Morgunblaðið - 27.10.2021, Page 8
8 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 2021
Að gefnu tilefni bendir Jón
Magnússon fv. alþing-
ismaður á þekkt tilþrif: „Lofts-
lagsráðstefna S.Þ.
á að hefjast í Glas-
gow um næstu
helgi og svo virðist
sem Glasgow sé nú
sem oftast með
sóðalegustu borg-
um á norðurhveli
jarðar, þar sem
rottugangur og
óhreinindi eru ógn við lýðheilsu
fólks í borginni.
- - -
Formaður borgarráðs Glas-
gow, Susan Aitken frá
Skoska þjóðarflokknum, er með
það á hreinu, að ástæða þess, að
Glasgow skuli vera með sóðaleg-
ustu borgum veraldar, sé Marg-
aret Thatcher að kenna.
- - -
Vinstra fólk á yfirleitt ekki í
erfiðleikum með að finna
blóraböggla og kenna öllum öðr-
um um en sjálfum sér og varast
að horfast í augu við afleiðingar
sósíalískra stjórnunarhátta
sinna.
- - -
Mikill má máttur Margaret
Thatcher vera fyrst hún
nú rúmum 30 árum eftir að hún
lét af embætti sem forsætisráð-
herra og rúmum 8 árum eftir að
hún andaðist ber alla ábyrgð á
sóðaskapnum og rottuganginum
í Glasgow eins og borgarráðs-
formaðurinn heldur fram.
- - -
Sérkennilegt að svona snar-
galin umræða skuli eiga sér
stað og það frá fólki sem gegnir
mikilvægum áhrifastöðum og
vinstri fjölmiðlaelítan lætur sem
ekkert sé og tekur jafnvel undir
bullið.“
Jón
Magnússon
Henni
að kenna!
Staksteinar
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Almenningur á Norðurlöndum er
enn jákvæður gagnvart norrænu
samstarfi en margir Norðurlanda-
búar telja hins vegar að samhæfing
aðgerða í tengslum við heimsfar-
aldurinn verði að vera betri. Þetta
er á meðal þess sem kemur fram í
nýrri skoðanakönnun Norður-
landaráðs og Norrænu ráðherra-
nefndarinnar, sem greint var frá í
gær. Könnunin náði til 3.400 þátt-
takenda á öllum Norðurlöndum,
en hún var gerð í maí og júní á
þessu ári. Í fréttatilkynningu
Norðurlandaráðs segir að 86%
svarenda telji að þróað samstarf
milli norrænu ríkjanna sé mikil-
vægt eða mjög mikilvægt. Er það
ögn minna en í könnuninni 2017,
en þá voru 92% þeirrar skoðunar.
60% óska eftir auknu samstarfi
milli norrænu ríkjanna, 32% finnst
staðan góð eins og hún er nú og
aðeins 1% vill að samstarfið sé
minna en nú.
Þá kemur einnig fram að
Norðurlandabúar telji mikilvægast
að ríkin vinni saman í baráttu gegn
glæpastarfsemi þvert á landamæri
ríkjanna. Umhverfis- og loftslags-
mál voru þar næst og svo varnar-
og öryggismál. Sömu þrjú málefni
voru einnig efst á baugi í síðustu
könnun, sem gerð var árið 2017.
Jákvæðir gagnvart samstarfinu
- Barátta gegn glæpum sögð mikilvæg-
asta samstarfsverkefni Norðurlanda
Ljósmynd/Norðurlandaráð
Þjóðfánar Almenningur á Norð-
urlöndum er enn hlynntur góðu
samstarfi norrænu ríkjanna.
Til stendur að opna skautasvell í
miðbæ Hafnarfjarðar í lok nóv-
ember um leið og Jólaþorpið verður
opnað.
Lagt var til á fundi menningar- og
ferðamálanefndar Hafnarfjarðar í
vikunni að fjárfesta í skautasvelli.
Fram kemur í tilkynningu frá Hafn-
arfjarðarbæ að fyrstu hugmyndir
geri ráð fyrir að svellið verði sett
upp á Ráðhústorgi, miðja vegu milli
Jólaþorpsins og Hellisgerðis eða
beint á móti Bæjarbíói. Um sé að
ræða hagkvæmt gervisvell með 12-
20 ára endingu. Segir í tilkynning-
unni að hugmyndir um slíkt skauta-
svell í Hafnarfirði hafi verið í um-
ræðunni um árabil.
Jólaskreytingar
Starfsfólk Hafnarfjarðarbæjar
hófst í síðustu viku handa við upp-
setningu á jólaskreytingum í miðbæ
Hafnarfjarðar og munu ný ljós og
skreytingar bætast jafnt og þétt við
næstu daga og vikur.
Jólaþorpið á Thorsplani verður
opnað föstudaginn 26. nóvember og
er jólaævintýrið í Hellisgerði einnig í
fullum undirbúningi.
Hellisgerði Það var jólalegt í Hellisgerði í Hafnarfirði á aðventunni í fyrra.
Skautasvell í miðbæ
Hafnarfjarðar
SKVÍSAÐU ÞIG UPP
FYRIR SUMARIÐ
STÆRÐIR 1428
Sundkjóll
15.990 kr
Stærðir 42-56
Bikiní haldari
8.990 kr
C-H skálar
Bikiní haldari
8.990 kr
Stærðir 42-54
Verslunin CURVY | Fellsmúla 26 við Grensásveg, 108 RVK | Sími 581-1552 | www.curvy.is