Morgunblaðið - 27.10.2021, Page 1

Morgunblaðið - 27.10.2021, Page 1
Andrés Magnússon andres@mbl.ia Miðað er við að formenn stjórnar- flokkanna nái saman um útlínur end- urnýjaðs stjórnarsamstarfs ekki síð- ar en um helgina. Þá tekur við stutt hlé meðan tveir formannanna fara af landinu í embættiserindum, Katrín Jakobsdóttir á loftslagsráðstefnuna í Glasgow og Sigurður Ingi Jóhanns- son á þing Norðurlandaráðs í Kaup- mannahöfn. Gert er ráð fyrir að eig- inleg vinna við stjórnarsáttmála geti hafist þegar þau snúa aftur. „Mín tilfinning er sú að það sé ekkert eftir sem ekki er hægt að finna lausn á,“ sagði stjórnarliði í samtali við Morgunblaðið í gær. Ríkisstjórnarfundur fór fram í Ráðherrabústaðnum í gær, en sjálf- stæðismenn og framsóknarmenn héldu einnig þingflokksfundi, þar sem formenn flokkanna ræddu stöðu viðræðnanna. Vinstri græn hafa boð- að til þingflokksfundar í dag. Stjórnarþingmenn segja að lítið nýtt sé að frétta af viðræðum for- mannanna. Þar ríki enn ágreiningur um ýmis vel þekkt deiluefni flokk- anna, svo sem rammaáætlun, friðlýs- ingar og hálendisþjóðgarð, en einnig voru flóttamannamál nefnd til sög- unnar. „Þetta eru mál sem þarf að leysa og er ekki hægt að ýta á undan sér,“ sagði einn sjálfstæðismanna. „Það eru svona mál sem sprengja ríkisstjórnir ef menn semja ekki um þau fyrirfram.“ Þingmaður Vinstri grænna tók í sama streng, en sagði að þótt þetta væru erfið mál, þá væru þau komin á góðan rekspöl og engin ástæða til þess að ætla annað en að formenn- irnir næðu málamiðlun um þau. Mikið hefur miðað í viðræðum Til þess er tekið að formennirnir séu enn að hittast einir síns liðs, en gert er ráð fyrir því að fleiri komi að borðinu í næstu viku, þegar farið verður í ritun stjórnarsáttmála. Það mun þó ekki vera svo að for- mennirnir ræði ekki annað en helstu þrætuefnin. Þingmenn taka fram að vel hafi miðað um margvísleg mál- efni og að uppkast liggi fyrir um marga málefnapunkta, sem lagt verður til grundvallar þegar hin eig- inlega ritun málefnasamnings getur hafist í næstu viku. Þingmenn segja að formenn flokk- anna nálgist verkefnið af raunsæi og málefnasamningurinn muni taka mið af því, sér í lagi varðandi stöðu ríkis- fjármála. Ekki sé að vænta mikillar útgjaldaukningar, enda óráðlegt í ljósi yfirvofandi verðbólgu. Hins vegar séu uppi ráðagerðir um ýmsar kerfisbreytingar, sem m.a. hafi í för með sér bætta nýtingu fjármuna rík- isins þar sem þeirra er helst þörf. Að sögn eru þreifingar um ráð- herrastóla og ráðuneytisskipan hafnar, en talsvert í að þau mál verði leidd til lykta. Lokahnykkurinn skammt undan - Líklegt að ritun stjórnarsáttmála geti hafist í næstu viku - „Erfiðu málin“ komin á góðan rekspöl - Vonast til þess að umgjörð stjórnarsamstarfs liggi fyrir um helgina - Þreifingar um stóla hafnar Morgunblaðið/Árni Sæberg Ríkisstjórnarfundur Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var glöð í bragði þegar hún kom til fundar í Ráðherrabústaðnum við Tjörnina í gær. MStjórnarandstaðan mun »…10 M I Ð V I K U D A G U R 2 7. O K T Ó B E R 2 0 2 1 .Stofnað 1913 . 252. tölublað . 109. árgangur . VÆGAST SAGT STÓRBROTIÐ RITVERK MIKIL GÆÐI Í MYRKRINU HÆKKANIR BÍTA Í FLUGFÉLÖGIN AURORA BASE CAMP SÆKIR FRAM 6 VIÐSKIPTAMOGGINNDÓMUR bbbbb 25 Ísland vann afar öruggan 5:0 sigur á Kýpur í undankeppni HM kvenna í knattspyrnu á Laug- ardalsvellinum í gær. Hér sjást þær Dagný Brynjarsdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir fagna marki í gær en þær skoruðu fyrstu tvö mörk Ís- lands. Í baksýn má sjá Amöndu Andradóttur sem fékk tækifæri í byrjunarliðinu en hún er ekki orðin 18 ára gömul. Ísland á enn eftir einn leik á þessu ári en hann verður á Kýpur. »22 Annar stórsigur í undankeppni HM 2023 Morgunblaðið/Unnur Karen Alsælar landsliðskonur í rigningunni í Laugardalnum Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir óráðið í 30-40% auglýstra starfa í átakinu Hefjum störf. Meðal annars hafi reynst erfitt að manna stöður á hót- elum úti á landi, ekki síst þeim sem eru langt frá höfuðborgarsvæðinu. Skýringin geti meðal annars verið sú að atvinnuleitendur hafi aflað sér háskólamenntunar en að auglýstu störfin krefjist mörg hver ekki menntunar á umræddum sviðum. Tilefnið er að viðmælendur blaðs- ins í verslun og heildsölu hafa kvart- að undan því að erfitt sé að manna lausar stöður, þrátt fyrir að nú sé skráð 5% atvinnuleysi á Íslandi. Samkvæmt mælaborði átaksins Hefjum störf hafa verið auglýst 15.783 störf síðan átakið hófst 1. mars og hafa verið skráðar 6.800 ráðningar, sem er 43% ráðningar- hlutfall. »ViðskiptaMogginn Tekst ekki að manna fjölda starfa - Unnur bendir á vægi menntunar Morgunblaðið/Einar Falur Á ferð um landið Störf í ferðaþjón- ustu hafa verið afþökkuð í ár.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.