Morgunblaðið - 22.10.2021, Page 29

Morgunblaðið - 22.10.2021, Page 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 2021 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is TRYGGÐU ÞÉR MIÐA INNÁ S . F. C H R O N I C L E B B C T I M E O U T 84% SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI Frábær ný mynd fyrir alla fjölskylduna með íslensku tali. Forlagið er afkastamikið í útgáfu að vanda og væntanlegar, eða nýkomn- ar, eru fjölmargar skáldsögur fyrir börn og fullorðna, auk fræðirita og ævisagna. Einnig gefur Forlagið út talsvert af þýddum bókum. Í skáldsögunni Þung ský segir Einar Kárason frá hrikalegu slysi við ysta haf og örlagaríkum björg- unarleiðangri. Á þungbúnum vor- degi sér drengur á afskekktum bæ hvar stór farþegaflugvél birtist út úr skýjaþykkni og fólkið í glugg- unum veifar. Síðar sama dag frétt- ist að vélin sé týnd. Í smásagnasafninu Umfjöllun eft- ir Þórarin Eldjárn eru átta sögur úr fortíð og samtíð, stuttar og lang- ar og umfjöllunarefnin fjölbreytt. Stóra bókin um sjálfsvorkunn heitir fyrsta skáldsaga Ingólfs Ei- ríkssonar. Í bókinni segir frá Hall- grími sem hrökklast heim úr leik- listarnámi í erlendri stórborg eftir sambandsslit til að fara á geðdeild. Í skáldsögunni Merkingu eftir Fríðu Ísberg segir frá svonefndu samkenndarprófi, byltingarkenndri tækni sem byggist á rannsóknum um marktæka fylgni milli andsam- félagslegrar hegðunar og að mælast undir lágmarksviðmiðum þess. Myrkrið milli stjarnanna eftir Hildi Knútsdóttur er martraðar- kennd samtímasaga. Iðunn vaknar alltaf þreytt á morgnana. Allir hafa ráð á reiðum höndum – læknirinn, sálfræðingurinn, vinkonurnar – en ekkert þeirra fær að heyra alla söguna. Launsátur heitir ný glæpasaga Jónínu Leósdóttur. Í Launsátri glíma rannsóknarlögreglukonan Soffía og fyrrverandi eiginmaður hennar, sálfræðingurinn Adam, við flókið glæpamál sem hefst á því að nálar eru faldar í ávöxtum í verslun. Svikaskáldin Þórdís Helgadóttur, Þóra Hjörleifsdóttir, Sunna Dís Másdóttir, Ragnheiður Harpa Leifsdóttir, Melkorka Ólafsdóttir og Fríða Ísberg senda frá sér fyrstu skáldsöguna sem þær nefna Olíu. Skáldleg afbrotafræði Einars Más Guðmundssonar er aldarfars- saga sem bregður upp mynd af samfélagi og tíðaranda í byrjun 19. aldar, glæpaöldinni sem Einar nefnir svo. Í spennubókinni Náhvít jörð segir Lilja Sigurðardóttir frá glæpamönnum sem svífast einskis og fórnarlömbum mansals. Einlægur Önd, ævisaga er með undirtitilinn Eiríkur Örn, skáld- saga. Í bókinni, sem er eftir Eirík Örn Norðdahl, tekur aðalpersóna bókarinnar, Eiríkur Örn, að sér kennsluverkefni í ritlist fyrir erlent stórfyrirtæki. Hann kann kennsl- unni vel en þegar veist er að hon- um til að fá hann til að hætta kennslunni sökkvir hann sér niður í söguna af Felix Ibaka frá Arbí- treu. Skáldsagan Dyngja, eftir Sig- rúnu Pálsdóttur, hefst um miðbik 20. aldar á litlum bæ við rætur Ódáðahrauns og berst þaðan lengra inn í landið; frá hálendi Ís- lands út í geim og að lokum til tunglsins. Sextíu kíló af kjaftshöggum er sjálfstætt framhald skáldsögunnar Sextíu kíló af sólskini. Í bókinni rekur Hallgrímur Helgason frekar sögu Gests Eilífssonar sem er orð- inn átján ára og er fyrirvinna fimm manna heimilis. Skáldsagan Djúpið, eftir Benný Sif Ísleifsdóttur, gerist í brothættri byggð við Djúp 1975 þegar ungt vísindafólk er ráðið til starfa hjá Búseturöskun ríkisins í þeim til- gangi að efla mannlíf og atvinnu í samstarfi við heimamenn. Í bókinni Út að drepa túrista eft- ir Þórarin Leifsson segir af leið- sögumanninum Kalmani sem er þreyttur. Hring eftir hring og ár eftir ár hefur hann mátt sinna kenj- um fólks frá öllum heimshornum, svara furðulegum spurningum og bregðast við óvæntum uppákomum. Illfyglið er lokabókin í þríleik Sigrúnar Elíasdóttur um ævintýr Húgós og Alex. Þegar bókin hefst eru þau búin að týna hvort öðru en halda þrátt fyrir það áfram leitinni að síðustu steinstyttunni. Furðufjall: Nornaseiður er fyrsta bókin í nýrri ævintýrasagnaröð eftir Gunnar Theodór Eggertsson. Bókin segir frá ungmennunum Íma og Andreasi og því hvernig óvæntir og skelfilegir atburðir setja tilveru þeirra í uppnám. Drekar, drama og meira í þeim dúr er sjálfstætt framhald bók- arinnar Vampírur, vesen og annað tilfallandi eftir Rut Guðnadóttur. Söguhetjurnar, Milla, Rakel og Lilja, ramba á dularfullt leyndarmál og ógn hins yfirnáttúrulega grípur þær á nýjan leik. Í barnabókinni Meira pönk, meiri hamingja heldur Gerður Kristný áfram með söguna af Iðunni og pönkaranum afa hennar. Eftir að hafa heyrt útihátíðarsögur afa ákveða Iðunn og María Sara að halda sína eigin útihátíð með tjaldi og söng og sprangi og ræðum og varðeldi (ef leyfi fæst). Þorgrímur Þráinsson segir frá vinunum Máneyju og Sólmundi og ævintýri þeirra hjá álfum í bókinni Tunglið tunglið taktu mig. Handbók gullgrafarans er síðasta bókin í þríleik Snæbjörns Arn- grímssonar um vinina Millu og Guð- jón G. Georgsson. Á háaloftinu á Sjónarhóli finnur Guðjón G. Georgsson gamla stílabók og í bók- inni er kort sem á að vísa á gamlan fjársóð. Söguhetja bókarinnar Alexander Daníel Hermann Dawidsson: Bann- að að eyðileggja eftir Gunnar Helgason er með ADHD en það er allt í lagi – nema þegar lífið tekur upp á því að fara á hvolf. Þín eigin ráðgáta eftir Ævar Þór Benediktsson er áttunda bókin í bókaflokki þar sem lesandinn stýrir ferðinni. Þrjár Lárubækur Birgittu Hauk- dal eru væntanlegar: Lára lærir að baka, Lára lærir á hljóðfæri og Syngdu jólalög með Láru og Ljónsa. Bókin Rauð viðvörun! Jólin eru á leiðinni eftir Sigrúnu Eldjárn er jólasaga í 24 stuttum köflum um systkinin Jóa og Lóu. Sólkerfið okkar heitir bók þar sem Sævar Helgi fer í ferðalag um sólkerfið okkar. Hildur Knútsdóttir og Þórdís Gísladóttir skrifa saman bókina Nú er nóg komið!, sem segir frá ævin- týrum vinkvennanna Vigdísar Fríðu, Geirlaugar og Rebekku. miSter einSam heitir bók Ragn- heiðar Eyjólfsdóttur og segir frá Samma, syni Hákarlsins, eins um- deildasta manns landsins, sem er í sumarbústað með vinum sínum þeg- ar eitt unmennanna hverfur spor- laust út í vetrarmyrkrið. Þórunn Valdimarsdóttir skrifar um eitt þekktasta sakamál Íslands- sögunnar í bókinni Bærinn brenn- ur, morðið á Natani Ketilssyni, og styðst meðal annars við nákvæmar yfirheyrslur yfir sakborningunum og sveitungum þeirra. Í Þjóðarávarpinu fjallar Eiríkur Bergmann um þjóðernishugmyndir, popúlisma, upplýsingaóreiðu og samsæriskenningar af ýmsu tagi. Í bókinni Ilmreyr eftir Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur er kveðja frá dótt- ur til móður en um leið óður til for- mæðra og -feðra sem háðu sitt lífs- stríð við úthafsölduna vestur á fjörðum og áttu líka glímutök við brimöldur hjartans. Í bókinni Rætur rekur Ólafur Ragnar Grímsson æskuárin á Ísa- firði og Þingeyri, segir frá þorpinu í Þingholtunum og andstæðum á Melunum og æskuvinum í skólunum við Lækjargötu. Úrval af íslenskum skáldskap - Á þriðja tug skáldverka fyrir börn og fullorðna koma út eða eru komin út á vegum Forlagsins - Nýjar skáldsögur Jónínu Leósdóttur, Fríðu Ísberg, Einars Más og Hallgríms Helgasonar Rut Guðnadóttir Fríða Ísberg Gerður Kristný Benný Sif Ísleifsdóttir Sigrún Pálsdóttir Birgitta Haukdal Lilja Sigurðardóttir Hildur Knútsdóttir Jónína Leósdóttir Þórunn Valdimarsdóttir Sigrún Elíasdóttir Ragnheiður Eyjólfsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.