veturinn og tek að mér ýmis smærri verkefni. Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com ✝ Haukur Ingi- marsson fædd- ist 8. september 1930. Hann lést á líknardeild Land- spítalans 18. sept- ember 2021. Foreldrar Hauks voru Ingimar Þor- kelsson verkamað- ur í Reykjavík, fæddur á Vöglum í Vatnsdal 12. ágúst 1902, d. 4. maí 1980 og María Amalía Þórðardóttir hús- móðir, fædd 16. apríl 1898, dá- in 1. desember 1992. Systkini Hauks voru: 1) Martha María Kalman Ingimarsdóttir, fædd 23. júní 1928, dáin 15. mars 2017. 2) Þorkell Sigurbjörn Ingimarsson, fæddur 3. sept- ember 1929, dáinn 14. nóv- ember 2010. 3) Ólafur Hörður Ingimarsson, fæddur 17. mars 1932, dáinn 5. desember 1973. 4) Uppeldissystir Hauks var Karlotta Aðalsteinsdóttir, fædd 21. nóvember 1939, dáin 1. mars 1979. ágúst 2013. 2) Steinn Ingi, fæddur 26. nóvember 1984, hans kona er Kristín María Stefánsdóttir, fædd 25. júní 1984 og dætur þeirra eru Júníana Tinna, fædd 19. júní 2007, Agla María, fædd 23. október 2012 og óskírð dóttir, fædd 30. september 2021. Haukur ólst upp á Bjarn- arstíg 3 í Reykjavík og gekk í Austurbæjarskólann. Hugur hans stefndi í iðnnám og lauk hann prófi frá Iðnskólanum sem bifreiðasmiður. Hann fór á samning hjá Agli Vilhjálms- syni og vann þar fyrstu starfs- árin. Þaðan lá leiðin í Drek- ann, til Landleiða og til Flugfélags Íslands. Haukur lauk starfsævinni hjá Áfeng- isverslun ríkisins þar sem Ása eiginkona hans hafði unnið allan sinn starfsaldur. Þau Ása giftu sig 5. desember 1953 og hófu búskap á Kirkjuteign- um. Þaðan lá leiðin í Hvassa- leiti 14 þar sem þau bjuggu lengst af en með viðkomu á Laugaveginum. Þau hjónin byggðu sér raðhús í Kringl- unni en fluttu þaðan í Furu- gerðið. Þegar Ása lést flutti Haukur í Boðaþing 22. Útför Hauks fór fram í kyrrþey 7. október 2021 í kyrrþey að ósk hins látna. Eiginkona Hauks var Ása Hjálmarsdóttir gjaldkeri, fædd 4. maí 1931, dáin 1. mars 2011. Henn- ar foreldrar voru Hjálmar Eiríksson verslunarstjóri, fæddur 25. janúar 1900, dáinn 18. ágúst 1940 og Jóna Krist- insdóttir ljósmóðir, fædd 21. desember 1895, dáin 27. októ- ber 1975. Haukur og Ása eign- uðust eina dóttur, Maríu Jónu Hauksdóttur, fædd 28. janúar 1954 og er maki hennar Þor- steinn Sæmundsson, fæddur 14. nóvember 1953. Synir þeirra eru: 1) Haukur Sæ- mundur, fæddur 30. júní 1979, hans kona er Ríkey Valdi- marsdóttir, fædd 13. janúar 1982 og eiga þau þrjú börn, elstur er Eiríkur Ingimar, fæddur 27. desember 2006, Hjálmar Freyr, fæddur 26. júlí 2010 og Elín Amalía, fædd 21. Hjartkær pabbi minn kvaddi þetta jarðlíf 18. september á líknardeild LSH eftir erfið veikindi. Pabbi var yndislegur maður, heiðarlegur, tryggur, kærleiksríkur og mikill hag- leiksmaður í höndunum. Mörg handverkin sem liggja eftir hann sýna snilld í hönnun og lausnum. Hann var einstakt snyrtimenni í hvívetna, mynd- arlegur maður og afar ungleg- ur. Pabbi var mikill náttúru- unnandi, þekkti nöfn kennileita landsins, bæði þau sem hann hafði séð og hinna sem hann hafði lesið um. Hann naut þess að rölta um fallega náttúru og ótal ferðir voru farnar í minni æsku á vit ævintýra fjarlægra sveita. Á hverju sumri var sum- arfríið notað í langar útilegur þar sem bíllinn var fylltur upp í þak af ómissandi hlutum ásamt tjaldinu góða. Fundin var svo falleg laut eða bali, gjarnan þar sem lítill lækur liðaðist um og þar var tjaldað. Í minningunni var veðrið ekki alltaf hliðhollt litlu fjölskyldunni, jafnvel snjór þegar vaknað var að morgni sem jók á ævintýragildið. Pabbi og mamma fóru einnig í hálend- isferðir. Fór ég eina slíka með þeim sem kenndi mér öllu frem- ur að meta þá fegurð sem land- ið býr yfir og er ég ævinlega þakklát fyrir það. Upp úr 1970 fengu pabbi og mamma land- skika í Hreppunum, nánar til- tekið í landi Haukholta, undir sumarbústað. Þá byrjar saga Ararats eins og bústaðurinn heitir, tilvitnun í að hann er reistur á hæð. Fjallasýnin er stórbrotin en lítil landgæði til ræktunar. Þarna áttu foreldrar mínir góðar stundir. Með tím- anum vegna mikillar elju þeirra og kannski líka vegna þrjósku pabba er nú komin þar um- fangsmikil gróðurvin. Barna- barnabörnin fóru í feluleik í skóginum eins og þau upplifðu gróðurinn. Foreldrar mínir ferðuðust mikið erlendis í gegnum tíðina, bæði ein, með vinum, vinahópn- um og með okkur fjölskyldunni. Margar góðar minningar eigum við fjölskyldan um þessi ferða- lög okkar víðsvegar um Evr- ópu. Pabbi var einstaklega góð- ur við sína nánustu, minningar úr æsku þar sem þolinmæði hans og gæska gagnvart ætt- mennum sem stóðu okkur næst virtist óþrjótandi sem og um- hyggja hans og mömmu fyrir ömmu minni og nöfnu sem var einstök. Drengirnir mínir, augasteinarnir þeirra, minnast með endalausri hlýju samver- unnar með þeim. Seinni árin hafa drengirnir mínir og barna- börn glatt pabba mikið og heimsóknir þeirra sem búa hér á landi og öll samvera hafa ver- ið kærkomnar sem og spjallið við þau sem búa í Danmörku í gegnum fjarbúnað. Sannarlega uppspretta hláturs og gleði fyr- ir pabba sem oft var gaman að rifja upp. Það tekur á að kveðja þig, elsku pabbi minn, og ég veit að við hefðum getað notað lengri tíma, farið oftar vestur í Dali þar sem þú eyddir bestu sumrum ævi þinnar á Skerð- ingsstöðum hjá heiðurshjónun- um Geir og Maríu. Ég er jafn- framt þakklát að hafa fengið svona langan tíma með þér, þakklát fyrir ferðina í fyrra um Vestfirði og hringferðina þar sem Langanesið var heimsótt en þangað hafðir þú ekki komið. Nú ertu farinn á nýjar slóðir og ég veit að mamma hefur tekið þar fagnandi á móti þér. Elsku hjartans pabbi minn, takk fyrir allt. Góður Guð gefi þér góða nótt. Þín dóttir, María (Mæja). „Bognar aldrei; brotnar í bylnum stóra síðast.“ Þessi ljóðlína Stephans G. lýsir mannkostum Hauks tengdapabba míns vel. Tengda- pabba kallaði ég ávallt afa eftir að eldri drengur okkar Mæju fæddist. Haukur var enda besti afi í heimi. Ekkert var of mikið eða of gott fyrir dóttursynina. Hann hafði áhuga á velferð fjöl- skyldunnar til hinstu stundar. Langafabörnin áttu stóran hlut í hjarta hans. Þau voru honum sannir gleðigjafar. Þau bjuggu nær eða birtust á tölvunni. Hann tileinkaði sér tæknina meira en margur. Átti nýjustu síma og fistölvur. Nýtti öpp til að leggja bílnum og greiða reikninga. Afi var orðheldnasti maður sem ég hef kynnst. Hann var trygglyndur, hreinskilinn og hreinlyndur. Trygglyndi hans birtist í því hvernig hann ásamt Ásu ömmu annaðist aldr- aða móður sína í hátt á annan áratug. Kærleikann sem hann átti ríkulega af veitti hann öll- um sínum nánustu. Þegar amma missti heilsuna og hvarf inn í óminnið annaðist hann hana lengur en hægt var að ætlast til. Hann byrjaði þá að elda af snilld. Afi var reglufastur og reglu- samur og hugsaði vel um heils- una. Afi var snyrtimenni fram í fingurgóma. Bílarnir hans voru ávallt gljábónaðir. Seinni árin voru þeir keyptir nýir og skipt út reglulega síðast í vor því afi var ekkert á förum. Hann var völundur og átti mikið verkvit. Handverkið reis hæst þegar hann hannaði og byggði bústað ofarlega í Hrunamannahreppi. Eftir á að hyggja er bústað- urinn Ararat sennilega með fyrstu sjálfbæru byggingum á Íslandi. Heimamenn hristu höf- uðið þegar afi flutti fyrstu hrísl- urnar á staðinn en hann breytti grýttu holti í gróðurvin með handafli og járnkarli. Nýtti hluta grjóts í garð sem hann hlóð fólki og gróðri til skjóls. Afi unni landinu og hafði ferðast um stærstan hluta þess. Hann var skáti ungur maður og þekkti flest fjöll og landsvæði. Við fórum á nýjar slóðir þegar hann fékk ársfrið frá vágest- inum. Þá fórum við Vestfjarða- hring og Kjaransveginn. Einnig hringinn sem reyndi á en hann vildi sjá Langanes og koma til Raufarhafnar öðruvísi en af sjó. Hann fór og Hellisheiði eystri fyrsta sinni. Þau amma ferð- uðust víða lengi ævinnar og afi tók sæg ljósmynda. Hann var óhemjuratvís og fór um stór- borgir eins og innfæddur þrátt fyrir að tala ekki erlent tungu- mál. Fyrr á árum fórum við stórfjölskyldan langar ferðir um Evrópu. Fjölskyldan var sett í smárútu með glás af far- angri og lagt í hann. Þetta var fyrir tíma GPS svo skrifuð var leiðarlýsing í stílabók með hjálp korta. Eftir þessu var síðan ek- ið. Auðvitað rötuðum við í villur í ferðunum en aldrei stórar. Afi var drengur góður karlmenni og hetja. Síðasta eina og hálfa árið barðist afi við krabbamein. Um nírætt var honum treyst í erfiða aðgerð og hann rann í gegnum hana eins og ekkert væri og átti gott ár. Síðan hall- aði undan fæti en hann barðist hetjulega með hjálp einkadótt- urinnar sem varði hann eins og ljónynja og vakti yfir hverju skrefi. Það er reyndar ótrúlegt að þörf sé á að berjast fyrir vel- ferð aldraðs manns í heilbrigð- iskerfinu þegar hann heyr loka- baráttu sína. Sú saga verður sögð síðar. Þorsteinn Sæmundsson. Haukur Ingimarsson „Fríða Hjálmars, manstu ekki eftir henni og Jakobi inni í Básum?“ Eitthvað á þessa vegu hljómuðu orð mömmu minnar þegar ég fór að segja henni frá ættfræði konunnar minnar, hennar Fríðu Kristbjargar yngri, þegar við vorum fyrst að rugla reytum saman árið 2005. Og jú, ég svo sannarlega mundi vel eftir þeim Fríða Kristbjörg Hjálmarsdóttir ✝ Fríða Krist- björg Hjálm- arsdóttir fæddist 4. febrúar 1935. Hún lést 23. september 2021. Útför Fríðu Kristbjargar fór fram 8. október 2021. Fríðu og Jakobi inni í Básum en þar var ég á hverju ári sem barn og ung- lingur, oftast í fylgd með ferðhópnum Flæktum fótum sem mamma og pabbi voru hluti af. Í ljósi þessa þurfti nú ekki mikið að sannfæra mig um að koma með í vinnuferð inn í Bása þá um vorið sem varð þá fyrsta ferð okkar Fríðu yngri út á land sem par. Þessi ferð er mér alltaf minn- isstæð en þarna fékk ég að kynnast þeim báðum, Fríðu og Jakobi, í því umhverfi sem hafði gefið þeim svo mikið og var þeim svo kært. Þótt ég væri kærasti nöfnu hennar og nýr í fjölskyldunni var enginn afslátt- ur samt gefinn og varð mér fljótt ljóst að ég yrði að taka vel til hendinni og tryggja að allt yrði gert af vandvirkni en um leið hratt og örugglega. Þessi ferð, sem var sú síðasta sem Fríða fór sem formaður Bása- nefndarinnar, varð grunnurinn að því góða sambandi sem við Fríða, og Jakob einnig, áttum saman. Fleiri ferðir inn í Bása áttu eftir að fylgja og þótti mér það einstaklega gaman að fá að vera með henni Fríðu í síðustu fararstjóraferðinni sinni fyrir Útivist. Það fór ekkert á milli mála að þarna fór kona sem unni landinu sínu af heilum hug og leitaðist eftir að smita þekk- ingu sinni á landinu yfir á unga sem aldna. Er það mér dýrmætt að hafa fengið að ferðast með henni um landið og hlusta á hana þegar hún sagði mér frá einhverjum hól, eða bæ, sem ég annars hefði aldrei vitað um. En ekki eru bara ferðalögin sem hægt er að taka fram, samveran í sumarbústaðnum, boðin á Þor- láksmessu og þorrablótin heima í Karfavogi eða á Barðastöðum. Ómetanlegar stundir sem hægt er að hlýja sér við þegar hugsað er til baka. Og ekki var nú langt að fara í boðin á Barðastöðum sérstaklega eftir að við Fríða Kristbjörg yngri fluttum í göt- una og vorum í næsta húsi ef svo má segja. Erfitt er að reyna að koma öllu því niður á blað sem ég hefði viljað en þó get ég ekki endað þetta nema með því að skrifa aðeins um hversu dýr- mætt það hefur verið mér að sjá hversu fallegt og kærleiksríkt samband börnin mín áttu við hana langömmu sína. Alltaf var hún áhugasöm fyrir því hvað þau voru að gera og væntum- þykjan í þeirra garð svo áþreif- anleg. Ættmóðir sem sannarlega elskaði fólkið sitt og hlúði vel að. Takk fyrir allt, elsku Fríða mín, við sjáumst aftur í Básum fyrr eða síðar. Baldvin Már Baldvinsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.