Morgunblaðið - 22.10.2021, Síða 28
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 2021
Ragnheiður Birgisdóttir
ragnheidurb@mbl.is
„Þarna verður hægt að uppgötva
mjög mikið af frábærri list. Ég held
að allir séu spenntir að sýna list sína,
sérstaklega núna eftir Covid,“ segir
Annabelle von Girsewald, sýningar-
stjóri listkaupstefnununnar Torgs
listamessu 2021, sem fram fer dag-
ana 22.-31. október á Hlöðuloftinu á
Korpúlfsstöðum. Torg er stærsti
sýningar- og söluvettvangur ís-
lenskrar myndlistar til þessa, þar
sem sjá má á einum stað fjölbreyti-
leg listaverk.
Opnun Torgs stendur frá kl. 18 til
20 í kvöld, föstudaginn 22. október.
Eftir það verður opið á Korpúlfs-
stöðum helgina 23.-24. október kl.
12-18, langan fimmtudag 28. október
kl. 17-22, föstudaginn 29. október kl.
18-20 og loks helgina 30.-31. október
kl. 12-18.
Í tilkynningu frá Sambandi ís-
lenskra myndlistarmanna, SÍM,
segir að listaverkin og listamenn-
irnir séu í aðalhlutverki á messunni,
listamennirnir sýni verk sín á eigin
forsendum ýmist einir eða fleiri um
hvern sýningarbás. Gestir og við-
skiptavinir geti rætt við listamenn-
ina, fræðst um verk þeirra og störf,
spjallað um sköpunarkraftinn, lífið
og listina.
Að treysta innsæinu
„Ég skrifaði öllum listamönn-
unum í september og, það hljómar
kannski klisjulega, bað þá að hugsa
um náttúruna, um hvað við getum
lært af náttúrunni. Ég hef verið að
kynna mér skrif fræðimannsins
Michael Marter um plöntulíf, til
dæmis það hvernig plöntur vita vissa
hluti, eins og að þær eigi að vaxa í átt
að sólinni. Það er þetta innsæi, þessi
eðlislæga vitneskja. Og ég held
stundum að sköpunarkrafturinn
komi frá þessum stað, því að treysta
innsæinu. Þetta er eitthvað sem ég
hef verið að hugsa um og ég bað
listamennina líka að treysta þessu,“
segir von Girsewald.
„Ég bað þá líka að velta fyrir sér
hvað gerði list þeirra sérstaklega ís-
lenska. Hvað gerir hana öðruvísi.
Fólkið er auðvitað allt nú þegar
komið á fullt á sínu sviði en þetta var
eitthvað sem ég var að velta fyrir
mér og bað það að hafa í huga.“
Alls taka yfir sjötíu listamenn þátt
í listkaupstefnunni í ár, þar á meðal
þrettán erlendir listamenn á vegum
verkefnisins SÍM recidency auk um
sextíu listamanna sem eru meðlimir
í SÍM og aðildarfélögum.
Sýningarstjórinn segir gesti
Torgsins mega búast við alls konar
ólíkum verkum, allt frá skúlptúrum
til vatnslitamynda, frá málverkum
til innsetninga. Hún nefnir líka að
listamennirnir sem taka þátt séu
með mjög ólíkan bakgrunn, sumir
séu afar reyndir í sínu fagi en aðrir
séu að gera þetta í fyrsta sinn. „Það
verður þarna margt ungt hæfileika-
fólk.“
Torg listamessa er einstætt fram-
tak og fyrsta sinnar tegundar hér á
landi en listkaupstefnan var fyrst
haldin árið 2019 og er nú haldin í
annað sinn. „Tilgangurinn er fjöl-
þættur, að auka sýnileika myndlist-
arinnar og gera fólki auðveldara fyr-
ir að kynna sér samtímalist sem og
að eignast listaverk eftir íslenska
eða erlenda listamenn sem starfa
hér á landi. Ætlunin er að veita
áhugafólki um myndlist tækifæri til
að fjárfesta í myndlist milliliðalaust
og eiga um leið persónulegt samtal
við listamennina sjálfa,“ segir í til-
kynningu.
Eitthvað fyrir alla
„Við viljum skapa vettvang þar
sem listamennirnir geta myndað
tengsl sín á milli og selt list sína.
SÍM getur með þessu verið millilið-
ur og hjálpað til við að tryggja að
listamennirnir fái borgað fyrir störf
sín,“ segir von Girsewald. Söluverð
verka rennur að fullu til listamann-
anna, því messan þiggur enga þókn-
un fyrir sína þjónustu og engir milli-
liðir taka umboðslaun.
„Þetta er opið öllum, allir ættu að
koma, það er líka svo fallegt hérna á
Korpúlfsstöðum,“ segir von Girse-
wald að lokum og Ásgerður Júlíus-
dóttir, verkefnastjóri hjá SÍM, sem
er þarna stödd líka, skýtur inn í að
allir ættu að geta fundið eitthvað við
sitt hæfi, það sé gaman fyrir alla að
heimsækja Torgið, ekki einungis þá
fullorðnu.
Torgið er hluti af Mánuði mynd-
listar, verkefni sem stendur yfir í
október, þar sem markmiðið er að
kynna starf myndlistarmanna fyrir
almenningi, gera fagið aðgengilegra
öllum ásamt því að auka umræðu um
myndlist og myndlistarmenn.
Morgunblaðið/Eggert
Listkaupstefna Sýningarstjóri Torgsins listamessu, Annabelle von Girsewald, sem er hér með Ásgerði
Júlíusdóttur verkefnisstjóra SÍM, segir gesti mega búast við fjölbreyttum verkum ólíkra listamanna.
Ys, þys og myndlist
- Listkaupstefnan Torg listamessa 2021 verður opnuð í kvöld - Fjölbreytt
verk yfir sjötíu listamanna til sýnis og sölu á Hlöðuloftinu á Korpúlfsstöðum
Leikhópurinn Konserta frumsýnir
Sýninguna okkar á Loftinu í Þjóð-
leikhúsinu í dag kl. 17. Um er að
ræða fyrstu uppfærslu hópsins sem
sviðshöfundarnir og tónlistarfólkið
Jóhann Kristófer Stefánsson og
Tatjana Dís Aldísar Razoumeenko
skipa. Þau semja sjálf verkið og
flytja, en í kynningu á sýningunni
kemur fram að þau notist við handa-
hófs- og óreiðukenndar vinnu-
aðferðir við sköpun sviðsverka.
„Sýningin okkar er bráðfyndið og
djarft verk sem fjallar um hvað það
er óbærilegt að vera manneskja í nú-
tímasamfélagi. Markmið hópsins er
að sýna ungu fólki að leikhúsformið
sé því viðkomandi með aðferðar- og
fagurfræði snjallsímans að leiðar-
ljósi.“ Verkið fjallar um Heiðbrá
sem gefið hafði „upp alla von þar til
hún hitti ástina sína hinum megin á
hnettinum sem kynnti hana fyrir
mætti „cacao“. Síðan þá hefur parið
staðið í stórræðum og planar hvern
viðburðinn á fætur öðrum. Fram-
tíðin hefur aldrei verið bjartari.“
Sýnt verður þétt og eru fyrirhug-
aðar fjórar sýningar á næstu sex
dögum.
Sýningin okkar á Loftinu
Dúó Tatjana Dís Aldísar Razoumeenko og Jóhann Kristófer Stefánsson.
Evrópska kvikmyndaakademían
hefur tilkynnt að við afhendingu
Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna
í desember næstkomandi muni
breski leikstjórinn og myndlistar-
maðurinn Steve McQueen fá fyrir
kvikmyndaröðina Small Axe sér-
stök verðlaun sem tekið var að
veita í fyrra fyrir frumlega og
mikilvæga sagnamennsku í kvik-
myndum. Með verðlaununum er
ætlunin að hylla nýja nálgun sem
fær áhorfendur til að horfa á og
upplifa eitthvað sem þeir hafa ekki
þekkt eða séð áður. Í Small Axe-
röðinni segir McQueen sögur sem
byggjast á raunverulegum atburð-
um, kynþáttaníði og ofbeldi sem
innflytjendur frá Vestur-Indíum
upplifðu í London. Myndirnar voru
allar sýndar í Ríkissjónvarpinu.
Ljósmynd/Small Axe Films / BBC
Sögur McQueen leikstýrir Small Axe.
Verðlaun fyrir
mikilvægar sögur
„Lesið í sköp-
unarkraft Vest-
fjarða 2021“ er
yfirskrift mál-
þings á Ísafirði
um bókmennta-
og menningar-
sögu Vestfjarða,
sem verður í
Safnahúsinu á
Ísafirði á morg-
un, laugardag,
kl. 10 til 17. Í fjölbreytilegum erind-
um verður meðal annars fjallað um
tónlist, bókmenntir og spíritisma.
Erindin flytja Eiríkur Örn Norð-
dahl, Þröstur Helgason, Hermann
Stefánsson, Ingunn Ósk Sturludótt-
ir og loks Árni Heimir Ingólfsson
og Johnny Lindholm í sameiningu.
Lesið í sköpunar-
kraft Vestfjarða
Hermann
Stefánsson